Dagur - 21.11.1984, Síða 1

Dagur - 21.11.1984, Síða 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 21. nóvember 1984 116. tölublað Siglfirðingur: Aflaverómæti 4 milljónir í reynslutúr Vill englnn veitingarekstur í „verkalýðshöllinni“? Frystitogarinn Siglfirðingur sem breytt var í Slippstöðinni á Akureyri, er nýkominn úr reynslusiglingunni. Kappkost- að var að veiða sem flestar fisktegundir til að sjá hvernig þær kæmu út í vinnslu og varð afraksturinn 70 tonn af frystum flökum. Aflaverðmætið er fjórar milljónir króna. - Það er ekki annað hægt en Alcan- menn til Akureyrar Þrír fulltrúar Alcan eru vænt- anlegir til Akureyrar laust fyrir hádegi á morgun. Þar á meðal er forstjóri Evrópu- deildar fyrirtækisins, auk yfirmanna hjá orkuöflunar- deild og umhverfisdeild. Þeir munu hitta menn að máli og kynna sér aðstæður. Ferðin til Akureyrar er liður í heimsókn til Islands á fund stóríðjunefndar, en hluti ncfnd- atinnar mun síðan fara utan. Verða þá væntanlega lögð drog aö konnunarviðneðum um byggingu álvers á vcgum Alcan á Islandi. Von er á fyrstu drögum um- hverfiskönnunar við Fyjafjörð fyrir áramót. Eftir áramót er fyrirhuguð önnur ferð Evfirö- inga vestur um haf og er gert ráð fyrir að þcirra á mcðal verði menn frá verkalýðssamtökun- utn. IIS að vera bjartsýnn eftir þennan túr, sagði Gunnar Júlíusson, vélstjóri og annar eigandi skips- ins í samtali við Dag. - Þetta var algjör tilraunatúr hjá okkur. Við vorum með fisk- matsmenn með okkur og sigldum vítt og breitt til þess að ná í sem flestar fisktegundir og ég held að okkur hafi tekist að ná í allt heila draslið. Siglfirðingur er nú í Slippstöð- inni á Akureyri vegna smávægi- legra lagfæringa en fyrirhugað er að togarinn haldi út að nýju um eða eftir næstu helgi. Þá verða 23 í áhöfn skipsins en voru 21 í reynslusiglingunni, þar af fjórar konur. - Konurnar voru mest í snyrt- ingu og þvíumlíku en gripu þó í önnur störf og þær stóðu sig mjög vel eins og þeirra var von og vísa, sagði Gunnar Júlíusson. Þrátt fyrir að eigendur skipsins hafi selt stóran hluta kvótans yfir til frystitogarans Örvars frá Skagaströnd, á Siglfirðingur næg- an kvóta eftir og það er því bjart framundan hjá frystitogaranum frá Siglufirði. - ESE Fulltrúar Félags verslunar- og skrifstofufólks og fulltrúar verslanaeigenda á Akureyrí áttu með sér óformlegan við- ræðufund um stöðu mála sl. mánudag. Sem kunnugt er felldu félags- menn í Félagi verslunar- og skrif- stofufólks kjarasamningana á dögunum með talsverðum mun og í framhaldi af því var ný samn- inganefnd kosin til að fara með samningaumleitanir fyrir félagið. Sögusagnir hafa verið í gangi um það að allir þeir aðilar sem Þar sem um aðalkjarasamning er að ræða eru það Vinnumálasam- band Samvinnufélaganna og Vinnuveitendasamband íslands sem fara með samningsumboð fyrir verslanaeigendur en Versl- unarmannafélag íslands fyrir hönd starfsfólksins. Því gæti farið svo að semja þyrfti um málið í Karphúsinu í Reykjavík, en lík- legra að fulltrúar samningsaðila komi norður eða yfirfæri samn- ingsréttinn með einhverjum hætti. - ESE/HS sóttu um það á sínum tíma að annast veitingarekstur á efstu hæð verkalýöshallarinnar á Akureyri hafi dregið tilboð sín til baka. Meginástæðan er sögð sú að krafist sé 4,5 millj- óna króna í fyrirframgreiðslu fyrir leiguna og að leigutíminn verði ekki lengri en fimm ár. Þá hefur verið bent á að það muni kosta ca. 3 milljónir og innrétta 5. hæð hússins fyrir veitingarekstur. „Einn af þeim fimm aðilum sem sóttu um, hefur hætt við og annar hefur lagt fram gagntilboð sem að okkar mati er ekki að- gengilegt,“ sagði Jón Helgason er við ræddum þetta við hann, en Jón á sæti í þeirri nefnd sem hef- ur með þetta mál að gera af hálfu verkalýðsfélaganna. Jón sagði að hinir þrír aðilarnir hefðu ekki svarað því sem nefnd- in lagði fyrir þá og hann vissi ekki hvers vegna. Þá vildi Jón hvorki játa því né neita afdráttarlaust að krafist hefði verið 4,5 milljóna króna í fyrirframgreiðslu á leigu, en sagði hins vegar: „Það var ekki rætt um neina ákveðna tölu í þessu sambandi, né heldur hef- ur það verið endanlega ákveðið að leigutíminn verði fimm ár.“ Jón sagði einnig að eigendur hússins hefðu í hyggju að standa straum af kostnaði við innrétting- ar og þá í samráði við þann aðila sem er tilbúinn til að leggja fram fjármagn og vill taka veitinga- söluna að sér. „Ætli menn séu ekki bara hræddir við kreppuástand, það er allt að fara til andskotans. Ann- ars virðist þessi veitingarekstur a.m.k. geta þrifist á höfuðborgar- svæðinu," sagði Jón Helgason. gk-. Óformlegar viðræður - um kjaramál verslunarfólks á Akureyri Flutningskostnaöur felldur niður - Tímamótaákvörðun sem lækkar vöruverð á landsbyggðinni „Það er búið að ákveða það að matvörudeild verslunardeildar Sambandsins felli niður flutn- ingskostnað á söluvörum sínum. Þetta tekur gildi svo fljótt sem við verður komið, væntanlega í byrjun desember. Þetta er tímamótaákvörðun og bætir hag fólks víðs vegar um land í sambandi við kaup á brýnustu nauðsynjavörum, sem það getur fengið keyptar í sínu kaupfélagi,“ sagði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA. Þessi ákvörðun var kynnt á kaupfélagsstjórafundi um síðustu helgi. „Það er stefnt að því að efla hagræðingu í rekstri matvöru- deildarinnar, þannig að slík hag- ræðing, að viðbættum auknum veltuhraða á birgðum og auknum viðskiptum, sem reiknað er með í kjölfar þessa, leiði til þess að kostnaður við þetta fáist borinn uppi. Þetta mun því ekki koma fram sem verðjöfnun, þ.e. lækk- un á landsbyggðinni með tilheyr- andi hækkun á höfuðborgarsvæð- inu, heldur einvörðungu sem verðlækkun til þeirra sem þurft hafa að borga fyrir háan flutn- ingskostnað," sagði Valur, en sem kunnugt er leggst söluskattur ofan á flutningskostnað, þannig að um verulega hagsmuni er að ræða fyrir fólk á landsbyggðinni. Ekki er reiknað með að þetta hafi mikil áhrif á vöruverð í Hrísalundi á Akureyri, því þar hefur kaupfélagið tekið á sig verulegan hluta flutningskostn- aðarins. Þetta getur hins vegar haft veruleg áhrif á vöruverð í öðrum útibúum. Valur sagði að þessi ákvörðun væri afar þýðing- armikil út frá því sjónarmiði að nú væri mikið rætt um að fella niður greiðslu flutningskostnaðar út á land, t.d. á olíuvörum, og fella niður verðjöfnun á raforku. Hann sagði ennfremur að reikna mætti með því að heildsölufyrir- tæki einkaframtaksins sæju að þau gætu ekki látið sitt eftir liggja og vonandi leiddi þessi ákvörðun til þess að þessi regla yrði al- mennt tekin upp. HS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.