Dagur - 19.12.1984, Page 16

Dagur - 19.12.1984, Page 16
Akureyri, miðvikudagur 19. desember 1984 RAFGEYMAR IBÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI Bókasalan meiri núna en í fyrra Fimm bækur virðast vera áber- andi söluhæstar á Norðurlandi um þessar mundir, samkvæmt könnun sem Dagur gerði í 7 bókaverslunum víðs vegar á Norðurlandi í gær. Sem fyrr er samtalsbók Auðar Laxness og Eddu Andrésdóttur „A Gljúfrasteini“ söluhæsta bókin, og fékk hún 69 atkvæði af 70 mögulegum í könnun Dags. Mikil barátta er um 2. sætið. Það hreppti hins vegar „Jón G. Sólnes" sem skrásett er af Hall- dóri Halldórssyni og var hún með 54 atkvæði. „Guðmundur skip- herra Kjærnested“ er í þriðja sæti með 49 atkvæði en hún er skráð af Sveini Sæmundssyni. í fjórða sæti er „Dyr dauðans" eftir Alistair McLean með 39, „15 ára á föstu“ eftir Eðvarð Ingólfsson kemur næst með 37 atkvæði og í 6. sæti er Erlingur Davíðsson með „Aldnir hafa orðið“. Alls fengu 30 bækur atkvæði, en verslanir þær sem haft var samband við voru beðnar að til- nefna 10 söluhæstu bækurnar í röð. Fékk efsta bókin 10 stig, sú næsta 9 o.s.frv. Þær bækur sem nefndar hafa verið hér að framan skáru sig nokkuð úr því sú bók sem næst þeim kom „Gott fólk“ eftir Jón frá Garðsvík var með 11 atkvæði. Þeir bóksalar sem Dagur ræddi við jafnhliða þessari könnun voru nær sammála um að bókasalan væri mun betri en í desember á sl. ári. í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík var okk- ur t.d. tjáð að salan væri um 50% meiri en í fyrra í krónutölu en talið er að bækur hafi hækkað um 10-15%. „Salan er umtalsvert meiri en í fyrra, og mér virðist sem bókasmekkur fólks hafi einnig batnað mjög mikið,“ sagði Aðalsteinn Jósepsson verslun- armaður í Bókval á Akureyri. gk-- Hreiöar Eiríksson „pakkar inn“ jólatré. Mynd: mþþ Jólatré í Vín „Það er allt í lagi að það komi fram í blöðunum, að það eru seld jólatré á fleiri en einum stað,“ sagði Hreiðar Eiríksson eigandi gróðurhússins í Vín við Hrafnagil, en hann er einn þeirra aðila sem selja jólatré í ár. „Ég byrjaði á því að pakka jólatrjám í net og einnig hef ég opið á sunnudögum. Nú hefur Hljómplötusalan á Akureyri: Endurfundir alls staðar á Það þarf engum blöðum um það að fletta né plötum að snúa, að hljómplatan Endur- fundir sem Steinar hf. gefa út fyrir jól, er langvinsælasta jólaplatan á Akureyri í ár. Dagur hafði samband við for- ráðamenn fjögurra hljóm- plötuverslana, Hljómtækja- deildar KEA, Radíóvinnustof- unnar í Kaupangi, Tónabúðar- innar og Hljómvers og alls staðar voru Endurfundir efstir á blaði. Þessi nýja safnplata sem inni- heldur róleg og rómantísk lög var reyndar uppseld á tveim stöðum en nýtt upplag er nú komið í verslanirnar. Af öðrum plötum sem mikið er keypt af má nefna nýju Stuðmannaplötuna, Kókos- tré og hvítir máfar, safnplötuna Dínamít, jólaplöturnar með HLH og Magnúsi og Jóhanni og nýju plötuna með Das Kapital. Af klassískum plötum voru þeir efstir á blaði, Kristinn Sig- toppnum mundsson og Páll Jóhannesson en sá síðarnefndi hefur greinilega farið mjög vel af stað í verslunum á Akureyri. Þá selst harmoniku- plata þeirra Aðalsteins og Jóns einnig þokkalega. Að sögn verslunarmanna hefur plötusalan verið mjög góð að undanförnu og þakka menn það ekki síst því að plötur eru á mjög góðu og samkeppnishæfu verði, t.d. ef miðað er við bækur. - ESE Skógræktarfélag Eyfirðinga tek- ið þessar nýjungar upp eftir mér og þar með bætt sína þjónustu, ég tel því að samkeppnin hafi orðið neytendum til góðs.“ Hreiðar sagðist selja greni- og furujólatré, einnig er hann með íslenskan fjallaþin frá Skógrækt ríkisins. Þinurinn er töluvert dýrari en aðrar gerðir jólatrjáa, en barrheldnin er mun betri og fólk setur því ekki verðið fyrir sig er það velur jólatré. Hreiðar sagði að barrheldni trjáa ætti al- mennt að verða mjög góð í ár, eftir gott sumar. Nú í jólamánuðinum hefur verið boðið upp á ókeypis kaffi, orgelleik Gunnars Tryggvasonar, Hrafnhildur Vigfúsdóttir hefur sýnt skreytingar og Þórður hús- vörður hefur gengið um og spjall- að við fólk og komið með skondnar athugasemdir. Þann 30. desember hyggst Hreiðar bjóða öllum börnum er heimsækja skálann ókeypis ís og ef vel gengur verður það árviss viðburður. Það er því ýmislegt á döfinni frammi í Vín og óhætt fyrir Akureyringa að bregða sér bæjarleið og líta á starfsemina, en eins og Hreiðar sagði þá „eru Akureyringar dálítið seinteknir, það er eins og þeir séu ekki búnir að uppgötva skálann". - mþþ Mælar fyrir 3,4 milljónir Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur samþykkt aö taka tilboði í heitavatnsmæla frá fyrirtæk- inu Aqua-metro, sem hljóðar upp á 3.022 mæla fyrir sem samsvarar 3 milljónum 411 þúsund krónum. Hér er um að ræða mæla vegna fyrirhugaðrar breytingar á sölu- fyrirkomulagi veitunnar, þ.e. úr hemlakerfi yfir í mælakerfi, en að vísu verða hemlarnir áfram til staðar. Fjögur tilboð bárust og var þetta næstlægst, en vegna þess að aðrir mælar höfðu ýmist reynst misvel eða engin reynsla var á þeim var ákveðið að taka þessu tilboði. Var einkum stuðst við reynslu Hitaveitu Reykjavík- ur í þessu sambandi. HS Gert er ráð fyrir breytilegri átt á Norð- urlandi í dag og björtu veðri. Síðan er gert ráð fyrir því að norðlæg átt verði ríkjandi tvo næstu sólarhringa, éljagangur verður og eitthvað mun kólna. • Salt og sandur Utanbæjarmenn hafa haft orð á þvi á undanförnum árum að þeim finnist Akureyringar helst til svalir í umferðinni. Sérstaklega blöskrar þeim ökuleikni Akureyringanna í hálku. Þessi ökuleikni i hálkunni er i raun og veru ekkert furðuleg. Salt hefur verið á bannlista hjá bæjarverkstjóra frá upphafi vega og sumum hefur jafnvel fundist að bæjarstarfsmenn fari helst til sparlega með sandkornin. # Saltvondir ökumenn íhaldssemi Akureyringa varðandi saltbannið gengur eínstöku sinnum út í öfgar. Að visu sparar það bifreiða- eigendum mikið að bílar þeirra ryðga síður en þegar lif manna og limir eru í hættu, verður að láta skynsemina ráða. í mestu hálkunum i vet- ur hefur Þórunnarstrætið fyr- ir neðan lögreglustöðina alltaf fengið sinn skammt af sandi og stöku saltkorn hafa slæðst með. Sl. mánudag bar hins vegar svo við að hvorki var sett salt né sandur á götuna og bílar runnu því um hvern annan þveran niður Þórunnarstrætið. Ekki þurfti annað en að líta á kantfnn til að sjá aö margir ökumenn 1 höfðu notað hann sem þrauta- lendingu. • Saltf grautinn Það hefur sennilega ekki far- ið framhjá neinum að það er þröngt í búi hjá flestum með- al smáfuglum í þessu þjóð- félagi. Sjaldan mega fleiri en þrír menn koma saman án þess að ekki sé talað um kreppuna og þykir mönnum þetta að vonum bölvað svona rétt fyrir jólin. Menn hafa lika nokkuð til síns máls. Flest sem nöfnum tjáir að nefna hefur hækkað vel umfram launahækkanir og nú siðast hækkaðl rauð- vínið í jólasósuna svo að ein- hverjir verða að láta sér nægja pilsner að þessu sinni. # „Neyðarréttur“ Talandi um áfengi og áfeng- ishækkanir þá er Ijóst að áfengismenn hafa fundið við- eigandi svar við hækkunar- stefnu stjórnvalda. Ef marka má sölu á kísilgúrsfum (not- aðar til að hreinsa landa) i Hólabúðinni á Akureyri að undanförnu, er Ijóst að það er bruggað á öðru hverju heimili og soðið upp á gamla lagið á fjórða hverju. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir máltækið og víst er að á með- an vodkaflaskan kostar 700 krónur og sykurkílóið 11 krónur þá beita margir „neyð- arréttinum".

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.