Dagur - 22.02.1985, Page 13
22. febrúar 1985 - DAGUR - 13
Sundlaug
fyrir Sólborg
Seint á sl. ári var lokið við annan
áfanga þjálfunarsundlaugar fyrir
Visthemilið Sólborg. Byggingin
er nú fokheld og allur kostnaður
við hana er orðinn 2,9 millj.
króna, sem er að öllu leyti gjafa-
fé frá félögum, fyrirtækjum og
einstaklingum. Áætlað er að
áfangarnir tveir sem eftir eru
kosti um 3,5 millj. króna.
Enn hefur ekki fengist fé úr
ríkissjóði til þessara fram-
kvæmda, þó var sundlaug við
Sólborg með í upptalninu í út-
varpi um framkvæmdir á vegum
ríkisins á Akureyri.
Svo nú höfum við ekki um ann-
að að velja, en að leita enn einu
sinni til þeirra sem vilja leggja sitt
af mörkum til að þessi langþráði
draumur verði að veruleika.
Við viljum jafnframt þakka
öllum þeim sem styrkt hafa okk-
ur með rausnarlegum framlögum
og gert okkur kleift að hefjast
handa við Sundlaug fyrir
Sólborg. Við vonum að með áfr-
amhaldandi hjálp almennings þá
takist okkur að lokum að ljúka
þessu mjög svo brýna verkefni.
Gíróreikningur okkar er 64
700-4. Sundlaugarnefnd.
Akureyringar
Nærsveitamenn
Sýningar
í Freyvangi:
4. sýning föstudag kl. 21.00.
5. sýning laugardag kl. 21.00.
6. sýning sunnudag kl. 15.00.
Miðapantanir í sima 24936.
Leikfélag Öngulsstaðahrepps,
Umf. Arroðinn.
e ,
Utvarpsauglýsingar
Ætlar þú að auglýsa í Rás 2 eða
staðbundna útvarpinu á Akureyri?
Leitaðu ekki langt yfir skammt, við í STUDIO BIMBO
önnumst gerð auglýsinga.
Erum með mjög fullkomin tæki til upptöku á leiknum
auglýsingum. Hönnum auglýsingar.
Líttu inn, við höfum reynsluna
STUDIO BIMBO
Óseyri 6, Akureyri, sími 25984.
P.S. Fyrsti viðskiptavinurinn fær
ókeypis vinnslu á einni auglýsingu.
Fjórðungssamband Norðlendinga
og Stjórnunarfélag íslands
auglýsa eftirtalin námskeið:
r
Stjórnun
Þetta vinsæla námskeið er nú boðið í annað skipti í
vetur.
Markmið: Lögð áhersla á skipulag og uppbyggingu fyrir-
tækisins sem stjórnunareiningar. Gerð grein fyrir mikil-
vægi markmiðasetningar, skipulagningu verkefna og
lausn skipulags- og stjórnunarvandamála í fyrirtækinu.
Efni: Stjórnskipulag og tegundir.
Verkefnaskipting - valddreifing.
Skipulagsbreytingar.
Upplýsingar, ákvarðanataka.
Hvað er stjórnun?
Samskipti yfirmanna og undirmanna.
Þátttakendur: Yfirmenn og undirmenn sem hafa mikil
bein samskipti við starfsmenn og annast skipulagningu
og stjórnun.
Staður og tími: Sjallinn (Mánasalur), Akureyri.
Fimmtudagur 7. mars kl. 16.00-19.00.
Föstudagur 8. mars kl. 8.30-19.00.
Laugardag 9. mars kl. 8.30-12.00.
Stjórnandinn og
hlutverk hans
Þetta námskeið má líta á sem framhaldsnámskeið fyrir
þá sem hafa farið á Stjórnun, þótt það sé sjálfstæð eining
og ekki nauðsynlegt að hafa verið á fyrsta námskeiðinu til
að hafa gagn af því síðara.
Markmið: Gerð er grein fyrir hlutverki stjórnandans í
nútímaþjóðfélagi, helstu verkefnum hans og hvernig hann
geti náð sem bestum árangri í samskiptum við starfs-
menn sína.
Efni: Fimm þættir stjórnunar, hvatning og mannleg sam-
skipti, tímastjórnun, valddreifing - hópstjórnun. Stefnu-
mótun, þættir við ákvarðanatöku, hvert er hlutverk stjórn-
andans? Forysta, sviðsmyndir úr lífi stjórnenda.
Þátttakendur: Yfirmenn og starfsmenn sem hafa mikil
bein samskipti við starfsmenn og annast skipulagningu
og stjórnun.
Staður og tími: Sjallinn, Akureyri (Mánasalur).
Fimmtudagur 14. mars kl. 16.00-19.00.
Föstudagur 15. mars kl. 8.30-19.00.
Laugardagur 16. mars kl. 8.30-12.00.
Ath.: Ef mikil þátttaka verður, verður námskeiðið
endurtekið dagana 28.-30. mars, á sama stað og
tíma.
Leiðbeinandi á báðum námskeiðum er Höskuldur Frí-
mannsson, rekstrarhagfræðingur.
Verð: Fyrir hvert námskeið kr. 4.500,- fyrir félaga í
Stjórnunarfélagi íslands, kr. 5.650,- fyrir aðra.
Skráning þátttakenda á bæði námskeiðin er hjá Fjórð-
ungssambandi Norðlendinga í síma 96-22270. Frestur til
að skrá sig á Stjórnun er til 1. mars, en til 8. mars á
síðara námskeiðið.
1 Frá Sjálfsbjörg
® Akureyri og nágrenni
Leikfélag Öngulsstaðahrepps og Umf. Árroðinn
bjóða Sjálfsbjargarfélögum afsláttarmiða á gam-
anleikinn Aldrei er friður að Freyvangi sunnu-
daginn 24. febr. kl. 15.00.
Nánari upplýsingar á skrifstofu Sjálfsbjargar í
síma 26888 föstudag 22. febr. frá kl. 13-18.
Sjálfsbjörg.
Laxdalshús
öDum opið
Símar 26680 & 22970.
Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.00.
Matseðill:
Sjávarréttasúpa með völdum góðfiski
eða
bláberjasúpa með ristuðu brauði
og
grillsteikt stórlúðukóteletta fyllt með skinku og Brie
eða
sherrysteiktar lambalundir með gljáðu grænmeti
eða
nautasirloinsteik „Bordealaise" með sinnepsristaðri kálfalifur og sveppum
og
heit eplabaka með rjóma.
Kaffi og konfekt.
AUir velkomnir í Laxdalshús.
Hentugt fyrir hópa 10-30 manna.
Geta verið algjörlega sér.
Hjúkrunarfræðing
og sjúkraliða
vantar að dvalar- og sjúkradeild Hornbrekku
Ólafsfirði.
Uppl. gefúr forstöðumaður í síma 96-62480.
Atvinna
Þeir sem hefðu áhuga á að taka þátt í stuttu leið-
sögumannanámskeiði um Þingeyjarsýslur í þeim
tilgangi að taka að sér leiðsögn ferðamanna, vin-
samlegast hafið samband við Björn í síma_
41140 eða Auði í síma 41220 fyrir 1. mars nk.
Ferðamálafélag Húsavíkur
og nágrennis
Starfskraftur óskast
í lítið iðnfyrirtæki á Akureyri.
Fjölbreytilegt starf.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri
störf leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 1. mars,
merkt „Samviskusamur".
Sölumaður
Heildverslu n á Akureyri óskar að ráða starfs-
mann til sölustarfa. Umsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf leggist inn á afgreiðslu
blaðsins merkt: „Sölumaður", fyrir 10. mars 1985.