Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 16. janúar 1985 16. janúar 1985 - DAGUR - 7 „Aðeins bestu hráefnin em nógu góð fýrir okkur“ - segir Kristinn Bergsson, hönn- uður hjá skógerðinni Að baki þeim góðu viðtökum sem ACT-skórnir hafa fengið á íslenskum markaði, liggur ekki síst góð hönnun. ACT er topp tíska, skór úr besta fáan- lega hráefni sem gefa influttum skóm ekkert eftir. Við spurð- um hönnuðinn Kristinn Bergs- son hvort það væri ekki erfitt að fylgjast með og fá stöðugt nýjar hugmyndir. - Pað er auðvitað talsvert starf því yfirleitt reynum við að hugsa a.m.k. sex mánuði fram í tímann og nú erum við t.d. farnir að velta fyrir okkur haust- og vetrar- tískunni næsta ár. Að sögn Kristins leggja hann og sölustjórinn, Úlfar Gunnars- son mikla áherslu á að starfa náið saman og þeir sækja t.d. erlendar skósýningar tvisvar sinnum á ári. - Við fylgjumst vel með því sem keppinautarnir eru að gera. Við njósnum eins og aðrir en á þessum sýningum fáum við bæði hugmynd um hvað kaupmenn vilja og eins hvaða litir verða í tísku. Síðan reynum við að vera Krístinn Bergsson. betri en hinir, segir Kristinn en þess má geta að forráðamen skó- verksmiðjunnar hafa lagt ofur- kapp á vöruvöndun og það að nota besta hráefni. - Aðeins besta hráefnið er nógu gott fyrir okkur, segir Kristinn. í spjallinu við Kristinn kemur fram að skóverksmiðjan keypti nú í fyrsta sinn í nokkuð mörg ár, íslenskar nautgripahúðir til fram- leiðslunnar. Húðirnar eru sútað- ar í Noregi en síðan eru skórnir sniðnir og unnir fullkomlega hjá Iðunni. Allt er því íslenskt nema sjálfur sólinn, sem er innfluttur og sútunin. - Þetta teljum við besta hrá- efnið sem völ er á og síðustu sendingar hafa verið hreinasta afbragð. En það má iíka koma fram að verðið er nokkuð hátt þó við seljum okkar framleiðslu á mjög samkeppnishæfu verði. - Hvað verður í tísku í skófatnaði í sumar og næsta haust? - Það eru ökklaskórnir, bæði með spennum og reimaðir, fyrir karla og konur. Litirnir í sumar verða áfram svart, hvítt og svo rautt og svarti liturinn verður ör- ugglega f fararbroddi næsta vetur, sagði Kristinn Bergsson. - ESE - HEIMSÓKN í SKÓVERKSMIÐJU SAMBANDSINS Á AKUREYRI Það hafa skipst á skin og skúrir hjá Skóverksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Fyrirtækið lifði uppgangstíma á árunum fyrir stríð, fjöldi fólks var þar í vinnu og Iðunnarskór voru á flestra fótum. Síðan tók að halla undan fæti. Erlendur innflutningur frá láglaunasvæðum, ásamt með því að tollar voru afnumdir í áföngum í kjölfar inngöngu íslands í EFTA, gerðu samkeppnisaðstöðu Iðunnar vonlausa. Háværar raddir voru uppi um það innan Sambandsins að loka verksmiðjunni en vegna atvinnuástandsins á Akureyri þráuðust menn við og sennilega eru menn sammála um það í dag að það var farsæl ákvörðun að gefa verksmiðjunni enn eitt tækifæri. í dag er uppgangur hjá Kðunni. ACT- skórnir hafa slegið í gegn. Vöruvöndun og gæði sitja í fyrirrúmi og aðeins dýrasta og besta hráefnið er nógu gott. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að íslenskt leður væri notað í skóframleiðslu, en svo. er þó raunin. íslenskar nautgripahúðir sem að vísu eru sútaðar í Noregi, eru besta hráefnið og kúskinnsskórnir sem alþýða manna gekk á til forna, eru því enn í fullu gildi. Skóverksmiðjan Iðunn byggir á þjóðlegri hefð en um fyrirtækið leika líka alþjóðlegir tískustraumar. „Verksmiðjan var dauðadæmd“ - segir Richard Þórólfsson, verksmiöjustjóri hjá Iðunni - Það má segja að hér hafl verið upp- gangstímar allt fram yfir stríð en þá fór erlend framleiðsla að flæða yfír landið. Þetta gerði okkar samkeppnisaðstöðu af- leita ekki síst eftir að tollarnir voru lækk- aðir og síðan afnumdir og í lok sjöunda áratugarins má eiginlega segja að verk- smiðjan hafí verið dauðadæmd. Þetta sagði Richard, verk- smiðjustjóri í skóverksmiðjunni Iðunni, en hann tók að sér að sýna blaðamanni Dags verk- smiðjuhúsnæði og þá fram- leiðslu sem þar fer fram. Skóverksmiðjan var að sögn Richards stofnuð árið 1936. Var þessi ákvörðun tekin í fram- haldi af byggingu sútunarverk- smiðju Sambandsins á Akur- eyri. Fyrsta framleiðsluárið var 1937 en þá voru framleidd 35 þúsund pör af skóm hjá Iðunni. Verðmæti þeirrar framleiðslu nam tæpum 183 þúsund kr. en greidd vinnulaun fyrir það ár voru rúmar 41 þúsund kr. Launakostnaður var því fremur lítill í upphafi en til samanburð- ar má nefna að árið 1967 þegar framleidd voru tæp 57 þúsund pör af skóm í verksmiðjunni, var framleiðsluverðmætið tæpar 19 millj. kr. en launakostnaður rúmar 8 millj. kr. - Þrátt fyrir að verksmiðjan hafi átt undir högg að sækja, var hún rekin með nokkuð góðum árangri allt fram að brunanum mikla sem varð hér í loks ársins 1968. Þá brann helmingur verk- smiðjuhúsnæðisins og það var talið álitamál hvort byggja ætti verksmiðjuna upp. Vegna at- Richard Þórólfsson. vinnunnar í bænum var þó talið æskilegt að skóverksmiðjan yrði rekin áfram og því var hér byggt nýtt verksmiðjuhús sem flutt var inn í árið 1970. Erlendir að- ilar voru fengnir til að endur- skipuleggja reksturinn en þrátt fyrir það kom fljótlega í ljós að erfiðleikar steðjuðu að og 1981 var tekin ákvörðun um að loka verksmiðjunni alveg. Hún hafði þá verið rekin með halla um nokkurt skeið og útlitið var mjög dökkt. Vélakostur var auk þess gamall og úreltur, segir Richard og bætir því við að þetta ár hafi jafnframt verið ákveðið að gera lokatilraun til þess að halda þessari starfsemi áfram. - Menn voru alls ekki bjart- sýnir en með tilliti til atvinnu- ástandsins og áskorana kaup- manna víða um land var ákveð- ið að reyna til þrautar. Nýr maður, Kristján Jóhannesson, iðnaðarverkfræðingur, var ráð- inn til að aðstoða við uppbygg- inguna. Á sama tíma var byrjað með nýtt merki - ACT og mikið átak var gert í markaðsmálum sem nú er að skila árangri, sagði Richard Þórólfsson. - ESE Pt'öfaó’ann hmnrt wrnjúkur Úlfar Gunnarsson. „Frábærar viðtökur“ - segir Úlfar Gunnarsson, sölustióri - Viðtökurnar hafa í einu orði sagt verið frábærar og við höfum bara eitt markmið. Að vera betri en keppinauturinn. Ég hef líka tekið eftir því í þessu starfi að vöruvöndun og gott hráefni virðist alltaf skila sér, sagði Úlfar Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Ið- unni í samtali við Dag. Að sögn Úlfars var það ekki síst eftir að farið var að framleiða tískuskó fyrir yngri aldurshópa að salan jókst og hlutfallslega, betra verð fékkst fyrir framleiðsl- una. Um 10% af þeim skóm sem seldir eru hér á landi koma frá skóverksmiðjunni Iðunni og eru þá taldir til markaðarins allir þeir erlendu íþróttaskór sem hér eru seldir. Við spyrjum Úlfar hvort áform séu uppi um að fara út í framleiðslu á íþróttaskóm? um ACT-herferðina - Nei, það sem við munum fyrst og fremst leggja áherslu á er að fara í auknum mæli út í vand- aða kuldaskó, loðfóðraða með ís- lenskri gæru. Við framleiðum þegar bestu kuldaskó sem eru á markaðinum og það ætti að hjálpa okkur í að ná aukinni markaðshlutdeild. Reyndar hafa þessir kuldaskór reynst það vel að það liggur í loftinu að við munum sýna slíka pelsfóðraða skó á sýningu norrænna skó- kaupmanna sem haldin er árlega. í máli Úlfars kemur fram að skóverksmiðjan er nú rekin með fullum afköstum miðað við dag- vinnu en auk þess var unnin veru- leg yfirvinna í nóvember- og des- embermánuði sl. Framleiðsla verksmiðjunnar hefur verið um 60 þúsund pör á ári sl. tvö ár og fyrir síðustu jól var ástandið þannig að nánast var slegist um skóna í verslunum og færri fengu en vildu. - Það hefur haft talsvert mikið að segja fyrir okkur að dóms- málaráðuneytið hefur keypt hjá okkur skó fyrir lögregluþjóna og tollverði, um 800 pör á ári en auk þess hafa öryggisskórnir okkar farið til ÍSAL, í málmblendiverk- smiðjuna á Grundartanga, til skipafélaganna og skipasmiðj- anna, segir Úlfar. - Hvaða nýjunga er að vænta frá verksmiðjunni? - Það sem nú liggur fyrir er ný lína í fermingarskóm og eins munum við leggja mikla áherslu á ACT Bambino, barnaskóna. Það er algjör nýjung hjá okkur sem gaf góða raun fyrir jólin, seg- ir Úlfar Gunnarsson. - ESE SAFETY RLM SAFETY FILM /y^/J ■ , - „ ; í.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.