Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 16.11.1984, Blaðsíða 9
16. nóvember 1984 - DAGUR - 9 ■ . ■ ■ . ■ ■ ■ I « ■: verða ekki til þess að auka heildarneysluna svo neinu nemi. Fleiri dæmi gæti ég nefnt, en svo ég einfaldi þetta þá má segja að það hafi orðið bylting í tslenskum landbúnaði. Pað er því ekki nema von að eitthvað hafi farið úr böndum.“ - Nú virðist vera mjög misjafnt hvað bú- peningur íslenskra bænda skilar miklu af sér. Er hugsanlegt að hér megi framleiða nægilegt magn af landbúnaðarvörum fyrir innanlands- markað, með mun minni bústofni en nú er, með því að rækta upp afurðamestu gripina og með hliðsjón af því að fleiri strá verða þá að bíta fyrir hvern grip? „Menn verða að átta sig á því, að við íslend- ingar byrjuðum ekki að rækta upp okkar bú- pening fyrr en á þessari öld og á síðustu ára- tugum hefur náðst verulegur árangur á þessu sviði. Við vorum orðnir öldum á eftir ná- grannaþjóðum okkar í þessum efnum og náum þeim ef til vill aldrei, enda aðstæður ólíkar um margt. Samanburður er því erfiður. Það þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til að finna kú sem getur mjólkað jafnvel helmingi meira heldur en almennt gerist hér á landi, en það getur líka verið að þessi sama kýr sé þriðj- ungi þyngri heldur en kynsystur hennar á ís- landi og þurfi því að sama skapi meira fóður. Fróðir menn hafa reiknað út, að með því að nýta landið skynsamlega, mætti vera hér um 10 milljónir sauðfjár. Ég er þó ekki að mæla með því að það sé gert, en þetta sýnir það að gróð- urlendið þolir fleira fé en nú er og það í um- talsverðum mæli. Víst má finna hér ofbeitt iureru wnem“ Öngulsstöðum, í helgarviðtali við Dag svæði því miður, en það mætti draga stórlega úr beitarálagi á heiðarlöndin með því að nýta heimalöndin betur. Þau eru víða í sinu. Það er því ekki raunhæft að tala um að kjötfram- leiðsla aukist á grip með því einu að minnka stofninn, til að fleiri strá verði á hvern haus. Hins vegar er þetta eflaust hægt með betri beitarstjórnun, en fyrst og síðast eru það kyn- bætur sem koma að gagni og þær eru alltaf í gangi. Sveiflur verða alltaf í landbúnaði og í öllum löndum er umtalsverður munur á topp- bóndanum og hinum sem minni framleiðni nær.“ # Einn búskussi er einum of mikið - Toppbóndi segir þú, er ef til vill of mikið um búskussa í íslenskum landbúnaði? „Ef einhvers staðar er að finna búskussa þá er of mikið af þeim. Einn búskussi er einum of mikið. En hins vegar eru menn misjafnir til allra verka, það er sama til hvaða atvinnu- greinar er litið. Þetta vita allir. Hins vegar er það mikill misskilningur að það verðlagskerfi sem við búum við haldi búskussunum gang- andi. Nái menn ekki góðum tökum á bú- skapnum kemur það ekki niður á öðru heldur en þeim tekjum sem bór.dinn hefur út úr sín- um rekstri." - Vantar hugsanlega fræðslu fyrir bændur. hafa þeir tækifæri til endurmenntunar, t.d. með því að sækja stutt námskeið? „Alltaf má gera betur, en ég held að þeir bændur sem vilja geti verið í eins konar sí- felldri endurmenntun. Bændasamtökin hafa á sínum vegum vel menntaða menn, þar sem eru ráðunautarnir, bæði hjá Búnaðarfélagi íslands og búnaðarsamböndunum. í gegnum þessa menn geta bændur sótt megnið af þeim fróð- leik sem þeir þurfa.“ - Öngulsstaðahreppur er ein búsælasta sveit landsins, en bændur virðast vera orðnir að- þrengdir. Menn eru að heyja einn blettinn hér og annan þar, út og suður um sveitina og mér skilst að þú hafir átt blettametið á síðasta ári. Eru jarðirnar orðnar of litlar miðað við nú- verandi búskaparhætti? „Já, það eru til dæmi þess, enda er eðlilegra við núverandi aðstæður að nýta þá ræktun sem er til staðar á jörðum þar sem búskapur er ekki lengur stundaður, í stað þess að brjóta nýtt land til ræktunar.“ - Mig langar aðeins að víkja aftur að fram- leiðslunni og stjórnuninni. Mér hefur stundum virst vera svolítill gusugangur í bændum varð- andi framleiðslu. Nærtækt dæmi er kartöflu- fárið í sumar, allir ræktuðu kartöflur, og fyrir 2-3 árum datt mörgum í hug það snjallræði að ala upp kálfa, í stað þess að senda þá nær blauta úr kúnum á sláturhús. Nú skilst mér að slegist sé um hvern kálf og árangurinn er ört stækkandi nautakjötsfjall. „Já, þetta er alveg rétt, og þetta er alls ekki nógu gott. Kartöfluuppskeran í sumar var svo mikil, að ekki er séð fyrir endann á því hvernig á að nýta allt það magn. Þetta er slæmt og verður til þess að þeir bændur sem hafa lagt kartöflurækt fyrir sig sem hliðargrein árum saman njóta ekki góðu áranna. Hér hefur ver- ið ríkjandi ákveðið sölukerfi á grænmeti, sem frægt varð að endemum í sumar, en um fram- leiðslustjórnun hefur ekki verið að ræða. Ég veit ekki hvernig á að leysa þetta mál; það er einna helst að ég sjái lausn í samtakamætti kartöflubændanna sjálfra. Það sama á raunar við um nautakjötsframleiðsluna; þegar margir eru um hitpna ná menn ekki þeirri hagkvæmni út úr búskapnum sem þeir þurfa. Búi menn við miðstýringu, eins og við gerum, þá verður að stjórna. Sé það ekki gert sitjum við uppi með galla kerfisins, en njótum ekki kostanna." - En hvað með uppbyggingu á framleiðsl- unni eftir sveitum. Mér finnst það svolítið af- káralegt, að kúabúskapur hefur aflagst á búum sem eru vel sett samgöngulega, svo til við dyrnar á mjólkurbúi, á sama tíma og verið er að byggja hundrað kúa fjós inni í afdal. Er þetta ekki öfugþróun? „Jú, það má ef til vill segja það, en það virð- ist vera lögmál hér á landi, að kúabúskapur þrífst ekki í næsta nágrenni við þéttbýli, hvernig sem á því stendur. Ég get nefnt nær- sveitir Reykjavíkur sem dæmi, en þar er mjólkurframleiðsla nær aflögð, þrátt fyrir góð skilyrði. Það er verið að vinna að því núna, að breyta því búmarkskerfi sem sett var á sínum tíma, í þá veru að búmarkinu verði skipt niður á héruð. Þá fer að skapast möguleiki til að skipuleggja framleiðsluna svolítið eftir svæðum. En þetta tekur allt sinn tíma og það gerist ekki þannig að bændum í Eyjafirði verði sagt að búa einungis með kýr og ef til vill eitt- hvað af kartöflum, en öðrum héruðum verði síðan gert að rækta eingöngu sauðfé. Hins veg- ar verður reynt að stýra nýjum búmörkum í hverri búgrein til ákveðinna héraða. Þannig verður hægt að byggja upp eina ákveðna aðal- búgrein í þeim héruðum sem hún hentar best, þó hún verði ekki alls ráðandi. Það kom fram eindreginn vilji meðal bænda til að fara þessa leið á stéttarsambandsfundinum á ísafirði, en það þarf að fara með gát, því það er svo stutt frá skipulagningu yfir í ofstjórnun." # Hvað með milliliðina? - Nú fer framleiðsla ykkar bænda um margra hendur frá því hún fer frá ykkur þar til hún kemst til neytenda. Ertu ánægður með „milli- liðakerfið"? „í megindráttum er ég sáttur við það fyrir- komulag, að bændur eigi og beri ábyrgð á sinni framleiðslu þar til hún er komin á smásölustig. Þessu grundvallaratriði verður að halda, þann- ig að hráefnisframleiðendur geti fylgt afurðum sínum eftir, því reynslan sýnir að hátt hlutfall af endanlegu verði vörunnar myndast við vinnslu og sölu. Ég vil vara bændur við að kokgleypa þá flugu sem nú hefur verið fyrir okkur rennt, þar sem okkur er boðið fullt grundvallarverð fyrir framleiðslu okkar strax og við afhendum hana, gegn því að við af- sölum okkur ítökum í vinnslunni. Það held ég að yrði stórt óheillaspor fyrir bændur. Því er hins vegar ekki að neita, að ýmislegt mætti betur fara í vinnslunni. Mjólkurfram- leiðsla hefur dregist stórkostlega mikið saman, en samt hefur mjólkurbúum ekki fækkað né starfsfólki sem vinnur hjá þeim. Sauðfé hefur einnig fækkað verulega, en samt hefur ekki orðið vart við teljandi samdrátt hjá sláturhús- unum eða í kjötvinnslunni. Þarna þarf að gera bragarbót, því það er ekki nóg að endurskipu- leggja framleiðsluna, það þarf að betrumbæta vinnsluna líka.“ - Nú hefur þú starfað mikið innan sam- vinnuhreyfingarinnar og hefur að auki verið í forystu fyrir Framsóknarflokkinn í þínu kjör- dæmi. Er það nauðsynlegt fyrir íslenska bændur, að vera í kaupfélaginu og kjósa Framsókn?! „Nei. það held ég ekki, enda finnur þú marga góða bændur, sem eru samvinnumenn án þess að kjósa Framsókn. Það er því allt til í þessum efnum. En hvað sem pólitíkinni líður, þá hafa íslenskir bændur sameinast um sín afurðasölumál í samvinnufyrirtækjum. Þeir eru því flestir hverjir samvinnumenn." - Samvinnuhreyfingin varð til fyrir bændur. Hefur hún ef til vill vaxið frá bændunum? „Ég held að það sé ekki ofmælt, að sam- vinnuhreyfingin íslenska eigi stærstan þáttinn í þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í sveitum landsins á þessari öld. Það fer ekkert á milli mála. Hins vegar hljóta samtök sem þessi að vera í stöðugri endurskoðun. Ég held að samvinnuhreyfingunni sé rnjög nauð- synlegt að koma til móts við þær raddir í röðum bænda, að bændur þurfi sjálfir að koma meira beint inn í þann þátt hreyfingarinnar sem snýr að úrvinnslu landbúnaðarafurða. Það er oft ofarlega í mínum huga, hvórt ekki sé betra að kaupfélögin og önnur samvinnufyrir- tæki ákveðinna landshluta fái aukin verkefni, sem fram til þessa hafa verið unnin af Sam- bandinu. Þetta er ef til vill eyfirsk eigingirni. þar sem ætla má að slíkt fyrirkomulag efli Ak- ureyri og Eyjafjörð enn frekar sem mótvægi gegn höfuðborgarvaldinu. En þetta er hugmynd. Samvinnuhreyfingin er nær jafngömu! öld- inni og stendur nú á ákveðnum tímamótum. Hún var sett á stofn til að opna bændum frjáls- ar leiðir til verslunar og styrkja þeirra hag. Það tókst og nú er öldin önnur. Við búum við frjálsa verslun og samkeppni á flestum sviðum. Þess vegna er aðalmarkmið samvinnuhreyfing- arinnar síungt, að fá sem ódýrastar vörur fyrir sína viðskiptamenn, jafnframt því að skapa sem mest verðmæti úr þeirra framleiðslu. Ég óttast ekki að hreyfingin fjarlægist fólkið. Ger- ist það er hún ekki lengur samvinnuhreyfing og þá hlýtur samvinnufólk að leita nýrra leiða." - Að lokum Jóhannes, af hverju ertu fram- sóknarmaður, fylgir það ef til vill ættaróðal- inu? „Nei, það myndi ég að minnsta kosti aldrei viðurkenna. Hins vegar draga menn eflaust alltaf dám af sínum forfeðrum, jafnt í pólitík sem öðru. Ég er framsóknarmaður vegna þess að ég vil ekki fara auðveldu leiðina, með því að finna einhverja ákveðna pólitíska línu, sem ég geti alltaf skírskotað til þegar ég tek af- stöðu. Ég vil heldur taka afstöðu til einstakra mála og vinrta að lausn þeirra eins og okkar staðhættir bjóða upp á. Þannig ætlast ég til að Framsóknarflokkurinn vinni laus við allar pólitískar kreddur." - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.