Dagur - 06.03.1985, Page 9
6. mars 1985 - DAGUR - 9
miðjan mars og leika þar 3-4
leiki á gervigrasinu við lið úr
Reykjavík.
KA
„Við erum byrjaðir að hlaupa og
lyfta og mannskapurinn æfir
þrisvar sinnum í viku,“ sagði
Stefán Gunnlaugsson formaður
knattspyrnudeildar KA. „Gústaf
Baldvinsson þjálfari okkar hefur
að undanförnu dvalist hjá Shef-
field Wednesday í Englandi en er
kominn heim og allt er komið á
fulla ferð. Við stefnum að því að
fara til Færeyja í æfingaferð um
páskana," sagði Stefán.
Völsungur
„Við byrjuðum síðasta laugar-
dag,“ sagði Helgi Helgason leik-
maður Völsungs á Húsavík og
fyrrverandi þjálfari liðsins.
Helgi sagði að Sigurður Hall-
dórsson þjálfari væri mættur á
svæðið og einnig Ómar Rafns-
son, en Jón Leó Ríkharðsson
sem kemur frá Akranesi kæmi
ekki fyrr en í vor. Helgi tjáði
okkur að þeir ætluðu að æfa fjór-
um sinnum í viku, hlaupa mikið
úti, en um páskana væri áformað
að fara til Akraness og vera þar
við æfingar og leiki.
KS
Karl Pálsson formaður KS sagði
að Siglfirðingar væru byrjaðir að
hlaupa úti af krafti. Hins vegar
hefjast reglulegar æfingar ekki
fyrr en um páskana, en þá fer lið-
ið til Skotlands. Þar hittir liðið
þjálfara sinn Hogdson og mun
liðið leika 4 leiki í Skotlandi.
Þjálfarinn kemur síðan heim með
liðinu úr þessari ferð og þá fara
hjólin að snúast fyrir alvöru.
Leiftur
„Þetta er rétt um það bil að fara
í gang hjá okkur,“ sagði Jóhann
Helgason formaður knattspyrnu-
deildar Leifturs í Ólafsfirði, en
Leiftur leikur nú í fyrsta skipti í
2. deild.
Jóhann sagði að strákarnir
væru byrjaðir að hlaupa úti, og
væri flugvöllurinn aðalæfinga-
svæðið. Hins vegar er stór hluti
liðsins við nám í Reykjavík, og
væri jafnvel áformað að fara
suður í æfingaleiki áður en
keppnistímabilið hefst.
Eins og sjá má af þessu eru
knattspyrnumennirnir byrjaðir
að hreyfa sig, og vonandi koma
þeir vel undan vetri og vori, en
það kostar auðvitað svita og púl.
Þór gegn
Akranesi
Einn leikur verður í 1. deiid ís-
landsmóts kvenna í handknatt-
leik í kvöld, Þór og Akranes
leika í íþróttahöllinni kl. 20.
Ef Þór tekst að sigra í þessum
leik, hefur liðið bjargað sér úr
fallsæti í bili a.m.k. og aukast þá
líkurnar verulega á því að liðinu
takist að halda sæti sínu í deild-
inni. Þórsliðið hefur átt nokkuð
misjafna leiki að undanförnu, lið-
ið var nærri búið að hirða stig af
Val á dögunum en tapaði síðan
fyrir Víkingi um helgina 12:16
þótt Víkingur sé með mun slak-
ara lið en Valur.
Þrjár bestu í svigi kvenna. Frá vinstri eru: Tinna Traustadóttir, Ingigerður
Júlíusdóttir og Snædís Úlriksdóttir.
Knattspyrnumenn víða um
land eru nú farnir að undirbúa
sig fyrir átökin í sumar, og svit-
inn rennur sennilega víða
þessa dagana þegar leikmenn
eru að byrja þrekæfingar sínar.
Keppnin í íslandsmótinu hefst
um miðjan maí, og við slógum
á þráðinn til forráðamanna
liða í 1. og 2. deild á Norður-
landi og leituðum fregna af
undirbúningi liða þeirra fyrir
keppnistímabilið.
Þór
„Við byrjuðum um miðjan janú-
ar á þvi að hlaupa úti og lyfta,“
sagði Árni Gunnarsson formaður
knattspyrnudeildar Þórs en Þór
leikur sem kunnugt er í 1. deild í
sumar. „Það er æft þrisvar í viku
núna og sumir eru meira að segja
svo áhugasamir að þeir æfa upp
á eigin spýtur hlaupa alla daga
vikunnar." - Arni sagði að Þór
myndi fara til Reykjavíkur um
bestri æfingu.
Á laugardag var keppt í svigi.
í kvennaflokki kom Ingigerður
Júlíusdóttir frá Dalvík mjög á
óvart en hún fékk bestan tíma í
báðum ferðum og sigraði örugg-
lega. Fyrirfram hafði verið reikn-
að með að bráttan yrði á ntilli
Guðrúnar H. Kristjánsdóttur
Akureyri og Snædísar Úlriks-
dóttur Reykjavík. Snædís hafn-
aði hins vegar í 3. sæti en Guðrún
hætti í fyrri ferðinni.
I karlaflokki liafði Árni Þ.
Árnason yfirburði en Olympíu-
farinn Daníel Hilmarsson frá
Dalvík sleppti hliði í fyrri ferð og
var úr leik.
Svig karla: Sek.
Árni Þór Árnason, R, 108.28
Guðmundur Sigurjónsson, A. 110.32
Helgi Geirharðsson, R. 112.35
Svig kvenna: Sek.
Ingigerður Júlíusd. D. 120.55
Tinna Traustadóttir, A. 122.69
Snædís Úlriksdóttir, R. 123.34
Snædís Úlriksdóttir R. sigraði
í stórsvigi kvenna og var vel á
undan þcirn næstu. í karlaflokkn-
um hafði hins vegar Daníel Hilm-
arsson geysilega yfirburði og ligg-
ur við að hann hefði getað fengið
sér kaffisopa á leiðinni og unnið
samt!!
Stórsvig kvenna: Sek.
Snædís Úlriksdóttir, R. 144.66
Guðrún H. Kristjánd. A. 146.65
Bryndís Ýr Viggósdóttir.R. 147.99
Stórsvig karla: Sek.
Daníel Hilmarsson, D. 132.62
Guðmundur Sigurjónss., A. 136.35
Guðmundur Jóhannss., í. 136.51
Snædís Úlriksdóttir hlaut
Helgubikarinn en Árni Þór
Árnason Hermannsbikarinn.
Þrátt fyrir mikiö snjóleysi í
Hlíðarfjalli tókst að láta Her-
mannsmótið fara fram þar um
helgina. Var þá keppt í 20.
skipti um Hermannsbikarinn
sem er veittur fyrir bestan
samanlagðan árangur í karla-
flokki í alpagreinum, og í
kvennaflokki um Helgubikar-
inn. Keppendur voru óvenju-
fáir, og stafar það af því að
mjög lítill snjór er í skíða-
löndum víða um landið og
keppnisfólkið því ekki í sem
Sigurvegarar í stórsvigi karla. Frá vinstri eru Guðmundur Sigurjónsson,
Daníel Hilmarsson og Guðmundur Jóhannsson.
Knattspyrnumenn:
Bvriaði
Hermannsmótið:
Ami Þ. hlaut
Hermannsbikarinn
1-X-2
Kári Kárason.
„Mögu-
leikar
Everton
góðir“
Að þessu sinni sækjum við
spámanninn til Húsavíkur, en
það er Kári Kárason sem er
fylgismaður Southampton.
Kári segist gera dálítið af því
að tippa, en hann hafí aldrei
unnið og það kæmi sér veru-
lega á óvart ef hann færi að
taka upp á því núna.
„Það er heillangt síðan ég
fór að halda með South-
ampton. Ég hélt áður með
Manchester únited en það
voru svo niargir sem héldu
með því félagi að það var ekk-
ert gaman. Eg valdi því efsta
liðið af þeim liðum sem ég
þekkti engan stuðningsmann
nteð. Það hefur svo gengið á
ýmsu hjá Southampton en ég
hef fylgt liðinu í gegnum súrt
og sætt.“
Kári sagðist telja möguleika
Everton á sigri í deildinni nú
góða. „Ég reikna með að
Tottenham veiti þeim harða
keppni og lið eins og LJnited,
Liverpool, Southampton og
Arsenal gætu sett strik í reikn-
inginn.“ - En þá lítum við á
spá Kára:
Coventry-QPR 1
Norwich-A. Villa x
N. Forest-Newcastle 1
Sunderland-Arsenal x
Cardiff-Fulham 1
Carlisle-Grimsby 2
C. Palace-Wolves 1
Leeds-Iluddersfíeld 1
M. City-Middlesb. 1
Oldham-Blackburn 2
Sheff. Utd.-Oxford x
Schrewsbury-Charlton 1
„Toni“ með
7 rétta
Hjalti „Toni“ Gunnþórsson
sem spáði í síðustu viku stóð sig
vel og hefur að öllum líkindum
tryggt sér sæti í úrslitakeppn-
inni. Toni fékk 7 leiki rétta sem
fleytir honum í 3. sætið á eltir
þeim Guðmundi Frímannssyni
og Hinríki Þórhallssyni. Sigurð-
ur Pálsson er síðan i 4. sæti
með 6 leiki rétta.
1—X—2