Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 3
4. janúar 1985 - DAGUR - 3 „Ég er gull og gersemi": Eftirminnileg sýning L.A. „Ég er gull og gersemi“ - sjónleikur eftir Svein Einarsson, byggður á skáldsögu Davíðs Stefánssonar, Sólon íslandus, kvæðum skáldsins og öðrum heimildum. Leikmynd: Örn Ingi Gíslason. Búningar: Freygerður Magnúsdóttir. Lýsing og myndvörpun: David Walters. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjórn: Sveinn Einarsson. Sýning Leikfélags Akureyrar á „Ég er gull og gersemi“ eftir Svein Einarsson er einstaklega myndræn og mikið augnayndi. Leikmyndin umlykur áhorfand- ann og með örum og vel heppn- uðum ljósaskiptingum er rétt eins og augað skynji sýninguna í „steríó“. Leikurinn fer auk held- ur ekki aðeins fram á sviðinu, heldur einnig á göngum frammi í sal. Bara fyrir þessa sök er hér um áhrifamikla sýningu að ræða, en margt fleira kemur til. Það er þó ekki síst þessi umgjörð verks- ins sem gerir það svo eftirminni- legt og er að líkindum punktur- inn yfir i-ið. Leikritið gerist bæði í nútírn- anum og á þeim tíma þegar Sölvi Helgason, söguhetja verksins, var uppi. I allundarlegu jólaboði fara gestirnir að rifja upp sögu- sagnir um þennan landshorna- flakkara og listamann, fyrir til- stilli þeirrar sem heldur boðið, en hún er leikin af Sunnu Borg. Þetta er ekki auðskilin persóna, svolítið loftkennd, og tekst Sunnu vel að gæða hana ævin- týralegum blæ og dulúðugum. Þetta flakk á milli nútímans og fyrri tíðar einkennir verkið og má segja að það sé í góðu sam- ræmi við viðfangsefnið, flakkar- ann Sölva, og einnig í samræmi við þær flögrandi hugmyndir sem almenningur gerir sér einatt um listir og listamenn. Theodór Júlíusson fer með langstærsta hlutverkið í sýning- unni, leikur sjálfan Sölva. Hon- um tekst býsna vel upp, lýsir skapbrigðum hans vel og stendur vel undir því að vera burðarásinn í verkinu. í öðrum stórum hlut- verkum má nefna Sigurveigu Jónsdóttur, sem á stórgóðan leik, og einnig Guðlaug María Bjarna- dóttir. Yfirleitt er leikurinn hnökralítill. Þó var eins og vant- aði eitthvað á leikinn í nútíma- senunum og almennt séð var leikurinn betri og heilsteyptari þegar sýnt var frá fyrri tíð. Þetta lýsir þó e.t.v. aðeins nútímanum eins og hann er og þeirri yfir- borðsmennsku sem allt of oft rík- ir gagnvart listum og lista^ mönnum og til þess ætlast að þannig ynnist úr verkinu. Tónlist Atla Heimis Sveinsson- ar kom mjög á óvart og var bein- línis skemmtileg, flutningur góð- ur og áttu þar stærstan hlut að máli Kristján Eldjárn Hjartar- son, sem er góður leikari og fjöl- hæfur, og Fanny Tryggvadóttir. Aður hefur verið minnst á leik- mynd Arnar Inga og lýsingu Davids Walters. Hvort tveggja er frábært og virkar vel saman. Búningar eru misjafnir og tekur maður helst eftir því að eitthvað skorti á í þeim efnum í þeim at- riðum sem gerast í nútímanum, rétt eins og með leikinn sem áður var nefndur. í heild er þetta bráðskemmti- legt verk - dramatískt og alvar- legt í bland við kímni. Það er einkar áhrifamikið og maður er ekki laus við það eftir að sýningu lýkur. Vel hefur tekist til hjá Leikfélagi Akureyrar að þessu sinni. Þetta er mikil og metnað- arfull sýning, höfundi og leik- stjóra og öllum aðstandendum til sóma. HS Atvinnurekendur, fyrirtæki, stofnanir Undirritaður mun á næstunni hefja ráðgjafar- þjónustu í iðjufræði (ERGONOMIU) undir nafninu FOFW/ÖFU1 Ráögjöf og kennsla i C iöjufræöi. \ Ráðgjöfin verður miðuð við eftirlit á vinnustöðum og kennslu í vinnutækni. Áhugafólk vinsamlegast hafið samband um pósthólf 127 602 Akureyri eða í síma 96-21733 á kvöldin. Magnús H. Ólafsson sjúkraþjálfi. Akureyringar Bæjargestir laugardagskvöldið 5. janúar. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi til kl. 02. Matur framreiddur frá kl. 19-22. Verið velkomin. Boröapantanir teknar í síma 22200. HÓTEL KEA AKUREYRI Dynheimar staðurinn sem við sækjum. Diskótek 71 föstudag 4. janúar 1985 frá kl. 22-01 a T|rri loksins í Dynheimum, U. tölvupopp framið á staðnum. ám* \ Nýr árgangur sérstaklega velkominn. m staður unga fólksins

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.