Dagur - 19.12.1984, Síða 12

Dagur - 19.12.1984, Síða 12
12 - DAGUR - 19. desember 1984 Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal: „Sporðbrautin“ nýtur vinsælda Bændaskólinn á Hólum tók upp kennslu í fiskeldi haustið 1981. Nám í fiskeldi var í upphafi fellt, sem valgrein, inn í hið almenna búnaðarnám. Hefur það með tímanum unnið sér fastari sess í náminu, enda er æ fleirum ljós nauðsyn þess að sinna menntun- arþörf þeirra, sem óska eftir stað- góðri þekkingu í fiskeldi. Síðastliðið haust var svo á Hól- um skrefið endanlega stigið til fulls varðandi fiskeldisnám, og þá tekin upp sérstök fiskeldis- braut, sem að sinni hefur hlotið nafnið sporðbraut. Er hún ætluð þeim nemendum, sem hafa áhuga á að mennta sig í fiskeld- isfræðum, en margir hafa haft samband við skólann með það í huga. Hér á eftir verður gerð tilraun til þess að lýsa innihaldi sporð- brautar við Bændaskólann á Hól- um í stuttu máli. Til skýringar skal þess getið að hver náms- áfangi er metinn til eininga til samræmis við einingar fram- haldsskólanna og er námið allt talið vera 68 einingar, en það samsvarar tveggja vetra vinnu. Kjarni I kjarnanum eru þær almennu námsgreinar, sem sameiginlegar eru öllum nemendum skólans. Par eru m.a. stærðfræði, efna- fræði, tölvufræði og líffræði, þar sem grunnur er lagður undir sér- hæfða umfjöllun um fiskeldi. Þá er í kjarna nokkru rúmi varið til bóklegrar og verklegrar kennslu í bútækni, þ.e. um vélar og tæki, viðhald þeirra, og meðferð ým- issa smíðaefna svo sem járns, trés og gerviefna. Auk þess er fjallað um almenna vinnufræði, ís- lensku, veðurfræði, bókhald og skattauppgjör og hagfræði. Þá er ótafin umfjöllun um félagslega uppbyggingu landbúnaðarins og um almenna möguleika heimila til heimaöflunar. Verknám Á annarri önn fiskeldisnámsins er nemendum komið fyrir í verk- þjálfun hjá fiskeldisstöðvum. Þar dvelja nemendur um þriggja mánaða skeið, og er ætlast til þess að þeir gangi þar til allra al- mennra verka, sem til falla, en auk þess eru lögð fyrir þá ýmis verkefni, bæði til þess að tryggja það, að þeir kynnist öllum verk- þáttum, sem unnir eru á fiskeldis- stöð, svo og vegna hins, að þeir afli sér upplýsinga, sem þeir vinni síðan frekar með í verkefnum komandi vetrar. Á meðan á verk- námi stendur eru nemendurnir í umsjá viðkomandi fiskeldis- bónda, en skólinn hefur þó náið eftirlit með því, hvernig verk- námið fer fram. Valgreinar Nemendur geta valið tvo náms- áfanga að eigin ósk. Reynt er að bjóða upp á valgreinar í samræmi við það, sem áhugi nemenda stendur til. Þær valgreinar, sem hafa haft hljómgrunn fram að þessu eru loðdýrarækt og hrossa- rækt, auk fiskræktar og fiskeldis. Fiskeldisgreinar Kennslu í fiskeldisgreinum má gróflega skipta í þrjú svið. Þau eru í fyrsta lagi eldistækni, þar sem farið er í þær aðferðir sem notaðar eru við fiskeldi, og út- skýrður sá jjrundvöllur, sem þær byggja á. I öðru lagi er um að ræða líffræðisvið, þar sem gerð er grein fyrir líffræði eldisdýranna, lífsferlum og lífsmunstri, og þá hvernig þau bregðast við mis- jöfnum aðstæðum. Þriðja sviðið sem um er fjallað varðar bygg- ingarfræði og rekstur fiskeldis- stöðva, sem er veigamikill þáttur í fiskeldisnámi. Auk þessara sviða er svo talsverðu rúmi eytt í að fjalla um sjúkdóma, kynbætur og fleira í þeim dúr, auk jjess sem grein er gerð fyrir þeim skipu- lagslega og lagalega ramma, sem fiskeldi starfar innan. Um námið Fiskeldisnám á Hólum tekur tvo vetur, sem hvorum um sig er skipt í tvær annir. Fyrstu önnina er höfuðáherslan lögð á kjarna- greinarnar, jafnframt því sem nemendur eru bæði bóklega og verklega búnir undir verknám á fiskibúi. Nemendur dvelja síðan alla aðra önnina í verkþjálfun á fiskibúi, ganga þar til daglegra starfa, jafnframt því sem þeir sinna verkefnum, sem skólinn leggur fyrir þá. Seinni veturinn er svo megináherslan lögð á þær greinar sem tengjast fiskeldi beint, en þær byggja að sjálf- sögðu verulega á þeim grunni, sem nemendur fá í kjarnagrein- unum. Kennslan er bæði bókleg og verkleg, og má telja að sé verknámið meðtalið, þá sé á milli 40 og 50% námsins verklegt á einn eða annan hátt. Námi sínu Ijúka nemendur svo með aðalverkefni, þar sem þeim gefst kostur á að fjalla sérstak- lega um það svið, eða þann þátt, sem þeim er hugleiknastur. Haust, 1984. Þroskahjalp Tímaritið Þroskahjalp 3. töiu- blað 1984 er komið út. Útgef- andi er Landssamtökin Þroskahjáip. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Gyða Haraldsdóttir, skrifar um „Cunningham námskeiðið" sem er stðari hluti og nefnist Náms- fundir fyrir foreldra. Fyrri hluti greinarinnar birtist í 1. tölublaði 1984. Rögnvaldur Óðinsson greinir frá nýstofnuðu félagi fatl- aðra ungmenna og Dóra S. Bjarnason og Ásgeir Sigurgestsr son skýra frá því hvað PASS, en það er aðferð til að meta þjón- ustu við fatlaða, felur í sér. Frá- sögn af málefnum fatlaðra á Austfjörðum í grein sem nefnist „ Að austan" og grein Jóns S. Alf- onssonar sem hann byggir á er- indi sínu sem hann flutti á Lands- þingi Þroskahjálpar 1983 um: Heimili - langtímavistun. Þá er greint frá starfi Landssamtak- anna Þroskahjálpar og norrænu samstarfi um málefni fatlaðra. Tímaritið Þroskahjálp, sem kemur út fjórum sinnum á ári, er sent áskrifendum og er til sölu á skrifstofu samtakanna Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Áskriftarsími er 91-2990 í. FGTH - Welcome to the pleasuredome Johnny King - Country rock Frumlega ófrumlegir Þeir eru á allra vörum og svo sannar- lega ekki að ástæðulausu. Frankie goes to Hollywood flytur með sér ferskan blæ og frumlegheit sem er ekki amalegt á þessum síðustu og verstu tímum stöðnunar og stein- runa. FGTH komu eins og hvítur storm- sveipur inn í rokkið með hvert topp- lagið á fætur öðru. Fyrst var það „Relax“ og síðan hefur Liverpool- hljómsveitin ekki látið staðar numið. FGTH er í rauninni ótrúleg þversögn. Þeir eru frumlegir með því að vera ótrúlega ófrumlegir. Rokkið þeirra er hvorki betra né verra en gengur og gerist en „ímynd“ hljómsveitarinnar og uppátækin eru sterk og á því fljóta þeir. Hommar í leðurgöllum, kynferðisleg áreitni á sviði og hæpnir textar hafa fleytt FGTH fram hjá öllum skerjum. Eftir „smellina“ þrjá eru FGTH nú komn- ir fram með sína fyrstu plötu - tvöfalt albúm - Welcome to the pleasure- dome. Ég^vil rétt vekja athygli á því að þar er að finna snyrtilega útsetn- ingu á hinu frábæra íagi B. Spring- steen, „Born to run“. Þetta er pott- þétt rokkplata. Á uppleið Það er greinilega einlægur ásetningur piltanna í Kizz að verða „heavy metal“ hljómsveit og ég er ekki frá því að það hafi þeim tekist með þess- ari nýju plötu. Á það hefur áður verið minnst á þessum vettvangi að þungarokks- taktar Kizz hafa ekki verið sérstak- lega sanhfærandi á undanförnum árum. Að þessu sinni er hljómsveitin þyngri en nokkru sinni fyrr en það er galli að grípandi lög á borð við „Lick it up“ vantar. En Kizz eiga allt gott skilið fyrir þessa plötu. Spilið hana hátt. önnur hafa ekki þótt meira en svona la la. En sjónvarpsauglýsingin selur þessa plötu og eins nýtur hún þess að þeir sem ekki vita hvað þeir eiga að gefa í jólagjöf, grípa hana um leið og þeir versla í matinn. Dínamít nefnist önnur safnplata frá Steinum og miðað við vinsældir Endurfunda og gæði, ætti þessi plata að seljast í tugþúsundum eintaka. En því er víst ekki að heilsa og Endur- fundir hafa vinninginn. Á Dínamít eru flest nýjustu lögin sem Steinar hafa innan sinna vé- banda. Þarna eru flest nýjustu topp- lögin og flytjendur eins og Culture Club, Wham, Cyndi Lauper og Stranglers tryggja gæðin. Forystusveit Ef þig vantar virkilega þunga rokk- plötu sem rífur í hlustirnar og gerir heiðarlega tilraun til þess að sprengja þakið af húsinu, kemur aðeins ein ti! greina - Powerslave með Iron Maiden. Hafi þeir Járnfrúarmenn einhvern tímann verið f stuði þá eru þeir það nú á þessari nýju plötu. Brjáluð keyrsla alla plötuna og það heyrist í gegn (þó þetta sé stúdíóplata) að Iron Maiden hljóta að vera fantagóð- ir á sviði. Miðað við þessa plötu eru Dio léttrokkaðir og svo nefnd séu fleiri dæmi, gætu Kizz allt eins tekið að sér aftansöng. í fjarveru AC/DC frá hljómplötumarkaðinum hefur Iron Maiden náð óskoraðri forystu. Að vísu hef ég ekki heyrt nýju Deep Purple-plötuna en mikið má hún vera góð ef hún slær „Powerslave“ við. NB: Það eru hvorki fleiri né færri en 51.20 mínútur af þyngsta rokki sem til er, á þessari plötu. Safnplötur Endurfundir nefnist safnplata frá Steinum sem greinilega ætlar að verða söluhæsta jólaplatan í ár. Er Dagur kannaði söluna nú í vikubyrj- un í verslunum á Akureyri, var alls staðar það sama uppi á teningnum. Endurfundir á toppnum. Nú er vart hægt að segja með nokkrum sann- færingarkrafti að Endurfundir sé virkilega góð safnplata. Mörg lag- anna eru komin til ára sinna og Kizz - Animalize Fjölbreytt kántrýrokk Húsvíkingurinn geðþekki, Jón Vík- ingsson öðru nafni Johnny King, hef- ur sent frá sér sína fyrstu plötu. Nefnist hún Country rock og er það réttnefni því á plötunni fyrirfinnast flest öll kántrýrokk-stílbrigði sem þrífast norðan Klettafjalla. Það er rétt að taka það fram að þeir eiga fátt sameiginlegt, Hallbjörn og Johnny King ef miðað er við þessa plötu. Hallbjörn er ballöðukóngur- inn á meðan Johnny er rokkari fram í fingurgóma. T.d. er margt á þessari plötu sem ekki er ósvipað því sem David Bowie - Tonight Limahl - Don’t suppose Brimkló gerði á kántrýárum sínum. Country rock er annars plata sem að mörgu leyti kemur verulega á óvart. Hún býr yfir fjölbreyttum lögum, smekklegar útsetningar Snorra Guð- varðarsonar eru lagbætandi og hljóð- færaleikur er góður. JK mætti að sönnu vera betri söngvari og sum lag- anna mættu vera betri en þrátt fyrir allt á hann hrós skilið fyrir þessa plötu. Ég er t.d. ekki frá því að lagið „Maður og hestur" eigi eftir að gera það gott. Umslagið er hroðalegt. Hugmynd- in er að vísu góð en hvíti liturinn... Röng mynd Flestir Skonrokk-aðdáendur muna sennilega eftir ævintýralaginu „Never ending story“ úr samnefndri kvikmynd. Flytjandi lagsins er náungi sem nefnist Limahl en það er m.a. að finna á fyrstu sólóplötu hans, Don’t suppose. Það er best að taka það fram strax að „Never ending story“ sem er eftir nýja súperhöfundinn Giorio Moroder, gefur alranga mynd af þessari plötu. Afgangurinn er nefni- lega fremur litlaus og fellur algjör- lega í skuggann af þessu skemmtilega lagi. Limahl þessi á því takmarkaða framtíð fyrirsér, þ.e.a.s. ef Moroder verður honum ekki innan handar í framtíðinni. Undirmálsplata Nokkuð er um liðið síðan David Bowie sendi plötuna Tonight frá sér. Venjulega hefur nýrri plötu frá Bowie verið tekið með ótrúlegri hrifningu gagnrýnenda en að þessu sinni horfa málin öðruvísi við. Tonight er létt skemmtiplata og Bowie bregður jafnvel fyrir sig reggae-takti í tveim lögum. Ekki virkar það þó sannfærandi og Tonight er að mínu mati undirmáls- plata frá Bowie. Hafa ber þó í huga að miklar kröfur eru jafnan gerðar til þessa meistara rokksins. Helsta skýringin á dapri útkomu að þessu sinni er sú að ég held að Bowie hafi kastað til höndum. Aðeins fjögur ný lög eru á plötunni en afgangurinn frá árunum 1962 til 1977. í sjálfu sér er það ekki ellihrumleiki sem háir þeim heldur almennur slappleiki. Iggy Pop er stórtækur í textagerð á þessari plötu en þar fara ekki sam- an magn og gæði. Iron Maiden - Powerslave

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.