Dagur - 26.10.1984, Síða 12

Dagur - 26.10.1984, Síða 12
wmrn Akureyri, föstudagur 26. október 1984 Afgreiðum aila daga af salatbarnum vinsæla salat út í bæ. Afgreitt minnst fyrir tvo. Verð kr. 195,00 pr. mann. Innifalið ca. 250 g salat, ca. 100 g brauð, ca. 200 g súpa. Þokkaleg staða hjá Þormóði ramma hf. Vínið að klárast Svo kann að fara að helgin sem í hönd fer verði sú síðasta í bili sem Akureyringar eiga þess kost að fara út að skemmta sér. Vínbirgðir veitingastaða á Akureyri eru nær á þrotum. Við ræddum við forráðamenn Hótels KEA, Sjallans og H-100 og bar þeim saman um að vín yrði til í húsunum fram í næstu viku en þá yrði það uppurið miðað við „eðlilega" neyslu. Talið er líklegt að skemmtistaðirnir loki um leið og vínlaust verður. í Smiðjunni er vín einungis selt matargestum. Þar mun eitthvað vera til af rauðum vínum en rósa- vín og hvítvín eru svo til uppseld. Þá var okkur tjáð að sáralítið væri af sterkum vínum á boðstól- um í Smiðjunni. Togarar Þormóðs ramma hf. á Siglufirði, Sigluvík og Stálvík eiga nú fremur Iitla kvóta eftir. Fullri dagvinnu hefur verið haldið uppi hjá fyrirtækinu fram að þessu en óvíst er hve langt fram eftir vetri það ástand varir. Að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma hf., er Stálvíkin búin með þorskkvóta sinn og búið er að nýta leyfilega tíu prósent tilfærslu milli skipa. Stálvíkiner nú að fiska upp í viðbótarkvóta sem fékkst keyptur á staðnum en á að auki eftir skrapkvóta, ýsu og grálúðu. Staðan er ögn skárri hjá Sigluvíkinni en það stafar af því að kúpling í skipinu bilaði í lok júlí og hefur því skipið lítið getað verið að veiðum Sigluvíkin á dálítinn þorskkvóta eftir auk ýsu- og grálúðiiKvó'la. - Viö ættum að geta haldið Kvótar þrotnir - hjá Örvari og Arn- ari á Skagaströnd Togarar Skagstrendinga, fyrstitogarinn örvar og Arnar eru nú búnir með kvótana sem þeir fengu úthlutað fyrir þetta ár, sam- tals um 1500 tonn. Að sögn framkvæmda- stjóra Skagstrendings hf., Sveins Ingólfssonar, eru vonir bundnar við að hægt verði að halda togurunum úti fram að jólum með þeim viðbótar- kvótum sem m.a. fengust hjá Siglfirðingi hf. á Siglufirði og Meleyri á Hvammstanga. - ESE I morgun var busavígsla við Menntaskólann á Akureyri með tolleringum og tilheyrandi hamagangi. Þetta er ein af rótgrónustu hefðunum í skóla- starfinu, eii nokkrum sinnum hefur verið talað um að afleggja þessa vegna hættu á meiðslum. Af því hefur þó (sem betur fer) ekki orðið ennþá. togurunum úti fram að jólum ef vel gengur og á meðan verður atvinna i frystihúsinu. Hve mikil hún verður er hins vegar óvíst, sagði Einar Sveinsson. Þess má geta að atvinnu- ástand hefur verið gott á Siglu- firði mestan hluta þessa árs. Eftir að Sigló hf. hóf rekstur að nýju, vantaði hreinlega vinnu- afl i frystihúsin í lengri tíma. - ESE Akureyrarbær á „lóðaríi“ í Miðbænum Að undanförnu hefur Akureyrar- bær átt viðræður við Odd C. Thorarensen, lyfsala, um hugsan- leg kaup bæjarins á nokkrum lóð- um á miðbæjarsvæðinu, sem Oddur hefur umráð yfir. Lóðirnar eru í eigu Valhallar hf., en það fyrirtæki stofnuðu erfingjar O. C. Thorarensen eldra, um þær eignir sem hann lét eftir sig. Hér er um að ræða lóðirnar Hafnarstræti 105; Hafnarstræti 100 b, þar sem söluturninn stendur nú; Hafnar- stræti 104 að hluta, en þar er um að ræða baklóð við Akureyrar- apótek; og í fjórða lagi hefur lóð- in Hafnarstræti 106 komið til tals í þessum viðræðum, en þar er nú bygging sem hýsir Filmuhúsið. Að sögn Helga M. Bergs, bæjar- stjóra, hafa viðræður við Odd leg- ið niðri um hríð, en ef úr kaupum verður er reiknað með að lóðirnar verði keyptar í áföngum. Að lík- indum verður þá Hafnarstræti 105 fyrst í röðinni, þar sem hluti hennar fer undir gönguleið upp í Skátagilið, en annað fer undir byggingu sem einnig kemur til með að standa á næstu lóð við, Hafnarstræti 103, samkvæmt nýja miðbæjarskipulaginu. - GS Þetta er ein þeirra lóða sem bærinn vill eignast. Helgarveðrið ætti að verða allþokka- legt hér á Norður- landi. Veðurstofan spáir suðaustanátt og hlýindum. 4-5 stig að deginum og þurrt. Sunnlending- ar fá hins vegar að kenna á vætunni. Frá herradeildinni Hattar, húfúr, treflar. Leðurbindi, leðurslaufur. Ergee vettllngar. Peysur í miklu úrvali. Nærfataúrvalið er meira en þig grunar. Póstsendum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.