Dagur - 22.02.1985, Síða 15

Dagur - 22.02.1985, Síða 15
22. febrúar 1985 - DAGUR - 15 fullri ferð í Dynheimnm Björn Sveinsson (Bjössi bolla) hélt upp á afmælið sitt á bollu- daginn og ákvað þá útþembd- ur og fínn að skeila sér norður yfir heiðar í megrunarferð. Ætlar hann að láta til sín taka í Dynheimum um helgina sem í hönd fer. í kvöld verður dansleikur í Dynheimum fyrir þá sem eru fæddir 1971 og fyrr og að sjálf- sögðu mun Bjössi leika þar við hvern sinn fingur. Á morgun kl. 15 verður svo Nemenda- tórúeikar barna- og fjölskylduskemmtun í Dynheimum. Á boðstólum verður videó, diskótek og fleira, og Bjössi bolla hyggst troða sér um sali og er ekki að efa að hann mun gera lukku þá sem endranær. Sem fyrr sagði er þarna um að ræða barna- og fjölskylduskemmtun og er verð aðgöngumiða að- eins 75 krónur. ,J3ítladans“ í Sjalkinnm ,Maður og nmkína“ Fyrir skömmu kom út 3. og síðasta grafíkmappan í mynd- röðinni „Maður og maskína" eftir G.Ármann. í möppunni eru 5 sáld- þrykksmyndir þrykktar í 2-3 litum. Mappan er gefin út í 100 tölusettum og árituðum eintökum. Myndefnið er allt sótt til Sambandsverksmiðj- anna á Akureyri. Ma'ppan var sáldþrykkt hjá teiknistofunni Stíl á Akureyri. Verð möpp- unnar er kr. 4.500,- og e( mappan seld hjá listam. Upp- lýsingar í síma 96-25757. Sölu Mehascn Saldþryltk ' Uons- menn selja blóm - á sunnudag Næsta sunnudag, 24. febrúar (konudag), munu félagar í Lionsklúbbi Akureyrar knýja dyra hjá Akureyringum og bjóða blómvönd til kaups. Blómasalan á konudaginn hefur verið ein aðaltekjuöflun klúbbsins árum saman. Hagn- aði af sölunni hefur ætíð verið varið til mannúðar-, heilbrigð- is- eða líknarmála og verður svo einnig nú. Við treystum því, að bæjar- búar muni bregðast vel við Lionsmönnum nú, sem endra- nær. þegar þeir bjóða blómin við dyr þeirra á sunnudags- morguninn á milli kl. 10.00 og 12.30. Með fyrirfram þakklæti fyrir góðar undirtektir. I.ionsklúbbur Akureyrar. Tónleikar í Skjólbrekku Anna Áslaug Ragnarsdóttir heldur tónleikaferð sinni um Norðurland áfram um helgina. Á sunnudag verður hún með tónlcika í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit og hefjast þeir kl. 16. Efnisskrá tónleikanna er mjög fjölbreytt. Anna Áslaug hélt tónleika á Akureyri sl. miðvikudag og tókust þeir mjög vel. Körfubolti og skíðamót er það sem um verður að vera á íþróttasviðinu á Akureyri um helgina. Þór og ÍBK eiga að leika tvo leiki í 1. deild Islandsmótsins í körfuknattleik, og verða þeir báðir í íþróttahöllinni. Sá fyrri verður í kvöld kl. 20.30 og sá síðari kl. 14.30 á morgun. Keflvíkingum nægir að vinna sigur í öðrum leiknum til þess að tryggja sér sæti í Úr- valsdeild að ári, en Þórsarar íþrótúr um helgina sem unnu Fram um síðustu helgi geta með góðum leikjum gert þær vonir að engu. Þórs- arar leika án pressu því þeir sigla um miðja deild, og ættu þess vegna að geta átt góða lciki. Skíði: Tvö skíðamót verða í Hlíðar- fjalli. Annað er Bikarmót Skíðasambands íslands í göngu, og hefst það kl. 11 á sunnudagsmorgun. Keppt verður í flokki 17-19 ára, flokki 21 árs og eldri og í kvennaflokki. Allir bestu skíðagöngumenn landsins verða meðal keppenda. Þórsmót í stórsvigi verður einnig haldið um helgina. Kl. 13 á morgun verður keppt í flokki 13-14 ára drengja og stúlkna. Kl. 11 á sunnudag hefst keppni í karla- og kvennaflokki og klukkustundu síðar keppa 15-16 ára drengir og stúlkur. „Kyn- legir kvistif Út eru komnar fjórða og fimmta myndin í seríunni um „kynlega kvisti", en það er Ragnar Lár, myndlistarmaður á Akureyri sem myndirnar gerir. Fyrsta myndin er af Guðmundi dúllara, en aðrar eru af Símoni Dalaskáldi, Sæ- finni með sextán skó, Sölva Helgasyni og Ástar-Brandi. Myndirnar eru sáldþrykktar og gefnar út í 200 tölusettum og árituðum eintökum í papp- írsstærð 31x44 cm, en stærð myndflatar er 25x35 cm. Hvert eintak kostar kr. 300. Pantanasímar eru 96-26562 eða 23688. Þeir sem áhuga hafa, geta gerst áskrifendur að ákveðnum númerum. .%star-2rar:áur ScJcíþrykh J"jtrr Píanónemendur við Tónlistar- skólann á Akureyri verða með tónleika í sal Tónlistarskólans á laugardag kl. 17.15. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Einnig má minna á að laug- ardagstónleikar Tónlistarskól- ans verða á dagskrá í allan vetur. Aðgangur er ókeypis en tónleikarnir hefjast kl. 13.30. Þeir sem hyggjast líta inn í Sjallann um helgina ættu að hafa það hugfast að annað kvöld er lokað þar vegna árs- hátíðar, en Bikarinn þó opinn. í kvöld er því veisla, og m.a. ,yS'pariö stórfé“ „Sparið stórfé" auglýsir Mazda-umboðið, og vill meina að menn fái mest fyrir pening- ana sína með því að kaupa Mazda. Ekki ætlum við að dæma um það, en svo mikið er víst að Bílasalan hf. hcldur heilmikla bílasýningu í Skála við Kaldbaksgötu um helgina, á laugardaginn og sunnudag- inn frá kl. 10-18. Þar verða sýndir glæsivagnar frá Mazda- verksmiðjunum og sjón er sögu ríkari. verður frumfluttur nýr dans, danslokkur frá Stúdíó Alice flytur dansinn „Bítlasyrpa". Þá mætir Björn Sveinsson (Bjössi bolla) á svæðið, og hyggst hann láta gamminn geysa á svæðinu lengi kvölds. Er fólk beðið að vara sig á honum, enda ómögulegt að sjá fyrir hvað kappinn sá tekur sér fyrir hendur þegar hann er kominn á ferðina. ,fiollan“ á

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.