Dagur - 11.03.1985, Page 3

Dagur - 11.03.1985, Page 3
11. mars 1985 - DAGUR - 3 Iðnfyrirtæki KEA veltu númum 234,5 millj. kr. - Rúm 60% aukning hjá Reykhúsinu Rekstur iðnfyrirtækja Kaup- féiags Eyfirðinga á Akureyri gekk almennt vel á síðasta ári. Velta þeirra nam rúmum 234,5 milljónum kr. sem er tæp 32% aukning frá árinu á undan. Mest var aukningin hjá Reyk- húsinu eða 60,09%. Beinamjöls- verksmiðjan jók hlut sinn 50,28%, Smjörlíkisgerðin 36,98%, Kjötiðnaðarstöðin 29,89%, Brauðgerðin um 22,74% og Flóra um 22,20%. Varðandi Brauðgerðina er rétt að hafa í huga að salan jókst mjög á milli áranna 1982 og 1983. Þessar upplýsingar komu fram í yfirlitsræðu Vals Arnþórssonar, kaupfélagsstjóra á félagsráðs- fundi KEA í síðustu viku en kaupfélagsstjóri gat þess jafn- framt að þarna væru ekki meðtal- in þau iðnfyrirtæki sem KEA á með öðrum, s.s. Sjöfn, Kaffi- brennslan og Plasteingrunin. Þá má geta þess að þjónustu- fyrirtæki KEA veltu 122,6 millj. kr. sem er 18,96% aukning. um um um Næturþjónusta hjá BS0: Tilraunastarf í einn mánuð A Bifreiðastöð Oddeyrar hef- ur verið bryddað upp á þeirri nýjung að vakt verður þar á nóttinni alla virka daga en fram til þessa hefur „nætur- hröfnum“ og öðrum viðskipta- vinum stöðvarinnar aðeins ver- Mengunarskýrsl- an kynnt í vikunni Norska skýrslan um meng- unaráhrif stóriðju við Eyja- fjörð verður kynnt á Akur- eyri í vikunni. Nokkuð er um liðið síðan skýrslan var kynnt í stóriðju- nefnd en vegna anna iðnaðar- ráðherra m.a. vegna þings Norðurlandaráðs hefur dregist að kynna hagsmunaaðilum niðurstöðurnar. Að sögn Guðmundar Malmquist, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra hefur nú ver- ið ákveðið að skýrslan verði kynnt hagsmunaaðilum nk. miðvikudag og á blaðamanna- fundi í framhaldi af því. - ESE iö veitt þessi þjónusta um helgar. - Við höfðum heyrt að þessa þjónustu vantaði og því ákváðum við að gera þessa tilraun. Og það hefur bara verið þokkalegt að gera þessar fyrstu nætur, sagði Sveinbjörn Jónsson hjá BSO er við ræddum við hann um þetta breytta fyrirkomulag. Næturþjónustan er skipulögð þannig að tveir bílstjórar eru á vakt á nóttinni á virkum dögum, þ.e. frá aðfaranótt mánudags fram til aðfaranætur föstudags. Vilji svo til að báðir bílstjórarnir séu úti í einu geta viðskiptavinir lesið pöntunina inn á símsvara. Fyrra fyrirkomulagi var þannig háttað að vakt var til kl. 02 á nóttinni en síðan hættu flestir bifreiðarstjórar akstri. Helgar- akstur verður með óbreyttum hætti en þessi tilraun stendur út marsmánuð. - ESE Ur fjárhagsáætlun 1 2 3 3/1 3/2 Áætlun 84 Bráðab Áætlun'85 % % Rekstrargjöld: tölur 84 Yfirstjórn bæjarins 13.087 12.076 16.080 22,87 33,04 Félagsmál og almannatryggingar .... 59.835 61.422 69.213 15,67 12,68 Heilbrigðismál 10.967 10.708 13.215 20,49 23,41 Fræðslumál 44.783 37.771 57.620 28,66 52,55 Menningarmál 9.430 9.654 12.113 28,45 25,47 Fegrun og skrúðgaröar 11.655 12.813 18.778 61,12 46,55 íþrótta- og æskulýðsmál 10.299 12.163 13.874 34,71 14,06 Eldvarnir og öryggismál 8.989 9.022 10.897 21,22 20,78 Hreinlætismál 14.640 14.875 17.959 22,67 20,73 Skipulags- og byggingamál 7.249 7.531 9.814 35,38 30,31 Götur og holræsi 16.844 17.061 19.568 16,17 14,69 Fasteignir 2.430 2.526 3.639 49,75 44,06 Framlög til bæjarstofnana 3.848 3.848 4.550 18,24 18,24 Fjármagnskostnaður 7.300 7.098 10.400 42,46 46,52 Ýmis útgjöld 4.895 4.775 9.277 89,52 94,28 Rekstrargjöld samtals kr. 226.251 223.343 286.997 26,84 28,50 Gjaldfærður stofnkostnaður: Yfirstjórn bæjarins 1.000 170 3.000 Félagsmál og almannatryggingar .... 2.800 2.540 3.875 Fræðslumál 2.601 5.634 2.362 ■ Menningarmál 520 310 660 Fegrun og skrúðgaröar 2.843 3.327 4.67 5 íþrótta- og æskulýðsmál 2.017 1.884 2.175 Eldvarnir og öryggismál 300 299 400 Skipulags- og byggingamál 130 157 61 Götur og holræsi 12.840 10.529 18.975 Fasteignir 3.230 2.323 4.650 Framlög til bæjarstofnana 7.325 7.325 14.000 Ýmis útgjöld 850 87 500 Gjaldfæröur stofnkostnaður samtals kr. 36.456 34.585 55.333 51,78 60,00 Fært á eignabreytingar 1985 62.583 64.368 66.820 6,77 3,80 Tekiur: Samtals kr. 325.290 322.296 409.150 25,78 26,94 Útsvör 160.900 158.359 193.000 19,95 21,87 Aðstöðugjöld 49.000 50.186 65.000 32,65 29,51 Skattar af fasteignum 55.200 55.424 80.700 46,19 45,60 Jöfnunarsjóður 35.000 34.405 39.700 13,42 15,39 Aörir skattar og tekjur 1.190 1.493 1.400 17,65 - 6,3 Tekjur af fasteignum 11.100 10.831 13.630 22,79 25,84 Vaxtatekjur 9.000 10.269 10.600 17,77 3,22' Ýmsar tekjur 3.900 1.329 5.120 31,28 285,25 Samtals kr. 325.290 322.296 409.150 25,78 26,94 Hér birtast samanburðartölur úr frumvarpi til birgðatölum 1984 til fjárhagsáætlunar nú eins og fjárhagsáætlunar fyrir Akureyrarbæ 1985 og úr hún leit út í frumvarpinu. Önnur umræða um áætlun 1984 og miðað við bráðabirgðatölur fyrir fjárhagsáætlun fer fram í bæjarstjóm eftir rúma síðasta ár. í dálknum 3/1 eru svo prósentuhækk- viku. I kvöld verður svo almennur félagsfundur anir fjárhagsáætlunar nú frá áætlun 1984 og í í Framsóknarfélagi Akureyrar um fjárhagsáætl- dálkinum 3/2 eru prósentuhækkanir frá bráða- un. Hann verður í Strandgötu 31 kl. 20.30. MARIE-90, 105,120 VWack. HAN$ VittocK. Einstaklingsrúm, margar gerðir og breiddir. Stórkostlegt úrval fermingargjafa Ungiingahúsgögn í miklu úrvali í þremur litum: Hvítu, furu og eik. Skrifborðsstólar handa unglingum. 3 litir: Hvítt, fura og beyki. Opið á laugardögum til hádegis. KKivörubœrf' Lraffl HÚSGAGNAVERSLUN TRYGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SlMI (96)21410 Skrifborð með hillu yfir, stærð 155x60 cm. Verð kr. 4.970,- Skrifborð án hillu, stærð 120x50 cm. Verð kr. 2.780,- Litir: Hvítt og fura.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.