Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 5
29. október 1984 - DAGUR - 5 Mjólkur- framleiðslan Á vegum Framleiðsluráðs land- búnaðarins hefur verið tekið saman yfirlit um mjólkurfram- leiðsluna skipt eftir sölusvæðum, fyrir árið 1983. Tölurnar miðast við innvigtaða mjólk árið 1983 og mannfjölda 1. desember sl. Á 1. sölusvæði, sem nær yfir Suður- og Vesturland var innveg- in mjólk tæplega 54,4 milljónir lítra. Á þessu svæði voru sam- kvæmt manntali rúmlega 178 þúsund manns. Það komu því rétt um 305 lítrar af mjólk á hvert mannsbarn, framleitt á sölusvæð- inu. Þessi mjólkurframleiðsla var um 51% af heildarmjólkurfram- leiðslunni í landinu. En íbúa- fjöldinn var 74,8% af öllum íbú- um landsins. Á Vestfjörðum er annað sölu- svæði, þar áttu heima tæplega 9 þúsund manns. Mjólkurfram- leiðslan á svæðinu var tæplega 2,3 milljónir lítra eða 258 lítrar á hvern íbúa. Vesturhluti Norðurlands er þriðja sölusvæði. Þar var mjólk- urframleiðslan 14,7 milljónir lítra, eða rétt um 1.482 lítrar á hvern íbúa, sem bjó í þessum landshluta árið 1983. Næst komum við að fjórða sölusvæði, þar er eingöngu svæði Mjólkursamlags KEA, sem nær yfir Eyjafjarðarsýslu, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og þrjá hreppa í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þar var mjólkurframleiðsl- an tæplega 22 milljónir lítra, eða 20,6% af heildarmjólkurfram- leiðslunni. Skipt niður á íbúa á þessu svæði komu 1.003 lítrar á hvern þeirra. Þá er það fimmta sölusvæði sem nær yfir Suður-Þingeyjar- sýslu og Norður-Þingeyjarsýslu að undanteknum þrem hreppum, sem áður eru nefndir og til við- bótar kemur Skeggjastaðahrepp- ur og Húsavík. Mjólkurfram- leiðsla á svæðinu var tæpar 7,2 milljónir lítra. Það gerir 1.135 lítrar á hvern íbúa. Austurland allt að undan- skildum Skeggjastaðahreppi og Austur-Skaftafellssýslu er sjötta sölusvæði. Þar var mjólkurfram- leiðslan um 4,2 milljónir lítra, sem er ekki meira en 393 lítrar á hvern íbúa. Síðasta sölusvæðið, það sjö-> unda, nær yfir Austur-Skafta- fellssýslu. Þar var mjólkurfram- leiðslan tæplega 1,7 milljónir lítra, sem gerir 742 lítra á hvern íbúa sýslunnar, þegar íbúafjöld- anum er deilt í mjólkurmagnið. Nýkomið Drengjabolir, langerma stærðir 4-r14, verð kr. 210,- Herrabolir stærðir S-M-L-XL, verð kr. 315,- Nýkomnar netakúlur til skrauts, verð kr. 75,- 'Sl lli Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 • sími 22275 m & SAMVINNU TRYGGINGAR Samvinnutryggingar g.t. Akureyri óska eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp: 1. Lancer 1400 sjálfsk......... árg. 1981 2. Galant 2000 ................ árg. 1979 3. Toyota Hi Lux .............. árg. 1981 4. Polonez .................... árg. 1981 5. Austin Allegro ............. árg. 1978 6. Toyota Cressida ............ árg. 1977 7. Komplet undirvagn, pallur með sturtu, gír- kassi og skemmt hús af Mercedes Benz 1314 árgerð 1968. Bifreiðarnar verða til sýnis í nyrstu skemmu SÍS verksmiðjanna við Glerá, gengið inn að sunnan- verðu, fimmtudaginn 1. nóv. frá kl. 12.30 til 15.00. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Skipagötu 18 fyrir þriðjudaginn 6. nóvember eða á sýningarstað. Samvinnutryggingar g.t. Vátryggingadeild KEA Skipagötu 18, Akureyri. ÍÍTlM/MTs) kemur ut Þrisvar'viku’ r |l~J ijjl ty mánudaga, midvikudaga og föstudaga wmm/' Fablon sjálflímandi dúkur I miklu úrvali Fjórðu ngssamband Norðlend inga og Stjórnunarfélag íslands munu á komandi vetri bjóða nokkur af fyrirtækjanámskeiðum Stjórnunarfé- iags ísiands á Norðurlandi, ef næg þátttaka fæst. Hið fyrsta þeirra er: Ritaranámskeið Markmið: Að auka hæfni ritara við skipulagn- ingu, bréfaskriftir, skjalavörslu og önnur almenn skrifstofustörf. Efni: Bréfaskriftir og skjalavarsla, símsvörun og afgreiðsla viðskiptavina, skipulagning og tíma- stjórnun. Þátttakendur: Þátttakendur þurfa að hafa nokkra reynslu sem ritarar og innsýn í almenn skrifstofu- störf. Leiðbeinandi: Jóhanna Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nóns hf. Verð: Kr. 3.120,- fyrir félagsmenn í Stjórnunarfé- lagi (slands, kr. 3.900,- fyrir aðra. Staður og tími: Hótel KEA, Akureyri, 9.-10. nóv- ember 1984. Hefst kl. 9.30 fyrri daginn og stendur til hádegis daginn eftir. Skráning þátttakenda: Hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga, sími 22270 og 22453. Frestur til að láta skrá sig á námskeiðið er til 6. nóvember. AKUREYRARBÆR ® Lögboðin hundahreinsun er ákveðin á Akureyri dagana 2. og 3. nóvem- ber í Gróðrarstöðinni. Hundaeigendum ber að færa hunda sína til hreinsunar, greiða leyfisgjald fyrir árið 1984 og sýna kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af ábyrgðar- tryggingu hundsins. Hundahreinsunin fer fram föstudaginn 2. nóvem- ber kl. 13-16, laugardaginn 3. nóvember kl. 10-12. Hafið hundana fastandi, þá er árangur hreinsun- arinnar betri. Ath. óhreinsaðir hundar geta verið hættulegir heilsu manna, sérstaklega barna. Heilbrigðisfulltrúi. Tilboðsverð á svínakjöti Ný læri, heil og hálf . kr. 153 kg Lærisneiðar ........ kr. 177 kg Kótilettur........... kr. 255 kg Hamborgarlæri heil og hálf ........ kr. 198 kg Hamborgarhryggir .. kr. 260 kg Reyktur kambur úrb. kr. 250 kg Reyktur bógur úrb. . kr. 238 kg Bayonneskinka .... kr. 280 kg Svínahakk......... kr. 125 kg Bacon í stykkjum og sneitt. Skinka í stykkjum og sneidd. Svínarúllupylsa í stykkjum og sneidd. Kálfarúllupylsa í stykkjum og sneidd. Nautagullash .. kr. 320 kg Kálfahakk.... kr. 130 kg Nautahakk1.fl.. kr. 200 kg Kjötfars .... kr. 91 kg Hrossakjöt af nýslátruðu í buff og gullash. Hrossasaltkjötið komið verð kr. 65 kg. Gerið verðsamanburð. Sláturhús Benny Jensen Lóni sími 21541.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.