Dagur - 10.09.1984, Qupperneq 1
“p-í J J jr
W////// V/S//7'///Æ V//J
Litmynda-
framköllun
P»H MUrn.sm
103. tölublai
67.árgangur
Akureyri, mánudagur 10. september 1984
GULLSMIDIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Verða verkföll?
Allt útlit fyrir að línur skýrist í samningamálum í vikunni
„Maöur heldur svo lengi í vonina
sem hægt er, að ekki komi til
verkfalla, en samningaviðræður
hafa verið með þeim hætti að lítil
von er um viðunandi samninga
með öðrum hætti,“ sagði Krístín
Hjálmarsdóttir, formaður Iðju,
félags verksmiðjufólks á Akur-
eyri, aðspurð um hvort útlit væri
fyrir verkfall hjá félaginu.
Þegar þetta er skrifað er allt útlit
fyrir að verkfall prentara skelli á að-
faranótt mánudags og fleiri laun-
þegafélög hafa hugsað sér til hreyf-
ings. Á mánudag heldur sambands-
stjórn Verkamannasambandsins
fund, þar sem spilin verða lögð á
borðið. Búist er við að á þeim fundi
verið samþykkt áskorun til aðildar-
félaga sambandsins að afla sér verk-
fallsheimildar. Vinnuveitendur þinga
jafnframt í dag og líkur eru til þess
að þeir samþykki hliðstæða áskorun
til sinna félaga um að afla sér verk-
bannsheimildar.Að sögn Kristínar
hefur lítið sem ekkert þokast í sam-
komulagsátt á þeim fáu samninga-
fundum sem haldnir hafa verið og
sömu sögu sagði Jón Helgason, for-
maður Einingar. Stjórn og trúnaðar-
mannaráð Iðju ætlaði að afla sér
verkfallsheimildar um helgina og
Kristín taldi líklegt að ákvörðun um
verkfall eða ekki verkfall verði tekin
í lok vikunnar með hliðsjón af stöðu
samningamála.
„Mér sýnist allt benda í þá átt að
til verkfalla komi, ef menn vilja
fylgja eftir þeim kröfum sem lagðar
hafa verið fram. Það hefur engin
hreyfing verið á vinnuveitendum í átt
til að mæta okkar kröfugerð. En ég
hygg að þessi mál skýrist að aflokn-
um fundi sambandsstjórnar Verka-
mannasambandsins á mánudaginn og
mér þætti ekkert ótrúlegt að það
komi fram tillaga um að félögin afli
sér verkfallsheimildar. Það ætti því
að liggja ljóst fyrir í lok vikunnar
hvernig þessi mál þróast,“ sagði Jón
Helgason. -GS.
Það var ekki stressið sem hrjáði trillukarlanna á þeesu góðviðriskvöldi í fyrri viku. Og reyndar virðist sem æðarkollu líka — ekkert verkfall hja þeim...
SH setti fram kröfu um
að fá að selja afurðirnar!
- Annars verði fyrirtækið ekki aðili að laxeldi í Úlafsfirði
Enn er allt á huldu hvemig
staðið verður að stofnun félags
um fislteldi í Ólafsfjarðarvatni.
Á stofnfundi þar á dögunum
kom fram ósk frá Veiðifélagi
Ólafsfjarðarár um að fresta
fundinum og var það gert.
Ástæðan fyrir þessari beiðni
var sú að ætlunin hafði verið að
veiðifélagið ætti 20% hlutafjár,
og talað var um að hlutafé yrði 5
milljónir króna. Fyrir stofnfund-
inn höfðu fengist hlutafjárloforð
fyrir 3,7 milljónum króna en á
stofnfundinum komu fram hluta-
fjárloforð fyrir rúmlega 6 millj-
ónum króna til viðbótar. Var þá
orðið ljóst að veiðifélagið gat
ekki átt 20% nema auka verulega
framlag sitt. Því var fundi frestað
og kosin nefnd til þess að vinna
að frekari framgangi málsins.
„Ég gæti trúað því að einhverj-
ir sem voru búnir að skrifa sig
fyrir hlutafé vilji ekki vera með
þegar á reynir, miðað við þær
forsendur sem veiðifélagið legg-
ur á borðið, að það eigi 20%
hlutafjárins," sagði Valtýr Sig-
urbjarnarson bæjarstjóri á Ólafs-
firði er við ræddum við hann, en
Valtýr er formaður nefndarinnar.
„Veiðifélagið stendur fast á
því að það komi til með að eiga
20%, Sambandsfyrirtækin 40%
og aðrir aðilar 40%. Það hefur
hins vegar ekki verið neglt niður
ennþá hvað menn hugsa sér að
heildarhlutafé verði mikið. Það
hefur verið ákveðið að skrifa
öllum þeim sem hafa lagt fram
hlutafjárloforð. Þessum aðilum
verður þá gefinn kostur á því að
skrifa sig fyrir hlutafé á þeim
forsendum að veiðifélagið eigi
20%. Við verðum svo bara að
sjá hvernig þessu reiðir af,“ sagði
Valtýr.
„Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna sem hefur gefið 1,5 milljón
króna hlutafjárloforð eða um
15% hefur nú sett fram kröfu um
að fyrirtækið fái að annast sölu á
öllum afurðum félagsins. Sú
krafa var ekki lögð fram þegar
þeir skrifuðu sig fyrir hlutafé en
samkvæmt hlutafjárlögum á að
taka það fram í stofnsamningi ef
einhverju hlutafé fylgja sérrétt-
indi eða kvaðir. Eyjólfur ísfeld
hjá sölumiðstöðinni sagði á fundi
hér að þeir gerðu þetta að skil-
yrði fyrir aðild sinni að fyrirtæk-
inu. Það á eftir að funda um
þessa kröfu en ég tel hæpið að
gengið verði að henni,“ sagði
Valtýr. gk-.