Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 7
16. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Gleymist fljótt Industry heitir ný bandarísk nýrokksveit sem þykir lofa góðu. Frumburðurinn heit- ir Stranger to Stranger og hafa ýmsir orð- ið til þess að taka honum opnum örmum. Industry fer ekki ótroðnar slóðir á þess- ari plötu. Fyrirmyndirnar eru Duran Duran, Human League, ABC og hvað þær nú heita allar þessar hljómsveitir. Margt er snyrtilega gert á plötunni af þessum bandaríska kvartett en að hann boði eitthvað nýtt er af og frá. „Shangri- La“ er það lag sem mér er einna minnis- stæðast af þessari plötu. Ég er hræddur um að Industry gleymist fljótt ef þeir hafa ekkert betra fram að færa og komi ekki með nýja plötu fljótt. Gott ef kjúkur þeirra eru ekki þegar teknar að gulna í huga mínum. - ESE • • Ofugsnúningur The Rolling Stones er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum en þrátt fyrir það The Kolling Slones - I Rewind finnst mér aðeins peningalykt af nýju safnplötunni þeirra Rewind. Rewind snýr Stones-aðdáendum ein þrettán til fjórtán ár aftur í tímann. aftur til ársins 1971 er menn ánetjuðust „brún- um sykri“ (Brown sugar). Tólf lög eru á plötunni en þau gefa engan veginn nægi- lega góða mynd af hljómsveitinni á þessu tímabili. Ekki einu sinrú passamynd. Plötur síðustu ára vega of þungt í þessari samantekt og af þeim eru hvorki fleiri né færri en sjö lög. Tímabilið 1971 til 1977 fær því fimm fulltrúa á plötunni. Það er eftirtektarvert þegar hlustað er á þessa plötu hve hljómurinn hefur breyst mikið í gegnum árin. Gömlu lögin eru, mér liggur við að segja, í mónó miðað við lög eins og „Undercover of the Night“, titillagið af nýjustu plötu Stones. Petta virkar truflandi og dregur heildarmyndina enn niður. Má ég frábiðja mér Rewind (1964-1971). - ESE Misjafnir Breska bylgjan heitir safnplata sem út kom síðla sumars en hún hefur að geyma 12 lög með hinum og þessum fulltrúum breskrar rokktónlistar í dag. Þarna leiða saman hesta sína nokkuð rótgrónar hljómsveitir á borð við Simple Minds og Psycedelic Furs og svo aftur gjörsamlega óþekkt fyrirbrigði á stól við Icicle Works, Wang Chung og Bluebells. Platan hefst á nokkuð kunnuglegu lagi um frelsishetj- una Nelson Mandela sem setið hefur lengur en elstu menn muna í svertingja- tukthúsi hvítra í S.-Afríku. Pað er einnig forvitnilegt að heyra í Sade hinni föngu- legu - sem menn segja sannkallað augna- yndi, með rödd sem sé ennþá meira eyrnakonfekt. Petta er plata sem endur- speglar talsverða breidd. Sum lögin eru hundleiðinleg, önnur hrífandi. Það er vel til fundið hjá Steinum hf. að gefa okkur tækifæri til að kynnast því sem er að ger- ast hjá Tjöllum, að öðrum kosti hefðu margar af þessum hljómsveitum legið óbættar við eyrnagarð. - ESE Tilboð helgarinnar er folaldakjöt af nýslátruðu Ókeypis kaffi í teríu. Filet og lundir Buff ......... Gullash ...... Snitsel ...... Hakk ......... kr. 269 kg kr. 229 kg kr. 210 kg kr. 239 kg kr. 98 kg Komið í Hrísaluml og gerið hagstæð kaup BARNAHORN fyrir yngstu fjölskyldu- meðlimina í kjallara! Dansleikur laugardagskvöldið 17. nóv. Matseðill kvöldsins: Forréttur: Djúpsteiktar rækjur m/tartarsósu kr. 156,- Súpur: Prinsessusúpa eða gratineruð lauksúpa Kjötréttir: Fylitur svínahryggur m/Róbertsósu, spergilkáli og kartöflum „Duchesse" eða heilsteiktar uxalundir m/bakaðri kartöflu, blómkáli og béarnaisesósu kr. 565,- Eftirréttir: Súkkulaðitriffle eða ísfylltar pönnukökur kr. 83,- Edward Fredriksen leikur létta tónlist fyrir matargesti. Hljómsveit Finns Eydal ásamt Helenu og Alla leika fyrir dansi til kl. 02.00. Takið eftir: Matur framreiddur frá kl. 18.30. HOTEL KEA AKUREYRI Akureyringar - Nærsveitamenn Vlð erum í Skipagötunni og verðum með opið nk. laugardag frá kl. 10 til 16. Ath. til kl. 16.00. Gallerý - Tískusýning k. 17.00 föstudag og kl. 14.00 laugardag. Gleraugnaþjónustan - Vörukynning. Heilsuhornið - Kynning á korn- og ávaxtakaffi. Hólabúðin - Ölgeröarvörur - Ávextir - Græn- meti - Sælgæti o.fl. Komapan - Kynning á hvítu postulíni. Verslun Brynjólfs Sveinssonar - Sportvörur. Skótískan - Kynning á nýjum vörum. Örkin hans Nóa - Húsgögn. Veríð velkomin að líta inn. Þessi Ijósritar *^MBeéM)tNiÍÍNMÍÉÍMMMMMIMÍÍÍNððKfiSSð£ÍÍAM)ÍÍÍiÍÍSÍÍi£ÍNÍiiljMMk í 4 litum og kostar aðeins kr. 53.500,- SHARP z-6o. SKRIFSTOFUVAL HF. SUNNUHLÍÐ ■ SÍMI 96-25004

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.