Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 6
I I *■ 6 - DAGUR - 16. nóvember 1984 l i Pá er haustað að á ný, en haustið er einmitt „vorið" í bílaiðnaðin- um. Nýjar árgerðir líta þá dags- ins ljós og fleiri og markverðari nýjungar eru þá kynntar en á öðrum árstímum. Svo er einnig nú um þessar mundir og tímarit og sérfræðing- ar horfa fram á við og reyna að komast á snoðir um fyrirætlanir helstu bílaframleiðenda til lengri tíma. I Evrópu kennir ýmissa grasa, allt frá nýjum gerðum smábíla upp í æðisgengnar „superkerr- ur“. Ein slík er sérútgáfa af Porsche 911, með sex strokka 3,3 lítra boxervél, 4 yfirl. knastásum, tveim útblástursdrifnum for- þjöppum, 400 hestöfl, drif á öllum hjólum og hámarkshraði yfir 300 km/klst., ABS bremsur. Verðið - ja svona u.þ.b. 350 þús- und mörk, sem í íslenskri toll- meðferð gæti orðið allt að 11,5 milljónir króna. Annar er Ferrari Testa Rossa (rauðhaus) með 5 lítra 12 strokka 380 hestafla vél, sem leysa á af hólmi Ferrari Berlinetta Boxer 512i sem sportbíll í efsta lúxus- klassa. Verðið er óþekkt. ítalski risinn í bílaiðnaði og eigandi Ferrari, Fiat, áætlar að setja á markað 1985 arftaka Fiat 126, sem líklega mun heita Fiat Topolino. Sá verður aðeins 430 kg að þyngd, knúinn tveggja strokka vél og er reiknað með að eyðslan geti farið niður í 3-4 lítra á hundraðið. Opel er um það bil að hefja framleiðslu á nýrri gerð af Opel Kadett. Sá verður að venju fáan- legur í mörgum útgáfum m.a. Kadett GSi, sem er knúinn 115 ha. vél, hefur loftviðnámsstuðul Cw = 0,30 og nær 203 km hraða á klst. Unnið er að fjórhjóladrif- inni gerð af Kadett sem ætlaður er fyrst og fremst í rallakstur. Undir árslokin kemur svo ný lína af Mercedes í stað gömlu 200-280E/200D-300D línunnar. Nýja gerðin nefnist W124 og verður fáanleg með 2 og 2,3 lítra 4 strokka og 2,6 og 3,0 lítra 6 strokka bensínvélum. Dieselvél- ar verða 4 strokka 2 lítra, 2,5 lítra 5 strokka og 3,0 lítra 6 strokka. Á síðari hluta næsta árs verður svo einnig fáanlegur skutbíll (station) af þessari nýju gerð. Sögusagnir herma að hjá Daimler Benz AG í Stuttgart sé verið að prófa fjórhjóladrif í þessum nýja bíl. Rover í Englandi og Honda í Japan vinna nú að hönnun nýrrar bifreiðar í milliflokki, en sá verð- ur framleiddur undir báðum merkjum sem Honda Executive og Rover XX. Báðir verða fram- hjóladrifnir og með V6 vél, sem þróuð verður frá gömlu V8 Rov- er (Buick) vélinni gamalkunnu. Frá Volvo koma nú á þessu hausti nýjar gerðir af 740 línunni, 740 GL og 740 diesel. Volvo 240 er enn við lýði og hefur nú fengið nýjar vélar sem hafa minna innra viðnám og eru þar af leiðandi sparneytnari. Vélarnar eru 2 og 2,3 lítra, með blöndungi eða beinni innspýtingu og eru í öllum gerðum Volvo 240 og 740. Á næsta ári er svo búist við arftaka Volvo 240 og verður sá 5 dyra og með framhjóladrifi. Samstarf Saab, Lancia, Alfa- Romeo og Fiat er nú sem óðast að bera blóm og ávexti. Saab hef- ur þegar kynnt nýja glæsikerru með turbo-vél sem kallast Saab 9000. Lancia er um það bil að hefja framleiðslu á sinni útgáfu, sem nefnist Thema og verður með V-6 vél. Alfa-Romeo setur sinn bíl á markað á næsta ári und- ir nafninu Tipo 4 og sama er að segja um Fiat bílinn sem ætlað er að leysa af hólmi Fiat Argenta. Allir hafa þessir bílar sömu yfir- byggingu og undirvagn í stórum dráttum, en vélar og búnaður verður mjög mismunandi eftir framleiðendum. Volvo 740 GL. Opel Kadett. - Nei, ekki þetta útburðarvœl Toninn Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar er 40 ára á þessu ári og hefur af- mœlisins verið minnst með ýmsum hœtti. Um síðustu helgi söng kórinn við hátíðarmessu á Möðruvöllum og síðar um daginn var afmælishá- tíð í Lóni við Hrísalund. Áskell Jónsson hefur verið stjórnandi kórsins nœr allt frá upphafi og hann er síungur í andanum hann Áskell. Við sendum honum og kórfélögum bestu afmœliskveðjur með þessari myndaröð. ----------------------------------------- betur mer svona að syngja v

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.