Dagur


Dagur - 22.02.1985, Qupperneq 2

Dagur - 22.02.1985, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 22. febrúar 1985 A söluskrá: Ásabyggð: 6 herb. einbýlishús ca. 170 fm á tveimur hæðum. Bílskúrsréttur. Seljahlíð: 5 herb. 128 fm rað- húsíbúð og 30 tm bílskúr, allt á einni hæð. Auk þes geymsla í kjallara. Skipti á minni eign möguleg. Grundargerði: 4—5 herb. íbúð um 120 fm á tveimur hæðum. Mjög góð. Drottningarbraut: Einbýlishús ca. 150 fm og tvöfaldur bílskúr. Húsið stendur eitt sér á fallegum stað. Bjarmastígur: 4-5 herb. 140 fm efri hæð í tvíbýlishúsi. Skipti á húseign á Eyrinni æskileg. Þórunnarstræti: Vönduð 5 herb. íbúð á efri hæð ca. 150 fm og innbyggður bílskúr. Skipti á minni eign. Hjallalundur: 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Mjög vönduð íbúð. Víðilundur: 3ja herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsi. Skipti á rað- húsíbúð eða sambærilegu. Þórunnarstræti: 4ra herb. ca. 100 fm íbúð á miðhæð í fimm íbúða húsi. Góð íbúð. Hugsan- leg skipti á góðri 3ja herb. íbúð. Skólastígur: 5 herb. neðri hæð í tvíbýlishúsi 140 fm og Vz kjall- ari. Hrafnagilsstræti: 4ra herb. mið- hæð í þríbýlishúsi um 100 fm. Skipti á 2-3ja herb. íbúð. Tjarnarlundur: Einstaklings- íbúð á 4. hæð. Fæst að hluta á skuldabréfum. Eiðsvallagata: 3ja herb. góð íbúð á 2. hæð. Skipti á stærra möguleg. Furulundur: 3ja herb. ca. 55 fm íbúð á efri hæð í fjölbýlishúsi. Svalainngangur. ÁsmundurS. Jóhannsson mm logfræölngur m Brekkugölu m Fasteignasa/a Brekkugötu 1, sími 21721. Sölum.: Ólafur Þ. Ármannsson við kl. 17-19 virka daga. heimasími 24207. Innbakaður svissneskur réttur - Guðbjörg „Petta er nú svona sitt úr hvorri áttinni hjá mér, fljótlegur og góð- ur fiskréttur og svo er ég með innbakaðan svínakamb, en við höfum gert mikið af slíkum mat eftir að við vorum í Sviss. Þetta er óskaplega góður matur. Krökkunum fannst nú hálfhallœris- legt af mér að láta lummuuppskrift, en ég læt hana samt fljóta með. Hún getur alltaf komið að góðum notum. “ Það er Guðbjörg Baldvinsdóttir sem kemur með uppskriftir í Matarkrókinn í dag og aðþví er okkur sýn- ist ífljótu bragði er hér um ákaflega girnilega Baldvinsdóttir í Matarkróknum §iii||i ..v.'.v.v.vvl liiiii Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri. Gengið inn að austan. ípið frá ki. 13-18 sími 21744 2ja herb. íbúðir: Tjarnarlundur: Ibúð á 3. hæð um 47 fm. Laus strax. Hrísalundur: Ibúð á 4. hæð í svalablokk um 58 fm. Hjallalundur: Ibúð á 4. hæð um 60 fm. Smárahlíö: Ibúð á 1. hæð um 44 fm. 3ia herb. íbúðir: Víöilundur: ibúð á 1. hæð um 68 fm. Skarðshliö: Ibúð á 3. hæð í svalablokk um 84 fm. Víðllundur: Ibúð á 3. hæð um 78 fm. Góð eign. Melasíða: Ibúð á 4. hæð um 84 fm. Eiðsvallagata: Miðhæð I þríbýlishúsi mikið endurbælt. Furulundur: Raðhúsíbúð á einni hæð ásamt bílskúr. 4ra herb. íbúðir: Hjallalundur: (búð á 4. hæð suðurendi um 89 fm. Rimasíða: Raðhúsíbúð á einni hæð ásamt bílskúr. Hrfsalundur: Ibúð á 2. hæð í svalablokk um 92 fm. 5 herb. íbúðir: Þórunnarstræti: Efri hæð f tvfbýlishúsi ásamt bílskúr. Góð I eign. Grundargerði: Raðhúsíbúð á tveimur hæðum um 127 fm. I Seljahlíð: Raðhúsibúð á einni hæð ásamt bílskúr samt. um 1170 fm. Skipti möguleg. I Steinahlfð: Raðhúsíbúð á tveimur hæðum ásamt bílskúr um 1164fm. Einbýlishús: Eyrarlandsvegur: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt kjallara og bílskúr. Skipti möguleg. Borgarsfða: Einbýlishús, hæö og gott ris ásamt bflskúr. lilbúið undir tréverk. erkilundur: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Skipti höguleg. lakkahlfð: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bilskúr. |fri hæð er rúmlega fokheld, neðri hæð fullbúin þar sem gt er að hafa 2ja herb. ibúð. Góð greiðslukjör. lúðasíða: Húsgrunnur fyrir einbýlishús. Teikningar á skrif- lofu. I - ' rétti að rœða. prófa! Bara að Sölustjóri: Sævar Jónatansson. Sunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl. Marengsterta (Fljótleg og góð) 4 eggjahvítur 200 g sykur. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, sykri smám saman bætt út í. Bökuð í 2 formum (best að nota bökunarpappír í formin) í 1 klst. við 150°. % dl þeyttur rjómi er settur inn í kökuna, súkkulaðibitum bætt út í rjómann. Lummur (Njóta mikilla vinsœlda á heimil- inu sérstaklega hjá börnunum) 4 bollar hveiti 2 bollar sykur 1 egg 1 tsk. ger 1 tsk. natron 1 tsk. salt mjólk rúsínur eftir smekk ef til er afgangur af hrísgrjóna- graut, er gott að bœta honum út í. Steiktar í feiti á pönnu. Fljótlegur fiskréttur Ýsuflök salt, múskat makkarónur 1 dl tómatsósa. Fiskurinn er hálfsoðinn og látinn í smurt eldfast mót, soðnar makkarónur settar yfir, bakaður upp jafningur kryddaður með múskati og látinn yfir allt saman. Sett inn í vel heitan ofn og bakað í ca. 15 mín. Lambakjötsréttur Lambalœri skorið niður í l-2ja cm bita smjörlíki 1-2 laukar 2 súputeningar l/2 krukka rauð paprika (niður- soðin) 1-2 grœn paprika 1 krukka mango chutney V2 krukka grœnn relasy ‘/2 d. sveppir '/.'2 d. ananas eða saxaður ananas. Kjötið er brúnað í smjörlíki á pönnu ásamt söxuðum lauknum. Sett í pott ásamt súputeningun- um og öllu því sem upp er talið í uppskriftinni og látið malla þang- að til kjötið er orðið meyrt og fullsoðið. Borið fram með rúsín- um og kókosmjöli í skál. Innbakaður svínakambur 1 rúlla svínakambur (útbeinuð, óreykt) 1 dós Campbell’s sveppasúpa eða 1 bréf sveppasúpa '/2 dós sveppir 2 bréf raftaskinka Smjördeig 2-3 epli sinnep kjúklingakrydd Café de Paris sauce. Hugmyndin að þessum rétti varð til eftir heimkomuna frá Sviss, en þar í landi kynntumst við meðal annars alls konar innbökuðum réttum. Þar sem mikill tími fer í að búa til smjördeig er einfaldast að kaupa frosið smjördeig í brauðgerðum bæjarins. Mjög æskilegt væri að deigið væri fáan- legt í matvörubúðum bæjarins því að það er lykUlinn að gerð fjölda ljúffengra smárétta. Byrjað er á að sneiða kambinn niður í ca. 1 cm sneiðar. Best er að sneiða kambinn niður hálf- þíddan. Sneiðarnar eru kryddað- ar með kjúklingakryddi og snöggsteiktar báðum megin á pönnu til að loka kjötsafann inni. Síðan látnar í ísskáp til kælingar. Smjördeig er flatt út með kefli frekar þunnt og látið þekja ósmurða bakaraofnsplötu. Þá er smjördeig aftur flatt út en nú þarf kakan að vera ca. 3 cm stærri á hvern kant en sú fyrri. Nú er köldum sneiðunum raðað þétt saman ofan á smjördeigið á ofn- plötunni. Því næst er örþunnu lagi af sinnepi smurt yfir sneið- arnar. Vökvinn er síaður frá dósasveppunum og þeim hrært saman við sveppasúpuna. Ef not- uð er pakkasúpa skal gæta þess að hafa vökvann helmingi minni en upp er gefið og hún þarf að vera köld. Þessu er svo smurt yfir allar ójöfnur og holrúm milli sneiðanna. Þá er þunnum epla- skífum raðað yfir. Síðan er þakið yfir með raftaskinkunni. Hér ofan á mætti nota ýmsar grænmetistegundir t.d. kál. En við ráðleggjum það ekki svona í fyrsta skipti ef baksturinn á að takast vel. Þá er komið að því að stærri deigkakan er lögð yfir og kantarnir brotnir vel saman. Samskeytin er gott að pensla með eggjarauðu jafnvel miðju kök- unnar líka en alls ekki nauðsyn- legt. Afganga af deiginu mætti nota til að skreyta kökuna ef vill. Ofninn er hitaður í 200°C og kakan bökuð þangað til hún hef- ur lyft sér vel og er orðin fallega gulbrún. Café de Paris sósan (sem reyndar er svissnesk að uppruna, Restaurant Café de Paris í Gen- eve) hentar þessum rétti vel en hana má þó rjómabæta svolítið. Grænmeti getur hver borið fram með réttinum að eigin vali en við viljum þó benda á rósakál og broccolikál sem tilheyrandi.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.