Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. nóvember 1984
mtmm
„Vissulega hefði ég stundum
kosið, að forystumenn okkar
bænda vœru harðari í að
svara þeim sem gagnrýna ís-
lenskan landbúnað hvað
óvœgnast. Hins vegar er til
þess að líta, að stundum hef-
ur ekki verið um gagnrýni að
rœða, heldur hreinar og bein-
ar árásir, sem ekki eru svara-
verðar; það er ekki hœgt að
svara slíku á málefnalegum
grundvelli. Og því miður
hafa þessar fólskulegu árásir
orðið til þess að hefta mál-
efnalegar umræður um ís-
lenskan landbúnað; þœr hafa
virkað eins og dragbítur, því
réttmœt og nauðsynleg gagn-
rýni hefur kafnað í moldviðr-
inu. Fyrir vikið hafa nauð-
synlegar umbœtur dregist
óþarflega á langinn. En ég
trúi ekki öðru en menn láti
sér segjast og fjölmiðlar taki
upp heiðarlegar umrœður
um elsta atvinnuveg lands-
manna. Bændur eru tilbúnir
að taka þátt í slíkum um-
rœðum og bœndur erufúsir til
að slétta þá hnökra sem eru í
landbúnaðinum. Enda vita
þeir sjálfir manna best hvar
skórinn kreppir. “
Það er Jóhannes Sigurgeirsson, bóndi á
Öngulsstöðum í Öngulsstaðahreppi, sem hefur
orðið í helgarviðtali við Dag. Jóhannes hefur
tekið virkan þátt í félagsmálum bænda um ára-
bil, m.a. setið stéttarsambandsþing og starfað
innan samvinnuhreyfingarinnar og Framsókn-
arflokksins.
Jóhannes er sonur Sigurgeirs Halldórssonar,
bónda á Öngulsstöðum, og Guðnýjar Magnús-
dóttur. Þríbýli er á Öngulsstöðum, já og raun-
ar er Staðarhóll einnig byggður úr gömlu Öng-
ulsstaðajörðinni og sömu sögu er að segja um
Bjarg. Þeir feðgar, Jóhannes og Sigurgeir, búa
á Öngulsstöðum III, sem er nyrsta býlið, og
Jóhannes er fjórði ættliðurinn sem býr á Öng-
ulsstöðum. Eiginkona hans er Kristín Brynj-
arsdóttir og er úr Reykjadal.
# Ekki lakari
undirstaða en í
öðrum sveitum
„Ég kynntist konunni minni þegar ég stundaði
nám við Héraðsskólann á Laugum," sagði Jó-
hannes." „Því var nefnilega þannig varið í þá
daga, að við Öngulsstaðahreppsbúar áttum
ekki í öruggt hús að venda í framhaldsnám. Ég
lauk fullnaðarprófi frá Laugalandsskóla 1964,
en þá var sá skóli tvískiptur, í yngri og eldri
deild. Síðan skiptust deildirnar á um að koma
í skólann annan hvern dag. Þá var aðeins einn
kennari við Laugalandsskóla, Haraldur heit-
inn Þórarinsson, mikill sæmdarmaður og góð-
ur kennari. Ég hef ekki orðið var við að sú
undirstaða sem ég fékk hjá honum hafi verið
lakari heldur en gerðist hjá jafnöldrum mínum
í þéttbýlinu, þó Haraldur hefði ólíkt knappari
tíma til kennslunnar. En fullnaðarpróf er lág-
marksmenntun og flestir sveitungar mínir fóru
í framhaldsnám, ýmist í einhvern héraðsskól-
ann, eða í skóla á Akureyri. Ég var í Lauga-
skóla og eftir hann fór ég í Menntaskólann á
Akureyri. Eftir stúdentsprófið var ég kennari
við Hafralækjarskóla í þrjú ár, en skellti mér
síðan í búskapinn með föður mínum.“
- Ætlaðir þú alltaf að verða bóndi?
„Ég hef alla tíð unnið við búskap og ég
reikna með að tilhneiging til búskapar hafi allt-
af blundað í mér undir niðri. En það er margt
tilviljanakennt í lífinu. Ég var búinn að sækja
um skólavist við landbúnaðarháskóla í Dan-
mörku. Áður en ég fékk svar um hann brá ég
mér í heimsókn til foreldra minna og þá var
það fastmælum bundið að ég kæmi með þeim
í búskapinn að vori. Daginn eftir hringdi Gísli
Kristjánsson til mín og tilkynnti mér að ég
hefði fengið vinnu á dönskum búgarði, sem
var forsendan fyrir því að ég fengi inni í skól-
anum. Úr því varð ekki, þar sem ég var búinn
að ákveða að hefja búskap á Öngulsstöðum.
En ég hef stundum velt því fyrir mér, hvað
hefði gerst ef Gísli hefði hringt nokkrum
dögum fyrr, eða þá að ég hefði frestað heim-
sókninni til foreldra minna um eina viku. En
ég sé ekki eftir því að hafa farið í búskapinn,
enda færi ég í allt annað framhaldsnám nú en
ég hafði hugsað mér fyrir 10 árum.“
- Það er stundum talað um að Eyjafjörður
sé eitt frjósamasta hérað landsins. Nú eru
Öngulsstaðir hér í miðri sveit og þá ef til vill
frjósamasta jörð landsins?
„Það er gott að búa hér og ég kvarta ekki
yfir frjósemi jarðarinnar. Það er rétt, Eyja-
fjörður er eitt búsælasta hérað landsins, en ég
hygg að Öngulsstaðir séu í útjaðri þess svæðis
sem best er; Grundarplássið svonefnda er
blóminn. Þar er góssenlandið.“
# Málefnaleg
gagnrýni
- Við ræddum í upphafi um gagnrýni á ís-
lenskan landbúnað; er hún óþörf?
„Nei, nei, síður en svo, en hún þarf að vera
málefnaleg og sett fram af kunnáttu, af
mönnum sem vita hvað snýr fram og hvað snýr
aftur í íslenskum landbúnaði. Vissulega er það
skylda fjölmiðla, að setja fram gagnrýni á það
sem betur má fara í þjóðfélaginu, en því miður
láta margir þeirra það undir höfuð leggjast að
fjalla um hlutina af kunnáttu. Mér finnst það
ekki nema sanngjörn krafa, að þeir fjölmiðlar
sem starfa á landsvísu hafi í sinni þjónustu
menn sem geta fjallað um helstu atvinnuvegi
þjóðarinnar af þekkingu, en ekki hleypidóm-
um.“
- En þó gagnrýnin hafi verið óvægin og
stundum hafi verið skotið yfir markið; bendir
hún samt sem áður ekki til þess að ýmislegt
megi betur fara í íslenskum landbúnaði? Öt
frá einhverju sprettur þessi umræða.
„Jú, það er alveg rétt, það eru brotalamir í
landbúnaðinum sem þarf að lagfæra og það er
stöðugt verið að vinna að þeim lagfæringum.
Við bændur höfum sett okkur það markmið,
með hliðsjón af útflutningsmöguleikum, að
miða framleiðsluna við innanlandsmarkað, en
til þess að ná því markmiði þarf mikla miðstýr-
ingu. Gallinn við slíka miðstýringu er hins veg-
ar sá, að hún svarar seint breyttum aðstæðum
á markaðinum. Að minnsta kosti hefur það
orðið raunin hér hjá okkur, en ég hygg að
þetta megi lagfæra. Miðstýringarkerfið er ekki
alvont og við þurfum á sterkri framleiðslu-
stjórnun að halda, eins óg markaðsmálum
okkar er nú háttað.“
- Það hefur stundum verið gagnrýnt, að í
landbúnaðinum ríki nokkurs konar samtrygg-
ing, bændur geti framleitt nánast það sem
þeim dettur í hug, það sé allt keypt, jafnvel
þó vitað sé að ekki sé markaður fyrir viðkom-
andi framleiðslu?
„Já, þetta hefur svo sem heyrst, en þetta er
eitt það atriði í gagnrýninni á íslenskan land-
búnað, sem tæpast er svaravert. Það vita þeir
sem til þekkja, já og raunar þarf ekki mikla
innsýn í landbúnað og markaðsmál til að sjá að
þetta getur ekki staðist. Sannleikurinn er sá að
bændur fá sjaldnast greitt fyrir framleiðslu sína
að fullu fyrr en hún er seld. Sem dæmi má
nefna að bændur fá ekki lokagreiðslu fyrir
framleiðslu sína fyrr en ári eftir að hún er lögð
inn. Ætli launafólk á íslandi væri almennt til
viðræðu um að lána verulegan hluta af launum
sínum í svo langan tíma?“
- En nú hefur t.d. safnast saman mikið
dilkakjöt, sem ekki hefur selst hér innanlands,
en útlendingum er borgað stórfé fyrir að borða
þetta kjöt í formi útflutningsuppbóta?
„Já, það er alveg rétt, en ef bændur hefðu
einir ráðið ferðinni hefði ríkissjóður ekki þurft
að greiða útflutningsuppbætur á landbúnaðar-
afurðir í þeim mæli sem raun hefur orðið á.
Það er langt síðan bændur bentu á hvert
stefndi í þessum efnum og vildu þá strax grípa
til viðeigandi stjórnunar á framleiðslunni. En
til þess þurfti að gera breytingar á fram-
leiðsluráðslögunum og það tók stjórnmála-
mennina á annan áratug að koma þeim breyt-
ingum í gegn. En þegar það var gert stóð ekki
á árangrinum, því nú hefur dilkakjötsfram-
leiðslan stórlega dregist saman ár frá ári. Sömu
sögu hefur verið að segja um mjólkurfram-
leiðsluna, nema hvað nokkur aukning varð þar
á því ári sem nú er að líða. Það hefði mátt
koma í veg fyrir það bakslag með því að grípa
fyrr til aðgerða, sem styður þá kenningu mína
að nauðsynlegt sé að gera framleiðslustýring-
una skilvirkari.“
Stórkostlegar
breytingar
- Þú talar um að óraunhæf gagnrýni hafi tafið
fyrir eðlilegri framþróun í íslenskum landbún-
aði og þar séu brotalamir sem vissulega þurfi
að laga. Hvers vegna er landbúnaðurinn ekki
betur settur en raun er á?
„Þetta er stór spurning og ég treysti mér
ekki til að gefa neina einfalda skýringu á því.
Þó vil ég benda á, að breytingarnar í íslensk-
um landbúnaði hafa verið stórkostlegar á
undanförnum árum. Þróunin hefur verið hrað-
ari en nokkurn óraði fyrir. Framleiðsluráðs-
lögin eru ekki nema tæplega fjörutíu ára
gömul, en þá ríktu allt önnur lögmál í land-
búnaðinum en nú er. Þá voru mjólkurfram-
leiðendur til dæmis ekki til sem stétt, en mjólk
var framleidd í einhverjum mæli á hverjum bæ
og víða í þéttbýli líka. Sem dæmi get ég nefnt,
að mjólkurframleiðendum sem leggja inn á
Akureyri fækkaði úr 5701963 í 2601983. Við
þurfum ekki einu sinni svona langt aftur í tím-
ann til að sjá hvað breytingarnar eru örar. Á
síðustu árum hefur til dæmis orðið stökkbreyt-
ing á neysluvenjum landans. Alifuglarækt,
svínarækt og nautakjötsframleiðsla hafa hasl-
að sér völl, svo dæmi séu tekin, og auðvitað
hefur það orðið til þess að neyslan á einhverju
öðru minnkar. Nýjungar í kjötframleiðslu
- Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi á