Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 19.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 19. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBVRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ferða- og samgöngumál Vegna hins óvenjulega háa hlutfalls milliríkja- verslunar í ráðstöfun þjóðartekna á íslandi ber brýna nauðsyn til að þróa fyrst og fremst þær þjónustugreinar, sem gætu skilað erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið. Ferðamál eru vaxandi þáttur í þjóðarbúskap íslendinga og er í þeim fólginn einn mikilvægasti vaxtarbroddur þjón- ustugreina á síðari árum. Bæði gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar og innlendar tekjur hafa farið vaxandi, svo og mannafli sem við hana starfar. Nú starfa um 5% vinnuafls á sviði ferða- mála og gjaldeyristekjur námu á árinu 1983 um 1,5 milljörðum króna eða sem svarar 7,8% af vöruútflutningi þjóðarinnar. Þetta kemur m.a. fram í ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins um nýsköpun atvinnulífs. Atvinnugreinin ferðamannaþjónusta er orðin meðal þeirra stærstu í heimi. íslendingar ættu með skipulagsbundnum hætti að geta náð vax- andi fótfestu á erlendum ferðamannamörkuð- um. Þannig gætu þeir byggt upp mikilvæga at- vinnugrein, sem auk þess að afla gjaldeyris- tekna hefur fjölmörg jákvæð áhrif í þjóðarbú- skapnum. Vafamál er að tekjur af nokkurri ann- arri atvinnugrein dreifist jafn víða um þjóðfélag- ið og með jafn miklum hraða. Leggja ber áherslu á að ferðaþjónusta er útflutningsgrein, sem er sambærileg við aðrar útflutningsgreinar, að öðru leyti en því að þar sækja viðskiptavinir landið heim, ferðast með íslenskum farkostum, kaupa innlenda þjónustu og íslenskar vörur. í ályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins er lögð sérstök áhersla á þýðingu góðra sam- gangna innanlands og milli íslands og annarra landa. Því er mikilvægt að átak verði gert í upp- byggingu flugvalla landsins og að áfram verði haldið lagningu betri og varanlegri vega um landið allt. Hátt hlutfall milliríkjaverslunar veld- ur því að flutningsgjöld eru þjóðarbúinu meiri byrði hér en víðast annars staðar. Því ber að efla samkeppni í millilandasiglingum og leita útboða í vaxandi mæli. Hreint loft, heitt vatn og óspillt náttúra eru gæði sem erlendir ferðamenn sækjast æ meira eftir. Þess verður vandlega að gæta að engin þau skref verði stigin í ferðamannaþjónustu sem spillt geti viðkvæmum sögu- og náttúruverð- mætum. Gæsla, eftirlit og upplýsingastarfsemi verði við það miðuð. Jafnhliða vaxandi ferðamannaþjónustu sem byggir á erlendum mörkuðum þarf að hvetja til ferðalaga íslendinga um eigið land. Gera þarf stórátak til að bæta alla aðstöðu og móttöku ferðamanna. Ljóst er að fjárfesting í ferðamálum hefur víða stuðlað að stórbættri félagslegri þjón- ustu og aðstöðu í þeim byggðarlögum þar sem í slíka fjárfestingu hefur verið ráðist. Spörum og notum minna vatn en borgum meira fyrir það „Það þarf sparnaðarhvata í sölu- kerfi veitunnar," segir Hákon Hákonarson, formaður hita- veitustjórnar. Það kemur líka fram í viðtali við hann í Degi 26. nóv. 1984, að meðaldæling yfir kaldasta tímann í fyrravetur hafi verið 205 1/sek. á viku, og nú í sumar („þrátt fyrir einmuna tíð“), hafi verið 110 1/sek. í gegn- um kerfið á viku. Getur það verið, að við neyt- endur séum að bruðla með vatnið? Þá hvernig? Eða er þetta kannski hönnun veitunnar ein- hverju að kenna? Ekki hef ég séð sundlaug við hvert hús, svo í hvað ætti neytandinn að nota allt þetta vatn? Það þarf sparnaðarhvata í sölukerfið. Fyrir um V/2 ári voru keyptar varmadælur 1,2 og 3. Þessar dæl- ur eyða jafn miklu af rafmagni, eins og kostar að kynda nokkra tugi einbýlishúsa, sem annars væru kynt með rafmagni. Áttu þær ekki að vera til sparn- aðar á kerfinu, þannig að ekki þyrfti að dæla eins miklu vatni frá borholunum fremra? Séu þessar dælur vel virkar, ættu þær að geta annað vatnsþörfinni að sumarlagi, að stærstum hluta. En því er svona hljótt um þær? Nú er bæjarstjórn Ákureyrar búin að samþykkja, að leita skuli tilboða í mæla til uppsetningar á grindur neytenda. Hvort það verða rúmmetramælar, sem hita- veitustjórn mælir með, eða orku- mælar sem ég reikna með að flestir neytendur mæli með, veit ég ekki. Við lítum aðeins á orkureikn- inginn, þegar (rúmmetra) mæl- arnir hafa verið settir upp. Það er talað um að láta heml- ana vera og hafa ákveðna hemla- leigu, eftir því hve margir lítrar eru teknir inn á ofnakerfið. Síðan ákveðið gjald fyrir hvert tonn sem neytandinn notar, í upphitun og neyslu. Þar eru tölur nefndar, sem 90% af 59,00 kr. sem tonnið skal selt á, og 10% af núverandi lítraverði, sem mælaleigugjald fyrir hvern lítra sem tekinn er inn í húsið. Raðhúsíbúð um 120-150 fm, er með 1,5-2,2 mínútulítra nú á ofnakerfinu. Ef við tökum 2,2 mínútulítra, til að eiga inni fyrir kaldasta tímabilið, og kostar nú 2.596,00 á mánuði. Þá er 2,2x60x24=3.168 pr sólarhring, eða 3.168 tonn x 30 dagar=95.040 tonn pr. mánuð. Hvað á svo tonnið að kosta? Ef við ætlum að borga það sama og í dag, þá væri það um 27,00 pr. tonn. En ef við notum þá tölu sem uppi er, 90% af 59,00, sem er 53,10 pr. tonn, þá er þetta um 53,10x95,04 tonn=5.047,00 pr. mánuð. Við borgum nú 2.596,00. Svo þetta er næstum tvöfalt hærra. En sagan er ekki öll. Við þurf- um að hafa neysluvatn. Hvað gæti það verið mikið á sólarhring, (ef ég sleppi að draga frá kart- öfluvatnið, sem líklega verður notað í uppþvottinn), sem 4 manna fjölskylda notar? Líklega um 200 lítrar á sólarhring, eða um 6 tonn á mánuði. 6 tonn x 53,10=319,00 pr. mánuð. Þessi tala breytist lítið frá mánuði til mánaðar, vetur, sumar, vor og haust. Húshitun er hér um 9 inánuði á ári, þar sem ekki verður stór breyting á. 3 sumarmánuðina er hægt að spara, og svo koma 4 hörðustu vetrarmánuðirnir, þar sem verður að auka við kynding- una (og e.t.v. neysluvatnið líka). Ef við segjum að við notum 1,5 mínútulítra á ofnakerfið þessa 9 mánuði, en 2,2 mínútulítra 4 hörðustu mánuði af árinu, og 0,75 lítra sumarmánuðina 3. Ef einhver getur sparað undir þetta, þá mun það koma niður á húseign þess neytanda. Og það gerir það með þessum reiknaða sparnaði, ef þessir sumarmánuðir eru ekki þeim mun þurrari og hlýrri, svo húsið fái góða þurrkun, af þeim raka sem illa kynnt hús safnar í sig yfir vetrar- mánuðina. Hjá Dönum, sem eftir olíu- kreppuna 1973, hafa sparað mjög svo olíu við kyndingu húsa sinna, er nú í óefni komið. Það er yfirleitt gert þannig að skrúfað er fyrir ofna í húsinu, og' bara ákveðin herbergi notuð, hinum lokað og ekki kynt. Loft- ræsting er mjög lítil í húsinu, svo hitinn tapist ekki út. Þessi mikli sparnaður, nú í um 10 ár, hjá Dönum, hefur valdið því að nú er eytt meiru í viðgerðir á húsum vegna rakaskemmda, en hefur sparast við að skrúfa niður orkukostnaðinn. Hjá okkur, þar sem við höfum mun kaldara loft, mun þessi skaði verða mun meiri, ef við ætl- um að fara þá leið að skrúfa fyrir ofna í íbúðum okkar, til að spara orku. Að vísu virðist það vera eina leiðin, því ekki hefur Akureyrar- bær kynnt nein lán eða styrki, til neytenda, svo þeir geti gert endurbætur á húseign sinni, til að komast af með minni orku. Húsnæðisstofnun var og er með svona lán, en þau náðu ekki til nýrra húsa hér á Akureyri, vegna þess að hér væri hitaveita, og svæðið því ekki í þörf fyrir lán til orkusparandi aðgerða. Það ætti að vera eðlilegri leið að ræða við neytendur, og athuga um sparnaðarmöguleika, á hverri húseign, (sem yrði líka atvinnu- aukandi og gjaldeyrissparandi), heldur en að segja: Spörum og notum minna vatn, en borgum meira fyrir það. P.S. Vissulega þarf að borga niður skuldir hitaveitunnar, en.... þarf neytandinn ekki að hafa efni á að veita sér þennan lúxus að vera með hitaveitu? Sigurður Jónsson, byggingafræðingur. Við segjum: 9x3.441,00 (1,5x60x24x30=64,8x53,1=3.441,00) 30.969,00 3x1.721,00 (0,75x60x24x30x53,1 = 1.721,00) 5.163,00 4x1.606,00 (2,2-1,5=0,7x60x24x30x53,1 = 1.606,00) 6.423,00 118x2,2 (10% af 1.180,00 pr. lítra á hemil)xl2 3.115,00 12x319,00 3.828,00 49.498,00 Sé borgað, eins og í dag, og ekki reiknað með hækkun, verður 12x2.596,00 31.152,00 Hækkun hefur því verið 18.346,00 eða sem svarar, að það þarf að borga jafn mikið, eftir breytingu, og sem svaraði 1,6 árum miðað við fyrra gjald, og topp sparnað. Dæmi eins og er í dag: Nú notar sami neytandi 1,5 mínútulítra, og kyndir með rafmagni, að auki, yfir kaldasta tímabilið. Sem dæmi um það: 1,5x1.180x12= 21.240,00 Rafmagn í 4 mánuði 7 kW á dag x30x4x3,20= 2.688.00 23.928,00 Hækkun hefur þá verið 25.570,00 eða sem svarar, að það þarf að borga jafn mikið eftir breytingu og sem svaraði 2,07 árum miðað við fyrra gjald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.