Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 20.02.1985, Blaðsíða 9
20. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Þorleifur Ananíasson: Styttist í 500. leikinn Það vakti nokkra athygli þegar KA og Þór léku fyrri leik sinn í Akureyrarmótinu í hand- knattleik í síðustu viku að Þor- leifur Ananíasson lék ekki með KA, heldur fylgdist með leiknum frá varamannabekkn- um. Óvenjuleg sjón, en ástæð- ur eru fyrir henni. Þannig er að Þorleifur hefur leikið 495 leiki fyrir meistara- flokk KA. Nú standa fyrir dyrum tvær suðurferðir liðsins þar sem leiknir verða 4 leikir, og ef Þor- leifur hefði Ieikið gegn Þór í Ak- ureyrarmótinu hefði hann leikið 500. leikinn fyrir sunnan. Það vilja KA-menn ekki, held- ur er fyrirhugað að setja upp sér- stakan leik fyrir Þorleif, sem verður hans 500. leikur með KA og verður leikurinn að sjálfsögðu á Akureyri. Ekki er ákveðið hverjir verða mótherjar KA þá, en taiað hefur verið um FH, eða jafnvel úrvalslið og reynt mun að fá Alfreð Gíslason til að leika með KA. Hörð í Pepsímötinu keppni ímóiim Óvenjuleg sjón. - Þorleifur áhorfandi á leik KA og Þórs. Punktamót í alpagreinum fyrir 13-14 ára, Pepsímót, var hald- ið í Hlíðarfjalli um helgina. Yfirburðir Daníels í svigi karlanna Mjög góð þátttaka var í mót- inu, keppendur víðs vegar af landinu en úrslit urðu sem hér segir: Eitt af bikarmótum vetrarins alpagreinum var háð á Siglu- firði um helgina, og var keppt í karla- og kvennaflokkum. 24 keppendur mættu til leiks að Hóli og kepptu þar við góðar aðstæður í góðu veðri, og að- staðan að Hóli sem er orðin mjög góð var fullnýtt alla helg- ina. Nokkuð varð um óvænt úrslit, t.d. duttu landsliðs- mennirnir Árni Þór Árnason R og Guðmundur Jóhannsson í fyrri ferðinni í sviginu og voru þar með úr leik. En úrslit urðu þessi: Tvær nýjar til Þórs Arney Magnúsdóttir og Hera Ármannsdóttir sem léku með Hetti í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu á síðasta sumri hafa ákveðið að ganga til liðs við Þór, og mun verða gengið frá félagaskiptunum mjög bráð- lega. Þær Arney og Hera voru bestu leikmenn Hattar á sl. sumri, og Hera lék í landsliði íslands 19 ára og yngri gegn liði frá Bandaríkj- unum. Þór verður einnig fyrir missi, því Díana Gunnarsdóttir sem hefur verið ein styrkasta stoð liðsins hefur ákveðið að skipta um félag og leika á Akranesi næsta keppnistímabil. Svig kvenna: 1. Guðrún H. Kristjánsdóttir A 98,46 2. Snædís Úlriksdóttir R 99,91 3. Tinna Traustadóttir A 100,16 Svig karla: 1. Daníel Hilmarsson D 85,97 2. Þór Ómar Jónsson A 93,85 3. Kristján Valdimarsson R 94,10 Stórsvig kvcnna: 1. Snædís Úlriksdóttir R 106,67 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir A 106,90 3. Bryndís Ýr Viggósdóttir R 107,45 Stórsvig karla: 1. Guðmundur Jóhannesson í 100,81 2. Árni Þór Árnason R 101,52 3. Daníel Hilmarsson D 101,74 Stórsvig drengja: 1. Ólafur Sigurðsson í 2. Jón Harðarson A 3. Jóhannes Baldurss. A Svig drengja: 1. Jóh Harðarson A 2. Ólafur Sigurðsson í 3. Jóhannes Baldurss. A Svig stúkna: 1. Agústa B. Halldórsd. í 2. Ágústa Jónsdóttir í 3. Sólveig Gísladóttir A Stórsvig stúlkna: 1. Guðrún H. Ágústsd. S 2. Gerður Guðm.d. ÚÍA 3. Geirný Geirsdóttir R 93.70 97.48 98.07 72.77 73.47 73.68 83.43 84.19 84.22 105.51 105.71 107.39 Leiðrétting I frétt af íslandsmótinu í knatt- spyrnu kvenna innanhúss var rangt farið með tvenn úrslit sl. mánudag. KA tapaði 1:4 fyrir ÍBÍ en ekki 1:7, og Þór tapaði fyrir KR 1:7 en ekki fyrir Akra- nesi. Þór gegn IBK Jón Harðarson sigraði í svigi og Jóhannes Baldursson varð í 3. sæti. Ef Þór tekst að sigra Keflvík- inga tvívegis er liðin mætast í 1. deild körfuboltans á Akur- eyri um helgina, hafa þeir gal- opnað stöðuna á toppi deildar- innar. Þá fá Framarar möguleika til þess að komast upp í Úrvals- deild, en sigri Keflvíkingar í öðrum leiknum verður að telja nokkuð víst að þeir taki sæti í Úr- valsdeild. Fyrri leikur liðanna verður í Höllinni kl. 20.30 á föstudags- kvöldið, en sá síðari kl. 13.30 á laugardag. Ef Þórsurum tekst vel upp í þessum leikjum ættu þeir að geta unnið sigra í þessum leikjum, en til þess verður liðið að leika vel. 1—X—2 Ágúst Aðalgeirsson. „Ég fann betra lið“ „Ég hélt ineð Liverpool en hætti því þegar ég fann betra lið til að halda með,“ segir Ágúst Aðalgeirsson spámaður vikunnar, en hann mætir í getraunaleikinn sem fulltrúi Sunderland. Ágúst er greini- lega ánægður með sína menn því hann bætir við: „Nú erum við inni til Wembley, unnum Chelsea í fyrri leiknum í undanúrslitum deildarbikars- ins 2:0 og það ætti að nægja okkur.“ Illa hefur gengið að eiga við veðurguðina á Bretlandseyj- um að undanförnu og lítið far- ið fram af leikjum. Ur þv« ræt- ist vonandi, því hér kemur spá Ágústs: Arsenal-Man.Útd. 2 Leicester-Everton 2 Norwich-Sheff.Wed. x N.Forest-Southampton 1 QPR-Sunderland 2 Watford-Ipswich 1 WBA-Tottenham x West Ham-A.Villa x Blackburn-Oxford 2 Cardiff-Wolves 1 Middlesb.-Huddersf. 2 Schrewsbury-Birmingham 2 „KóngurinrT með 1 réttan! Hann setti aðeins niður „get- raunakóngurinn" okkar frá síðasta ári, Einar Pálmi Árna- son sem spáði fyrir okkur í síð- ustu viku. Einar fékk aðeins einn leik réttan, og vermir Einar því botnsætið. Nú fer að styttast í for- keppninni, en að henni lokinni komast 4 þeir bestu í úrslita- keppnina og spá þá allir í nokkrar vikur. Guðmundur Frímannsson er enn bcstur með sína 10 rétta, Hinrik Þór- hallsson með 9, Sigurður Páls- son með 6 og síðan koma margir mcð 5 leiki rétta. 1—X—2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.