Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 4. janúar 1985
RAFGEYMAR
VIÐHALDSFRÍIR
VEUiÐ RÉTT
f BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
Uppbyggingin hjá Jökli
„Sýnist að
sé á réttri
„Þetta er aö komast á skriö
hjá okkur eftir jólin og ára-
mótin,“ sagði Hólmsteinn
Björnsson framkvæmdastjóri
Jökuls hf. á Raufarhöfn er
Dagur innti hann eftir fram-
kvæmdum við frystihús fyrir-
tækisins sem brann í desem-
ber.
„Það er búið að setja upp þak-
ið og þrífa og nú er verið að
Dalvíkingar skilvísir
Innheimta gjalda til bæjar-
sjóðs Dalvíkur á s.l. ári gekk
mjög vel, og var innheimtu-
hlutfallið í árslok hærra en ver-
ið hefur undanfarin ár.
94,9% fasteignagjalda sem
lögð voru á s.l. ár á Dalvík höfðu
innheimst um áramótin, og
91,7% útsvara og aðstöðugjalda.
Heildarinnheimta bæjarsjóðs á
opinberum gjöldum nam 92,5%
og er það sennilega með því
hæsta sem gerist á landinu öllu.
Á Akureyri nam heildarinn-
heimtan um áramótin 90,7% og
tjáði bæjargjaldkeri Degi að það
væri heldur slakara en undanfar-
in ár þótt ekki væri um mikið
frávik að ræða.
gk--
mála. í næstu viku verður farið í
að yfirfara vélarnar og endurnýja
það sem eyðilagðist. Það var að
vísu ekki mikið sem eyðilagðist
af vélunum en þó eitthvað í
sambandi við kælikerfið og svo
þarf að lagfæra rafmagnið."
- Standast fyrri áætlanir sem
miðuðu að því að hægt yrði að
hefja vinnslu í lok janúar?
„Já ég er að gera mér vonir um
það og að því er stefnt. Mér sýn-
ist að þetta sé allt á réttri leið.“
- Hefur eitthvað verið ákveð-
ið með frekari uppbyggingu?
„Nei það hefur ekki verið gert,
enda er þetta slæmur árstími, en
ég á von á því að það fari eitt-
hvað að gerast í því máli bráð-
lega.“ gk-.
Jesús lifir
- með logandi letri í Vaðlaheiðinni
Að venju logaði ártal liðins árs
í Vaðlaheiðinni rétt fyrir ára-
mótin og breyttist síðan í 1985
á miönætti. Þetta er árvisst og
hafa skátar á Akureyri haft
umsjón með þessum skemmti-
legheitum. En það var fleira
sem birtist með logandi letri.
„Jesús lifir“ birtist skyndilega
í heiðinni, nokkru sunnar en
ártalið, gert úr stórum og vel-
læsilegum stöfum sem mynd-
aðir voru úr lifandi Ijósi. Þarna
voru félagar úr KFUM og K á
ferð og má jafnvel búast við að
þetta verði einnig árviss at-
burður.
Að sögn Jóns Oddgeirs Guð-
mundssonar hjá KFUM voru það
um 20 félagar úr KFUM og K
sem önnuðust þetta. Um 25
metra háir stafir voru gerðir úr
plastbrúsum, sem fylltir voru sagi
og steinolíu. Tók letrið yfir milli
200 og 300 metra á breiddina og
var undir klettabelti í nokkuð
brattri brekku. Samtals fóru um
200 brúsar í að mynda orðin:
„Jesús lifir“ og blöstu þau við
Akureyringum þegar nýja árið
gekk í garð. HS
Mynd: Sverrir.
4.032 Eyfirðingar vilja skoða
álverskostinn:
Höfnum engu
fyrirfram“
„Þessi peningakassi inniheldur
lista með nöfnum 4.032
ábyrgra Eyfirðinga átján ára
og eldri. I peningakassa til að
leggja áherslu á þá skoðun
okkar að sterk efnahagsleg rök
séu fyrir því að stóriðja verði
efld í Eyjafírði í góðum félags-
skap við fjölbreytt atvinnulíf
þar, sem býður fleirum til
samstarfs, og í trausti þess að
áliðja geti hér eins og víðar lif-
að í góðu samlyndi við göfuga
náttúru, er þetta bundið í
sauðskinn.“
Þannig komst Jón Arnþórsson
að orði, þegar hann afhenti
Steingrími Hermannssyni, for-
sætisráðherra, undirskriftalista
álverssinna skömmu fyrir ára-
mótin. Það voru „áhugamenn um
framfarir við Eyjafjörð", sem
stóðu að undirskriftasöfnuninni,
sem hófst í júní í sumar. Þeir sem
skrifa nöfn sín á listana hvetja til
þess að stóriðjukosturinn verði
skoðaður til hlítar, í stað þess að
hafna honum án undangenginna
rannsókna, eins og álversand-
stæðingar hafa lagt til. Nánar er
fjallað um undirskriftasöfnunina
á bls. 2 í blaðinu í dag.
Mikil ölvun
Talsverð ölvun setti svip sinn
á áramótin á Akureyri. Þurfti
lögreglan að hafa afskipti af
fjölmörgum unglingum,
sumum allt niður í 13 ára, á
amlárskvöld og nýársnótt.
ku lögreglumenn fjölda ölv-
aðra ungmenna til foreldra-
húsa.
Að öðru leyti voru jól og ára-
mót friðsæl hjá lögreglunni ef
undan er skilið hvassviðrið
mikla. Umferðin gekk stór-
slysalaust fyrir sig en nokkuð
bar á ölvun af og til. Aðfaranótt
gamlársdags voru t.a.m. brotn-
ar tvær rúður í bænum, önnur í
Ljósmyndastofu Páls hin í Hús-
mæðraskólanum. Eru rúðubrot
þessi óupplýst. - ESE
Týndist kæran?
Lögmaður minn staðhæfír að
kæran hafí verið send gerðar-
dómi Verkfræðingafélags ís-
lands og það kemur mér því
verulega á óvart að menn þar
skuli ekki kannast við hana,
sagði Kjartan Ingvarsson,
framkvæmdastjóri verktaka-
fyrirtækisins Gunnar og Kjart-
an á Egilsstöðum en eins og
greint var frá í Degi fyrir hátíð-
ar, hefur fyrirtækið gert kröfur
á hendur Vegagerðinni upp á
um hálfa milljón króna.
Ákveðið var að skjóta þessu
deilumáli til gerðardóms Verk-
fræðingafélags íslands fljótlega í
desember, en er blaðamaður
Dags hafi samband við Gauk
Jörundsson, formann dómsins og
Hinrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra VÍ, könnuðust
þeir ekkert við málið.
Kærumálið snýst um það að
verktakafyrirtækið telur sig hafa
orðið fyrir meiri kostnaði við
gerð fyrsta áfanga Leiruvegarins
en hægt var að reikna með sam-
kvæmt útboði. Ekki tókst deilu-
aðilum að leysa ágreiningsefnin
upp á eigin spýtur og því var
ákveðið að vísa málinu til gerðar-
dóms.
Kjartan Ingvarsson sagði í
samtali við blaðið í gær að lög-
fræðingur hans hefði fullvissað
hann um að kæran væri komin til
réttra aðila og hann ætti ekki von
á því að það tæki gerðardóminn
langan tíma að kveða upp
úrskurð. - ESE
Veðurhorfur verða að telj-
ast mjög góðar næstu sólar-
hringa, a.m.k. ef miðað er
við árstíma. Á Veðurstof-
unni spá þeir ágætu veðri á
Norðurlandi, hægum suð-
lægum vindi og hlýju til að
byrja með en síðan hægri
breytilegri átt e.t.v. með
smá frosti þegar kemur
fram á helgina.
# Flensufár
Sannkallað flensufár hefur
gripið um sig síðustu daga
eftir að menn höfðu spurnir
af því að Norðmenn búsettir
í Osló hefðu orðið fyrir barð-
inu á infiúensuveiki - ekki
óalgengri. Slík urðu lætin í
Reykjavík að allt tiltækt bólu-
efni, gott ef ekki við ýmsum
öðrum kvillum, var rifið út á
smá stundu og höfðu virðu-
legar eldri frúr á orði að lætin
hefðu jafnast á við gömlu
góðu útsölustemmninguna.
# Svarti dauði?
Nú er von á nýjum farmi af
bóluefni frá útlöndum og er
hann einkum ætlaður eldra
fólki, lungna- og hjartaveiku.
Ekki er þó að efa að „útsölu-
liðið“ verður komið í biðröð
I
ininB sici
á hafnarbakkanum löngu
áður en skipið kemur til
Reykjavíkur. Slík er múgsefj-
unin að engu er líkara en
sjálfur svarti dauði sé á leið-
inni.
# Svavar
óvinsælastur
Þeir munu víst hafa verið
margir sem fögnuðu því að
geta kvatt gamla árið með
því að koma höndum yfir
nokkra „pólitíkusa“ okkar og
sent þá í loft upp, en Hjálpar-
sveit skáta í Reykjavík bauð
mönnum flugelda til sölu
með myndum af þessum
mönnum á. Þjóðviljinn gerir
það síðan að umræðuefni að
Svavar Gestsson hafi verið
„vinsælastur“ því flestir hafi
skotið honum á loft. Ekki er
víst að allir taki undir þetta,
a.m.k. ekki þeir sem skutu
Svavari á loft upp í rokinu í
höfuðborginni og litu á það
sem næstbesta kostinn.
Fyrst ekki var kostur á að
skjóta Svavari út í loftið í eig-
in persónu, þá var þetta víst
næstbest í augum margra.
• Bjarni
útnefndur
{dag kjósa íþróttafréttamenn
„íþróttamann ársins á íslandi
1984“ en jafnan er beðið eftir
þessu kjöri með nokkurri
eftirvæntingu. Ekki er víst að
eftirvæntingin nú sé jafn mik-
il og oft áður, því flestir þeir
sem fylgjast með íþróttum
telja nær öruggt að brons-
verðlaunahafinn frá Olympíu-
leikunum, Bjarni Friðriksson,
hljóti örugga kosningu. - En
menn skyldu ekki vera of ör-
uggir. Heyrst hefur að ein-
hverjir íþróttafréttamenn í
Reykjavík ætli sér ekki að
kjósa Bjarna, heldur annan
þekktan íþróttakappa sem
þeir hafa verið ótrúlega dug-
legir við að hampa á síðum
sínum undanfarin ár, og þá
aldrei eins og síðustu mán-
uði. Það skyldi þó aldrei fara
svo að óvæntir atburðir litu
dagsins Ijós í dag?