Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 15

Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 15
16. nóvember 1984 - DAGUR - 15 Lionsklúbburinn Huginn selur: Ljósaperur og jóladagatöl Lionsklúbburinn Huginn verð- ur með árlega sölu sr'na á Ijósa- perum og jóladagatölum um næstu helgi, 17. og 18. nóvem- ber. Sökum þess hve bærinn hefur stækkað á síðustu árum er honum nú skipt í tvö sölu- svæði. Laugardaginn 17. nóv- ember munu klúbbfélagar heimsækja bæjarbúa sunnan Glerár en á sunnudag, 18. nóvember verður leitað til íbúa norðan Glerár. Tekjur af sölu þessari hafa verið drýgstur hluti þess fjár, sem klúbburinn hefur getað lagt fram til líknarmála. Nú er ætlunin að veita því fé sem safnast einkum til tækjakaupa fyrir Fjórðungs- sjúkrahúsið en þar er þörfin brýn og fjármagn mjög naumt skammtað. Klúbburinn þakkar bæjar- Sigurður Guðmundsson sjötugur Sigurður Guðmundsson for- stjóri Klæðaverslunar Sigurðar Guðmundssonar hf. Hafnar- stræti 96, Akureyri verður sjö- tugur 17. nóvember nk. Hann stofnaði klæðaverslunina 1955. Hefur því rekið hana í tuttugu og níu ár. Sigurður mun verða á Plaza Hotel í Kaupmannahöfn á afmælis- daginn. Gladur íKristi Nú um helgina verður haldið hið árlega haustmót Æsku- lýðssambands kirkjunnar í Hólastifti, ÆSK. Fer mótið fram í Þelamerkurskóla og hefst kl. 21 á föstudagskvöld og lýkur á sunnudag. Haustmót ÆSK hafa verið haldin árlega síðan 1977 og oftast á Stóru-Tjörnum en þetta er í annað sinn sem mót- ið fer fram í Þelamerkurskóla. Nú munu sækja æskulýðsmót- ið um 150 unglingar víða af Norðurlandi og munu þeir eyða helginni saman við leik og störf undir yfirskriftinni „Glaður í Kristi". Á sunnudaginn kl. 11 taka unglingarnir þátt í guðsþjón- ustu í Möðruvallakirkju og munu aðstoða með lestri og söng. Sérstakur dagur ÆSK verður síðan 25. nóvember og verður hans minnst í kirkjum á Norðurlandi þann dag. Sóknarprestar og æskulýðsfé- lög taka þá við gjöfum til æskulýðssambandsins til styrktar sumarbúðunum við Vestmannsvatn. búum góðar móttökur á liðn- um árum og væntir hins sama frá þeirra hendi að þessu sinni. Margirleikir íimdboltmm Það verður í mörg horn að líta hjá handknattleiksáhuga- mönnum á Akureyri um helg- ina. Fjórir leikir eru á dagskrá f 2. deild karla og einn í 1. deild kvenna. Slagurinn byrjar í kvöld með leik KA og HK sem hefst kl. 20,30, en í hálfleik leika starfsmenn Sporthússins og Iðnaðardeildar SÍS í innan- hússknattspyrnu. Á laugardag leika Þór og KR í 1. deild kvenna kl. 12,30 og kl. 13,45 hefst svo leikur Þórs og HK í 2. deild karla. Kl. 18 á laugardag leika svo KA og Grótta og þessari leikjatörn lýkur með viðureign Þórs og Gróttu sem hefst kl. 14,30 á sunnudaginn. Hallbjöm í Háimi Frægur gestur verður á ferð- inni í H-100 um helgina, en það er enginn annar en hinn landsfrægi stórsöngvari frá Skagaströnd Hallbjörn Hjart- arson. Ekki er ólíklegt að létt upp- hitun verði tekin á Bauknum í kvöld en þangað er von á „Kántríbandinu". Hallbjörn heilsar hins vegar upp á gesti Bauksins á laugardag kl. 18-21 og mun síðan skemmta þar um miðnættið. Að öðru leyti verður dag- skráin í H-inu með hefð- , ,Hcimraborgin ‘ ‘ og sitthvað fleira Páll Jóhannesson tenór- söngvari hefursungið inn á sína fyrstu hljömplötu, en platan er gefin út af Stúdíó Bimbó á Akur- eyri. Á plötunni eru 13 lög. Á annarri hlið hennar eru fimm kirkjuaríur og voru þær teknar upp í Akureyrarkirkju við undirleik Jakobs Tryggvasonar orgel- leikara. Á hinni hliðinni eru íslensk einsöngslög eftir Eyþór Stefánsson, Sigvalda Kaldalóns og Karl Ö. Runólfsson og var sú hlið plötunnar tek- in upp að Logalandi í Borgarfirði. Páll Jóhannesson stundaði söngnám hjá Sigurði Demetz Franz- syni á Akureyri og st'ðan í Söngskólanum í Reykjavík hjá Magnúsi Jónssyni söngvara. Að því loknu hélt hann til náms á Ítalíu þar sem hann hefur verið í 3 ár. Páll sagði í viðtali við Dag að hann væri senn á förum aftur til Ítalíu. At- vinnumöguleikar hér heima væru ekki miklir og hygðist hann leita fyr- irsér með atvinnu á ftal- íu, Þýskalandi eða í „há- borg klassískrar tónlistar í heiminum í dag, Vínar- borg“, eins og hann orð- aði það. Plata Páls sem hlotið hefur nafnið „Hamra- borgin“ eftir samnefndu lagi Kaldalóns, er vænt- anleg á markaðinn um næstu mánaðamót. Páll hyggst þá fylgja útkomu hennar eftir með tón- leikunt í Borgarbíói á Akureyri og kynna þar efni hennar. gk-. bundnum hætti um helgina, di- skótekin á fullu um allt hús og á laugardagskvöld verða bek- kjarfélagar í 4.-A í Mennta- skólanum sérstakir heiðurs- gestir. Tívolí í Sjdlanum „Það er meiningin að gangast fyrir þessum „Tivolikvöldum" einu sinni í mánuði eða svo, og reynum við þá fyrst og fremst að höfða til yngra fólksins, frá 18 ára aldri. Það þýðir þó ekki að þeir eldri þurfi að sitja heima, þvert á móti,“ sagði Sigurður Sigurðsson í Sjallan- um er hann kynnti okkur helg- ardagskrána þar á bæ. „Tivolikvöldið" er í kvöld, og verður tekið á móti 100 fyrstu gestunum með lystauka. Menn komast ekki langt án þess að taka eftir óvenjulegum uppákomum, gjörningar verða framdir í anddyri, furðulegasti klæðnaður kvöldsins verður valinn og verðlaunaður, „spjarasýning" verður frá Chaplin, danssýning frá Alice, ungfrú og herra Tivoli verða valin og áfram mætti telja. Á laugardag verður allt með hefðbundnum hætti í Sjallan- um, Ingimar og co. á fullri ferð og hin fræga rokkstjarna Sig- urður Johnny lítur inn og tekur nokkur þétt lög. Þá verður þetta kvöld frumsýning Can-Can dansflokksins, meiri- háttar atriði að sögn Sigurðar Sjallaforstjóra. Fjáröjim vegna Kvennaathvaffs um helgjna Merkjasala til fjáröflunar fyrir kvennaathvarf á Norðurlandi verður um helgina um allt Norðurland. Kvennaathvarfið hefur verið starfrækt á Akur- eyri síðan 1. ágúst síðastlið- inn, en styrkir frá ríki og sveit- arfélögum hrökkva ekki til að standa straum af kostnaði. Þess vegna veltur framtíð at- hvarfsins á undirtektum Norð- lendinga. Það eru samtök um kvennaathvarf á Norðurlandi, sem standa að rekstrinum, en í þeim eru um 250 félagar, karlar og konur. „Enn sem komið er höfum við ekki fullreynt hvort kvennaathvarf fyrir Norður- land á rétt á sér, tíminn verður að skera úr um það," sagði Helga Guðmundsdóttir í sam- tali við Dag. „í Reykjavík er kvennaathvarf og það er fullt út úr dyrum alla daga, sumar, vetur, vor og haust, já og jafn- vel á jólunum líka. Stærsti kosturinn við slíkt athvarf í Reykjavík er sá, að það hverf- ur í fjöldann. Spurningin er hvort konur á Norðurlandi vilja nýta sér kvennaathvarf á Akureyri, þar sem erfiðara verður að halda sömu leynd- inni og í Reykjavík. Fá þær að vera í friði? Enn sem komið er hefur ekki verið mikil aðsókn í kvennaathvarfið hér, en símaþjónusta okkar hefur ver- ið því meira notuð. Það virðist því vera þörf á starfsemi sem þessari. Einn fastráðinn starfs- maður er við athvarfið. en auk hans hefur tugur sjálfboðaliða verið þjálfaður til að taka vaktir eftir þörfum. Allir starfsmenn eru bundnir þagn- arskyldu og við höfum reynt að halda því leyndu hvar at- hvarfið er," sagði Helga. - Kvennaathvarf - fyrir hverja? „Fyrir konur sem búa við líkamlegt eða andlegt ofbeldi á heimilum sínum. Við reyn- um að veita þeim hvíld og bendum þeim á þá möguleika sem eru fyrir hendi. Við reyn- um að fá skjólstæðinga okitar til að ræða um málin. tjá sig. Hins vegar göngum við ekki í að leysa vandamálið, t.d. með því að tala á milli hjóna eða annað í þeim dúr. En við bendum konunum á hverra er að gera slíkt og liðsinnum þeim eins og kostur er,“ sagði Helga Guðmundsdóttir. Samtökin um kvennaathvarf á Norðurlandi hafa gengist fyr- ir námskeiðum fyrir þá sem viljað hafa taka að sér vaktir. Þau hafa verið haldin í sam- vinnu við Námsflokkana. Afmœlishátíð Hinn 17. nóvember eru liðin 44 ár frá vígslu Akureyrar- kirkju, Þessa er ætíð mmnst sunnudaginn, sem næstur er afmælisdeginum og verður svo einnig í ár. Sóknarbörnin hafa jafnan fjölmennt í helgidóm- inn til þess að þakka það hæli og skjól sem kirkjan hefir ver- ið þeim á liðnum áratugum. Eins hefir fjölmenni komið á basar og í kaffisölu Kvenfélags Akureyrarkirkju á Hótel KEA eftir afmælismessuna. Þar hef- ir verið á boðstólum margt gagnlegra og fagurra muna. Hlaðborðið hefir einnig verið rómað að verðleikum. Því fjármagni sem inn hefir komið verja konurnar til þess að fegra helgidóminn og til kaupa á ýmsu sem þarf til starfsins í kirkjunni. Sá stuðn- ingur sem þær hafa veitt á liðn- um áratugum er ómetanlegur. Það er von okkar að margir sjái sér fært að koma í mess- una og á basarinn og kaffisöl- una nk. sunnudag. Sóknarprestamir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.