Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 16. janúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hornsteinar eða ógnvaldar Ákveðið hefur verið að deild ríkisútvarpsins á Akureyri, Ruvak, hefji svæðisbundnar út- sendingar innan skamms, sem ná muni til kaupstaðarins og næsta nágrennis, e.t.v. um mest allan Eyjafjörðinn. Það þarf engum blöð- um um það að fletta að þetta er svar ríkisút- varpsins við sívaxandi kröfum um aukið frelsi í fjölmiðlun, eins og það er gjarnan kallað. Þessi nýja starfsemi getur þó tæpast kallast byltingarkennd. Hún er eðlilegt framhald af þeirri starfsemi sem deildin á Akureyri hefur annast, en fyrst og fremst er ekki um neina byltingu að ræða þar sem ekki er um að ræða nýjan aðila í útvarpsrekstri. Fagna ber þessari nýju útvarpsstöð Akur- eyringa, en jafnframt er ástæða til að gjalda nokkurn varhug við, skyggnast um allar gættir áður en gengið er. Svo getur nefnilega farið að meginávinningurinn með rekstri Rúv- ak minnki með tilkomu hinnar nýju stöðvar. Hún gæti haft þau áhrif, að minna efni bærist frá Norðurlandi til annarra landsmanna með öldum ljósvakans. Þá væri verr af stað farið en heima setið. Því hefur oft verið haldið fram að efni ríkis- útvarpsins, Útvarps Reykjavík, miðaðist um of við höfuðborgarsvæðið. Með tilkomu öflugs starfs á landsbyggðinni sem fer inn á lands- kerfið hafa landamærin færst út. Það er væn- legt til aukins skilnings, aukins samstarfs og meiri samhygðar meðal landsmanna. Virðist ekki af veita þegar fullorðið fólk á þjónustu- svæðinu fyrir sunnan, svo ekki sé talað um uppvaxandi æsku, hefur lítinn eða mjög svo takmarkaðan skilning á því hvaðan það fé rennur sem heldur þessu öllu saman á floti - hvað það er sem rennir stoðum undir þá vel- ferð sem landsmenn búa við. Útvarpslagafrumvarp veltist nú fyrir Al- þingi, enda ákaflega skiptar skoðanir um það hvort hleypa eigi nær hverjum sem er á öldur ljósvakans. Það sýnist nokkuð ljóst að það verði aðeins á valdi fjársterkra aðila með sterk tengsl í viðskiptalífinu að reka útvarps- stöðvar. Svo getur farið að fjölmiðlar á íslandi verði ekki lengur þeir hornsteinar lýðræðis sem margir hafa talið þá vera. Þeir gætu orðið ógnvaldar frjálsrar skoðanamyndunar. Það er því ekki að furða þó menn efist um það hvort allt frjálsræðishjalið sé af hinu góða, ef það leiðir til þess að skoðanamyndun í þjóðfélag- inu mótist af peningahagsmunum. Mér skilst að ríkisútvarpið hafi eitthvert þjónustuhlutverk, sem við höfum ekki, og því verður þetta allt öðruvísi dagskrá, mun oddviti fjölmiðlarisans ísfilm hafa sagt í við- tali við sjónvarpið, þegar fyrirhugaðar út- varps- og sjónvarpsútsendingar þess fyrir- tækis voru til umræðu. Þessi ummæli lofa ekki góðu. Landbúnaðurinn árið 1984 Mánudaginn 7. janúar flutti Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri erindi í útvarpinu um landbúnaðinn á síðastliðnu ári. Hér á eftir verður skýrt frá nokkrum atriðum, sem komu fram í þessu erindi búnaðar- málastjóra. „Heildaráburðarnotkun í land- inu hefur verið nokkuð stöðug síðastliðin 6 ár, þegar miðað er við hrein áburðarefni. Þó hefur orðið smávegis samdráttur í áburðarnotkun bænda. í áburðarverksmiðjunni voru framleiddar rúmlega 62 þúsund lestir af áburði, en það var um 7 þúsund lestum meira en árið áður. Uppskera Af þeim forðagæsluskýrslum, sem borist hafa til búnaðarfélags- ins virðist heyfengur vera allt að 20% meiri á síðastliðnu ári, en árið 1983. Umreiknaður í fóður- einingar, en það er meiri hey- fengur en nokkru sinni fyrr, eða 225 milljónir fóðureininga. (1983 - 188 millj. FE.) Kornrækt var stunduð á 380 ha í Rangárvalla- og Skaftafells- sýslu, en árið áður aðeins á 65 ha. Hcildaruppskera var áætluð 550 lestir, meðaluppskera var 14-15 tunnur af ha. Heildarframleiðsla á hrað- þurrkuðu fóðri var um 13 þúsund lestir í 6 graskögglaverksmiðjum. Þetta var aukning um 1.734 lestir miðað við fyrra ár. Metuppskera var í kartöflum eða um 22 þúsund lestir, en það var fimm sinnum meiri uppskera en árið 1983. Það ár sem hefur komist næst miðað við þessa upp- skeru var árið 1980, þá fengust tæpar 18 þúsund lestir. Allgóð uppskera var á flestum tegundum grænmetis og gróður- húsaafurða. Meiri uppskera var á gulrófum en um langt árabil, sama var að segja um hvítkál og blómkál. Búfjáreign í ársbyrjun 1984 var búfjáreign landsmanna talin sem hér segir: 68.540 nautgripir, þar af 33.189 mjólkurkýr, 711.936 sauðkindur, 52.056 hross, 2.203 svín, 292.425 alifuglar, 4.790 minkalæður og 6.048 refalæður. Samkvæmt bráðabirgðakönn- un á forðagæsluskýrslum frá því í haust, sem borist hafa búnaðar- félaginu hefur mjólkurkúm fjölg- að á árinu um 3%, kvígum um 2%, geldneytum um 12% og kálfum um 10%. Ám hefur fækk- að um 2%, en ásettum lömbum fjölgað um 14%. Framleiðsla á búfjárafurðum Framleiðsla á kindakjöti var samtals 12.215 lestir, en það var 5,9% minna en árið áður. Heildarmagn innveginnar mjólkur árið 1984 samkvæmt bráðabirgðatölum reyndist vera 108.417.466 lítrar, en það var 1,85% meira en árið 1983. Mjólkurbú Flóamanna tók á móti um 39,1 milljón lítrum, Mjólkursamlag KEA tók á móti rúmlega 22 milljónum lítra, þriðja í röðinni var mjólkursam- lagið í Borgarnesi með um 9,5 milljónir lítra og fjórða í röðinni var mjólkursamlagið á Sauðár- króki með 8,6 milljónir lítra. Fyrstu 11 mánuði ársins 1984 var slátrun nautgripa nokkru minni en sömu mánuði árið áður, það munaði 72 lestum. Nýjung var í útflutningi hrossa á árinu, því flutt voru út 590 af- sláttarhross. Þá var nokkur aukn- ing í útflutningi lífhrossa, samtals voru flutt út 347 lífhross, en það var 57 hrossum fleira en árið áður. Veruleg aukning varð í fram- leiðslu á svínakjöti. Miðað við fyrstu 11 mánuði ársins var aukn- ingin um 42%. Mikil aukning hefur orðið í refarækt á árinu. Samtals eru loð- dýrabú nú orðin 141, þeim fjölg- aði um 23 á árinu. Það eru 123 eingöngu með refi, 14 bú eru blönduð með refi og minka, en aðeins 4 bú eingöngu með minka. Framleiðslan á árinu var 33.400 Framkvæmdir og fjárfesting Nýræktun hefur verið fremur lítil undanfarin ár, talið er að nýrækt- un hafi numið 2.250 ha á síðast- liðnu ári. Aukning varð í endur- vinnslu túna og þá varð veruleg aukning í ræktun grænfóðurs, sáð var í samtals 6.970 ha grænfóð- urfræi. Framræsla var nokkuð mikil miðað við árin á undan, aukning varð um 20-30% miðað við árið áður. Byggingarframkvæmdir dróg- ust verulega saman á öllum svið- um nema í votheysgeymslum, en af þeim var byggt um 90% meira árið 1984 en árið áður. Á síðastliðnum 8-10 árum hef- ur verulega dregið úr lánum frá Stofnlánadeild landbúnaðarins til útihúsabygginga, ræktunar og annarra framkvæmda. refaskinn og 20.470 minkaskinn. Öll voru þessi skinn seld úr landi og er áætlað verðmæti þeirra 86 milljónir króna. Meðalbúið hjá refabændum er nú 67 læður, en á minkabúunum 427 læður. Hlunnindi Laxveiði var með allra lélegasta móti, en silungsveiði heldur meiri en undanfarin ár. Dúntekja var með betra móti. Hún var talin vera 2.200 kg af hreinsuðum dún, að verðmæti 28 milljónir kr. Reki var með minna móti. Áætlað verðmæti hans var 18 milljónir kr. Heildarlán til framkvæmda í landbúnaði og þar með talin lán til vinnslustöðva reiknuð á föstu verðlagi hafa dregist saman um meira en helming, eða um 54,5% ef miðað er við lánveitingar á ár- unum 1976-1977. Helst hefur orðið aukning í lánum til loð- dýrabúa á síðasta ári. Veitt voru lán til bygginga 108 loðdýrahúsa, en til 105 árið 1983. Lán til jarða- kaupa voru 128 og til kaupa á dráttarvélum 149. Þá veitti Líf- eyrissjóður bænda 316 lán, þar af 83 til bústofnskaupa og 233 til íbúðarhúsa. Rétt er að vekja athygli á, að þær tölur sem nefndar eru í þessu yfirliti um bústofn og heyfeng eru ekki endanlegar fyrir árið 1984, en sennilega ekki mjög fjarri lagi. (Úr fréttabréfi landbúnaöarins.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.