Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 11
29. október 1984 - DAGUR - 11 Minning: T Kristján Steenstrup Jónsson F. 30. nóvember 1891 - 0. 13. október 1984 Hinn 13. október sl. lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri Kristján St. Jónsson, Hvanna- völlum 4, Akureyri, eftir stutta legu þar. Kristján var fæddur á Lauga- landi á Þelamörk 30. nóvember 1891, og vantaði því aðeins einn og hálfan mánuði á þriðja ár hins tíunda tugar. Foreldrar Kristjáns voru Sigurbjörg Jónsdóttir, hreppstjóra á Laugalandi, Ein- arssonar, og Jón Júlíus Árnason, bónda síðast í Staðartungu Krist- jánssonar. Jón Júltus faðir Kristjáns fór ungur til Danmerkur, þar sem hann var við smíðanám á annað ár. Eftir heimkomu frá Danmörk smíðaði hann margt nýstárlegt, t.d. nokkur orgel og eru sum þeirra til enn, rúmlega 100 ára gömul. Hann var orðlagður völ- undur í höndunum. Frásögn af Jóni Júlíusi er í Súlum 1978 og verður ekki rakin hér. Þau Sigurbjörg og Jón Júlíus eignuðust 9 börn og var Kristján 7. í aldursröð og lifði þeirra lengst. Eftir tæplega 24ra ára hjúskap, slitu foreldrar Kristjáns samvistum. Jón Júlíus fluttist til Þórshafnar sumarið 1900 og átti þar heima lengst af. Hann lést 1. nóvember 1927. Sigurbjörg var áfram á Laugalandi. Hún lést 10. maí 1934. Svo sem að líkum lætur gat Sigurbjörg ekki haft öll börnin hjá sér eftir skilnað þeirra hjóna og urðu sum þeirra að fara til vandalausra. Kristjáni var komið að Krossastöðum, og þar ólst hann upp til fullorðinsára, hjá Maríu Flóventsdóttur og Jóni Guðmundssyni. Þau hjón höfðu stórt bú og voru sterkefnuð að þeirrar tíðar mælikvarða. Árið 1914 hóf Kristján búskap á Auðnum í Öxnadal, með eldri bróður sínum, Árna. Þar bjuggu þeir bræður aðeins eitt ár og fluttu vorið 1915 að Efri-Rauða- læk á Þelamörk og bjuggu þar saman næstu tvö árin á allri jörð- inni. Vorið 1917 fengu foreldrar mínir tvo þriðju hluta Efri- Rauðalækjar til ábúðar, en Kristján hafði einn þriðja hluta jarðarinnar næstu tvö ár, eða til vorsins 1919. Þessi tvö ár hélt Kristján til á næsta bæ, Garðs- horni. Þær dvaldi hann svo áfram og þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Pálmadótt- ur, sem þá var heimasæta í Garðshorni. Jóhanna og Kristján gengu í hjónaband 2. júní 1923, var hjónaband þeirra búið að endast í meira en 61 ár þegar Kristján lést. Hygg ég að sjaldan eða aldrei hafi borið skugga á sambúð þeirra. Jóhanna og Kristján hófu bú- skap á Laugalandi vorið 1923 og bjuggu þar í tvö ár, fluttu þá aftur að Garðshorni, þar sem þau bjuggu í önnur tvö ár. Vorið 1927 keyptu þau jörðina Bryta á Þela- mörk, af Þorláki Thorarensen, og þar bjuggu þau síðan til ársins 1944 er þau hættu búskap. Ekki höfðu þau stórt bú, jörðin var ekki stór og gaf ekki tilefni til stórbúskapar, en Kristján bætti hana að miklum mun með rækt- un og byggingu pengingshúsa. Skepnur sínar fóðraði hann flest- um öðrum betur og hafði því af þeim góðar tekjur. Bæði voru þau hjónin samhent um þrifnað og snyrtimennsku í búskap sínum. Helst háði það bú- skapnum á Bryta, að Jóhanna átti við mikla vanheilsu að stríða um árabil. Er þau hjónin hættu búskap á Bryta fluttu þau fyrst að Garðs- horni og voru þar tvö ár. Á þeim árum stundaði Kristján ýmsa vinnu. Meðal annars vann hann við byggingu sundlaugar við Þelamerkurskóla. Árið 1946 lá svo leiðin til Akureyrar þar sem þau hafa búið síðan. Jóhanna og Kristján eignuðust einn spn, Reyni. Hann fæddist 20. mars 1924. Það kom snemma í ljós að sonurinn var ekki hneigður til búskapar, mun hann hafa erft smíðahneigðina frá völundinum Jóni Júlíussyni afa sínum. Reynir fór ungur til Akureyrar í smíða- nám og gerði smíðar að námi loknu að lífsstarfi sínu og hefur verið vel virtur og viðurkenndur á því sviði sem traustur og góður smiður. Hann er kvæntur Þóru Gunnarsdóttur. í sambýli við soninn og tengdadótturina hafa Jóhanna og Kristján verið lengst af Akureyrarárum sínuin, á Hvannavöllum 4. Þess má geta að Steindór bróðir Jóhönnu býr á efri hæð í sama húsi, enda var það byggt í félagi. Á barnsárum mínum á Efri- Rauðalæk, var Kristján á næsta bæ nema árin tvö sem hann bjó á Laugalandi. Allar minningar mínar um Kristján frá þessum árum, eru einstaklega hugljúfar. Hann kom oft að Efri-Rauðalæk og var ætíð aufúsugestur. Hann var gamansamur og glettinn, sér- staklega barngóður og þegar hann hafði stundir til virtist hann hafa óblandna ánægju af því að leika sér við okkur Kára Larsen, sem var uppeldissonur Helgu Gunnarsdóttur og Pálma Guð- mundssonar, hjónanna í Garðs- horni og tengdaforeldra Kristjáns. Þegar við Kári vorum með Kristjáni, var alltaf mikil eftirvænting hjá okkur, því hann var mjög fundvís á ýmsa smáhrekki við okkur og við gát- um aldrei varað okkur á honum eða vitað upp á hverju hann tæki næst. Allt var þetta þó græsku- laust, aðeins til að auka gleði og fjör. Á þessum árum var hann kallaður Steini af sínum nánustu og helstu kunningjum og með því nafni er mér tamast að minn- ast hans. Veturinn 1917 er þeir bræður Kristján og Árni voru á Efri- Rauðalæk, boðuðu þeir til sam- komu og var hún haldin þar. Á þessari samkomu munu þeir hafa rætt um að stofna ungmennafélag á Þelamörk. Um þetta leyti var allmargt ungt fólk á Þelamörk. Vorið 1917 var svo félagið stofn- að í Skógum á Þelamörk og hlaut nafnið Vorhvöt. Kristján var kos- inn formaður þess og var það fyrstu árin. Árið 1919 byggði svo félagið funda- og samkomuhús í Ási og hafði þar aðsetur á meðan það starfaði. Fullyrða má að það var þeim bræðrum Kristjáni og Árna mest að þakka að húsið komst upp, og Árni sem þá hafði snúið sér algjörlega að smíðum, reisti húsið og smíðaði það að öllu leyti. Þegar Vorhvöt var 10 ára var Kristján gerður að heið- ursfélaga þess. Sýnir það nokkuð hug félaganna og þakklæti til hans fyrir störf hans fyrir félagið. Síðar var Kristján kosinn í sókn- arnefnd Bægisárkirkjusóknar og var hann meðhjálpari við Bægis- árkirkju um árabil. Þau störf rækti hann af einstakri sam- viskusemi og vandvirkni. Ég var með Kristjáni í sóknarnefnd nokkur ár og minnist þess sam- starfs með sérstakri ánægju. Við unnum saman við að stækka graf- reitinn og kynntist ég þá fyrst af eigin raun því hve vandvirkur Kristján var og hve vel hann vildi allt gera. Þegar þau hjón voru flutt til Akureyrar og sest þar að, vann Kristján verkamannastörf. Eins og í sveitinni kom hann sér vel, bæði við vinnuveitanda og sam- verkamenn og þótti þar bæði góður verkmaður og góður og skemmtilegur félagi. Aldrei heyrði ég nokkurn mann hall- mæla Kristjáni og hygg ég að hann hafi enga óvildarmenn átt á sinni löngu ævi. Hitt veit ég, að hann átti um ævina marga vini og kunningja, sem mátu hann og virtu sem sérstaklega traustan, skemmtilegan og trygglyndan mann. Foreldra mína og systkini heyrði ég aldrei minnast á Krist- ján öðruvísi en með vinsemd og hlýhug. Enda var Kristján ein- staklega góður nágranni. Ég er honum þakklátur fyrir ágætt samstarf og ótalmargar ánægjulegar stundir sem við átt- um saman. Kristján var lengst af við góða heilsu. Þegar hann var rúmlega hálfníræður, mætti ég honum eitt sinn gangandi í mið- bænum og bar hann sig þá enn vel á göngu. Um það bil eða litlu síðar fór heyrnin að bila og háði það honum nokkuð síðustu árin. Þá varð hann fyrir því óhappi að detta og meiða sig í öðru hnénu og gerði það honum óhægt um gang síðustu árin. Við Jóhönnp, hina góðu eftir- lifandi eiginkonu hans, Reyni son hans og aðra hans nánustu, vil ég segja þetta. Guð blessi ykk- ur minninguna um góðan dreng. Útbreitt fiétteblað Sími 24222 Árni J. Haraldsson. • • ÆFINGAIOILLR Handknattleikur - Sunnudagur Mánudagur Kl. 11-12 4. fl. Kl. 17-18 6.11. Höll Höll Kl. 18-19 5.11. Höll Kl. 20-22 mfl. Höll Kl. 22-23 3.11. Höll Þriðjudagur Kl. 17-18 4.(1. Skcmman Kl. 18-19 mfl. Skemman Miðvikudagur Kl. 18-19 6.(1. Höll Kl. 20-22 mfl. Höll Kl. 22-23 3. (1. Höll Fimmtudagur Kl. 17-18 5.(1. Höll Kl. 17-18 4.(1. Skemman Kl. 18-19 3.(1. Skemman Kl. 20-21 ntfl. Skemman Föstudagur Laugardagur Knattspyrna Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur F'immtudagur Föstudagur Laugardagur Kl. 13-14 6.(1 Kl. 17-18 5.(1. KI. 21-22 2.(1. Kl. 17-18 4. (1. Kl. 12.15-13.15 3. (1. Höll Höll og mfl. karla Skemma Höll Höll Kl. 17-18 2.11. og mfl. karla Höll Kl. 10-11 yngri fl. kvenna Höll Blak Sunnudagur Mfl. kvenna í íþróttaskemmu nánar tilkvnnt síðar. Mánudagur Kl. 17-18.30 mfl. karla Höll Kl. 18.30-20 mfl. kv. Höll Kl. 19-20 l.fl. karla Höll Kl. 19-20 l.fl. kvenna Höll Þriðjudagur Miðvikudagur Kl. 18.30-20 mfl. karla Höll Kl. 17-18.30 mfl. kv. Höll Kl. 17-18 3. fl. karla Höll Kl. 17-18 3.11. kvenna Höll Fimmtudagur Kl. 18-19 l.n. karla Höll Kl. 18-191.(1. l.fl.kv. Höll Föstudagur Kl. 21.30-23 infl. karlu Glerárskóli Kl. 20-21.30 mfl. kvenna Glerárskóli Laugardagur Fyrst einu sinni og svo aftur, aftur og aftur Soðið brauð og kleinur bragðast vel. ^ Brauðgerð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.