Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR l SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI MARGAR GERÐIR TULOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS FILMUhusið AKUREYBi — 68. árgangur Akureyri, miðvikudagur 20. febrúar 1985 21. tölublað Erlingur Pálmason, yfirlögregluþjónn og Þorsteinn Pétursson með spólurn ar sem gerðar voru upptækar á Akureyri. Mynd: ESE „Herfferð“ gegn myndbandaleigum - Lagt var hald á 42 myndir á Akureyri, Húsavík, Siglufirði og Sauðárkróki I fyrradag var farin „herferð“ í myndbandaleigur landsins að beiðni Kvikmyndaeftirlits ríkisins og lagði lögreglan hald á nokkur hundruð ólögleg myndbönd sem voru til leigu. Var hér um að ræða ofbeldis- myndir. Að sögn Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Ak- ureyri fór lögreglan í bænum á allar 7 myndbandaleigur bæjar- ins. Ólafur sagði að þeir hefðu tekið í sína vörslu 22 myndbönd og virtist sér sem ástandið á Ak- ureyri væri nokkuð gott hvað þetta snerti. Ólafur sagði einnig að lögreglunni hefði verið vel tekið, menn hefðu verið sam- vinnufúsir og ieyft leit á leigun- um, en annars var fógetafulltrúi á vakt.tilbúinn að gefa út úrskurð um húsleit ef tilefni gæfist til. Á Húsavík eru tvær mynd- bandaleigur, og lögreglan þar tók 7 myndir í sína vörslu. Tvær leigur eru einnig á Siglufirði og þar höfðust 6 myndir upp úr krafsinu. Lögreglan á Sauðárkróki fór í 4 leigur þar í bænum og 3 á Hofs- ósi, og lagði hald á 7 ólöglegar spólur. gk-. Verkfall sjómanna: Lítil áhrif í landi enn sem komið er Þrátt fyrir að verkfall yfir- og undirmanna á fiskveiðiflotan- um hafi nú staðið síðan á sunnudag, hefur það lítil áhrif haft á atvinnu í landi enn sem komið er. Hjá Jökli hf. á Raufarhöfn þar sem gerður er út einn togari er enn full vinna. „Rásin“ þjófstartaöi Þá er Rás 2 komin til Norður- lands og reyndar Austurlands líka. Má segja að „Rásin“ hafi þjófstartað því samkvæmt upplýsingum sem Dagur hafði beint frá Þorgeiri Astvalds- syni, rásarstjóra, áttu ekki út- sendingar að hefjast fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða föstu- dag. Nýju FM-sendarnir sem notað- ir eru til að endurvarpa Rásinni eru staðsettir á Hnjúkum við Blönduós, á Vaðlaheiði og á Gagnheiði á Austurlandi. Norðurlandssendarnir eru á 95,5 m og 96,5 m. - ESE - Verkfallið hefur engin áhrif á okkur fyrr er. eftir næstu viku, sagði Hólmsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Jökuls í sam- tali við Dag. Hólmsteinn sagði að Stakfellið kæmi inn með afla eftir næstu helgi og sú vika færi í að vinna þann afla. Ástandið hjá þeim sem ekki hafa togaraaflann, er heldur verra en langt er í neyðarástand og uppsagnir. - Það er einn bátur hættur hjá okkur, Sjöfnin en aðrir landa í þessari viku og þeirri næstu, sagði Knútur Karlsson, fram-- kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík en frystihúsið þar treystir nær eingöngu á línuafl- ann. Taldi Knútur að hráefni dygði út næstu viku en þá kæmi til hráefnisskorts væri verkfallið ekki leyst fyrir þann tímá. -ESE Fundur nemanda MA um uppsagnir framhaldsskólakennara var mjög fjölmennur. Mynd: KGA Stefnir í óefni vegna uppsagna kennara Fundur samstarfsnefndar framhaldsskólanna á Norður- landi ályktaði á fundi nýlega, þar sem tekið var undir álykt- un Skólameistarafélags Islands og bent á að i mikið óefni sé komið stefni í vegna uppsagna kennara. Half milljon litra af bjórlíki á ári? Hversu mikil skyldi neysla bjórlíkis vera í landinu? Um það eru ekki til neinar stað- festar tölur, en samkvæmt þeim upplýsingum sem Dag- ur hefur aflað er hér um veru- legt magn að ræða - gæti numið hátt í hálfri milljón lítra á ári. Þrjú fyrirtæki selja öl til veit- ingahúsa, sem ýmist er notað óbreytt eða bætt í það sterkunt drvkkjum. Framleiðslu- og sölutölur þessara fyrirtæja, en þau selja Sanitasöl, Egilsöl og Tuborg, eru ekki gefnar upp. Hins vegar hafa framleiðendur öls nokkuð glögga hugmynd um markaðshlutdeild hvers og eins og þeir vita einnig nokkuð ná- kvæmlega hversu mikið af því, sem afgreitt er á þrýstikútum, fer til bjórlíkisgerðar. Samkvæmt upplýsingum Dags gæti hér verið um að ræða 30-40 þúsund lítra á hverjum mánuði að jafnaði. Ef miðað er við hærri töluna verður magnið 480 þúsund h'trar á ári, annars 360 þúsund lítrar. Bjórlíkið er selt á 140 kr. að jafnaði hálfs lítra krús. íslend- ingar kaupa því bjórlíki fyrir upphæð sem gæti verið á bilinu 100 - 135 milljónir króna á ári. Menn geta svo leikið sér við að reikna út hugsanlega álagningu á þennan mjöð. - HS Margt bendir til þess að fram- haldsskólar landsins verði óstarf- hæfir á næstu mánuðum. Vandi íslendinga í efnahags- og at- vinnumálum verði ekki leystur nema með bættri þekkingu og menntun á öllum sviðum - með betri skólum og öflugri menntun. Til þess þurfi hæfa og vel mennt- aða kennara og þeir fáist ekki til frambúðar nema gegn sann- gjörnum launum. Samstarfsnefndin skórar því á stjórnvöld að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í kjaramálum kennara í landinu. Nemendur í Menntaskólanum á Akureyri héldu fjölmennan fund sl. mánudag þar sem þeir ræddu um þau áhrif sem upp- sagnir framhaldsskólakennara hafa á nám þeirra. í gær var undirskriftum safnað og skora nemendur á yfirvöld að finna hið snarasta lausn á þessari deilu. - HS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.