Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 3
26. október 1984 - DAGUR - 3 Boð að sunnan Þeir sem búa úti á landi, t.d. í Reykjavík, hafa á stundum lítinn skilning á því sem aðrir landsmenn hafast að, enda eru þeir ekki margir Reykvíkingarnir sem vinna verð- mætaskapandi störf. Flestir þeirra hafa lífsviðurværi sitt af þjónustu við aðra landsmenn - eða bara af snuddi í kringum hvern annan. Samt sem áður voru það menn „fyrir sunnan“, sem fengnir voru til að hanna slátur- hús fyrir ónefnt kaupfélag á Norður- landi. Síðan var sláturhúsið byggt samkvæmt teikningunum, en ögn þótti mörgum ýmsir þættir bygging- arinnar afkáralegir. Sérstaklega þótti svonefndur „dauðagangur“ frum- legur og lítt líklegur til að þjóna hlut- verki sínu með sóma. Enda kom það í lós, að allur fénaður sem leiddur var um dauðaganginn umhverfðist algerlega. Hlutust af þessu hin mestu vandræði við slátrunina. Var þá gerð athugasemd til „þeirra fyrir sunnan“, en þeir svöruðu um hæl stutt og laggott: „Látið sem ekkert sé, féð venst þessu örugglega innan tíðar“H Erilsamí starf Hart hefur verið deilt um launakjör starfsmanna á sláturhúsum í haust. Einn leikur verkalýðsfélaga á Suður- landi var að auglýsa lágmarkstaxta, sem byggðir voru á þeirra kröfugerð, en án nokkurs samráðs við vinnuveit- endur. Tók lestur auglýsingarinnar margar mínútur í útvarpi og hefur auglýsingin eflaust kostað verkalýðs- félögin mikið fé. Taxtarnir voru flóknir og „mikið torf“ í lestri, þann- ig að þulir Ríkisútvarpsins voru að niðurlotum komnir þegar lestrinum var loksins lokið. En þá tók við önnur auglýsing frá vinnuveitendum um að fyrri auglýsingin væri tómt bull og vitleysa. En hvað um það, sitt sýnist hverjum. Ein málsgrein þessa einhliða samnings hljóðaði á þessa leið: „Hjástæða við fjárflutninga eftir 15 ár“. Ekki man ég hver greiðslan átti að vera fyrir þetta erilsama og greinilega tafsama starf! Sólnes reddaði konunum Fyrir skömmu var tekist á um svolít- ið sérkennilegt málefni í bæjarstjórn Akureyrar. Þannig var, að Eining hafði gert samning við Akureyrarbæ um kjör starfsfólks á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, dagvistum og fleiri stofnunum bæjarins. Eftir að sá samningur var gerður náði Alþýðu- samband Norðurlands hagstæðari samningi launalega séð við nokkur sjúkrahús og stofnanir á Norður- landi. Nú vildi Eining fá leiðréttingu á sínum samningi til samræmis við samning AN. Undir þetta tóku nokkrir bæjarfulltrúar með fulltrúa Kvennaframboðsins í broddi fylking- ar. En meirihluti bæjarstjórnar vildi ekki breyta gerðum samningi með handauppréttingu í bæjarstjórn, enda væri Eining búin að segja þess- um samningi upp og því eðlilegra að bæta laun þessa fólks með samninga- gerð. Málið þvældist á milli bæjar- ráðs, kjaranefndar og bæjarstjórnar. Loks hafði minnihlutinn sitt í gegn í bæjarstjórn. Þar samþykktu 5 bæjar- fulítrúar að hækka launaliðina í Ein- ingarsamningnum, en 5 bæjarfull- trúar sátu við það sama og töldu þetta ekki réttu leiðina til að bæta kjör þessa láglaunafólks. Þeir sátu hins vegar hjá við atkvæðagreiðsluna og þar með hefðu þeir haft sitt í gegn, ef Jón G. Sólnes hefði ekki komið til sögunnar. Hann er ekki vanur hálfvelgju og sagði „nei“ við atkvæðagreiðsluna. En með því að vera á móti tryggði hann að vilji minnihlutans var samþykktur með 5 atkvæðum gegn 1. Jón hækkaði því laun láglaunafólksins með því að vera á móti hækkuninni!! Frá Amtsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu Mánuðina október-apríl verða bæði söfnin opin sem hér segir: Mánudaga-föstudaga kl. 13-19, laugardaga kl. 10-15. Athugið að söfnin eru ekki opin fyrir hádegi nema á laugardögum. Sögustundir fyrir börn verða sem fyrr á laugardögum kl. 10.30-11.30. Amtsbókavörður. Héraðsskjalavörður. Þessir frísklegu strákar skipuðu fimleikaflokk Knattspyrnufélags Akureyrar um og eftir 1932. í fremri röðinni f.v. eru Árni Ingimundarson, Geir Arnessen, Olgeir Jóhannsson, Kristján Mikaelsson og Kristján Hallgríms- son, ljósmyndari. f aftari röðinni f.v. eru Óskar Vatnsdal, Halldór Þorsteinsson, Bjarni Kristinsson, Örlygur Sigurðsson, listmálari, Bragi Freymóðsson og Lýður Sigtryggsson. Þjálfari hópsins var Hermann Stefánsson. Þessi hópur fór m.a. í mikla sýningarferð til Reykjavíkur og gat sér þar gott orð. Hafði eitt Reykjavíkurblað- anna um það orð, að akureyrsku drengirnir leystu flestar fimleikaþrautir betur en þeir reykvískur, nema hvað þeir reykvísku hefðu fallegra göngulag. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson. • r . \ Föstudagur 26. október Mánasalur opnaður kl. 19 fyrir matargesti. Ingimar Eydal leikur létt lög á orgel. Fjölbreyttur matseðill. Sólarsalur opnaður kl. 22. Ingimar Eydal og félagar sjá um fjörið ásamt diskóteki. Laugardagur 27. október - Fyrsti vetrardagur Jóbann Mar Johannsson V - ;•. V’x-A *■', * v *r> ■ > Nú er um að gera að fjölmenna í mat og fagna vetri. Matseðill: Koníaksbxttsjávarréttasúpam/hvítlauksbrauði eða gratineraðir sjávarréttir í skel °g heilsteiktar nautalundir m/spergilkáli, ofnbökuðum tómat og bakaðri kartöflu eða ofnsteikt pekingönd m/appelsínusósu, ávaxtafylltri peru, sykurbrúnuðum kartöflum og rauðkáli °g mocca fromage. Verð aðeins ki. 850,- Ensku atvinnudansaramir Judith Markquick og Brian Webster semkomahérá vegum Nýja dansskólans sýna það nýjasta í danslistinni. NÝt DMSKÓUi Ingimar Eydal og félagar leika fýrir dansi til ki. 03. *.; y. r 2 /.-VI.-, Vf.:- tGV s'r-v*-v• v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.