Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 5
26. október 1984 - DAGUR - 5 Matreiðsluwe™1 ’ ruer alltaf < yftrborgaoir „Vaktavinnan getur verið leiðigjörn til lengdar, en ég held mér sé óhœtt að segja að matreiðslan sé skemmti- legt starf, “ segir Rúnar Gylfason yfirmatreiðslu- maður á Hótel KEA á Akureyri. Rúnar lærði matreiðslu á árun- um 1972-1976 á Hótel KEA. Hann hefur starfað þar síðan að því undanskildu að í 8 mánuði var hann háseti á sjó og í eitt sumar rak hann Eddu-hótel að Skógum undir Eyjafjöllum. Rún- ar varð yfirmatreiðslumaður á Hótel KEA árið 1982. - Hvaða undirbúnings- menntun þarf fyrir nám í mat- reiðslu? „Það þarf almenna gagnfræða- menntun eða próf úr 9. bekk grunnskóla til að geta hafið nám.“ - Hvernig fer námið fram? „Námstíminn er fjögur ár, og þar af er verið í fagskóla þrjú árin, fjóra mánuði í senn. Lært er í Hótel- og veitingaskóla íslands sem hefur aðsetur í Reykjavík. Að öðru leyti ganga nemarnir til starfa í eldhúsinu, þeir fara strax í matreiðsluna, að vísu í hina auðveldari hluti til að byrja með og svo er það misjafnt eftir ein- staklingum hversu duglegir þeir eru og fljótir að komast inn í flóknari hluti. Sumir koma að- eins til þess að læra að nafninu til, aðrir eru mjög áhugasamir og verða auðvitað betri fagmenn." - Geta nemar fengið námslán? „Mér er ekki kunnugt um það, enda eru nemar á launum á með- an þeir eru í náminu, bæði á vinnustað og eins á meðan þeir eru í skólanum." - Hvernig eru atvinnumögu- leikar að námi loknu? „Peir eru mjög góðir. Þróunin hefur verið sú að undanförnu að matsölustöðum hefur fjölgað mjög og allir virðast þeir þrífast vel. Matreiðslumenn vinna víða, á hótelum og veitingastöðum, í mötuneytum heimavistarskóla, í veitingamiðstöðvum, á sjó og áfr- am mætti telja. Það er algjör undantekning ef matreiðslumað- ur sést auglýsa eftir vinnu í dag.“ - Hvernig eru launamálin? „Taxtinn hjá matreiðslu- mönnum er ekki til að hrópa húrra fyrir, fremur en taxtar ann- arra iðnaðarmanna. Ég hef grun um að það sé nokkuð mikið um yfirborganir í þessu starfi, og menn geta því haft nokkuð góðar tekjur.“ - Er starftið áhugavert og gef- andi? „Vaktavinnan sem víða við- gengst getur að sjálfsögðu verið þreytandi. Menn vinna langan vinnudag, en upp á móti kemur að það eru góð frí á milli. Mér finnst vinnan skemmtileg og gef- andi en það er sjálfsagt hægt að láta sér leiðast í eldhúsinu eins og á öðrum vinnustöðum ef menn eru á þeim buxunum.“ - Hvað með möguleika á framhaldsnámi? „Það er ekki um neitt að ræða svoleiðis hér á landi eftir að menn eru búnir með Hótel- og veitingaskólann. Sumir hafa farið erlendis til frekara náms á svo- kallaða hótelskóla og fara þá þar í almennt nám um hótelrekstur.“ - Hvers vegna valdir þú þér þetta starf? „Ég gerði það eiginlega ekki sjálfur. Ég var 16 ára þegar ég byrjaði að læra og það kom aðal- lega til af því að móðir mín hafði á tilfinningunni að þetta myndi henta mér, og ér er svo sem ekki að kvarta yfir þessu.“ - Hvað finnst þér skemmtileg- ast við starfið? „Það er alltaf virkilega gaman að elda mat og sérstaklega þegar árangurinn er góður. Mér per- sónulega finnst mest gaman að fást við eitthvað nýtt, prófa mig áfram í sambandi við veislumat og þess háttar. Og sem betur fer eru alltaf einhverjar tilraunir í gangi." - Eldar þú heima hjá þér? „Já, ég geri það vissulega, og það sem meira er, ég vaska oftar upp.“ gk-. Húsið er opið hópum (stórum og smáum), eftir samkomulagi hvenær sem er í vikunni. Aðstaða fyrir: Fundahöld, fyrirlestra, sýningar, tónleika, kaffi, máltíðir (með léttvíni). Upplýsingar og pantanir í símum 24490 og 22644. Gallajakkar Gallabuxur Khakibuxur 4 ntir. Flauelsbuxur stórkostlegt úrval nýkomið. Mjög gott verð. Póstsendum. Hafnarstræti 99-101. Dansleikur fyrsta vetrardag * Hljómsveitin Portó leikur fyrir dansi. V Glæsilegt kvöldverðartilboð. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Aðeins örfá sæti laus fyrir matargesti. ☆ Kristján Guðmundsson og lítil kammersveit leika létt lög fyrir matargesti. HÓTEL KEA Borðapantanir teknarf síma 22200. AKUREYRI Félag málmiðnaðarmanna Akureyri Fundarboð Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur félagsfund þriðjudaginn 30. þ.m. kl. 20.30 að Hótel KEA. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 35. þing ASÍ. 3. Kjarasamningarnir. 4. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.