Dagur - 22.02.1985, Síða 7

Dagur - 22.02.1985, Síða 7
22. febrúar 1985 - DAGUR - 7 Hilmnr Þór Hilmarsson. „Fékgslífið stimdað á kvöldin og nœtumar“ - Hraðfrystihús. - Hilmar Þór Hilmarsson, er hann við? - Augnablik . . . - Já, halló. Nei, komdu blessuð. Hvað á ég að segja þér? - Ja, til dæmis eitthvað um félagslífið á Þórshöfn. - Félagslífið hérna er með stórkostlegum blóma, það er búið að vera helvíti gaman hérna síðan um áramót. Pað var haldið feikigott þorrablót um daginn og um helgina verður góugleði Björgunar- sveitarinnar og þar verður ét- inn svartfugl og alls kyns fuglar aðrir. Og auðvitað drukkinn heimabruggaður bjór, en þú mátt ekki segja frá því. Hallbjörn Hjartar- son snillingur ætlar að koma og skemmta og menn bíða í ofvæni. Það er búið að vera mikið af böllum í vetur. Eða kannski er það bara ég sem alltaf er á böllum. - Eitthvað um að vera hjá leikfélaginu? - Þau eru að æfa Saklausa svallarann og leggja nótt við dag. - En er ekki alltaf verið að vinna, hafið þið tíma til að stunda félagslífið? - Það er alveg rosalega mikil vinna, Stakfellið aflar mjög vel og við höfum unnið hér á frystihúsinu alla laugar- daga undanfarið. Félagslífið er stundað á kvöldin og næt- urnar. - Og nennir fólk þessu, örþreytt eftir daginn? - Þetta er hresst fólk hér, skal ég segja þér. Við erum að spekúlera í því hér á frystihúsinu að rjúka til Fær- eyja í sumar. Við förum héð- an með rútu og tökum Norr- önu til Færeyja og þar ætlum við að hafa það gott í viku- tíma, smakka færeyskan bjór og svoleiðis. í fyrra fórum við til Akureyrar og sáum My Fair Lady og ef guð lofar komum við kannski að sjá söngleikinn um Edith Piaf. - Eigið þið nóga peninga þarna fyrir austan? - Við sjáum lítið af pen- ingum hér skal ég segja þér, miðað við þá vinnu sem fólk- ið leggur á sig. Þó að allir séu hér mjög hressir og mannlíf gott, þá erum við ekkert óskaplega hress yfir launun- um. Okkur finnst þjónustu- aðilarnir í Reykjavík taka ansi mikið af því sem við eig- um með réttu að fá. Þeir lifa svo flott fyrir sunnan en fisk- verkunarfólkið þrælar úti á landi. Ég segi nú bara eins og félagi minn, Leifur: Auk þess legg ég til að Reykjavík verði lögð í eyði. Þú hefur þetta ekkert með, því ég sagði þetta aldrei. - Nú ætla þeir að fara að byggja ratsjárstöð við bæjar- dyrnar hjá ykkur. Eru menn ánægðir með það? - Ég er alfarið og algjör- lega á móti þessu brölti, og vil ekki sjá þessa menn hér, ég held þeim sé ekki of gott af þvt' Rússunum að dóla þarna fyrir utan. Almennt eru menn á móti þessu, nema þá helst þeir sem hugsa sér að fá vinnu við þetta meðan verið er að byggja upp, ég kalla þá skyndigróðamerin. Já, það er til stórrar bölvunar að fá svona apparat í ná- grennið, þetta er beinn liður í hernaðarkapphlaupinu sem við íslendingar erum því miður á fullri ferð inn í. - Þetta er alvarlegt mál, Hilmar, ég ætla að vinda mér yfir í ögn léttara hjal. Þú ert þekktur hljómsveitargæi, ertu ekki að spila eitthvað núna? - Það er ein hljómsveit starfandi á Þórshöfn og hún er mjög góð, ég er nefnilega í henni! Hún heitir HIBS, frekar ljótt nafn svo sem, þetta eru upphafsstafir okkar sem erum í henni. Hilmar, Ingvar, Birgir, Sigurður, ég er forsprakkinn auðvitað. - Er þetta ekki dúndur- góð djammhljómaveit? Nei, það er ekkert varið í þetta, þeir eru ekkert farnir að hringja í okkur frá Sjall- anum og að sunnan til að biðja okkur um að spila. Nei, nei, við erum mest með gömlu, góðu dansana og fleira gott, þessi sígildu lög sem spiluð eru á þorrablót- um út um allt land og öllum þykir svo gaman að syngja með. Manstu ekki eftir „Sestu hérna hjá mér“ og öllu þessu? - Jú, jú, mikil ósköp. Þú varst í Menntaskólahljóm- sveitinni Hver á sínum tíma, svo voru það Bakkabræður frá Bakkafirði, núna í HIBS og í millitíðinni í ótal hljóm- sveitum. - Maður er alltaf að spila. Þegar ég var ekki með hljómsveit mændi ég öfund- araugum upp á hljómsveitina sem var að spila á ballinu og dauðlangaði auðvitað að vera með. - Hvernig er að vera þekktur í skemmtanalífinu? - Það er bara ágætt. Þetta er alveg merkilegt, það má ekki hundur hnerra þá er ég fenginn til að spila undir. - Segðu mér Hilmar, stúdent og hljómsveitargæi, hvað ertu að hamast í fiski austur á Þórshöfn? Þú værir margfrægur orðinn suður í Reykjavík. - Ég skal nú segja þér það, ég er fæddur á Bakka- firði og alinn upp við fisk. Ég geri mér grein fyrir á hverju við lifum, íslendingar og ég er ósköp ánægður að sullast í fiski. Ég var reyndar að hugsa um prestinn á tímabili en mér fannst það allt of langt nám og nennti ekki að standa í því. Auk þess ekki tiltakanlega trúaður. - Það var gott. Heyrðu, ég trufla þig þá ekki lengur frá störfum. Ég bið að heilsa konunni þinni. - Vertu sæl, ég skila þessu. En í guðanna bænum ekki segja, sæll sértu, þegar þú byrjar á viðtalinu . . . - mþþ Dynheimar Bjössi bolla í eigin persónu í Dynheimum föstudagskvöld. Aldurstakmark ’71 kr. 150,- Bama skemmtun á laugardag 23. febr. kl. 3 e.h Einstakt tækifæri fyrir litlu krakkana að sjá Bjössa bollu. Verð kr. 75,- Átti Bjössi bolla afmæli á bolludaginn? Hann svarar því. Föstudagskvöldið 8. mars verður haldin Free-Style danskeppni í Dynheimum fyrir unglinga. Skráning er þegar hafin. ÐcmáecffUVi f staður unga fólksins Vinnuvélanámskeið Iðntæknistofnunar Grunnnámskeið B Námskeið í stjórn og meðferð þungavinnu- véla verður haldið á Akureyri dagana 11. til 21. mars ef næg þátttaka verður. Námskeiðið stendur yfir 8 stundir á dag í 10 daga og hefst kl. 8 f.h. þann 11. mars. Námskeiðið gefur rétt til töku prófs á flestar gerðir vinnuvéla. Skráning er hafin hjá vinnueftirliti ríkisins í síma 96-25868 og hjá Iðntæknistofnun (slands í síma 91-687000. Skráningu lýkur þriðjudaginn 5. mars. OPIÐ ALLA HELGINA. Fullur salur af notuðum bílum. Nýir bílar á „kjarapöllum“. Komið og ræðið við sölumenn. Tökum allar gerðir notaðra bíla í umboðssölu. Mjög rúmgóður sýningarsalur. Aðgengilegt útisvæði. Notaleg aðstaða fyrir viðskiptavini.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.