Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 4. janúar 1985
ALÞYOU-
BANKAMÓT
í BRIDGE:
Sigurvcgarar í Alþýðubankamótinu f.v.: Jón Stefánsson, Stefán Ragnarsson, Þormóður Einarss
dóttir, útibússtjóri Alþýðubankans, Kristinn Kristinsson, Pétur Guðjónsson og Arnald Reykdal
Mikil barátta var um efstu
sætin og ekki ljóst fyrr en langt
var liöiö á mótið hverjir myndu
fara með sigur af hólmi. Þegar
upp var staðið kom hins vegar í
ljós að Þormóður „Móði“ Ein-
arsson og Kristinn Kristinsson
voru hlutskarpastir og höfðu
þeir krækt sér í 264 stig. Næstu
pör urðu sem hér segir:
2.-3. Arnald Reykdal og Pét-
ur Guðjónsson 256
Stefán Ragnarsson og
Jón Stefánsson 256
4.-5. Jóhann Gauti og Gunn-
ar Sólnes 254
Eiríkur Helgason og
Jóhannes Jónsson 254
6. Páll Jónsson og Þórarinn
B. Jónsson 250
7. -8. Sverrir Þórarinsson og
Ævar Ármannsson 249
Páll Pálsson og Frímann
Frímannsson 249
9.-10. Jón Jónsson og Ásgeir
Stefánsson 246
Reynir Helgason og
Þórarinn Helgason 246
Ekki var annað að sjá en að
keppendur kynnu vel við sig á
þessum nýja keppnisstað. Móts-
stjóri var Albert Sigurðsson en
stjórnandi Arnald Reykdal.
Alþýðubankinn gaf öll verð-
laun til mótsins, og í mótslok af-
henti Kristín Jónsdóttir útibús-
stjóri þau. Áformað er að Al-
þýðubankamótið verði árlegur
viðburður í framtíðinni. gk-.
Það var „svínað“ og
„dúkkað“ í Sjallanum sl.
laugardag er Alþýðubanka-
mótið í bridge á vegum
Bridgefélags Akureyrar var
háð þar. Ekki hefur svo vitað
sé til verið haldið þar bridge-
mót áður og var andrúmsloft-
ið í Sólarsal því nokkuð frá-
brugðið því sem venja er á
þeim slóðum. Þó var boðið
upp á „game“ en einnig voru
„hálfslemmur“ og „alslemm-
ur“ á dagskrá um allan
salinn.
Fleira var líka frábrugðið því
sem venjulegt er í Sjallanum.
Þar hefst fjörið venjulega kl. 9
á kvöldin en bridgekapparnir
stormuðu í salinn kl. 9 um
morguninn með spilin sín og til-
heyrandi. Spiluð var tví-
menningskeppni og var fyrir-
komulagið þannig að spilað var
í 5 riðlum, 12 pör í hverjum.
Tvær umferðir voru spilaðar, 22
spil fyrir hádegi og á meðan
keppendur snæddu í Mánasal
var „slönguraðað“ í framhalds-
keppnina.
Páll Jónsson í vandasömu spili
Magnús Aðalbjörnsson „metur stöðuna'
Soffía Guðmundsdóttir ákaflega þungt hugsi
Unnið að heildarútreikningi í mótslok
4. janúar 1985 - DAGUR - 7
Ingvar Gíslason alþinglsmaður:
Endurvekjum eininqar-
hugsjón og ''" ’
í nýlegu bréfi frá vini mínum, þingeysk
um bónda, segir m.a. svo: „Héðan er
raunar allt gott að frétta, heilsufar gott,
báðir synirnir hyggjast verða hér bænd-
ur og eru að byggja sér hús . . . En
kaupfélagið á erfitt. Rekstrarfjárvandi
þess hrikalegur og viðskiptaskuldir við
félagið iniklar, t.d. hjá bændum, sem
annað árið í röð fá ekki grundvallar-
verð fyrir sauðfjárafurðir . . . Mjög er
ég óánægður með stjórnarsamvinnuna,
þó að ég sjái ekki skárri sögn á spilin.
Ekki þykist ég vera svartsýnn, en svo
sýnist mér sem áhrif gæsalappafrelsis
Sjálfstæðisflokksins stefni með okkur
fram af svarta bakkanum. Svona
„frelsi“ er vísust leið til fjötra og ófrels-
is . . . En það hefur áður birt upp, þótt
útlitið hafi verið svart . . .“
í þessum tilvitnuðum orðum þing-
eyska bóndans kemur fram eins konar
tvíhyggja sem setur mark sitt á pólitísk
viðhorf margra um þessar mundir.
Menn eru í senn bjartsýnir og fullir efa,
reyna í lengstu lög að halda í vonina um
betri tíð, en bera þó ugg í brjósti út af
margs konar andstreymi, sem í ýmsum
tilfellum gerist ærið langdregið. Óvissa
um framtíðina verður æ ásæknari á hugi
manna, svo að gamla og góða alda-
mótabjartsýnin á í vök að verjast.
Efnuð þjóð í vanda
Samt lifa menn í voninni um betri tíð,
menn vilja ekki trúa öðru en að úr erf-
iðleikum rætist, þó að nú sé við mikinn
vanda að stríða í atvinnulífi og þjóðar-
búskapnum yfirleitt, minnkandi þorsk-
afla, samdrátt í landbúnaði, dýrtíð,
sundurlyndi, tortryggni ogóeiningu um
efnahagsráðstafanir og aðra stjórn al-
mennra landsmála. Og gott er að menn
lifa í voninni, því að vonleysi og upp-
gjöf fyrir erfiðleikum af því tagi, sem
nú er við að stríða, eiga ekki rétt á sér.
Hið sanna er að íslendingar eru efnuð
þjóð og búa við velsæld, þrátt fyrir
nokkurn samdrátt og minnkandi þjóð-
artekjur miðað við þau ár sem aflasæl-
ust voru. Nýliðið ár er sönnun fyrir því
hve mikill kraftur býr í íslensku at-
vinnu- og efnahagslífi. Þótt samdráttar-
skeiðið allt hafi nú varað í þrjú ár,
1982-1984 að báðum meðtöldum, hefur
ekki komið til sýnilegs atvinnuleysis, og
afkoma margra einstaklinga og fjöl-
skyldna hefur verið góð að því er
virðist, mjög góð, mætti allt eins segja.
Þess verður ekki vart að þjóðin sem
heild hafi dregið saman seglin í neyslu
og nautn lífsgæða. Siðavandir menn
gætu reyndar sagt, að fólk lifi um efni
fram, eyði meiru en það aflar og stofni
til neysluskulda á kostnað eigna sinna
og setji þannig framtíðarefnahag sinn í
voða. Slíkt kann að eiga sér stað, og
ekki ætla ég að synja fyrir, að ýmsir láti
stjórnast af eyðslusemi og lítilli ráð-
deild. Það höfum við fyrir augunum.
En alhæfingar um eyðslusemi almenn-
ings fá ekki staðist.
Þó er það svo að þegar maður sér fyr-
ir sér lífsvenjur fólks á íslandi á marg-
umræddu samdráttartímabili - og er
ekki haldinn neinni siðavendni - þá
hlýtur maður að álykta að eitthvað sé til
í þjóðarbúinu, að einhvers staðar séu til
peningar, að eitthvað sé starfað, að
eitthvað sé framleitt, því að ekki fær
það staðist að almennur borgari lifi á
erlendu lánsfé, ekki innlendu lánsfé
heldur. Hinn almenni borgari tekur
ekki lán sér til framfæris. Til þess hefur
hann að sjálfsögðu enga möguleika.
Ástæðan til þess að fólk hefur ekki
þurft að draga saman seglin hvað
neyslu varðar er einfaldlega sú, að ís-
lenskt atvinnulíf, íslenskt þjóðarbú, er
auðugt og kraftmikið og þolir veruleg
áföll, auk þess sem sú stjórnarstefna
hefur ríkt að setja atvinnuöryggið ofar
öðrum markmiðum. Ég efast um að allt
vinnandi fólk, launafólkið í landinu,
sem vissulega þekkir gildi þess að full
atvinna haldist, láti ríkisstjórnina njóta
sannmælis hvað þetta varðar. Slíkt væri
þó við hæfi, enda ásökunarefni á stjórn-
arfarið nærtæk, ef menn eru að leita að
slíku.
Niðurstaða mín er því sú, að íslenskt
atvinnulíf sé ótrúlega sterkt og kraft-
mikið í eðli sínu. Sönnunin fyrir þessari
fullyrðingu minni er það hversu þolnir
atvinnuvegirnir hafa verið á yfirstand-
andi samdráttarskeiði, svo að ekki hef-
ur komið til atvinnuleysis í landinu,
þótt vissulega hafi verið mjótt á munum
á einstökum stöðum, m.a. í Norður-
landskjördæmi eystra.
Kvótakerfíð
í upphafi nýliðins árs, um áramótin
1983-1984, bar á ótta um það, að at-
vinnuleysi myndi hrjá íslendinga á ár-
inu. Sá ótti var í sjálfu sér ekki ástæðu-
laus, en betur rættist úr en á horfðist.
Ótti manna við víðtækt atvinnuleysi átti
ekki hvað síst rætur að rekja til álits
fiskifræðinga um ástand þorskstofnsins
og ákvörðunar Alþingis, samkvæmt til-
lögu Fiskiþings, um að fela sjávarút-
vegsráðherra að ákveða hve mikinn
heildarafla mætti veiða af hinum ýmsu
fisktegundum og hvernig veiði skyldi
skiptast milli einstakra skipa. Mikið var
um rætt, að með þessum lögum væri
ráðherra falið slíkt ofurvald yfir hags-
munum útgerðarfyrirtækja og sjó-
manna, að ekki ætti sér neina hlið-
stæðu. Hið sanna í málinu er það, að
ráðherra hefur áratugum saman haft
vald til að ákveða heildarafla ýmissa
fisktegunda og sjávarfangs og engum
þótt óeðlilegt. Nýtt í málinu var það, að
nú var svo komið ástandi þorskstofnsins,
að fiskifræðingar og forsjármenn sjáv-
arútvegsins sáu ekki annað ráð vænna
til verndunar þorskstofninuum en að
setja ófrávíkjanlega viðmiðun um
heildarþorskafla á árinu og framfylgja
henni með ströngum reglum um leyfileg-
an afla hvers veiðiskips, setja þorsk-
aflakvóta á hvert skip - auk þess sem
skipum var að sjálfsögðu ætlaður kvóti
annarra fisktegunda, sem verðminni
eru eða ekki eins mikilvægar fyrir heild-
arafkomu útgerðarinnar.
Ekki skulu raktar hér deilurnar um
þorskkvótann - rökin með og móti -
aðeins minnt á það að kvótakerfið var
endurnýjað fyrir árið 1985 og sætti
miklu minni gagnrýni í umræðum á Al-
þingi og utan þess nú en var fyrir ári.
Allir eru sammála um að þorskveiði-
takmarkanir séu nauðsyn, og þegar svo
er komið eru deilur um aðferðir og
framkvæmd ekki ýkja frjóar, heldur
staglsamar og þröngsýnar. Vandamálið
er hvorki „kvótakerfi" né „skrapdag-
ar“. Vandamálið er auðvitað minnk-
andi veiðiþol þorskstofnsins. Kvóta-
kerfið er afleiðing þessa ástands. Þorsk-
stofninn þolir ekki þá sókn, sem hann
stóðst fyrir nokkrum árum og veiðiflot-
inn er gerður fyrir. Væri nær að menn
leiddu hugann í fullri alvöru að slíku
grundvallarvandamáli í stað þess að
deila (eins og um keisarans skegg) um
tímabundnar ráðstafanir, sem gerðar
eru vegna þessa grundvallarvanda.
Óheft drottnunarvald ráðherra yfir at-
vinnurekstri frjálsra borgara er að vísu
óhafandi, en hér á sér ekkert slíkt stað.
Hér er um heildarstjórn fiskveiða og
náttúruverndarmál að ræða, sem eðli-
legt er að ráðherra annist í umboði Al-
þingis þann tíma, sem þingið ákveður
hverju sinni.
Stjórnarsamvinnan
Þingeyski bóndinn, sem ég vitnaði til í
upphafi máls míns, segist vera óánægð-
ur með stjórnarsamvinnu Framsóknar-
flokksins og Sjálfstæðisflokksins, en
bætir því við, að hann sjái ekki önnur
úrræði í því efni. Mun fleirum fara sem
bréfvini mínum, að þeim þyki helst til
fljótt hafa snúist byrinn þessari ríkis-
stjórn í óhag, því að ekki varð annað
fundið en að stjórnin hefði meðbyr,
þegar henni var hleypt af stokkunum
fyrir 18 mánuðum. Þetta hefur því mið-
ur breyst. Byr og sjólag hefur verið
ríkisstjórninni fremur óhagstætt að
undanförnu, og á það sér ýmsar orsak-
ir. Meginorsökin er sú, að samskipti
ríkisstjórnarinnar við launþegasamtök-
in síðari hluta sumars og fram eftir
hausti voru með fádæmum óheppileg,
að ekki sé meira sagt. Leiða má að því
ýmsum líkum, að hægt hefði verið að
ná hófsamlegri samningum en raunin
varð, ef fyrr hefði verið af stað farið að
ræða samningsstöðuna og leiða í ljós,
hvert launþegahreyfingin stefndi í raun
og veru með kröfum sínum og hvaða
möguleikar væru til þess að fullnægja
þeim án þess að markmiðum um verð-
lagsþróun væri stefnt í voða.
Kaupgjaldsdeilurnar á síðasta hausti
verða lengi í minnum hafðar fyrir
hörku og ósveigjanleika sem ekki er
reyndar séð fyrir endann á, þótt samn-
ingar hafi tekist að lokum og nú sé
vinnufriður til sjós og lands. En sá
vinnufriður getur reynst ærið tíma-
bundinn. Ríkisstjórninni er fátt brýnna
í upphafi þessa árs en að einbeita sér að
kaupgjaldsmálunum og leitast við að
finna í tæka tíð samkomulagsgrundvöll
í þeim efnum. Hvað það varðar getur
ríkisstjórnin lært af reynslu síðasta árs
og áttað sig á þeim ágöllum, sem fram
komu í stjórnaraðgerðum ýmsum, þ.e.
beinum efnahagsráðstöfunum, eða
drætti á því að framkvæma það, sem
launþegum má verða til hagsbóta. Eitt
gleggsta dæmið um vanhugsaðar stjórn-
arathafnir síðari hluta sumars, ná-
kvæmlega á þeim tíma, sem kaup-
gjaldsmálin voru að komast í brenni-
depil, voru hækkanir á bankavöxtum
og upptaka flókins ávöxtunarkerfis
sparifjár, sem enginn hefur þekkingu á
nema örfáir sérfræðingar, sem varla
sinna öðrum málum. Með þessum að-
gerðum voru vaxtatekjur hækkaðar
langt umfram verðbólgustig og raun-
vexti og útlánsvextir að sama skapi.
Hér var ekki verið að tryggja eðlilegt
jafnvægi í vaxtamálum, þar sem spari-
fjáreigandinn héldi óskertri eign sinni
og hefði af henni sanngjarnar tekjur og
atvinnulífið og heimilin í landinu
greiddu viðráðanlega vexti fyrir nauð-
synlegt lánsfé. í þessu vaxtahringli
endurspegluðust fyrst og fremst trúar-
kreddur háklerkanna í páfadómi
bankaveldisins, sem ríkisstjórnin
guggnaði fyrir, þótt hér væri alls ekki
um að ræða nauðsynlega eða óumdeil-
anlega efnahagsráðstöfun, heldur að-
gerð sem fyrst og fremst hlaut að verka
sem pólitískur afleikur eins og á stóð,
þegar mestu skipti - efnahagslega og
pólitískt - að halda öllum hækkunum í
skefjum, hvort sem í hlut átti almennt
vöruverð, kaupgjald, þjónustugjöld
eða bankavextir.
Staða ríkisstjórnarinnar
En þó að ríkisstjórninni hafi fatast
nokkuð í þessum málum og lent í tíma-
bundnum útistöðum við launþega, þá
þarf það ekki endilega að vera allsherj-
ardómur um hæfileika hennar til að
stjórna. „Það sést ekki skárri sögn á
spilin,“ eins og þingeyski bóndinn orð-
aði það. Stjórnarandstaðan, eins og
hún leggur sig, er fjarri því að vera álit-
legur valkostur fyrir kjósendur, enda
sundrað lið margra smáflokka, sem auk
þess eru ekki samstæðir innbyrðis hver
um sig. Ekki síst í Ijósi þess hversu
stjórnarandstaðan er ógæfuleg eins og
sakir standa er æskilegt að núverandi
ríkisstjórn haldi áfram um sinn, þótt
hún þurfi að endurmeta stöðu sína og
aðferðir til þess að ná þeim árangri,
sem henni ber áður en efnt verður til al-
þingiskosninga, enda skortir ríkis-
stjórnina ekki þingfylgi. Viðunandi ár-
angri er unnt að ná á þessu ári, og mun
það ekki aðeins styrkja efnahagslífið og
bæta hag alþýðu manna, heldur efla
traust kjósenda á ríkisstjórn, sem hefur
þegar öflugan þingmeirihluta á bak við
sig, ríkisstjórn sem þingræðislega er
sterk meirihlutastjórn og ætti því að
geta notið sín, ef forystulið stjórnar-
flokkanna fer að með gát og sýnir skiln-
ing á hag hins almenna launamanns og
annars láglaunafólks, sem vinnur hörð-
um höndum, en ber þó ekki mikið úr
býtum, eins og nú á sér stað meðal vax-
andi fjölda bænda víða um land.
Ekki fer milli mála að afgreiðsla fjár-
laga er eitt allra mikilvægasta verkefni
Alþingis. Fjárlög voru samþykkt á síð-
asta degi þingsins fyrir jólaleyfi, og
gerðist það nú í fyrsta skipti um langt
árabil að fjárlög voru afgreidd með
halla. Fjármálaráðherra lagði fjármála-
frumvarpið fyrir þingið með 500 millj.
kr. halla sem síðan jókst í meðförum
þingsins og náðist ekki samkomulag
milli stjórnarflokkanna um tekjuöflun
til þess að jafna hallann. Þar stóð alger-
lega á Sjálfstæðisflokknum. Að margra
dómi er afgreiðsla fjárlaganna með
halla einhver alvarlegasta veilan í
stjórnarsamstarfinu til þessa og reynar
lítt við unandi, því að ýmsir möguleikar
eru til þess að afla þeirra tekna, sem
þarf til þess að jafna hallann. Fjárlögin
eru nú strengd til hins ítrasta og þau
munu bresta á næsta ári (1986), ef ekki
næst samkomulag um tekjuöflun, eink-
um skattlagningu þess gróða, sem víða
er fyrir hendi hjá milliliðum og brösk-
urum, og ekki ætti að leynast, en er að
sumu leyti falinn í neðanjarðarhagkerfi
og skattsvikum, sem skattayfirvöld
ráða ekki við af einhverjum ástæðum.
Fjármálastjórn og skattamál er veikasti
hlekkurinn í stjórnarsamstarfinu. Ef
eitthvað gæti flýtt fyrir falli þessarar
ríkisstjórnar, þá er það stefnuleysið í
fjármálum ríkisins, sem sjálfstæðis-
menn bera ábyrgð á, en hafa ekki náð
samstöðu um að bæta úr vegna ólíkra
viðhorfa innbyrðis um ríkisfjármál og
tekjuöflunarleiðir fyrir ríkissjóð. Þessi
óeining sjálfstæðismanna innbyrðis um
svo mikilvægt mál er óneitanlega baga-
leg fyrir stjórnarsamstarfið, enda óvíst
hvaða afleiðingar hún hefur.
Eftirtektarverðast er að æ fleiri taka sér
nú í munn samlíkinguna um að á ís-
landi búi „tvær þjóðir". Hitt er ekki
jafn ljóst, hverja merkingu menn leggja
í þetta hugtak, enda virðist það hafa
a.m.k. tvenns konar merkingu eftir því
hverjir nota það. Sumir nota hugtakið
„tvær þjóðir" til þess að tákna muninn.
sem er á milli ríkra og fátækra almennt
í landinu, aðrir eiga við þá gjá, sem er
að myndast milli Stór-Reykjavíkur
annars vegár og hins vegar landsbyggð-
arinnar í heild utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Sannleikurinn er sá, að þetta hug-
tak gctur sem best átt við hvort tveggja,
þótt ekki sé um sama fyrirbæri að ræða
í sjálfu sér. Það fer ekki milli mála, að
efnahagur manna á íslandi er gróflega
mismunandi, tekjumunur hins hæst
launaða og hins lægst launaða er gífur-
legur, og jafnvel svo að tekjumunur vex
æ því meira sem ákafar er talað um að
draga þurfi úr tekjumismun í samning-
um um kaup og kjör. Verður varla ann-
að séð en að núverandi hættir við
ákvörðun launa og starfskjara mismuni
starfsstéttum, enda sagði norðlenskur
verkamannaforingi fyrir nokkrum
árum, þegar hann var að lýsa nýaf-
stöðnum kaupgjaldssamningum, sem
gerðir voru að afloknu allsherjarverk-
falli: „Hér gilda lögmál frumskógar-
ins."
Hvar er
landsbyggðarstefnan?
Hitt er líka jafnvíst, að bilið milli lands-
byggðar og Stór-Reykjavíkur fer
breikkandi. Og ef svo heldur áfram
gæti það endað með því að „tvær
þjóðir" byggju í landinu. Og „hvað er
þá orðið okkart starf?” spurði Jónas
Hallgrímsson og brá fyrir sig orðmynd
úr íslendingasögum. Og margir geta
nú spurt án þess að nota fornyrði:
„Hvar er nú byggðastefnan okkar?
Hvar er nú ungmennafélagshugsjónin
um þjóðarsamstöðu íslendinga, einingu
íslensku þjóðarinnar? Er landsbyggðar-
stefnan fokin út í veður og vind? Finna
íslendingar ekki til þjóðarsamstöðu?"
Þessum spurningum er vandsvarað svo
að vel sé. Því er þó ekki að leyna að
landsbyggðarstefnan á nú í vök að
verjast, eftir að hafa ráðið og náð góð-
um árangri um alllangt tímabil. Þaö er
einnig augljóst, að íslensk þjóðrækni,
sem fyrst og fremst felst í einingarhug-
sjón og eins konar stéttleysishugmynd-
um, - og er því siðferðis- og menning-
arlegs eðlis, - á ekki upp á pallborðið
hjá stríðandi öflum í því sundurtætta
sérhagsmunaþjóðfélagi, sem íslending-
ar hafa komið sér upp á þessari fram-
faraöld.
Til þjóðrækni telst ekki síður að hafa
varðstöðu um þjóðfrelsið, vera á verði
fyrir ásælni erlendra afla á íslensk
þjóðréttindi og menningarhelgi. Vissu-
lega er hér vandratað meðalhófið. Ein-
angrunarstefna er þjóðinni óholl bæði
pólitískt og menningarlega. En að-
gæsluleysi í þjóðfrelsismálum og sinnu-
leysi um inntak erlendra áhrifa, sem
eru margs konar og berast eftir ýmsum
leiðum, er síst betra. Þann þátt þjóð-
rækninnar - þjóðerniskenndina - sem
snýr að því að varast erlenda íhlutun í
stjórnmál og atvinnumál, þarf að efla
um þessar mundir, enda er sá þráður að
trosna fyrir áleitni hinnar sérstæðu og
hættulegu „alþjóðahyggju" auðhring-
anna sem gæfustu menn á íslandi falla
fyrir og uppnefna sjálfa sig „ábyrga
menn“ fyrir vikið og „öfgafulla" þá sem
vara við. Ásóknin á menningarhelgi ís-
lendinga af stöðluðu. amerísku eða al-
þjóðlegu afþreyingarefni og krafan um
aukna fjölmiðlun til þess eins að geta
dreift þessu efni með sem auðveldustu
móti og gera sér slíkt að atvinnu eða
féþúfu, ber því naumast vitni að íslend-
ingar séu stórlátir í menningarefnum
eða úr hófi þjóðlega sinnaðir. Það ætti
því ekki að skaða, þótt fólki væri inn-
rætt þjóðrækni, varla myndi það leiða
til þjóðrembu eða heimskulegrar ein-
angrunarhyggju, ef einhverjir óttast
slíkt.
Ég enda þessar línur með heilla-
óskum til allra landsmanna og sérstök-
um þökkum til Norðlendinga fyrir góða
samfylgd á árinu og von um að úr rætist
á nýbyrjuðu ári hvað varðar margs kon-
ar vanda sem að steðjar. Degi sendi ég
mína bestu kveðju. og ritstjóranum og
mönnum hans flyt ég þá ósk að blaðið
standi ávallt fast á landsbyggðarstefn-
unni og haldi á loft merki þjóðrækni og
varðstöðu um allt, sem íslenskri þjóð er
helgast og eiginlegast.