Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 16.01.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 16. janúar 1985 - segir Ásta Sigvaldadóttir, eigandi hannyrðaverslunarinnar Önnu Maríu „I'etta hefur gengið alveg geysilega vel, ég fékk mjög góðar móttökur. Það er ótrú- legur áhugi á prjónaskap, ég hefði bara ekki trúað því að óreyndu. Ég er tiltölulega ný- komin hingað til Akureyrar, en ég sá fljótt að það var þetta sem vantaði og ég skellti mér út í að koma þessu upp. Vissu- lega var ég logandi hrædd í byrjun um að búðin myndi ekki bera sig, en sá fljótt að sá ótti var ástæðulaus, því áhug- inn er mjög mikill og konur eru meira og meira að átta sig á því að við erum með garn sem þær hafa áður keypt í gegnum póstkröfur.“ Það er Asta Sigvaldadóttir eigandi verslunarinnar Önnu Maríu sem er sérverslun með hann- yrðavörur sem er í Viðtali Dags-ins í dag. Verslunin var opnuð í byrjun október, en hún er til húsa í verslunarmið- stöðinni í Sunnuhlíð. Asta seg- ist hafa mikla og góða sam- vinnu við hannyrðaverslunina Erlu, en auk þess er hún sjálf að hefja innflutning á garni frá Permin. í Önnu Maríu er selt garn frá Pattons og Pheldal og einnig er hún ein norðanlands með Skútugarniö vinsæla. „Eftir því sem ég kemst næst hefur aðalverslunarmátinn á þessu garni hingað tii verið í gegnum póstkröfur,“ segir Asta. Við spyrjum Ástu fyrst af hverju þessi mikli áhugi sem hún segir vera á garni og hannyrða- vörum stafi. „Það er örugglega tískan í dag, hún er svo einföld og það er mjög auðvelt að prjóna t.d. fallegar peysur með lítilli fyrirhöfn. Fólk sér fallega peysu út í búð, en þær eru yfirleitt mjög dýrar og fólk er að átta sig á því að það er ekki nema brot af kostnaði ef það prjónar flíkina sjálft. Nú getur það yfirleitt fengið sams konar hráefni og er í tilbúnum flíkum og það ýtir eflaust frekar undir. En ég held að einfaldleiki og frelsið sem ríkir í tískunni í dag hafi mikið að segja.“ - Hvers konar fólk verslar aðallega við þig? Ungar konur? „Nei, nei, ekkert frekar, það er sjálfsagt mest um konur, en þær eru á öllum aldri. Það koma hingað litlar stelpur úr barnaskól- unum og allt upp í rosknar eldri konur. Það fer í vöxt að strákar prjóni og er það eflaust vegna þess að nú er þeim kennt að prjóna í skólanum, en ég held samt að nokkuð vanti upp á að hugarfarið gagnvart strákum og prjónaskap breytist. - Varstu ekkert hrædd um að verða út úr hér í Sunnuhlíðinni, hefði ekki verið betra ef búðin væri staösett í Miðbænum? „Eg hélt það fyrst, en þær segja mér konurnar í hverfinu að það hafi verið þetta sem vantaði hingað. Þær eru mjög duglegar að koma og spjalla við okkur, svo ég held að það sé alls ekki verra að vera hér. Þessi verslunarmið- stöð á fullan rétt á sér og það eru sífellt fleiri sem koma hingað og versla.“ - Einhverjar nýjungar? „Ja, við sýnum prufur af öllu garni sem við erum með, sýnum hvernig garnið er þegar búið er Ásta Sigvaldadóttir. að prjóna úr því. Við fylgjumst vandlega með nýjustu litum og tísku. Ég er áskrifandi að mörg- um prjónablöðum, aðallega þó frönskum. Aðalgarnið okkar er líka franskt. Enska garnið er allt- af klassískt, það er alltaf jafngott, en það er töluverð íhaldssemi í Bretlandi, þeir fylgj- ast ekki eins vel með. Evrópu- þjóðirnar, Frakkar, Belgar og Hollendingar fylgjast betur með. Við reynum að panta það garn sem virðist í tísku samkvæmt bestu heimildum. Ég reyni að hafa allar klær úti til að fá þetta garn um leið og það kemur á markaðinn og það er í rauninni lítið mál þegar ég hef svona góða kúnna eins og raun ber vitni. Þeir vilja líka fylgjast með því nýjasta og eru áhugasamir og það sem kom mér mikið á óvart er að eldri konur fylgjast ekki síður með því nýjasta sent er í gangi í prjónaskapnum.“ - Hefur þú alltaf haft brenn- andi áhuga á handavinnu? „Ég hef lengi verið áhuga- manneskja, já, í mörg ár og er alltaf prjónandi. Ég held ég hafi prjónað allt sem hægt er að prjóna." - Hvernig er að standa í versl- unarrekstri? „Það er mjög spennandi að vera í þessu. Ég er að gera eitt- hvað sem ég hef virkilega gaman af að fást við, svo er alltaf gaman að glíma við ný verkefni og tak- ast á við eitthvað sem maður hef- ur ekki gert áður.“ - Þú stóðst fyrir tískusýningu á prjónafatnaði í gróðrarstöðinni Vín nú um helgina, hvernig var það? „Okkur var tekið alveg frábær- lega vel, troðfullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag, fólk vill endurtekningu. Ég hef mikinn áhuga á að sýna hvað hægt er að gera margt úr garni. Nú er ég að safna efni í aðrar sýningar, ég ætla að halda áfram að sýna, það er svo ofboðs- lega gaman að standa í því. Það er sýningarhópur Sillu sem sýnir fyrir mig, upprennandi stjörnur og mjög gott að vinna með þeim. Annars er svo margt búið að ger- ast undanfarið hjá mér að það er alveg með eindæmum, nú fer ég að slappa af.“ - Komast einhver önnur áhugamál að hjá þér en prjónarn- ir? „Já, já, þeir eru alls ekkert númer eitt. Ég er þriggja barna móðir og uppeldið tekur dágóðan og skemmtilegan tíma. Nú, ég hef gaman af að starfa með sýn- ingarhópnum og svo æfi ég hand- bolta með Sambandsstelpunum einu sinni í viku. Á yngri árum spilaði ég handbolta með Vík- ingi, ég hef alltaf haft mikinn áhuga á handbolta.“ - Að lokum, þú segist koma að sunnan, hvernig stendur á því að fólk að sunnan flytur hingað norður, þar sem allt er sagt í doða og drunga? „Það er ósköp einfalt mál, ég varð ástfangin. Ég vann hjá Ála- fossi í Reykjavík og fólk frá Sam- bandinu kom suður að keppa við okkur í ýmsum íþróttum, þar kynntist ég manninum mínum, sem er héðan og tók upp á því að flytja norður.“ - Og hvernig líkar? „Mér líður vel hérna, er reynd- ar alsæl. Það er svo gott fólk hér. Ég fór með það veganesti að heiman hingað norður að ég kæmi fljótt til baka aftur, Akur- eyringar væru leiðinlegir og þurrir, en ég hef ekki kynnst þessum lokuðu Akureyringum ennþá og ég hef hitt svo marga að ég get fullyrt að þeir eru ekki til nema þá kannski helst í augum Sunnlendinga.“ - mþþ Þriggja kvölda keppni hefst föstudaginn 18. janúar að Hótel KEA kl. 20.30. Siðan verður spilað miðvikudagaria 30. janúar og 13. febrúar. Aðalvinningur: Flugfar fyrir tvo til Reykjavíkur. Einnig verða góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir - Verið með frá byrjun. x Framsóknarfélag Akureyrar. „Ghostbusters í Dolby-stereo Ghostbusters-aðdáandi hringdi: Vegna skrifa ánægðs Siglfirðings um hve forráðamaður bíósins á Siglufirði hefur staðið sig vel við að fá myndir til sýninga, viljum við nokkrir vinnufélagar beina þeim eindregnu tilmælum til for- ráðamanna Borgarbíós á Akur- eyri að sýna alls ekki sama eintak af kvikmyndinni Ghostbusters (Draugabanar) og Siglfirðingarn- ir hafa undir höndum. Þeir eru með mono-eintak en þessi mynd nýtur sín alls ekki nema í Dolby stereo. Tónninn er helmingur ánægjunnar af þessari mynd. Borgarbíó hefur yfir slíkum tækj- um að ráða og þeir hafa bætt tón- inn mikið hjá sér. Svar: Það er rétt að það komi fram að í samtali sem blaðamað- ur Dags átti við Ragnar sýning- armann í Borgarbíói á dögunum, kom einmitt fram að Borgarbíó hefur tryggt sér sýningarréttinn á Ghostbusters í Dolby stereo og verður myndin sýnd hér síöar í mánuðinum. Þessi magnaöa mynd verður því með alvöru hljóði á Akureyri. Þakkir Hjálparsveit skáta á Akureyri vill koma á framfæri þökkum til bæjarbúa sem styrktu starf sveit- arinnar vel fyrir áramótin. Flugeldasala Hjálparsveitar- innar gekk mjög vel, en hún er aðaltekjulind sveitarinnar. Fyrir það færir sveitin bæjarbúum og öðrum viðskiptavinum sínum bestu þakkir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.