Dagur - 22.02.1985, Side 3

Dagur - 22.02.1985, Side 3
22. febrúar 1985 - DAGUR - 3 Starfsmannafélag Sambands- verksmiðjanna á Akureyri hélt fyrri árshátíð sína í Félagsborg sl. laugardagskvöld. Var þar margt um manninn og þétt setið, enda mæta um 460 manns á árshátíð- arnar sem eru reyndar tvær vegna þess hversu fjölmennt starfsliðið er, og verður síðari hátíðin nk. laugardagskvöld. Oll skemmtiatriði eru „heima- tilbúin“, og að auki er um 30 manna hópur sem hefur veg og vanda af öllum undirbúningi og annast framkvæmdina. Boðið var upp á fjölmargt til skemmtunar. Kór starfsmanna söng undir stjórn Árna Ingi- mundarsonar. Annáll ársins í léttum dúr var fluttur, gamanvís- ur sungnar, tískusýning starfs- manna og áfram mætti telja. Að sögn Júlíusar Thorarensen formanns starfsmannafélagsins var mikið fjör, og hann átti von á því að svipað yrði uppi á ten- ingnum annað kvöld þegar síðari hópurinn mætir á svæðið. Þrír starfsmenn voru heiðraðir. Margrét Jónsdóttir og Aðalbjörg Sigurðar- dóttir fyrir 25 ára starf, og Ríkharð Þórólfsson fyrir 40 ára starf. Myndir: KGA Séð yfir hluta salarins. Menn tóku hraustlega til matar síns og af nógu var að taka. Hvað skyldu þeir hafa verið að ræða þessir? Kór starfsmanna Sambandsverksmiðjanna var stóra númerið á árshátíðinni, og söng snilldarlega undir öruggri stjórn Arna Ingimundarsonar. FTLEHDIR HEILLAIMDI HEIMUR Starfsfólk Hótels Loftleiða býður þig velkominn. Takmark okkar er að gera þér dvölina ógleymanlega. Við bjóðum þér flest það sem hvílir, hressir og léttir lund. Þægileg herbergi, sundlaug, gufubað, Ijúffengan mat, góða skemmtun og iðandi mannlíf. Síðast en ekkí síst munum við leitast við að greiða götu þína í höfuðborginni. Við getum til að mynda bókað fyrir þig miða í leikhúsið eða óperuna og vitaskuld sjáum við til þess að bílaleigubíllinn bíði þín við hóteldyrnar sé þess óskað. Strætisvagnaferðir eru frá hóteldyrum á 30 mín. fresti. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA /MT HÓTEL

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.