Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR
, SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
68. árgangur
Akureyri, föstudagur 4. janúar 1985
1. tölublað
TÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
MARGAR GERÐIR
Fyrsta bam ársins:
„Átti von
á
nýársbarni"
- sagði Dóra Margrét Ólafsdóttir
Fyrsta barn ársins á Akureyri
og að öllum líkindum á land-
inu, fæddist í Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri þegar
klukkan var 5 mínútur yfir 1 á
nýársnótt. Var það stúlkubarn.
það má segja að barnið hafi kom-
ið á réttum tíma, og það kom í
heiminn á meðan fólk var að
fagna nýju ári.“ gk-.
ið að bráðabirgðaviðgerð sem
væntanlega lýkur um miðja næstu
viku.“
Þá mun Súlan halda til veiða
en hún á eftir um 2 þúsund tonn
af um 12 þúsund tonna loðnu-
kvóta sínum. Við spurðum
Bjarna hvort hann væri ekki farið
að langa á miðin aftur.
„Ekki svo mjög í dag, ég hef
slæma reynslu af janúarmánuði
t.d. í fyrra. Annars hef ég trú á
að þeir fari að fiska strax núna,
einfaldlega vegna þess að það er
svo miklu meira af loðnu en verið
hefur, þaðeralvegöruggt." gk,-
(Jtilegu-
hrútar
gómaðir
Þaö þykja alltaf nokkrar fréttir
þegar útilegukindur komast
undir mannahendur. Ekki aö
það séu nein einsdæmi að fé
gangi úti heilu og hálfu vet-
urna, heldur að oft lifir sauð-
kindin af mikla og harða
frostavetur á fjöllum uppi þar
sem menn telja einsýnt að hag-
laust hafi verið.
Pað hafa hins vegar ekki verið
neinar þrengingar sem hrútarnir
fjórir lentu í, sem fundust um
áramótin inni í Djúpadal sem
gengur inn úr Eyjafirði. Bæði
hefur verið eihmuna blíða og eins
mjög snjólétt. Hrútarnir voru
enda velhaldnir og hinir spræk-
ustu er gengið var fram á þá næst-
síðasta dag ársins.
Að sögn Ólafs Kjartanssonar í
Litla-Garði voru það menn sem
voru að svipast um eftir hrossum
sem fundu hrútana en leiðangur
var síðan gerður út á gamlársdag
þeim til bjargar. Hrútarnir voru
pattaralegir en með þessu uppá-
tæki sínu að forðast gangna-
menn, hafa þeir sennilega lengt
ævi sína verulega, þrátt fyrir að
„teflt hafi verið á tæpasta vað“
með útilegunni.
- ESE
Sulan skemmdist mikið í óveðrinu, þegar Núpur frá Grenivík lamdist utan
hana- Mynd: H
Foreldrar stúlkunnar eru þau
Dóra Margrét Ólafsdóttir og
Árni Freyr Antonsson, búsett á
Akureyri. Þau sögðu í stuttu
spjalli við Dag að það hefði ekki
skipt þau neinu máli hvort frum-
burður þeirra yrði stúlka eða
drengur, aðalmálið væri að barn-
ið væri heilbrigt og vel skapað.
„Ég átti alveg von á því að
barnið yrði nýársbarn," sag?
Dóra Margrét. „Það var búið að
bóka mig inn 1. janúar þannig að
Skemmdirnar á Súlunni:
Átta vikna viðgerð!
- Tjónið hefur ekki verið metið
„Hún er auðvitað fyrir neðan
allar hellur sú aðstaða sem við
höfum hér á Akureyri, það er
búið að eyðiieggja höfnina sem
var viðurkennd sú besta á
Norðurlandi og þetta er orðinn
ansi lítill stubbur sem hægt er
orðið að liggja við,“ sagði
Bjarni Bjarnason skipstjóri á
Súlunni EA-300, en eins og
kunnugt er skemmdist Súlan
mikið í óveðri er gerði á Akur-
eyri 28. desember s.l.
Bjarni var þungorður yfir hinni
lélegu hafnaraðstöðu sem boðið
er upp á. „Það má segja að það
sé ekki nema einn staður hérna
þar sem hægt er liggja við og vera
rólegur og það er við Slippstöðina.
Það er langbesti staðurinn og ætli
það væri ekki bara best að vera í
slipp!“
Núpur BA lá utan á Súlunni er
óveðrið skail á. Hann var með
hátt í 100 tonn af fiski og
átti að fara í söluferð þennan
sama dag. Núpurinn skall á Súl-
unni hvað eftir annað og afleið-
ingarnar urðu slæmar.
„Tjónið hefur ekki verið metið
í krónurn," sagði Bjarni. „Það
urðu hins vegar geysilegar
skemmdir, borðsalur, eldhús,
verkstæði, og hásetaklefi var
nánast allt í rúst og það er talað
um að það taki 8 vikur að gera
við þetta. Núna er hins vegar unn-
Litmynda-
framköllun
USIÐ
AKUREYRi
Rússarækjan send til baka
- Farmurinn gallaður eða ónýtur
- Þessari rækju var einfaldlega
hafnað vegna þess að hún
stóðst ekki þær kröfur sem við
gerðunt og samið hafði verið
um, sagði Kristján Jónsson,
framkvæmdastjóri Niðursuðu-
verksmiðju K. Jónssonar & co
hf. er hann var spurður um
rækjufarm þann sem sovéskt
flutningaskip kom með til
verksmiðjunnar fyrir áramót-
in.
Sovéska skipið kom hingað til
hafnar á Akureyri 27. desember
sl. og var þá byrjað að skipa
rækjunni upp. Það verk tafðist
vegna veðurofsans en síðan var
uppskipun haldið áfram. Þegar
búið var að skipa upp um 180
tonnum af alls um 426 tonna
farmi og vinnsla átti að hefjast
kom í Ijós að rækjan var ónýt,
samkvæmt upplýsingum heimild-
armanna Dags. Kristján Jónsson
vildi þó ekki taka svo djúpt í ár-
inni í samtali við blaðið, en sagði
að gæðin hefðu ekki verið eins og
um var samið. Væri þetta í fyrsta
skipti sem slíkt kæmi fyrir.
Ér í ljós kom kvers kyns var,
hættu skipverjar uppskipun sam-
kvæmt boði forráðamanna verk-
smiðjunnar og nú er unnið að
því að ferma skipið aftur og verð-
ur Rússarækjan því send til síns
heima.
Að sögn Kristjáns Jónssonar er
nóg til af óunninni rækju hjá
verksmiðjunni og stöðvast
vinnsla því ekki af þessunt
sökum. - ESE
i