Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HÁÞRYSTISLÖNGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA Gjaldskrárhækkun rafveitu og hitaveitu á Siglufirði: Dugar ekki til að standa í skilum „Þessi gjaldskrárhækkun er ekki meiri en það að hitaveitan hefur ekki fjármagn til að greiða afborganir af lánum og standa í skilum með fjár- magnskostnað. Vanskil hita- veitunnar um áramót námu tæpum 5 milljónum króna og í afborganir og vexti þar að greiða 15 milljónir á þessu ári. Tekjur eftir hækkun á gjaldskrá verða ekki nema rúmlega 18 milljónir, þannig að það ætti að vera hverjum manni augljóst að gjaldskráin þurfti að hækka. Hækkun um 26% til hitaveitunnar nægir ekki til að unnt verði að standa í skilum og þarf því annað að koma til. Unnið er að því að koma inn á lánsfjáráætlun 6 millj. kr. lántökuheimild. Þeg- ar er búið að breyta og iengja lán rafveitunnar og spurning er hvort halda á áfram að taka erlend lán og lengja þau, á sama tíma og stefnt er að því í þjóðfélaginu að draga saman erlendar skuldir.“ Þetta sagði Sverrir Sveinsson, veitustjóri á Siglufirði, þegar Dagur hafði samband við hann vegna deilna um gjaldskrárhækk- anir hitaveitu og rafveitu. Sverrir sagði að gjaldskrár hefðu sáralít- ið hækkað síðan í ágúst 1983 en vegna verðbólguþróunar í kjölfar kjarasamninga hefði komið upp sú staða að gjaldskrár hefðu orð- ið að breytast. Hækkunin nemur um 26% hjá hitaveitunni og 15-21% hjá rafveitunni, sem er sarrbærilegt við hækkanir hjá RARIK. Safna heimildum úr sögu Ólafsvíkur Bæjarstjórn Ólafsvíkur hefur í tilefni 300 ára afmælis Ólafs- víkur sem löggilts verslunar- staðar 1987 ákveðið að láta rita sögu byggðarlagsins. Söguritari verður Gísli Agúst Gunnlaugsson sagnfræðing- ur. Hér með er farið þess á leit við alla þá er heimildir kunna að hafa undir höndum svo sem gamlar myndir að lána þær til verksins. Sömuleiðis að veita ábendingar um hvern þann er fróðleik hefur að geyma svo hægt sé að nálgast hann. Fólk búsett utan Ólafsvíkur getur snúið sér með myndir til Svavars Guðbrandssonar Lyng- brekku 10, Kópavogi, sími 40048 og með ábendingar um annan fróðleik til Ásgeirs Jó- hannessonar Sunnubraut 38, Kópavogi, sími hans er 41352 en báðir þessir menn hafa góð- fúslega orðið við beiðni um að veita liðsinni sitt. í dag er sem sagt öskudagur. Og kötturinn sleginn úr tunnunni og fleira há- vaöasamt aðhafst. Gunnar Páll Gunnarsson starfsmaöur Rafvcitu Akureyr- ar var aö undirbúa kattartunnuna í gær. Alls sjá Rafveitumenn um þrjár slíkar, eina á Ráðhústorgi, aðra á Sólborg, og úr þeirri þriðju slá þeir sjálfir á árshátíð sinni á föstudaginn. Mynd: KGA „Ég tel að þeir sem mótmæla þessum hækkunum hafi ekki full- an skilning á rekstri fyrirtækj- anna og að hér sé um pólitískt upphlaup minnihluta sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn að ræða og jafnframt ábyrgðarleysi gagnvart veitunum. Ég get nefnt sem dæmi að við höfum notið niðurgreiðslu á raforku til húsahitunar og erum eina rafveitan sem fær endur- greitt verðjöfnunargjald með sérstakri heimild í lögum. Það gefur náttúrlega auga leið að við fengjum ekki þessa endurgreið- slu nema vegna þess að rafveitan þarf á henni að halda,“ sagði Sverrir Sveinsson. HS Sjafnar dömu- bindi og barnableiur koma í apríl „Vélin sem notuð verður við framleiðsluna verður tilbúin til afgreiðslu í næsta mánuði þannig að ég geri ráð fyrir að við gætum hafíð framleiðslu í apríl,“ sagði Aðalsteinn Jónsson í Sjöfn er við spurð- um hann hvenær fyrirtækið myndi hefja framleiðslu á dömubindum og bleium eins og ákveðið hefur verið. Aðalsteinn sagði að hér væri um mjög afkastamikla vél að ræða. „Það veltur allt á því hvað við náum miklum hluta markaðarins hérna hversu góð nýting verður á vélinni, en ég reikna með að ef.við náum um 50% markaðarins gæti nýtingin orðið nokkuð góð,“ sagði Aðai- steinn. gk-. Sýnd verk 50 listamanna Dagana 1.-4. mars nk. verður stór listsýning haldin í Safnhús- inu á Húsavík. Nú þegar er Ijóst, að yfir 50 listamenn munu eiga verk á sýningunni. Þetta er einn Iiður í fjáröflun Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti (Æ.S.K.), til styrktar Sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Margir af þekktustu lista- mönnum landsins verða í þessum hópi, og hafa allir gefið verk sín. Húsvískir tónlistamenn munu leika við opnun sýningarinnar, sem er sölusýning og mjög fjöl- breytt. Þarna getur að líta olíu- og acrylmálverk, vatnslitateikn- ingar, ljósmyndir, pastelmyndir, grafikverk, höggmyndir, vefnað, taumálun, útskorna muni og prjón, svo að eitthvað sé nefnt. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á þessari stórkostlegu og fjölbreyttu sýningu. Einnig munu verða á sýningunni gjafabréf frá mörgum fyrirtækjum, sem styrkt hafa Sumarbúðirnar í ár, til þess verkefnis, sem bíður. Á sl. ári var haldið hátíðlegt 25 ára afmæli Æ.S.K. og 20 ára af- mæli Sumarbúðanna við Vest- mannsvatn. Á þeim árum, sem liðin eru frá stofnun Sumarbúðanna, hefur fjárhagurinn ekki leyft eðlilegt viðhald húseignanna. Á aðal- fundi Æskulýðssambandsins sl. haust ákvað stjórnin og sumar- búðanefnd að gera átak í þessum málum í tilefni afmælisársins. Leitað verður til allra velunnara Æ.S.K. og Sumarbúðanna, fé- lagasamtaka, einstaklinga og bæjarfélaga, sérlega hér norðan- lands um fjárstuðning til þessa brýna verkefnis. Lögð verður áhersla á endurnýjun þeirra hús- eigna, sem fyrir eru, áður en lagt verður í nýjar byggingar. Þeir eru orðnir ófáir hópar barna, ung- linga og aldraðra, sem hafa átt ánægjulegar og . eftirminnilegar stundir í Sumarbúðunum við Vestmannsvatn. Barna- og æsku- lýðsstarf sem þetta, er erfitt að meta til fjár, en ber engu að síður ríkulegan ávöxt. Er því heitið á alla velunnara starfsins að láta þessa sýningu ekki fram hjá sér fara. Spáð er vaxandi sunnanátt er líða tekur á daginn. Stinn- ingskalda, slyddu og rign- ingu! einkum vestan tii á Norðurlandi. í kvöld snýst vindur svo til s\ ,-áttar með éljum vestan til en þá léttir til austan til á Norðurlandi. Á morgun verður hæg sv.-átt með élja- votti á Nl. vestra en björtu veðri sennilega frá Eyjafírði og austur um. # Jöfnun her- kostnaðar Nýtt sjónarmið hefur nú kom- íð upp varðandi hækkun á fasteignagjöldum, sem meiri- hluti bæjarstjórnar Akureyrar gekkst fyrir ( andstöðu við minnihluta sjálfstæðis- manna. Meirihlutinn hefur haldið því fram að bæjarfé- lagið þurfi ákveðið miklar tekjur, svo notað sé orðlag eins ágætis embættismanns i bænum. Því hafi verið haldið fram að launþegar hafi fyrst og fremst þurft að borga herkostnaðinn af verðbólgu- baráttunni. Nú sé komið að öðrum. Hækkun fasteigna- gjaldanna komi nefnilega fyrst og fremst niður á fyrir- tækjum í bænum og þau hljóti að vera aflögufær rétt fnl 1Q (Tf UÍ7 m M J) — < Jjj. eins og launþegarnir. Komið verði til móts við hækkun fasteignagjalda á almenningi með lægri útsvarsálagningu. Þetta sjónarmið snýst sem sagt um það að verið sé að jafna byrðum þessa her- kostnaðar niður, réttlátar en áður hafi verið gert. # Ekki á Rás- inni Starfsmaður sá sem greint var frá í S&S á mánudag og var að afla auglýsinga fyrir Rás 2 hafði samband, sagðist ekki hafa kynnt sig sem starfsmann rásarinnar, held- ur fyrirtækis í Reykjavík sem annaðist gerð leikinna aug- lýsinga. Sagðist hann ekki skilja að hægt hefði verið að misskilja þetta. # Sumarvinna í kjallara MA Vilhelm Ágústsson hefur sem kunnugt er verið mikill talsmaður álvers vlð Eyja- fjörð og hvers konar atvinnu- uppbyggingar á svæðinu. Hann er málsvari þeirrar skoðunar að ekkert megi lát- ið óathugað ( þesum efnum og lætur álit sitt á þelm sem eru annarra skoðunar í Ijós með ýmsum hætti. Á dög- unum komu unglingar til hans til að biðja um sumar- vinnu og vikuna á undan höfðu hátt á þriðja tug ung- menna beðið um sumarvinnu hjá fyrirtæki þeirra bræðra. Það rann Vilhelm til rifja að geta ekki liðsinnt unga fólk- inu, en minnugur þess sem andstæðingar stóriðju við Eyjafjörð hafa látið frá sér fara um smáiðnað og fleiri at- vinnukosti í stað álversins, benti hann unglíngunum á að fara nú bara upp ( Mennta- skóla, tala við Tryggva skóla- meistara eða Erling kennara Sigurðarson og biðja þá um sumarvinnu við öll smáiðn- aðartækifærin sem þeir væru með í kjallara skólans. Þetta myndi líklega flokkast undir það sem kallað hefur verið gálgahúmor.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.