Dagur - 06.03.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 6. mars 1985
Hörður Gunnarsson verkstjóri í G. B
aður út af afurðalánum og
minni vinnukostnaður og fleiri
þættir spila þar inn í.“
- Nú fara sjómenn í verkfall,
kemur það ekki niður á ykkur
hér í saltfiskinum?
„Verkfallið hefur sjálfsagt
áhrif hér eins og annars staðar.
Tandurfiskurínn
er vinsæll hjá
Spánverjum
- Litið inn hjá G. Ben. - fiskverkun á Árskógssandi
Hjá G. Ben. er eingöngu
verkaður saltfiskur og fer hann
á hefðbundna markaði, Portúg-
al, Spán, Ítalíu og Grikkland.
Um þessar mundir vinna 10-15
manns hjá fyrirtækinu.
„Ef mikið berst að þá eru
fleiri við vinnu hér,“ sagði
Hörður. „Meirihlutinn af starfs-
fólkinu er konur og margar
eru í hlutastarfi. Petta eru kon-
ur héðan af Sandinum og af
Hauganesi, margar voru í rækj-
unni, en hún er nýhætt og þá
færðu þær sig yfir í saltfiskinn.“
- Pað gengur vel hjá ykkur,
er það ekki?
„Pað gengur mjög vel eins og
er, það gengur tiltölulega miklu
betur eftir að við fórum að
verka tandurfisk eins og hann er
kallaður.“
- Hvað er tandurfiskur?
„Það er að mestu sama verk-
un á honum og venjulegum salt-
fiski, hann er hafður í 3-4 daga
í pækli og síðan er hann viku-
tíma í stæðu. Þá er hann pökk-
unarhæfur til útflutnings. Þeir
kaupa þetta, Spánverjarnir og
það er nýtilkomið að verka fisk-
inn í tandurfisk."
- Hver er munurinn á tand-
urfiski og venjulegum saltfiski?
„Tandurfiskurinn er linari og
hvítari, Spánverjarnir vilja
heldur fá hann svona, málin
hafa þróast þannig hjá þeim.
Peir hafa alltaf viljað fá hvítan
saltfisk og eru mjög ánægðir eft-
ir að farið var að verka tandur-
fiskinn. Þessi fiskur er að vísu
aðeins ódýrari, en samt sem
áður sparar það okkur mikið.
Það er mikið minni vaxtakostn-
„Þetta er búið að vera mjög
gott undanfarið, ekki síst
miðað við árstíma. Yfírleitt
er svo til enginn afli kominn
á land fyrr en eftir þennan
tíma,“ sagði Hörður Gunn-
arsson verkstjóri í G. Ben.
fiskverkun á Arskógssandi er
blaðamaður Dags leit þar inn
og spurði um aflabrögð.
„Það róa héðan 4 bátar, þar
af landa 2 hjá okkur, þeir Sæþór
og Hafþór, þetta hefur verið
mjög góður fiskur sem þeir hafa
fengið, stór og fallegur."
Hríngormar eru lítt vinsælir í saltfíski, hvorki hjá Spánverjum né öðrum, hér vinna konur við að tína orma úr fisk-
inum, vonandi þakklátt starf, en eilítið kuldalegt.
Abending til hundaeigenda
Að undanförnu hefur borið óvenju
mikið á kvörtunum vegna hunda sem
ganga lausir á Akureyri. Menn
spyrja þá gjarnan að því hver ástæð-
an sé. Er eftirlit ábótavant, eru
hundaeigendur ekki vandanum vaxn-
ir eða eru þeir tillitslausari en áður
gagnvart samborgurum sínum? Má
kannski líta svo á að vanvirðing
gagnvart lögum og reglum sé orðin
svo ríkjandi meðal okkar að sjálfsagt
þyki að brjóta öll lög og reglur í
þjóðfélaginu? Því miður læðist oft að
manni grunur um að svo sé. Mikil
umræða er um að allir skuli hafa
frelsi til að gera það sem þá langar
til, hvorl sem það er til að flytja inn
kartöflur eða kökur, kaupa sinn bjór
eða reka útvarpsstöð.
En það vill oft gleymast að frelsi
einstaklingsins hlýtur alltaf að tak-
markast af því að skerða ekki frelsi
náungans eða ganga á rétt hans. í
öllu okkar tali um frelsi megum við
ekki gleyma því að við lifum í sam-
félagi við aðra og þar verða allir að
hafa sama rétt og sama frelsi.
Þetta gildir einnig um rétt okkar til
að hafa hund. Stefna bæjaryfirvalda
á Akureyri hefur verið mjög í þeim
anda að hver sem vill eigi að geta
haldið hund. Leyfisgjald fyrir hunda
hefur t.d. verið mjög lágt hér miðað
við önnur bæjarfélög sem leyft hafa
hundahald.
En til þess að virða rétt þeirra sem
ekki hafa hunda eru settar reglur um
hundahaldið á Akureyri.
Þessar reglur eru mjög einfaldar
og er aðalatriðið í þeim „að hundar
raski eigi ró bæjarbúa og séu hvorki
þeim, né öðrum, sem um bæinn fara
til óþæginda."
„Hundurinn skal aldrei ganga laus
á almannafæri, heldur vera í fylgd
með manni, sem hefur fullt vald yfir
honum.“
Ef farið er eftir þessum reglum er
hundahald ekkert vandamál. En allir
sem ákveða að fá sér hund verða að
gera sér grein fyrir þeirri fyrirhöfn
sem hundurinn veldur.
Fáið ykkur aldrei hund sem leik-
fang handa börnum ykkar. Það eru
þeir fullorðnu sem verða að bera
ábyrgðina. Flestir hundar þarfnast
mikillar hreyfingar. Einn klukkutími
í gönguferðir með hundinn á dag
verður því að teljast ein af skyldum
eigandans. Einnig þarf að aga hund-
inn og er það skylda hvers hundeig-
anda að kynna sér undirstöðuatriðin
í hundauppeldi. Hundurinn lærir af
reynslunni, af viðbrögðum uppaland-
ans við hegðun hundsins, af hrósi og
skömmum fyrir tiltekið atvik, en að-
eins þegar það gerist en ekki löngu
seinna. Það má ekki gleymast að
hundurinn dregur ekki ályktanir af
hugsunum sínum, eins og maðurinn,
heldur af vananum. Það er einnig út-
breiddur misskilningur að hundinum
líði betur ef hann fær óheft frelsi til
athafna. Hundinum líður best við
það sem hann er vaninn við. Því gild-
ir það með hundahald í bæjum að
venja þarf hundinn í samræmi við
þær reglur sem í gildi eru, og það er
eigandinn sem er ábyrgur fyrir því að
það sé gert. Við höfum mörg dæmi
hér á Akureyri, sem sanna að hægt er
að hafa hund í bænum.
Hundaeigendur - takið tillit til
náunga ykkar og venjið hundinn í
samræmi við það. Látið hundinn
ekki vera lausan á almannafæri og
látið hann ekki gera þarfir sínar á lóð
nágrannans.
Valdimar Brynjólfsson
heilbrigðisfulltrúi.