Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 29. október 1984 29. október 1984 - DAGUR - 7 Ovíst hvort Óskar leikur með Þór Óvíst er livort miðvörOiiriiin sterki, Óskur Giinnursson kemur til nieö aö leika með l>órsurum næsta sumar. Óskar sem er múr- ari er koniinn í vinnu í Keykjavík (>}• í samtali við I)aj> sajjöi hann að |»a<S }>æti allt eins verið að liann myndi leika með einhverju Reykja- víkurl'éla}>aniia næsta sumar. - Þaö liafa rætt við mig menn frá Víkingi og Fram og mér hefur verið boöiö á æfingu Itjá Þrótti en jvaö er alls óvíst hvaö ég geri, sagöi Óskar. Aö sögn Óskars hafa Framarar boðiö hon- um íbúð og einhverjar greiöslur fyrir aö leika mcö þeim. - Eg hef íbúö og er ckkert hrifinn af því aö taka peninga fyrir að leika knattspyrnu. En þaö kitlar mig vissulega aö félögin skuli hafa þennan áhuga og eins væri skemmtilegt aö leika knattspyrnu utanhúss nú í vetur en félöain hafa fengiö úthlutaö tveim tímum í viku hverri á nýja gervigrasvellinum í Laug- ardal. ' - ESE. „Ég flyt ekkí suður“ - segir Þorsteinn Ólafsson Að undanförnu hafa verið sögusagnir á kreiki um að Þorsteinn Ólafsson, fyrrum þjálfari Þórs og markvörður, hyggðist flytja suður og ganga til liðs við nýliða Víðis. - Það er rétt aö ég var búinn að sækja um vinnu hjá Sjóefnavinnslunni á Reykjanesi en þar sem það stóð á undirskrift ráðherra dróst þetta á langinn og endaði með því að ég varð að draga umsóknina til baka, sagði Þorsteinn er blaðamaður Dags hafði samband við hann. Að sögn Þorsteins höfðu engar viðræður átt sér stað á milli Víðis og haris, en Þorsteinn sagðist hins vegar hafa heyrt þessa sögu. Hann hefði einnig heyrt því fleygt að Kefl- víkingar væru búnir að ráða hann sem þjálf- ara en ekkert væri heldur hæft í því. - Það verður ekkert af því að ég flytji suður. Ekki í bili a.m.k., sagði Þorsteinn Ólafsson. - ESE. Jóhann Helgason, Leiftri: „Við kaupum ekki leikmenn“ Litlar líkur eru taldar á því að Kristinn Björnsson þjálfí og leiki aftur með „spútnikliöi" Leifturs frá Ólafsfirði í ann- ari deildinni næsta keppnistímabil. Að sögn Jóhanns Helgasonar formanns knattspyrnudeildar Leiknis er það vilji leikmannanna að sá þjálfari sem verður ráðinn, leiki ekki með liðinu. - Ég á annars ekki von á því aö það veröi mikil breyting á liðinu frá því í sumar. Þaö var nóg barátta fyrir okkur aö greiða þjálfara 40 þúsund krónur á mánuöi þó viö förum ekki út í að „kaupa" leikmenn til okkar. Viö munurn því byggja liðiö upp á hcima- mönnum en eins er möguleiki á að viö fáum Loga Einarsson til aö standa í markinu hjá okkur. Við höfum veriö í markmannsvand- ræðum og ég hef trú á því aö Logi sé maöur- inn sem við þurfum, sagðj Jóhann Helgason. -ESE KA - Fram 28:23 FUUGANDI START Það var óþekkjanlegt KA-Iið sem vann öruggan sigur á Fram, er liðin mættust í 2. deildarkeppninni í handknatt- leik á laugardag. Óþekkjanlegt frá fyrra ári þegar leikmenn virtust mæta til leiks með því hugarfari að leikurinn væri tapaður fyrirfram. Nú situr baráttan í fyrirrúmi og allt útlit fyrir gott gengi í vetur ef fram- hald verður þar á. Framarar leiddu leikinn aðeins í upphafi. Markaskorarinn Óskar Þorsteinsson, fyrrum Víkingur, skoraði fyrsta mark leiksins úr víti en Logi Einarsson sem lék á alls oddi í þessum leik, jafnaði skömmu síðar. Aftur náði Óskar forystunni með marki úr víti en síðan náðu KA-menn yfirhönd- inni og héldu henni allt til leiks- loka. Komust í 5:3 og síðar 9:6 en í hálfleik var staðan 14:12 KA í vil. Óskar Þorsteinsson var KA skeinuhættur í þessum hálfleik. Skoraði hvorki fleiri né færri en átta mörk í hálfleiknum, þar af þrjú úr vítum. Síðari hálfleikur var ekki ýkja gamall er Logi skoraði 15. mark KA en Fram náði að minnka muninn í eitt mark, 16:15 en þá hafði Óskar bætt tveim mörkum við markareikninginn. En er hér var komið sögu tóku KA-menn leikinn í sínar hendur. Friðjón Jónsson sem nú leikur aftur með KA eftir eins árs dvöl í Dan- mörku, skoraði 17. markið. Síð- an skoraði Pétur Bjarnason sann- kallað glæsimark. KA komst í 22:16, þrátt fyrir þrjú stangarskot á þessum leikkafla og sigurinn nánast í höfn. Lokatölur leiksins. 28:23 KA í vil. Sanngjarn og ör- uggur sigur. Fram-liðið lék þennan leik ekki vel. Markvarslan mun lakari en gegn Þór og aðeins tveir úti- spilarar sem stóðu sig vel. Óskar sem gerði alls 13 mörk í leiknum (7 víti) og Jón Árni Rúnarsson sem oft lék varnarmenn KA grátt skoraði 4 mörk. I jöfnu liði KA er erfitt að nefna einn öðrum fremur. Ljóst er þó að Friðjón Jónsson er gífurlegur styrkur fyrir liðið sem og Erlendur Her- mannsson. Logi Einarsson barð- ist mjög vel sem og Þorleifur, Jón og Erlingur Kristjánssynir. Mörk KA: Logi 6, Friðjón 6, Erlendur 5, Erlingur 4, Jón 3, Þorleifur 3, Pétur 1. - ESE. „Staðráðnir í því að sigra“ Ég er mjög ánægöur meö þennan sigur. Strákarnir geröu þaö sem fyrir þá var lagt. bæ'öi í vórn og sókn og andinn i liöinu er frábær. Þaö voru allir staö- ráönir í aö vera i sjgurliöi enda nokkuö síöan KA hefur unniö deildarleik í handknattieik. Þetta sagöi Helgi Ragnárs- son. þjállari KA eí'tir leik KA og Fram. Þetta var fvrsti „;tl- vöruleikurimv sem Helgi slýrir liöinu i og hann var því aö von- unt ánægöur meö árangurinn. Þaö var auövitaö gott aö geta séö Fram í leik gegn Þór. daginn áöurcn þaö geröi engan gæfumun. Viö leikum mun hraöari handknattleik en Þórog því erfitt aö átta sig á Framliö- inu. Viö töldum okkur þó eiga góöa möguleika á hraöaupp- hlaupum gegn þeim en þaö er líklega þaö .ma sem ekki gekk upp hjá ol kur. sagöi Helgi Ragnarsson. - ESF Þór - Fram 18:22 HERSLU- MUNINN VANTAÐI! - Nýliðar Þórs komu Frömumm á óvart Ekki er hægt að segja að Þórsarar hafi verið öfundsverðir af hlutskipti sínu fyrir leik þeirra gegn Fram í 2. deildinni í handknattleik. Framarar almennt taldir sigurstranglegastir í deildinni fyrir þetta mót, búnir að leika einn leik (sigur gegn Gróttu) og í mun betri æfingu. En Þórsarar komu á óvart og með smáheppni hefði sigurinn getað orðið þeirra. Framarar byrjuðu þennan leik af fítonskrafti. Boltinn gekkk hratt og örugglega fyrir utan Þórs- vörnina og eftir smátíma var staðan orðin 3:0 Fram í vil. Gunnar M. Gunnarsson kom Þór á blað en Framarar svöruðu með hvorki fleiri né færri en fjórum mörkum. Staðan 7:1 og allt útlit fyrir að spádómarnir væru að rætast. Framarar myndu rúlla Þórsurum upp, eins og það heitir á íþróttamáli og innbyrða auð- veldan sigur. En það býr meira í Þórs-liðinu en menn óraði fyrir. Það hefði þótt saga til næsta bæjar ef Þór hefði því nær unnið upp slíkt forskot í þriðju deildinni í fyrra en það gerðu þeir nú. Staðan undir lok fyrri hálfleiks, 9:8 Fram í hag í hálfleik munaði aðeins tveim mörkum, 11:9. Á upphafsmínútum síðari hálf- leiks, misnotuðu Þórsarar tvö vítaköst í röð en Framarar gengu á lagið og breyttu stöðunni í 14:9. Heilar 14 mínútur liðnar af síðari hálfleik án þess að Þórsurum tækist að skora en eftir stangar- skot frá Guðjóni Magnússyni, náði Hörður boltanum og skor- aði tíunda mark Þórs. Sigurður „stórskytta" Pálsson hafði haft sig lítið í frammi fram að þessu en af næstu sex mörkum Þórs, gerði hann fimm, flest með uppstökkum. Staðan 19:16 en undir lokin náðu Framarar að tryggja sér sigur 22:18. Ef Þórsarar hefðu verið grimmari í vörninni í þessum leik, nýtt vítaköstin og stöðvað Jón Árna í sókninni hjá Fram, hefðu úrslitin í þessum leik orðið á annan veg. Við má bæta að ef Sigurður Pálsson hefði stillt „kanónuna" fyrr þá hefði það getað gert út um leikinn. Það þýðir hins vegar ekkert fyrir Þórsara að naga sig í handarbök- in. Þeir verða bara að gera betur næst. Sigurður Þórarinsson, mark- vörður Fram var svo sannarlega maður þessa leiks. Varði alls 20 skot, þar af tvö vítaköst. Óskar var markahæstur Framara með 7 mörk en Jón Arni skoraði 6. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 6. Gunnar M. 3, Hörður 3, Guðjón 2, Rúnar 2 og Gunnar E. 2. Nói Björnsson sem kom inn á um miðjan fyrri hálfleik stóð sig með sóma í markinu og varði ein tíu skot. - ESE. Gunnar M. Gunnarsson skorar fyrir Þór gegn Fram. „BARÁTTAN LOFAR GÓÐU“ Þaö er óþarfi aö gráta þaö þó þessi leiktir hafi tapast. Það er mikiö eftir af mótinu og viö eigum eftir aö standa okkur betur, sagöi Guöjón Magnúson, þjálfari Þórs eftir leikinn gegn Fram. Aö sögn Guöjóns er greini- legt ;i leikjum helgarinnar aö leikmenn eiga talsvert eftir til aö teljat komnir í fullkomna æf- ingu. Úthaldiö sé gott en skotæfing lítil sem cngin. - Þaö sem var ánægjulegast \ iö þennan leik var það aö leik- ntenn Þórs gáfust ekki upp þó á móti blési um tíma. Þeir börö- tist á fuilu allan leikinn og þaö lofur góöu um framhaldiö. sagöi Guöjón Magnússon. - ESE. Friðjón Jónsson átti mjög góðan ieik fyrir KA. Hér brýst hann í gegnum vörn Fram og skorar. Mynd: KGA ENSKA KNATTSPYRNAN: EVERTON MALAÐI MANCHESTER UNITED - Arsenal og Sheffield Wed töpuðu Öll þrjú toppliðin í Englandi fyrir umferðina um helgina töpuðu leikjum sínum. Ever- ton malaði Man. Utd. 5:0, West Ham vann léttan sigur á toppliði Arsenal 3:1 og Coven- try vann „spútnikliö" Sheffield Wed. 1:0. Stórleikur umferðarinnar var á Göodison Park í Liverpool þar sem Everton fékk Man. Utd. í heimsókn. Everton hóf strax mikla sókn og er um 30 mínútur voru liðnar af leiknum var Kevin Moran ntiðvörður Man. Utd. tekinn út af. Hann hafði þá lagt upp tvö mörk fyrir Everton sem þeir Kevin Sheedy og Adrian Heath skoruðu. í stað Moran kom Frank Stapleton inn á - hans fyrsti leikur í vetur - en Moses var færður aftur. Hann hafði ekki verið lengi í miðvarðarstöðunni er hann lagði upp mark fyrir Kevin Sheedy. Staðan 3:0 í hálf- leik. í seinni hálfleik hélt sókn Everton áfram og áður en yfir lauk höfðu þeir bætt tveim mörkum við. Fyrst varnarmaður- inn Stevens en lokaorðið átti Graeme Sharp. Að mati þeirra sem lýstu leiknum áttu leikmenn Everton möguleika á að bæta við mörkum en það eina sem hægt er að segja leikmönnum Man. Utd. til hróss er að þeir gáfust aldrei upp á að leika sóknarknatt- spyrnu, þó það væri freistandi að leggjast í vörn. í Lundúnum var „styrjaldar- ástand" þegar West Ham og Arsenal mættust í sannkölluðum Derby-leik. Fyrir leikinn höll- uðust flestir að því að toppliðið myndi vinna öruggan sigur en leikmenn West Ham mættu ákveðnir til leiks. Komust í 2:0 með mörkum Tony Cottie og Paul Goddard en Ian Allison minnkaði muninn rétt fyrir leikhlé. í síðari hálfleik bætti Geoff Pike svo marki við fyrir WH og úrslitin því 3:1. Sann- gjarn sigur að mati fréttaskýrenda. Um aðra leiki er það helst að segja að stórbreytingar voru gerðar á liði fallkandídata Leic- ester. Liðið var síðan drifið á æf- ingu klukkan sjö á laugardags- morgni og fyrir hádegi var leikið gegn Aston Villa. Er skemmst frá því að segja að „morgunhan- arnir" rótburstuðu lið Aston Villa 5:0. Úrslit umferðarinnar urðu annars þessi: Chelsea - Ipswich 2:0 1 Coventry - Sheff. Wed. 1:0 1 Everton - Man. Utd. 5:0 1 Leicester - Aston V. 5:0 1 Norwich - QPR 2:0 1 Sunderland - Luton 3:0 1 Watford - Newcastle 3:3 X WBA - Southampton 0:0 X West Ham - Arsenal 3:1 1 Barnsley - Charlton 1:0 1 Cardiff - Grimsby 2:4 2 C. Palace - Fulham 2:2 X Þrír síðasttöldu leikirnir eru í 2. deild en úrslitin í þeim Ieikjum fyrstu deildar sem ekki eru á getraunaseðlinum eru þessi: Tottenham - Stoke 4:0 Nottingham - Liverpool 0:2 Staðan í 1. deild: Arsenal 12 25 Everton 12 23 Tottenham 12 22 Sheffield 12 21 West Ham 12 21 Man. Utd. 12 20 Nott. Forest 12 18 Newcastle 12 17 Southampton 12 17 Sunderland 12 17 Chelsea 12 16 Ipswich 12 15 Áston Villa 12 14 QPR 11 14 Norwich 12 14 Liverpool 12 14 WBA 12 13 Luton 12 12 Leicester 12 12 Coventry 12 12 Watford 12 8 Stoke 11 7 „Við ætlum okkur upp“ - Við erum ennþá að þreifa fyrir okkur en það er ekkert leyndarmál að við ætlum okk- ur ekkert annað en fyrstu deildarsæti. Við ætlum upp næsta ár. Þetta sagði Guð- laugur Bessason hjá Völs- ungum er blaðamaður Dags innti hann eftir stöðu mála. Guðlaugur sagði að Völsungar stefndu að því að fá þjálfara sem jafnframt gæti leikið með liðinu og eins þrjá nýja leikmenn að auki. - Þetta ætti allt saman að skýr- ast eftir vikutíma eða svo og fyrr getum við ekki skýrt frá því hverjir eru inni í myndinni, sagði Guðlaugur Bessason. - ESE HNIFJAFNT - hjá Þór og ÍBV í 1. deild kvenna Þórsstúlkurnar í handknattleik voru óheppnar að hirða ekki bæði stigin þegar þær mættu stúlkunum úr IBV í íþrótta- höllinni á laugardaginn. Stað- an 14:14 og um 40 sekúndur til leiksloka og Þór með boltann. En upplagt tækifæri fór for- görðum og þegar upp var stað- ið máttu bæði liðin þakka fyrir sitt hvort stigið. Eins og venjulega, var allt í járnum hjá þessum liðum. Leikirnir í fyrra allir hnífjafnir og engin breyting á að þessu sinni. Staðan 6:6 í hálfleik. I síðari hálf- leik fóru þær svo í gang, Inga Huld Pálsdóttir hjá Þór og Ragna Birgisdóttir hjá ÍBV en þar hafði sú síðarnefnda vinninginn. Skor- aði sex ntörk í hálfleiknum, sjö í allt en Inga Huld skoraði fjögur í þessum hálfleik, fimm í leiknum. ÍBV-stúlkurnar voru yfirleitt fyrri til að skora í leiknum en Þórs-stúlkurnar jöfnuðu alltaf metin. Markahæstar í liði Þórs: Inga Huld 5, Valdís Hallgrímsdóttir 4, Þórunn Sigurðardóttir 2, Stein- gerður Gísladóttir 1, Sigurlaug Jónsdóttir 1 og Hanna Rúna Jó- hannsdóttir, fyrirliði 1. - ESE. SIGUR HJÁKA - á Akureyrarmótinu í blaki A-lið KA í karla- og kvenna- fiokki voru sigursæl á Akur- eyrarmótinu í blaki sem fram fór í Höllinni á laugardag. í karlaflokki kepptu KA- menn til úrslita við A-lið frá blak- deild Skautafélagsins og unnu nokkuð öruggan sigur. A-lið Óð- ins varð í þriðja sæti en B-lið Skauta í því fjórða. í kvennaflokki unnu KA-stúlk- ur A-lið Eikarinnar í úrslitum. B- lið Eikar varð í þriðja sæti og B- lið KA í því fjórða. Á milli 90 og 100 keppendur voru á þessu mikla móti sem byrjaði kl. 8 að morgni og lauk ekki fyrr en um kl. 16. Gestir á þessu móti voru blaklið Þróttar frá Neskaupstað í karla- og kvennaflokki. Nánar verður skýrt frá úrslitum í einstökum leikjum mótsins síðar. - ESE. KA vann karla- og kvennaflokk á Akureyrarmóti í blaki. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.