Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 16. janúar 1985
Minning:
Stefán Stefánsson verslunarstjóri
F. 21. desember 1922 - D. 1. nóvember 1984
Nú þegar Stefán frændi minn er
horfinn héðan úr heimi, er mér
það bæði ljúft og skyit að minnast
hans með nokkrum orðum.
Við ólumst upp nánast eins og
systkini, vorum jafngömul og
fylgdumst að í skóla sem börn og
unglingar. Síðan höfum við alla
tíð haldið góðu sambandi og
fylgst með högum hvors annars.
Stefán var fæddur í Hrísey
þann 21. desember 1922, og voru
foreldrar hans hjónin María D.
Stefánsdóttir, systir mín, og Stef-
án Runólfsson. Hann var elsta
barn þeirra. Næstur var Óskar,
en hann lést á þriðja aldursári.
Yngst er Sara, sem gift er Jónasi
Guðmundssyni frá Flatey á
Skjálfanda. Pau eru búsett í
Vestmannaeyjum. Stefán ólst
upp við mikið ástríki foreldra
sinna, afa og ömmu. Hann vand-
ist allri algengri vinnu sem til féll
í sjávarplássi á hans unglingsár-
um. Árið 1940 fór hann í Lauga-
skóla og var þar við nám í tvo
vetur. Oft minntumst við áranna
á Laugum og skólafélaganna með
sérstakri gleði því þar eignuð-
umst við marga og góða vini.
Fljótlega eftir dvölina á Laugum
hóf hann störf hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga, fyrst við útibúið í
Hrísey og síðar sem verslunar-
stjóri eftir að hann fluttist til Ak-
ureyrar, síðast við útibúið að
Byggðavegi 98.
Öllum þeim störfum gegndi
hann með stakri prýði, trú-
mennsku og samviskusemi. Síð-
astliðið vor varð hann að hætta
störfum vegna heilsubrests, og
hafði þá unnið hjá KEA í 40 ár.
Hann var mikill mannkosta-
maður og einstakt prúðmenni,
sem naut sín vel í þjónustustarfi,
því hann vildi öllum gott gera og
hvers manns vanda leysa, væri
það í hans valdi.
1 hádegisútvarpi fimmtud. 13.
desember kom stutt viðtal, er
fréttaritari útvarpsins hér á
Fljótsdalshéraði átti við mig um
hreyfingu, sem enn er að mestu
undiralda, til verndar strjálbýli
og áherslu heimaöflunar. í
skemmstu máli: Til verndar og
eflingar íslensks þjóðlífs. Þar
kynnti ég aðeins lífsbók samtaka,
sem ég gaf nafnið Ný vernd. Ein-
hverjir hafa að líkindum hlustað.
Því er tímabært, já og meira en
það, að skýra málið nánar.
Sl. vetur kynnti ég mér samtök
Norðlendinga, einkum Vestur-
Húnvetninga, sem þá voru að
færast í aukana í varnarmálum
hinna dreifðu byggða til sjávar og
sveita. Mér var ljóst að samtök
varð að mynda um allt land í
þessu skyni. Virkja þá miklu
orku, sem er til í fólkinu til sam-
stöðu. Fundahöld eru tafsöm og
kostnaðarsöm, nema áður hafi
átt sér stað undirbúningur. Ég
orðaði því eins konar lífsbók
undir heitinu Ný vernd. Þar eru
dregin saman markmið samtak-
Hann unni mjög tónlist og
Ijóðlist, var söngmaður góður og
söng m.a. um árabil í kirkjukórn-
um í Hrísey og síðar í kirkjukór
Akureyrar.
Stefán kvæntist 31. maí 1958,
Maríu Adólfsdóttur frá Akur-
eyri, mikilhæfri ágætiskonu, sem
hefur reynst honum traustur og
góður lífsförunautur og kom það
best í Ijós í ástríki hennar, um-
hyggju og trúartrausti í veikind-
um hans.
Þau hjón bjuggu fyrst í Hrísey,
en fluttu svo til Akureyrar og
keyptu sér hús að Munkaþverár-
stræti 29 og hafa búið þar síðan.
Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru
Friðrik Adólf, fæddur 18. febrúar
1959 og Stefán Már, fæddur 1.
maí 1961. Þeir búa báðir í for-
eldrahúsum.
Stefán átti við mikil og erfið
veikindi að stríða allt frá miðjum
júní í sumar og var honum oft
ekki hugað líf. Þegar hann var
sem veikastur, nánast í dauðadái,
mun honum hafa verið leyft að
skyggnast inn í hið ókomna, eða
það sem okkur er hulið meðan
við dveljum í jarðlífinu. Það var
mikil lífsreynsla sem hans nán-
anna í hæfilega rúman ramma án
nákvæmrar útfærslu. í því skyni
að auðvelt væri að ná saman sam-
kynja hreyfingum og velja einfalt
heiti á hre^finguna í einingu fé-
lagsanda. Eg veit að hreyfingin er
fyrir hendi í ríkum mæli um allar
byggðir landsins - engin undan-
skilin.
Ný vernd
Ný vernd er samtök íslend-
inga til verndar byggðar um
allt land, til verndar þjóðlífs,
sem byggir á heimaöflun, en
í því felst að lifa af því sem
landið gefur í samræmi við
„lífbeltin tvö“ (landið og
hafið) og er þá vitnað í nýárs-
ávarp forseta íslands árið
1972.
í stjórnarskrá komi svæða-
skipun á grundvelli fornra
fjórðunga eða fylkja, fjögurra
til sex, þar sem vald og stjórn-
un svæðanna byggist á sveit-
arfélagaskipan.
í stjórnarskrá komi jafn-
ustu fengu fullvissu um, en ekki
verður nánar greint frá hér.
Honum auðnaðist að komast
á fætur og vera á heimili sínu síð-
asta mánuðinn, og virtist eins og
um dálítinn bata væri að ræða.
En eitthvert hugboð hefur hann
haft um að sér yrði ekki langra
lífdaga auðið, því hann var búinn
að hafa það á orði við konu sína,
að eigi mundi hann lifa lengur en
október.
Þegar liðin var stund af aðfara-
nótt 1. nóvember, var hann allur.
Ekki dreg ég það í efa að vel
muni hafa verið tekið á móti hon-
um hinum megin, þegar hann
kom alkominn til vinanna sem
hann kvaðst hafa hitt.
Ég kynntist Oddnýju Guðmunds-
dóttur, þegar ég var barn að
aldri, en hún var þá komin nálægt
fimmtugu.
Hún var góðvinur foreldra
minna og kom oft í heimsókn til
þeirra, þegar hún var stödd í
Reykjavík. Hún var þá farkenn-
ari á veturna. Oddný hafði þann-
ig áhrif á mig, að mér var ómögu-
legt annað en að setjast niður og
hlusta og horfa á hana.
Hún var ólík öllum öðrum
konum, laus við allt tildur og
prjál, og hún talaði allt öðruvísi.
Hún talaði um frelsi, jafnrétti,
bókmenntir, sósíalisma og
annað, sem þótti heldur ókven-
legt á þeirra tíma mælikvarða.
Ég held að mér hafi bara þótt
hún vera hálfskrýtin.
Fundum okkar bar saman aftur
þegar Oddný fluttist til Raufar-
framt það verndarákvæði, að
verðmæti lands og orku, sem
ekki eru í einkaeign, séu sam-
eign þess fólks, er hvert
landssvæði byggir, land-,
vatns- og hitaorka.
Stór hluti þeirra umsvifa,
sem nú eru á valdi Alþingis,
ríkisstjórnar og embættiskerf-
is ríkisins, tekjur og gjöld,
falli í hlut sveitarfélaga á
svæðunum í réttlátu hlutfalli
skyldu og réttar.
Fulltrúakjör til Alþingis í
fjórðungum eða fylkjum hvíli
á rétti fólks og lands og haf-
svæða að grunnlínum land-
helgi.
Verndun gróðurríkis, sem
í framkvæmd verði aukin
trjárækt sem aðalviðfangsefni
og þess gróðurs, sem best
hæfir veðurfarslega. Fundið
verði sparnaðarform á fjár-
munum til að drýgja skriðinn
að markmiðum, sem á hverj-
um tíma eru nokkra áratugi í
framtíðinni.
{ markmiðum gróður-
Ég heimsótti hann rúmum
hálfum mánuði áður en hann dó.
Þá sagði hann við mig: „Það er
alltaf verið að segja mér hvað
sumarið hafi verið einstaklega
gott og yndislegt, og ég hef bara
alveg misst af því.“ En við trúum
því og treystum, að á því tilveru-
sviði sem hann er nú fluttur á, sé
eilíft sumar, dýrð og fegurð og
þar geti hann glatt sig við yndis-
legt blómskrúð. En það var ein-
mitt hans eftirlætisiðja að rækta
garðinn sinn og hlúa að blómum
og hvers kyns gróðri.
Að síðustu vil ég svo þakka
honum af alhug fyrir alla um-
hyggju og tryggð við mig og fjöl-
skyldu mína fyrr og síðar. Við
hafnar fyrir tveimur árum. Hún
var þá komin hátt á áttræðisaldur
og hafði lokið löngum starfsferli
sem farkennari og sagðist vera
sest í helgan stein.
verndar, skógræktar og runna
felst tvennt: Bein og óbein
verðmæti, hin óbeinu verð-
mæti skapandi vinnu, mann-
rækt, mannbætur.
Vernda þarf uppeldisgildi
strjálbýlis, sem fólgið er í um-
gengni og skiptum við búfé og
dýr og hina fjölbreyttu, villtu
náttúru landsins, sem yljar og
skerpir hið besta í mannin-
um, verðmætustu verðmætin.
Manngildi er ofar auðgildi.
Þetta eru samtök utan allra
stjórnmálaflokka, án fastra
forma, án málgagns og engir
fundir ákveðnir. Undirskriftalist-
ar við Nýja vernd eru í gangi víðs
vegar í landinu hjá áhugafólki.
Þeir sem rita nöfn sín mynda
samtökin og innan tíðar verður
að velja framkvæmdahóp.
Byggðahreyfingin norðanlands er
með öðru nafni. En öll tökum við
höndum saman hringinn um
landið og treystum lífbeltin.
Þyngjum jafnt og þétt undiröld-
una og höfum samband um öll
byggðarlög um strönd og dal.
kveðjum hann með virðingu og
þökk og biðjum honum blessunar
og velfarnaðar á nýjum leiðum.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Siglufirði,
Helcna Sigtryggsdóttir.
Þessi grein hefði að öllu forfalla-
lausu átt að birtast í desembermán-
uði. Það fórst hins vegar fyrir og er
beðist velvirðingar á því.
En sú var nú ekki athafnalaus.
Hún var önnum kafin við að
skrifa sögu Langnesinga og var á
stöðugum ferðalögum til að afla
sér upplýsinga varðandi Langa-
nes, en þaðan var hún ættuð.
Hún skrifaði margar greinar í
dagblöðin, sérstaklega um ís-
lenskt mál, og fátt virtist fara
framhjá henni sem skrifað var
um í dagblöð, eða sagt frá í út-
varpi.
Síðast en ekki síst stóð hún fyr-
ir stofnun friðarhreyfingar á
Raufarhöfn. Hún var mikill
friðarsinni og friðar- og afvopn-
unarmál áttu hug hennar allan
síðustu mánuði ævi hennar.
Hún sat oft hjá mér og ræddi
fram og til baka, stundum döpur
í huga um þennan sturlaða heim,
og verst þótti henni, að landið
hennar góða skyldi vera svo flækt
í vígbúnaðarkapphlaupið.
Hún unni íslandi og íslenskri
tungu og ekkert féll henni verr,
en misnotkun á málinu og ill um-
gengni við landið.
Hafi mér þótt Oddný skrýtin í
æsku, þá breyttist fljótt sú
skoðun við nýrri kynni. Reyndar
held ég, að varla hafi ég kynnst
göfugri og vandaðri manneskju.
Hún dáði allt fagurt og gott, en
féll þungt er eitthvað var gjört á
hluta þeirra er minna mega sín og
hún fyrirleit allt, sem gerir menn-
ina vonda.
Oddný giftist aldrei og átti eng-
in börn, en hún hún var mjög
barngóð og þótti nemendum
hennar vænt um hana og báru
mikla virðingu fyrir henni.
Heimili hennar var látlaust,
nánast fátæklegt, enda mat hún
meira hinn andlega auð en þann
veraldlega.
Hún var mikil sauma- og
prjónakona og hafa vettlingarnir
hennar áreiðanlega yljað margri
barnshöndinni.
Ég ætla ekki að rekja æviferi!
Oddnýjar, né segja frá störfum
hennar sem farkennari og rit-
höfundur, það er efni í stóra bók.
Mig langaði aðeins með fátæk-
legum orðum að lýsa henni sem
manneskju.
Ég mun minnast Oddnýjar
með söknuði og virðingu. Ætt-
ingjum hennar sendi ég samúðar-
kveðjur.
Líney Helgadóttir.
Ávarp til íslendinga
- eftir Jónas Pétursson, fyrrverandi alþingismann Austfiröinga
t
Minning:
Oddný Guðmundsdóttir
F. 15. febrúar 1908 - D. 2. janúar 1985