Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 9
4. janúar 1985 - DAGUR - 9 Handbolti: Þór vann alla leikina Fyrsta umferðin af þremur í yngri flokkum íslandsmótsins í handknattleik - Norðurlands- riðill - var leikin fyrir skömmu. Var keppt í 5., 4. og 3. fl. karla og léku KA og Þór í íþróttahöllinni. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu sigur í öllum þremur leikjunum, en keppnin var mjög hörð í öllum flokkun- um. Þór sigraði í 3. flokki 9:8, í 4. flokki 9:6 og í 5. flokki 5:4. Sem fyrr sagði voru þetta fyrstu leikirnir, 2. umferðin verður sennilega í lok janúar og sú þriðja í lok febrúar. Það lið sem vinnur sigur í hverjum flokki þegar upp verður staðið kemst í úrslit íslandsmótsins. Siggi Lár. áfram á Skaganum Sigurður Lárusson knatt- spyrnumaður á Akranesi sem m.a. hefur verið orðaður við Þór næsta keppnistímabil hef- ur afráðið að leika áfram með Skagamönnum. Á dögunum var Sigurður út- nefndur „Knattspyrnumaður Arnarflugs" hjá Skagamönnum en Arnarflug hefur auglýst á bún- ingum liðsins. Er Sigurður veitti viðurkenningunni viðtöku notaði hann tækifærið og lýsti því yfir að hann væri ekki á förum frá Akra- nesi og myndi verða í eldlínunni með meisturunum nk. keppnis- tímabil. Akureyrarmótið í knattspyrnu innanhúss var haldið 28. og 29. desember í íþróttahöllinni. Voru þar leiknir alls 26 leikir um Akureyrarmeistaratitil í hinum ýmsu flokkum og var víða hart barist. Dagskrá móts- ins riðlaðist nokkuð frá því sem upphaflega hafði verið ráðgert þar sem Höllin tók að leka fyrri dag keppninnar og varð að flytja nokkra leiki yfir á síðari keppnisdag. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: 6. fl. a KA-Þór 3:1 6. fl. b Þór-KA 1:0 6. fl. c KA-Þór 4:0 5. fl. a Þór-KA 5:2 5. fl. b KA-Þór 4:1 5. fl. c Þór-KA 4:2 4. fl. a KA-Þór 2:1 4. fl. b Þór-KA 1:2 4. 11. c KA-Þór 4:5 3. fl. a Þór-KA 3:1 3. fl. b KA-Þór 5:6 3. fl. c Þór-KA 1:4 2. fl. a KA-Þór 3:5 2. fl. b Þór-KA 4:3 1. fl. KA-Þór 5:3 1. fl. KA-Vaskur 6:4 1. fl. Vaskur-Þór 2:6 Yngri fl. kv. c KA-Þór 0:2 Yngri fl. kv. b Þór-KA 3:0 Yngri fl. kv. a KA-Þór 0:1 M.fl. kv. b Þór-KA 5:2 M.fl. kv. a KA-Þór 5:4 Eldri fl. karla KA-Þór 6:2 M.fl. k. Vaskur-Þór 5:6 M.fl. k. Vaskur-KA 4:7 M.fl. k. KA-Þór 1:2 Eins og sjá má af úrslitunum hér Síðari viðureign KA og Þórs í 2. deildinni í handknattleik fer fram í íþróttahöllinni í kvöld og hefst „slagurinn“ kl. 20.30. Allt var á suðupunkti í fyrri leik liðanna í byrjun nóvember og ekki Ijóst fyrr en á lokamínútu leiksins að KA myndi þá merja sigur. Leikurinn þróaðist þannig að KA leiddi lengst af með 2-4 mörkum en Þór jafnaði 19:19 þegar 4 mínútur voru til leiks- loka. KA var svo sterkara á loka- sprettinum og sigraði 22:20. Þetta var fyrsti leikur liðanna í mótinu, en síðan þá hefur gengi þeirra verið ansi ólíkt. KA er í efsta sæti deildarinnar og berst að framan sigraði KA í 9 flokk- um en Þór í 13. Margir leikjanna voru mjög skemmtilegir á að horfa og jafnir, og þurfti oft framlengingu og jafnvel víta- spyrnu til að knýja fram úrslit. í m.fl. karla léku KA og Þór til úrslita, og nægði KA jafntefli. KA komst yfir 1:0 og eftir það ætlaði liðið að halda fengnum hlut. Það tókst ekki, Þór jafnaði og skoraði svo sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þá var söguleg viðureign lið- anna í m.fl. kvenna a. Þar komst Þór í 4:1 og var staðan þannig lengi vel. En undir lok leiksins komu 3 mörk í röð frá KA sem þar með hafði jafnað og þurfti því framlengingu. Þegar allt var svo yfirstaðið hafði KA tryggt sér sigurinn 5:4. við HK og Fram um tvö laus sæti í 1. deild að ári, en Þórsarar eru á botni deildarinnar. Samt sem áður virðist vera óhætt að lofa hörkuleik á morgun, því reyndin virðist sú að í leikjum þessara liða er baráttan ávallt í fyrirrúmi og allt getur gerst þótt annað lið- ið sé fyrirfram álitið slakara. Það er því óhætt að hvetja íþróttaáhugamenn til að fjöl- ntenna í Höllina og verða vitni að baráttunni sem þar verður háð. Þess má svo að lokum geta að í leikhléi fer fram leikur í keppn- inni um „Mjólkurbikarinn" en það er viðureign Sporthússins og Pósts og síma. 1—X—2 Baldvin Ólafsson. „Maður veit ekki neitt“ „Æ, æ, það er alveg hræðilegt að lenda á þessum hikarleikjum, maður veit ekki neitt,“ sagði Baldvin Ólafsson er við fengum hann til að spá um úrslit leikja helgarinnar. Seðillinn inniheldur 12 bikarleiki og því ckki að fá „getraunakónginn“ Baldvin til þess að glíma við þá leiki? „Það er hálfasnalegt að setja 1-merkið niður allan scðilinn, en þau úrslit eru ekkert ósennilegri en önnur," sagði Baldvin. „Eg ætla þo ekki að gcra það, læt mig hafa 9 heimasigra og 3 útisigra." Baldvin er tnikill aðdáandi Nottingham Forest og við spurð- um hann hvort hann væri sáttur við frammistöðu sinna manna í vetur. „Ég átti ekki von á neinum titlum hjá liðinu í vetur, þuð cr húið að selja mikið af mönnum frá liðinu og svo hafa verið meiðsli." - Ert þú búinn að veru harður „i tippinu" í vetur? „Það hefur gengið á ýmsu. Þegar 13 leikvikur voru að baki hafði ég 11 sinnum fengið 2. vinning svo það vantaði oft að- eins herslumuninn. Annars hcf ég ekki tippað jafn mikið í vetur og í fyrra.“ Og þá er það spá Baldvins: Binningham-Norvvich 1 Bristol R.-Ipswich 1 Coventry-Man.City 1 Fulham-Shcff.Wed 1 Liverpool-A.Villa 1 Luton-Stoke 1 N.Forest-Newcastle 1 N.County-Grimsby 2 Portsmouth-Blackburn 2 Schrewsbury-Oxford 2 Southampton-Sunderl. 1 Wolves-Huddersfield 1 Þorbergur með 3 rétta Þorbergur Ólafsson sló ekki i gegn í getraunaþættimim en hann var spámaður helgina fyrir jól. Aðeins 3 réttir og Sigbjöru Gunnarsson er þvi ekki lengur einn á botninum. 1—X—2 Þórsarinn Gunnar M. Gunnarsson er ekki vanur að gefa sinn hlut átakalaust og gerir það sennilega ekki í kvöld. Nú mæta allir í Höllina! - KA-Þór í kvöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.