Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR f BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI Loðnuveiðin: Mestu landað Unglingar úr félagsmiðstöðvunum á Akureyri tóku sér ferð á hendur um sið- ustu helgi og heimsóttu jafnaldra sína á Dalvík. Þar var verið að opna félags- miðstöðina Gimli og af því tilefni efndu akureyrsku unglingarnir til mikillar hátíðar í íþróttahúsinu. Þótti hátíðin takast frábærlega vel. Á myndinni er Linda Mjöll Gunnarsdóttir úr dansflokki Dynheima. Þokkaleg loðnuveiði hefur verið undanfarna sólarhringa. Loðnuskipin hafa verið að veiðum úti af Þistilfirði eða all- miklu norðar og vestar en fyrir áramótin. Er hlé var gert á loðnuveiðun- um fyrir hátíðar var aðalveið- isvæðið úti fyrir Austfjörðum en þá vissu menn jafnframt af mikilli loðnu fyrir Norðurlandi. Fáir reyndu þá við loðnuna á því svæði þar sem hún var í miklu á Siglufirði veiðanlegu magni úti fyrir Aust- fjörðum. Eftir áramótin bar loðnuleitin hins vegar þann ár- angur að loðna fannst úti fyrir Norðurlandi og hefur flotinn því verið þar að veiðum. Samkvæmt upplýsingum Andr- ésar Finnbogasonar hjá Loðnu- nefnd var allt fullt hjá loðnu- bræðslunni á Raufarhöfn á mánudag. Þá var hægt að taka á móti 2.500 tonnum á Siglufirði en hætt var að taka við loðnu í Viðtalstímar bæjarfulltrúa - teknir upp á nýjan leik Bæjarráð Akureyrar ákvað á fundi sínum sl. fimmtudag að Þurfa til fjalla til að komast á skíði „Það hefur verið einmuna tíð hjá okkur í allan vetur, enginn snjór og hafa menn þurft að leita til fjalla til að komast á skíði. Það er hins vegar ekki það besta hér að hafa auða jörð, jörðin er vön svo miklum snjó og hefur yfirleitt komið þýð undan honum á vorin, ég veit ekki hvernig það verður í ár, en það er dálítið frost í jörðu núna,“ sagði Reynir Pálsson bóndi í Stóru-Brekku í Fljótum í samtali við Dag. Það sem helst er á döfinni hjá okkur, er að við sjáum fram á að flytja í nýtt skólahús þann 1. febrúar. Iðnaðarmenn frá Siglu- firði eru í bullandi vinnu við að ljúka verkinu svo þetta takist. Skólabyggingin er um 500 fm ásamt mötuneyti. Þetta er grunn- skóli og nemendur um 20 og kennarar 2. Okkur hér í Fljótunum og reyndar á Siglufirði og Ólafsfirði líka finnst Vegagerðin hafa vakn- að ansi seint upp til að moka Lág- heiðina. Hún var mokuð fyrir ör- fáum dögum og það er geysimik- ið svell á henni. Hefði hún verið mokuð fyrr þá hefði verið greið- fært í allan vetur. _ mþþ „Júkkar“ koma ekki Ekkcrt verður úr því að júgó- slavneskir handboltamenn heimsæki Akureyringa næstu daga eins og ráð hafði verið fyrir gert. Júgóslavneska liðið Crevenka sem leikur gegn Víkingi í Evrópukeppninni og ætlaði að koma til Akureyrar og leika gegn KA kemur ekki af óviðráðan- legum ástæðum, og landsleikur íslands og Júgóslavíu sem talað hafði verið um að leika á Akur- eyri hefur verið settur á í Vest- mannaeyjum vegna þess að lengra er síðan landsleikur hefur verið háður þar en á Akureyri. bjóða að nýju upp á fasta við- talstíma við bæjarfulltrúa. Fyrsti viðtalstíminn verður miðvikudaginn 16. janúar nk. í bæjarráðssalnum kl. 20-22 og verða þar til viðtals bæjarfull- trúarnir Sigurður J. Sigurðs- son og Sigríður Stefánsdóttir. Fyrir röskum tveimur árum tók bæjarstjórn Akureyrar upp fasta viðtalstíma bæjarfulltrúa yfir vetrarmánuðina, þar sem bæjar- búum gafst kostur á að leita upp- lýsinga og koma á framfæri ábendingum og tillögum um áhuga- og hagsmunamál sín er bæjarfélagið snerta. Voru í hvert sinn tveir bæjarfulltrúar til viðtals. Fundir þessir hafa fallið niður það sem af er þessum vetri en m.a. með tilliti til þess að nú er fyrir höndum samning fjár- hagsáætlunar fyrir árið 1985 hefir verið ákveðið að bjóða upp á slíka viðtalstíma að nýju. Fyrst um sinn verða viðtalstímarnir vikulega og sá fyrsti eins og áður er sagt miðvikudaginn 16. janú- ar. Nánar verða viðtalstímarnir auglýstir í blaðinu hverju sinni. Krossanesi í bili. í dag verður hægt að taka við 1.000 tonnum til viðbótar á Siglufirði. Um síðustu áramót höfðu veiðst 425 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni. Siglufjörður var þá hæsta löndunarhöfnin með 53.283 tonn, Seyðisfjörður var í öðru sæti með 43.355 tonn og Eskifjörður var þriðja hæsta löndunarhöfnin. - ESE Tvennir tón- leikar með Mezzoforte Tvennir tónleikar verða með Mezzoforte í Sjallanum á fimmtudagskvöld, þeir fyrri kl. 20 fyrir þá aldurshópa sem sækja félagsmiðstöðvarnar á Akureyri, en hinir síðari kl. 22.30 fyrir 18 ára og eldri sem hafa áhuga á að sjá og heyra þessa vinsælu hljómsveit. Samstarf tókst milli félags- miðstöðvanna og Sjailans um að efna til þessara sérstöku tón- leika fyrir ungiingana og koma þeir í stað opins húss í Lundar- skóla. Hugsanlegt cr að um frekara samstarf til aö fá þekkt- ar hljómsveitir geti orðið að ræða og hafa Stuðmenn veriö nefndir í því sambandi. Húsið verður opnað kl. 19.30 og veröur þá boðið upp á tónlist. Þá er í athugun að hafa tísku- og danssýningu á vegum krakka í félagsstarfinu, fyrir og cftir tónleikana. Miðaverð fyrir unglingana verður 150 kr. Þess má geta að þetta er í síð- asta skipti í langan tíma sem kostur verður á að sjá Mezzo- forte hér á landi. Hljómsveitin er á förum utan til hljómleika- halds víða um heim og svo gæti farið að hún yröi ekki með tón- leika hér á landi fyrr en á næsta ári. Allt gott tekur enda, sagði kerlingin forðum daga og vatt sér í vattstungna gæru- úlpuna. Allt bendir til þess að við getum farið að for- dæmi hennar því það er spáð norðanátt og kulda þegar líða tekur á morgundaginn. í dag verður hæglætisveður, sunnan- og suðaustanátt og fram eftir degi á morgun. Þá snýst Kári í norðanátt og möguleiki er á éljum. # Albert víðsýni Albert Guðmundsson, fjár- málaráðherra, var fljótur að átta sig á samhenginu þegar væntanleg merki tóbaksvarn- arnefndar og landlæknis komu til umræðu nú nýverið. Þessar merkingar eiga að fara á tóbaksvörur og þar er varað við skaðsemi tóbaks og þess meðal annars getið á einum miöanna að reyking- ar drepi hundruð íslendinga árlega. Albert gaf þá yfirlýs- ingu að hann gæti ekki staðið í því fyrir hönd ríkisins að selja þessa manndrápsvöru ef yfirlýsingar landlæknis væru réttar. Landlæknír gaf strax út yfirlýsingu þar sem hann nefndi tölur máli sínu til stuðnings. Nú eru því allar líkur á að ríkið muni hætta sölu á tóbaki. # Samhengi hlutanna En það er spurning hvort Al- bert sá ekki lengra - hvort hann sá þetta ekki allt í örlítið víðara samhengi. Það er nefnilega ekkl þar með sagt að tóbaksinnflutningi verði hætt þó ríkið hætti að selja. Það er eins líklegt að salan og innflutnlngurinn færist bara yfir á einkaaðila, þannig að ekki verði aðeins um aö ræða umboðsmenn tóbaks- ins sem ríkið flytur nú Inn, heldur einnig raunverulega innflytjendur. Þeir hirða þá að sjálfsögðu gróðann sem bæt- ist við umboðslaunin, sem ríkið hafði af sölunni. Hann er víðsýnn maður hann Albert fjármála. # Þetta eru ekki Puffins... Ein af þeim sjónvarpsauglýs- ingum sem vakti talsverða at- hygli fyrir síðustu jól, var auglýsingin frá Helldverslun Axels Ó. um Puffins-skó. í auglýsingunni eru sýndar hinar og þessar rosabullur og það er hamrað á því að þetta sé ekki Puffins. Loks sjást hinir margrómuðu loð- fóðruðu Puffíns á skjánum og áhorfendur eru sannfærð- ir um að þetta sé það eina sem dugar í slabbið og kuldann. í þessum Puffins- auglýsingum hefur hins veg- ar aldrei komið fram hver framleiðandinn er. Flestir halda að þetta sé erlent lúx- usmerki og skórnir hafa selst sem slfkir. Víst eru þetta lúx- usskór en framleiðandinn er Skógerð Iðunnar á Akureyri sem hefur framleitt þessa skó sérstaklega fyrir Heild- verslun Axels Ó. um þriggja ára skeið. Þetta er ekki erlent - þetta er íslenskt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.