Dagur - 20.02.1985, Side 4

Dagur - 20.02.1985, Side 4
4 - DAGUR - 20. febrúar 1985 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Arnar stöðvaði Pálma - og Áskell Örn Kárason sigraði ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. Sigur Áskels Kárasonar á skákþingi Akureyrar þarf engum að koma á óvart. Þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur sigur á skákþinginu. Áður var það 1981 og 1982. Áskell mætti frískur til leiks og tefldi af leiftrandi sigurvilja sem fleytti hon- um að lokum verðskuldað upp í fyrsta sætið. Annað sætið hlaut Pálmi R. Pét- ursson, en þetta mun vera hans langbesti árangur á skákþingi Akur- eyrar til þessa. Tefldi Pálmi yfirleitt ágætlega og er greinilega í sókn. f þriðja sæti varð Kári Elíson og tókst ekki að verja titil sinn á þessum víg- stöðvum gegn hatrammri sókn hinna vígreifu skákvíkinga. Fjórði varð Gylfi Pórhallsson sem tefldi veiklulega í fyrri hluta mótsins, en náði sér á strik í seinni hlutanum og var sá eini sem lagði Áskel að velli. í fimmta sæti varð Jón G. Viðars- son. Hann byrjaði illa í mótinu en náði sér á strik í síðari hlutanum eins og Gylfí. Voru örlagadísirnar fremur óhliðhollar honum, nema kannski í síðustu umferðinni! Sjötta sætið vermdi hinn ungi Arnar Þor- steinsson, hann er einn af þeim efni- legri í skáklistinni hér á Akureyri, en í þetta sinn var við ofurefli að etja. Skákstíll hins nýbakaða Akureyr- armeistara hefur löngum þótt frem- ur þungur og stöðulegur, líkt og hin íslensku náttúruöíl! Hann á það hins vegar til að taka hressilega á móti sé á hann ráðist, og þá lætur hann sverfa til stáls, eins og sést á meðfylgjandi skák sem tefld var í 5. umferð: Hvítt: Gylfi Þórhallsson. Svart: Áskell Örn Kárason. Sikileyjarvörn - Laskers-afbrigðið. 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-Rc6 6. Rdb5-d6 7. Bf4-e5 8. Bg5-a6 (Nú er komið upp afbrigði sem kennt er við Emanúel Lasker sem var heimsmeistari í skák í 27 ár!) 9. Ra3-Be6 10. Rc4-Hc8 11. Rd5? (Hér virðist hvítur víkja út af vegi dyggðarinnar. Mun betra var 11. Re3 (eða fyrst Bxf6).) 11. -Bxd5 12. exd5-Re7 13. Df3-b5! 14. Re3-Da5t 15. c3?-Hxc3! (Laglegt tilbrigði við hróksstef! - Konungur hvíts dæmist nú á volað- an vergang.) 16. Ke2-e4! 17. Dh3-Hd3 (Með sykursætri hótun: 18. Dd2t mát!) 18. Hdl-Rfxd5 19. Hxd3-exd3t 20. Kf3? (Hvítur er í hörmulegri aðstöðu, en meira viðnám veitti 20. Kxd3.) 20. -Rxe3 21. Bxe3-Del! 22. a4-Ddlt 23. Kg3-h5 24. f4-g6 25. axb5 (Ljóst er að staða hvíts er dauðvona og aðeins spriklið eftir.) 25. -Delt 26. Kf3-Rf5 / I <# VJIOM. tóe 'Askell'öRkj I KÁeflSoM k 'h/ 7\ 1 / /o % / 1 1 PÁlvvi l £ • PÉTuessoG /0 \'h/ / 'lz v 41 \ O 6 2 KÁe_i Eú soK 'k/ /0 y 1/ /0 4 51 3 Gýlfl ÞÓÞHÍlLLfSÖD O / /1 o /o o/ 4 o / /'lz. 4 45 oboiaAéDAe. Ui-DAe.Sc.oO oy /7 z / o/ h % /\ 4 H-5 flÁWAe. þoeSTEÍWGoO % h o/ / \o/\ H 31 b 27. Bf2-Ddlt 28. Ke4-d5t! 29. Kxd5 (Fjölbreytt er ferðalangsins líf!) Kostuleg staða! - Hvítu mennirnir standa í kjánalegum hnapp og þótt hvítur sé hrók yfir hlýtur hann að tapa! 39. Re2-Bxe2t (Hvítur gafst upp því hann er mát í fáum leikjum eftir 40. Kxe2-flDt o.s.frv.) Skákþingi Akureyrar verður slitið með verðlaunaafhendingu og hrað- skákmóti sunnudaginn 24. febr. kl. 13.30 í Barnaskóla Akureyrar. K.E. 29. -Db3t 30. K34 Foringi var ég forðum yfir firnaglæstum her, en gaman er gengið úr skorðum og gröfin nú heilsar mér! 30. -Dc4t Hvítur gaf því eftir 31. Ke5 kemur Bg7t mát og eftir 31. Kf3 mátar svartur með Dd5t. Vegna fjölda áskorana flýtur hér með skák sem tefld var í 9. umf., en lok hennar eru einkennilega snotur. Hvítt: Arnar Þorsteinsson. Svart: Kári Elíson. Frönsk vörn (með sóknarlegu ívafi!) 1. e4-e6 2. d4-d5 3. e5-c5 4. c3-Rc6 5. Rf3-Db6 6. Bd3!? (Öruggari leikaðferð er 6. Be2.) 6. -cxd4 7. cxd4-Bd7 8. Bc2-Rb4 9. Rc3-Rxc2t 10. Dxc2-Re7 11. 0-0-Rf5 12. B33-Be7 13. Hfel-0-0 14. g4? (Vegurinn til glötunar er lagður góðum áformum. Þessi sókndjarfi leikur skilur eftir veikleika í stöðu hvíts sem svörtum tekst að notfæra sér í framhaldinu.) 14. -Rx3e 15. Hxe3-f6 16. Hadl-f5! (Þarf endilega að fara þangað í ein- um leik sem maður kemst í tveim- ur?) 17. g5-f4 18. Heel-Be8! 19. h4-Bh5! 20. Kg2-Dc6 21. Da4-Dc7 22. Db5-a6 23. Dd3-Dd7 24. Re2-Hf5 25. Hgl-Haf8 26. Hcl-Bd8 (Svartur hefur betra tafl, en erfitt er að komast áfram því staðan er lokuð.) 27. Dc3? (Betra var að koma riddaranum á þennan reit og halda dömunni á d3.) 27. -Df7 28. Kfl-Dg6 29. Hg2-Hf57 30. Hdl-De4! (Það fer að hrikta í stoðum hvítu stöðunnar fyrir alvöru.) 31. Regl (Nú er það svart maður! - En ekki gekk 31. Hd3 vegna 31. Ba5!) 31. -Hc7 32. Dd3-Hc2 33. Rel-f3!! (Nú strandar 34. Dxc2 eða Rxc2 á 34. fxg2t og við 34. Hg3 kæmi feg- urðin 34. De2tH og svartur vinnur.) 34. Dxe4-dxe4 35. Hg3-Hxb2 36. d5-Hxf2t!! (Áhrifaríkasta vinningsleiðin.) 37. Kxf2-Bb6t 38. Kfl-f2! (Þetta göldrótta peðskrfli gerir út um taflið.) Uppsagnir kennara Ófremdarástand er nú að skapast í fram- haldsskólum landsins vegna uppsagna kennara. Þeir munu ganga út 1. mars ef ekki verður búið að leiðrétta launakjör þeirra veru- lega. Ákvörðun kennaranna er skiljanleg, launakjör þeirra miðað við ábyrgð og menntun eru vægast sagt bágborin og á það raunar ekki eingöngu við um kennara fram- haldsskólanna heldur kennarastéttina í heild. Menntamálaráðherra hefur framlengt upp- sagnarfrest kennaranna, en þeir hyggjast hafa það að engu, telja sig ekki vera að brjóta lög hvað þetta varðar. Ágreiningur er um túlkun lagaatriða og það verður að segjast eins og er að málstaður kennaranna er mikl- um mun viðkúnnanlegri heldur en sá mál- flutningur sem menntamálaráðherra hefur beitt í þessari deilu, og raunar í flestum þeim deilum sem ráðherrann hefur komið sér í að undanförnu. í samþykkt sem gerð var í samstarfsnefnd framhaldsskólanna á Norðurlandi nýlega segir: Margt bendir til þess að framhaldsskól- ar landsins verði óstarfhæfir á næstu mánuð- um. Vandi íslendinga í efnahags- og atvinnu- málum verður ekki leystur nema með bættri þekkingu og menntun á öllum sviðum. Það verður ekki nema með betri skólum og öflugri menntun. Til þess þarf hæfa og vel menntaða kennara. Þeir fást ekki til frambúðar nema gegn sanngjörnum launum. Samstarfsnefnd framhaldsskólanna skorar því á stjórnvöld að bæta úr því ófremdarástandi sem ríkir í kjara- málum kennara í landinu. Undir þessa ályktun er auðvelt að taka. Vandamálið er hins vegar ögn flóknara. Það er til ansi lítils fyrir t.d. Akureyringa að út- skrifa vel menntað fólk á æ fleiri sviðum ef þetta unga fólk stendur síðan uppi verkefna- laust að loknu námi. Þetta unga fólk hefur tæpast bolmagn til að setja upp eigin rekstur strax að námi loknu, jafnvel þótt það hafi þekkinguna sem til þarf. Því tengist vandi framhaldsskólanna vegna uppsagna kennara því ástandi sem almennt ríkir í þjóðfélaginu. Tæplega er hægt að reikna með að þetta gangi þannig fyrir sig að fyrst verði allir menntaðir mjög vel og síðan verði hafist handa við atvinnuuppbygginguna. Þetta hlýtur allt að þurfa að haldast í hendur. Stjórnvöld landsins eru að berjast við kreppu í efnahagsmálum og afleiðingar eyðslu og ráðdeildarleysis undanfarinna missera og ára. Ekki verður sagt að kennarar framhaldsskólanna séu með uppsögnum sín- um að skrá sig til þátttöku í þessar baráttu, en afstaða þeirra er hins vegar skiljanleg, vegna þeirra kjara sem þeir búast við. Skákþing Akureyrar:

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.