Dagur - 19.12.1984, Síða 9
19. desember 1984 - DAGUR - 9
á bóka-
markaði
v
Öskrið
Nýstárleg skáldsaga eftir
nýjan höfund Lilju K. Möller
Almenna bókafélagið hefur sent frá
sér skáldsöguna Öskrið eftir nýjan
höfund, Lilju K. Möller. Lilja er
ungur Reykvíkingur, fædd 1953,
víðförul og víðlesin. Bókin er kynnt
þannig á bókarkápu:
„Öskrið er áhrifamikil skáldsaga,
í senn átakanleg og spaugileg, um
unga og draumlynda konu sem ber
nafnið Ára. Hún leitar árangurslaust
að ást og skilningi í tilfinningasnauð-
um heimi og berst fyrir því að við-
halda einstaklingseðli sínu gagnvart
móður, sambýlismanni og samfé-
lagi...“
SVEINN EINARSSON
Níu ár í neðra
Mynd af Iðnó
eftir Svein Einarsson
Út er komin á vegum Almenna
bókafélagsins minningabók Sveins
Einarssonar frá því að hann var
leikhússtjóri í Iðnó. Bókin er kynnt
þannig á bókarkápu:
„Sveinn Einarsson var leikhús-
stjóri í Iðnó á gróskuárum Leikfélags
Reykjavíkur 1963-1972. Þá voru tek-
in til sýningar hin margvíslegustu
leikverk, sum sannarlega mikils
háttar, og leikhúsið var afar vel sótt.
Sveinn segir hér frá þessum ágætu
9 árum sínum í hinu þrönga en vina-
lega leikhúsi, árum sem einkenndust
af framsækni og bjartsýni. Hann seg-
ir frá kynnum sínum og samvinnu við
leikara, lífinu á vinnustaðnum Iðnó
og lýsir því hvernig leikverkin hlutu
þá ásýnd sem leikhúsgestir fengu að
sjá. Áð baki þeirri ásýnd lágu oft
mikil átök, stundum brosleg, en um-
fram allt mikil vinna. En leikhúsgest-
ir fá ekkert um það að vita. Níu ár í
neðra fjallar um þá Iðnó sem leik-
húsgestum er ekki sýnd.“
Níu ár er með mörgum myndum
frá leiksýningum í Iðnó, nafnaskrá
og leikritaskrá. Hún er 220 bls. og
unnin í Prentsmiðjunni Odda.
Pó/turinn Pnll
ÖhoppodQgur
Tvær bækur um
póstinn Pál
byggðará hinum vinsælu
sjónvarpsþáttum
Út eru komnar hjá Ernr og Ör-
lygi tvær litlar bækur um póstinn
Pál sem allir krakkar kannast við
úr hinum vinsælu sjónvarpsþátt-
um. Önnur bókin heitir Póstur-
inn Páll - Happadagur - en hin
heitir Pósturinn Páll - Óhappa-
dagur. Hér birtast þeir ljóslifandi
Palli póstur og kötturinn Njalli
og allir vinirnir í Grænadal.
Höfundur texta er John Cunliffe.
Celia Berridge myndskreytti.
Hrafnhildur Wilde þýddi.
Bækurnar eru prentaðar í
Englandi.
eftir danska skáldið
Martin A. Hansen komin út
í þýðingu Hjartar Pálssonar
Martin A. Hansen (1909-1955) var
eitt af höfuðskáldum Dana á sinni tíð
og mikill aðdáandi íslands og ís-
lenskra bókmennta. Hann átti þess
kost að ferðast einu sinni á sinni
stuttu ævi víðs vegar um landið
sumarið 1952 og þá varð bókin Rejse
paa Island til. Með honum var mynd-
listarmaðurinn Sven Havsteen-Mikk-
elsen sem margir íslendingar þekkja
persónulega.
Nú er þessi frábæra bók um ísland
loks komin út á íslensku og er hún í
þýðingu Hjartar Pálssonar. Útgef-
andi er Almenna bókafélagið.
Bókin er kynnt þannig á kápu:
„tsland er stórbrotið, en ekki bros-
hýrt við fyrstu sýn, og fólkið jafnvel
ekki heldur. En skáldið Martin A.
Hansen vissi vel að það var aðeins
skel. Hann þekkti þetta land og þetta
fólk, ekki af því að hann hefði verið
hér áður, heldur af því að hann var
heima í íslenskum bókmenntum.
Enda átti viðmótið eftir að hlýna.“
íslenska útgáfan er með myndum
Sven Havsteen-Mikkelsens. Hún er
243 bls. og unnin í Prentsmiðjunni
Odda.
Jólaávexfir
Epli rauð frönsk
kr. 44,00 kg. Ks. kr. 690,00 (18 kg í ks.)
Epli rauð amerísk Ex. Fancy
kr. 53,00 kg. Ks. kr. 890,00 (18 kg í ks.)
Epli rauð amerísk Washington
. 65,00 kg. Ks. kr. 970,00 (18 kg í ks.)
pli gul frönsk
. Ks. kr. 707,00 (18 kg í ks.)
Robin
r. 665,00 (15 kg í ks.)
■“* 47,
Klementinur
kSSSr®
BETRI KAUP
Tilboðsverð á svínakjöti fram að jólum
Matreiðslumaður verður á staðnum
Allur pakkaís frá Kjörís á gamla verðinu
Skafís með súkkulaðibitum á kr. 66,401 lítri
London-lamb á 30% afslætti.
Jolasveinar líta inn á fimmtudag kl. 16.30
og á laugardag kl. 18.00
^~** DYNASTY
Leigjum út þessa geysivinsælu þætti kr. 85 spólan
Opið fimmtudag til kl. 22.00
Opið laugardag til kl. 23.00
HAGKAUP Akureyri
Ritstjóm - Auglýsingar Afgreiðsla
Sími 24222