Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. janúar 1985 r rA söluskra: Lerkilundur: 5 herb. einbýlis- hús 136 fm og 35 fm bílskúr. Gott hús, þægileg stærö, góður staður. Skipti til athugunar. Þórunnarstræti: Stór húseign ca. 345 fm við sunnanvert Þór- unnarstræti. Tvær hæðir og íbúðarkjallari, með 4ra herb. íbúð. Hæðirnar nýtast saman og eru möguleikar á 7-9 her- bergjum tveimur snyrtingum og eldhúsi. Stór og nýræktuð lóð. Húsnæðið býður upp á ýmsa notkunarmöguleika. Til greina koma skipti á einbýlishúsi. Tungusíða: 5-6 herb. einbýl- ishús 150 fm og 50 fm bílskúr. Hægt að taka verðminni eign upp í. Góð lán áhvílandi. Rimasíða: 140 fm einbýlishús rúmlega fokhelt og sökklar undir bílskúr. Lóð frágengin, skipti á 3ja eða 4ra herb. íbúð þarf ekki að losna strax. Flatasíða: Uppsteypt einbýlis- hús 130 fm. Ýmis skipti mögu- leg. Grundargerði: 4-5 herb. rað- húsíbúð um 120 fm á tveimur hæðum. Mjög góð íbúð. Norðurgata: 4-5 herb. neðri hæð 128 fm og geymslur. Sér inngangur. Bein sala eða skipti á einbýlishúsi eða raðhúsi. Þórunnarstræti: 5 herb. 150 fm efri sérhæð í tvíbýlishúsi og 35 fm innbyggður bílskúr. Möguleiki á skiptum. Munkaþverárstræti: Húseign með tveimur íbúðum alls um 226 fm. Auðvelt að gera sem einbýli. Eyrarlandsvegur: 4-5 herb. íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi, mikið endurbætt. Bílskúrsrétt- ur. Hrafnagilsstræti: 4ra herb. miðhæð í þríbýlishúsi um 100 fm. Skipti á 2-3ja herb. íbúð möguleg. Sólvellir: 3-4ra herb. íbúð 95 fm nettó, í 5 íbúða húsi. Laus fljótlega. Grenivellir: 4ra herb. íbúð, hæð og kjallari ásamt 50 fm vönduðum bílskúr. Seljahlíð: 5 herb. 128 fm rað- húsíbúð og 30 fm bílskúr. Allt á einni hæð og auk þess geymsla í kjallara. Góð eign. Spítalavegur: 3ja herb. íbúð á efri hæð ca. 50 fm og 25 fm geymslur. Sér inngangur. Hafnarstræti: 5 herb. ca. 120 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Sér inngangur. Keiiusíða: 2ja herb. vönduð íbúð ca. 58 fm á 1. hæð. Tjarnarlundur: 2ja herb. ein- staklingsíbúð á 4. hæð. Sam- komulag um fyrirkomulag á greiðslum. Lækjargata: Ódýr 3ja herb. íbúð ca. 65 fm. Sér inngangur. Kringlumýri: 2ja herb. 49 fm íbúð út úr einbýlishúsi. Lítill bíl- skúr fylgir. Allt sér. Sæból Glerárhverfi: Ódýrt húsnæði með aðstöðu fyrir bíl- apartasölu og nokkrum lager af notuðum varahlutum. Einnig aðstaða til bílasprautunar. Óskað er eftir tilboðum í allt eða hvort fyrir sig. ATH. Kaupendur að eignum á Eyrinni. Hæð með bílskúr og einbýli með bílskúr. Aðrir staðir koma til greina. Kaupandi að raðhúsi í Glerár- hverfi eða sambærilegu. Ágætu viðskiptavinir, óskum ykkur gleði og gæfu á nýju ári. Þökkum samskiptin á liðna árinu. ÁsmundurS. Jóhannsson mm lögfraeðingur m Brekkugötu m Fasteignasa/a Brekkugötu 1, sími 21721. Sölum.: Ólafur Þ. Ármannsson við kl. 17-19 virka daga. heimasími 24207. EIGIMAMIÐSTÖÐIN1 SKIPAGOTU 1 - SIMI 24606 OPIÐ ALLAN DAGINN Gleðilegt nýár Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Lerkilundur: 5 herb. einbýlishús ca. 137 fm ásamt 30 fm bílskur. Ýmis skipti. Hjallalundur: 2ja herb. íbúð á 1. hæð í fjöl- býlishúsi ca. 64 fm, góð eign. Skipti á raðhúsi. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 2. hæð / fjöl- býlishúsi, ca. 57 fm. Tjarnarlundur: 2ja herb. ibúð á 4. hæð í fjöl- býlishúsi, 54 fm, skipti á stærri eign. Seljahlíð: 4ra herb. raðhús á einni hæð, 97 fm, ýmisleg skipti. Fjólugata: 4ra herb. neðri hæð i tvíbýl- ishusi, 100 fm, rúmgóð ibúð. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á efri hæð í tví- býlishúsi, 120 fm, töluvert endurnýjuð. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi, 100 fm, skipti á góðri hæð eða raðhusi. Eiðsvallagata: 3ja herb. íbúð á 2. hæð i þrí- býlishúsi, endurbætt. Laxagata: 4-5 herb. íbúð á efri hæð í tvibylishúsi, 90 fm. Ránargata: 4-5 herb. ibúð á efri hæð í tvibýlishúsi, 120 fm, ásamt 24 fm bílskúr. Norðurbyggð: 5 herb. raðhúsíbúð 150 fm - skipti á 3ja herb. íbúð. Þórunnarstræti: 164 fm efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt 30 fm bilskúr, skipti á minni eign. Dalsgerði: 5 herb. raðhúsíbúð á tveim hæðum 119 fm - skipti á 3ja herb. íbúð. Steinahlíð: 194 fm raðhúsibúð á tveim hæðum, ásamt 30 fm bilskúr. Borgarhlíð: 4-5 herb. raðhúsíbúð á tveim hæðum 155 fm, ásamt 29 fm bilskúr innbyggðum. Tungusíða: 5 herb. einbýlishus, á tveim hæðum 190 fm ásamt 74 fm bilskúr. Stapasíða: 279 fm einbýlishús á tveim hæðum. Neðri hæð fullfrá- gengin en efri hæð tilbúin undir tréverk. Bilskúr ca. 32 fm. Skipti möguleg. Reykjasíða: 4ra herb. einbýlishús ca. 143 fm ásamt 38 fm bilskúr, góð eign. Langahlíð: 6 herb. einbýlishús á tveim hæðum ca. 182 fm asamt 43 fm bílskur, innbyggðum. Opið ailan daginn. Síminn er 24606. Sölustjóri: Björn Kristjansson. Heimasimi: 21776. Lögmaður: Ólafur Birgir Arnason. - Rætt við Jón Arnþórsson, sem afhenti forsætisráðherra undirskriftalista með nöfnum 4.032 álverssinna fyrir áramótin „Við áhugamenn um framfarir við Eyjafjörð viljum okkar byggðar- lagi allt það besta og við viljum leggja okkar af mörkum til þess að framtíð okkar afkomenda í Eyja- firði sé eins trygg og tök eru á. Þess vegna höfnum við engum at- vinnukostum fyrirfram, en tökum niðurstöðum rannsókna þegar þær liggja fyrir,“ sagði Jón Arnþórs- son í samtali við Dag, en hann hafði veg og vanda að undir- skriftasöfnun til stuðnings þess að stóriðjukostur við Eyjafjörð verði skoðaður grannt. Steingrími Hermannssyni, forsæt- isráðherra, voru afhentir undir- skriftalistarnir skömmu fyrir áramót- in, en á þeim voru nöfn 4.032 ábyrgra Eyfirðinga 18 ára og eldri. Áður hafði Steingrímur fengið í hendur undirskriftalista með nöfnum rúmlega 3.000 Eyfirðinga, sem mót- mæltu hugsanlegu álveri við Eyja- fjörð. „Við afhentum Steingrími undir- skriftalistana í peningakassa,“ sagði Jón, „til að leggja áherslu á að sterk efnahagsleg rök eru fyrir því að stór- iðja verði efld við Eyjafjörð, í góð- um félagsskap við það atvinnulíf sem fyrir er. Auk þess voru listarnir bundnir í sauðskinn, í trausti þess að áliðja geti hér eins og víðar lifað í góðu samlyndi við gjöfula náttúru.“ - Nú hefur ykkar undirskrifta- söfnun staðið í nær hálft ár; hvers vegna tók hún svona langan tíma? „Hún hefur nú ekki staðið í hálft ár, en það er rétt, að liðið er hálft ár frá því að hún hófst. Við byrjuðum í júnímánuði á síð- asta ári og var undirskriftasöfnunin í fullum gangi í um fjórar vikur. Þá tókum við okkur sumarfrí, ekki síst vegna þess að fyrirhuguð var ferð til Alcan í Kanada, þar sem ellefu Ey- firðingum var gefinn kostur á því að skoða álverksmiðjur í gróðursælu landbúnaðarhéraði. Við töldum víst, að eftir þá ferð yrðu niðurstöður hennar kynntar fyrir heimamönnum á a.m.k. jafn mörgum fundum og haldnir voru um málið í júní, þar sem framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félagsins var í fararbroddi. Þeir fund- ir urðu fimm talsins, sem að megin- efni voru um mengun af óþekktri stærð. En mörgum til furðu voru niðurstöður Kanadaferðarinnar aldrei kynntar á fundum, enda fundu álversandstæðingar enga mengun af völdum Alcan í Kanada, þrátt fyrir 60 ára álvinnslu fyrirtækisins þar. Þegar ljóst var að ekkert yrði úr kynningarfundum á vegum Kanada- faranna tókum við til okkar ráða og gáfum út kynningarrit um helstu rök- in fyrir stóriðju við Eyjafjörð, en síð- an gerðum við lokaátakið í undir- skriftasöfnuninni. Það er því ekki hægt að segja að sjálf undirskrifta- söfnunin hafi staðið nema í tæpa tvo mánuði. Miðað við það er árangur- inn viðunandi, ekki síst vegna þess að við gættum þess að allir sem skrif- uðu undir væru orðnir 18 ára og bú- settir í Eyjafirði. En ég hygg að ál- versandstæðingar hafi ekki viðhaft sömu leikreglur." - Kom árangur álversandstæðinga ykkur á óvart? „Já, þeim varð vel ágengt í sinni undirskriftasöfnun, sem byrjaði á fyrsta fundi þeirra í Freyvangi í byrj- un júní og lauk í þann mund sem Kanadafararnir voru að koma heim. Þá var ekki beðið boðanna með að afhenda forsætisráðherra afrakstur- inn, enda augljóst að þeir óttuðust að mengunargrýlan sem þeir mögnuðu upp, yrði ekki lengur áhrifaafl í bar- áttunni eftir að Kanadafararnir snéru heim, án þess að finna mengun. Enda hafa álversandstæðingar hopað úr hverju víginu í annað. I upphafi baráttunnar voru þeir sjálf- skipaðir náttúrufræðingar í fremstu víglínu, en þegar mengunin fannst ekki þótti það ekki vænlegt lengur. Þá gerðust þeir hagfræðingar, sem vildu leiða villuráfandi Eyfirðinga um frumskóg fjármálanna. En þegar þess er gætt, að Búrfellsvirkjun er að verða skuldlaus eign landsmanna eft- ir viðskiptin við álverjana voðalegu í Sviss og Straumsvík, þá stendur að- eins eitt eftir, það er félagsfræðin, sambýlisvandamálin. En álversand- stæðingum hefur orðið hált á þeirri röksemdafærslu, því Kanadafararnir sáu álver í góðri sambúð við gjöfult landbúnaðarhérað. Sömu sögu er að segja um Hafnarfjörð, þar sem ísal hefur verið sterkasta aflið í uppbygg- ingu bæjarins á undanförnum árum. Fastheldni starfsmanna ísals á störfin sín er líka eftirtektarverð, ein sú mesta hér á landi, þar sem rúmlega helmingur starfsmanna verksmiðj- unnar hefur unnið þar í meira en 10 ár, en fyrirtækið er aðeins 15 ára gamalt. Nú eru erfiðir tímar í okkar aðal- atvinnugreinum, þannig að þörf er á nýjungum til að auka fjölbreytni at- vinnulífsins. Þegar þannig stendur á höfum við ekki efni á móðuharðind- um af mannavöldum, eins og við leyfum okkur að nefna málflutning úrtölufólksins þegar framfarasókn ber á góma. Hlutur Iðnþróunarfélagsins í þessu máli er einnig ádeiluverður. Auðvit- að átti félagið, eðli sínu samkvæmt, að beita sér fyrir málefnalegri um- ræðu um stóriðjukostinn, í stað þess að láta nota sig í þágu þeirra sem hafna álveri að óathuguðu máli. Við viljum láta skoða stóriðjukostinn grannt og við tökum þeim niður- stöðum sem yfirstandandi rannsóknir leiða í ljós. Vonandi verða þær niðurstöður jákvæðar, þannig að hægt verði að efla atvinnulíf héraðs- ins svo um muni. Vandi Eyjafjarðar er stór og við höfum ekki efni á að hafna atvinnukostum að óathuguðu máli. Niðurstöður undirskriftanna sýna að á síðasta ári voru skoðanir skiptar um þetta mál. Eðlilegast er því að stjórnvöld feli hlutlausum að- ilum að komast að raunverulegum vilja heimamanna, með skoðana- könnun eða opinberri atkvæða- greiðslu,“ sagði Jón Arnþórsson í lok samtalsins. - GS 11 ' 1 1 xwxííiííi-xíx Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri. Gengíð inn að austan. omðfráki. 13-18. sími 21744 2ja herb. íbúðir: Víðilundur: íbúð á 3. hæð um 54 fm. Kjalarsíða: (búð á 3. hæð f svalablokk um 61 fm. Hrísalundur: (búð um 49 fm. Keilusíða: (búð á 2. hæð um 60 fm. Smárahlíð: íbúð á 1. hæð um 45 fm. 3ja og 4ra herb. íbúðir: Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúö í suðurenda. Hjallalundur: 4ra herb. íbúð á 4. hæð í suðurenda. Norðurgata: 4ra herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi um 115 fm. Laus strax. Hjallalundur: 4ra herb. íbúð á 1. hæð í suðurenda. Lækjargata: 3ja herb. íbúð í þríbýlishúsi. Selst ódýrt. Lækjargata: 4ra herb. efri hæð í þríbýlishúsi. Melasíða: 3ja herb. íbúð á 4. hæð um 84 fm. 5 herb. íbúðir: Grundargerði: 5 herb. raðhúsíbúð á 2 hæðum. Reynivellir: 5 herb. miðhæð í þríbýlishúsi. Bíl- skúrsréttur. Þingvallastræti: Neðri hæð í tvíbýlishúsi. Góður kjallari. Þórunnarstræti: Sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Einbýlishús: Hraungerði: Einbýlishús á einni hæð ásamt I bílskúr. Brekkusiða: Fokhelt einbýlishús, hæð og ris ásamt : bílskúr. Skipti möguleg. Langahlíð: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamtj góðum bílskúr. Skipti möguleg. Einholt: 5 herb. raðhúsíbúð á tveimur hæðum um j 134 fm. Kaupandi að 2ja herb. íbúð í Smárahlíð eða Borgarhlíð. 1 Kaupandi að raðhúsíbúð í Glerárhverfi. Kaupandi að 2ja herb. ibúð í Lundahverfi. Sölustjóri: Sævar Jónatansson. Gunnar Sólnes hrl„ Jón Kr. Sólnes hrl., Árnl Pálsson hdl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.