Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 04.01.1985, Blaðsíða 11
4. janúar 1985 - DAGUR - 11 Enginn snjór „Við bíðum í ofvæni eftir snjó hér í Fjallinu því fyrr en hann kemur getur við ekki opnað,“ sagði ívar Sigmundsson í Hlíð- arfjalli er við ræddum við hann um ástandið í Fjallinu. „Það er alveg vonlaust að reyna að opna hérna núna því það má segja að hér sé alveg snjólaust,“ sagði ívar. „Það má segja að þetta sé alveg einstakt ástand og t.d. í fyrra var besti tíminn hér í janúar. En nú er ástandið sem fyrr sagði afar slæmt og það eina sem við getum gert er að bíða og vona að úr rætist.“ gk-. Athugasemd Þorsteinn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sindrafells hafði samband við blaðið vegna fréttar af málaferlum fyrir- tækisins og Hitaveitu Akureyr- ar. Þorsteinn vildi taka það fram að fyrirtækið hafi ekki verið í vanskilum við hitaveituna, en hitaveitan hafi ekki afhent það magn af heitu vatni til fyrirtækis- ins sem greitt var fyrir og er hann vildi fá skuldajöfnun hafi verið lokað fyrir vatnsafhendinguna. „Það er svo hitt atriði málsins að mér skuli gert að greiða fyrir vatn sem ég fæ ekki inn vegna þess að það er lokað, mér ber ekki að borga þá reikninga. Það fransk- brauð sem við fáum ekki borgum við ekki fyrir,“ sagði Þorsteinn. Ómar enn á ferðinni Ómar Ragnarsson hefur nú haldið fjórar skemmtanir í Sjallanum að undanförnu og hefur aðsókn verið geysileg. Að vísu setti veðrið strik í reikninginn þann 28. desember en þá komst t.d. ekki hópur Húsvíkinga til Akureyrar. Vegna þessarar gífurlegu að- sóknar skemmtir Ómar með sýn- ingu sinni „Ómar í aldarfjórð- ung“ í Sjallanum í kvöld og ann- að kvöld, og einnig hafa verið ákveðnar tvær sýningar dagana 18. og 19. janúar. Omar hefur svo sannarlega slegið í gegn á Akureyri, enda er sýning hans byggð upp á „gullkornum“ frá 25 ára ferli og af nógu er að taka. gk-- Allir velkomnir í Laxdalshús. Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.00. Tileinkað Sólon Islandus verða eingöngu kertaljós á borðum og munir frá gamalli tíð á veggjum. Auk þess ljósmyndir úr umræddu leikriti. Hafa matreiðslumeistarar Sjallans veg og vanda af matreiðslu kvöldsins. Matseðill: Sjávarréttasúpa m/Drangeyjarbragði og grillaðir kjötréttir á teini að hætti flakkaranna eða reyktur lambahryggur með gufusoðnu grænmeti eða alheimsbuffsteik m/kryddsmjöri, bökuðum kartöflum, gufusoðnu rósenkáli og ristuðum sveppum. Opið til kl. 01. Léttar veitingar. Borðapantanir í síma 26680 eða 22644. Vegna frábærra undirtekta viljum við benda gestum á að panta borð tímanlega, og leikhússmatargesti biðjum við vinsamlegast að mæta tímanlega. svo þeirgeti notið veitinganna sem best í ró og næði. Heilsugæslustöðin á Akureyri óskar eftir 3ja herbergja íbúð fyrir lækni nú þegar í 4-5 mánuði. Heilsugæslustöðin, sími 22311, eða Ragnar Steinbergsson í síma 24459. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76 tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Ártröð 5, Hrafnagilshreppi, þingl. eign Halldórs Sigurgeirssonar, fer fram eftir kröfu Ólafs B. Árnasonar hdl., Árna Pálssonar hdl., Gunnars Sólnes hrl., innheimtumanns ríkissjóðs og Björns J. Arnviðarsonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. janúar 1985 kl. 15.00. Sýslumaðurinn f Eyjafjarðarsýslu. Framsóknarmenn Framsóknarfélag Akureyrar heldur fund að Strandgötu 31 mánudaginn 7. janúar kl. 20.30. Áríðandi að fólk í nefndum mæti. Skátar/Foreldrar St.Georgs./HSSA Nýársvarðeldur verður haldinn laugardaginn 5. janúar Mæting kl. 17 á bílastæðinu í Kjarna. Þeir sem ekki hafa far, mæti við Hvamm kl. 16.30. Klæðið ykkur eftir veðri og takið nýársskapið með Skátafélag Akureyrar. F.V.S.A. F.V.S.A. Félag verslunar- og skrif- stofufólks á Akureyri býður félögum sínum 67 ára og eldri, ásamt maka, á sýningu Leikfélags Akureyrar „Ég er gull og gersemi“ föstudaginn 11. janúar 1985. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins í síma 21635 eigi síðar en 8. janúar. Stjórn F.V.S.A. Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða starfsmann til almennra skrif- stofustarfa auk símavörslu fyrir hádegi frá og með 1. febrúar 1985. Reynsla í skrifstofustörfum áskilin. Nánari upplýsingar gefnar á skrifstofunni. MOL&SANDUR HF. v/SÚLUVEG - PÓSTHÓLF 618 - 602 AKUREYRI - SÍMI (96)21265 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Læknaritari óskast sem fyrst í hálft starf á Barnadeild F.S.A. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins fyrir 15. janúar 1985. Upplýsingar um starfið veitir yfirlæknir deildarinn- ar í síma 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Vantar stýrimann á Særúnu EA 251. Upplýsingar í síma 63146. Skrifstofustjórn Óskum að ráða starfsmann fyrir lítið iðnfyrirtæki. Starfssvið: ★ Umsjón með reikningsgerð og innheimtu. ★ Undirbúningur að launa-, fjárhags- og við- skiptabókhaldi fyrir tölvuvinnslu. ★ Greiðslu reikninga. Við leitum að: ★ Starfsmanni sem getur starfað sjálfstætt og hefur frumkvæði til verkstjórnunar. ★ Verslunarmenntun og/eða góð reynsla í sjálf- stæðum skrifstofustörfum er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. RÁÐWN6ARNÓNUSTA FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri • slmi 25455 Notum ljÓS A í auknum mæli i — í ryki, regm þoku og sól. UMFEROAR RAÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.