Dagur - 29.03.1985, Side 6
.. .getur þú skroppið í Varmahlíð?
- Frá sýningu Leikfélags Sauðárkróks á „Húrra krakki“
„Jú, þetta er rosalega afslapp-
að, þetta er fimmta sýningin hjá
okkur, þetta var ekki svona fyrir
frumsýninguna." Það er konan
með gráa hárið sem svarar. í ljós
kemur að hún er formaður leik-
félagsins og heitir Elsa.
„Petta er allt öðruvísi sýning.
Börnin skilja ekki alveg húmor-
inn í verkinu. Þau hlæja bara
þegar eitthvað er að gerast á svið-
inu.“
Það var þrjúbíó-
stemmning í sam-
komuhúsinu Bifröst á
Sauðárkróki síðastlið-
inn föstudag. Það var
að hefjast barnasýning
á leikritinu „Húrra
krakki“ og salurinn
troðfullur af börnum á
öllum aldri, sem sátu
spennt og borðuðu
poppkorn. Hvenœr
œtlaði þetta eiginlega
að byrja? Furðulegt lið
sat til hliðar við salinn
og spilaði veiðimann.
„Attu tvist, “ spyr
virðulegur, ungur
maður. „Veiddu,“
svarar eldri kona með
grátt hár. Þarna sat og
Óli leigubílstjóri og
spurði eftir drottningu.
Jú, jú, hún var til.
Allt í einu er dyrum hrundið
upp og maður kallar hátt og
snjallt yfir salinn, sem enn hafði
ekki áttað sig á þessu furðulega
spili fólksins: „Óli, geturðu tekið
túr í Varmahlíð, það bráðhast-
ar!!!“ Og það er bara ekkert með
það, Óli fleygir frá sér spilunum
(eins og hafði verið vel gefið!) og
rýkur á dyr. Eftir situr salurinn
og klórar sér í hausnum. „Já, en
var hann ekki aðalnúmerið í
leiknum??" „Og rýkur bara upp
í Varmahlíð??"
Sverrir, en hann leikur pabba „krakkans“. Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum er hann tíu árum yngri. Hvemig svo sem bað getur staðist.
Leikurinn hefst og öllu er kippt
í lag. Þetta hafði bara verið smá
grín hjá leikfélaginu.
Lesendur átta sig ef til vill á
því, að við Dags-menn sáum
upphafið að leiknum „Húrra
krakki“ eftir Arnold og Bach,
sem leikfélagið á Sauðárkróki
sýndi á Sæluviku. í hléinu brugð-
um við okkur „bak við“ eins og
kallað er og spjölluðum við
leikarana. Okkur fannst and-
rúmsloftið fremur afslappað og
höfðum á því orð.
„Áttu tvist?“ Þannig hefst leikurinn Húrra krakki sem leikfélagið á Sauðárkróki sýndi á sæluvikunni. Furðulegt lið
sat til hliðar við salinn og spilaði veiðimann í makindum. Bömin borðuðu poppkora og botnuðu ekki neitt í neinu.
- Og er svolítið gaman að
þessu?
„Þetta er rosalega gaman,“
leikarar eru sammála um það.
„Við erum ekki orðin alvarlega
leið ennþá, en það er búið að
panta okkur út um allt, svo fyrir-
sjáanlegt er að við sýnum lengur
en bara á Sæluviku."
„Það er búið að panta okkur á
Hvammstanga, á Húnavökuna á
Blönduósi, Hrísey, Grímsey og
Papey.“ Hahahahaha, sá er þetta
mælti var frændi leikstjórans, Ey-
þórs Árnasonar á Uppsölum í
Blönduhlíð.
- Hvað hafið þið æft lengi?
„Við æfðum í fimm vikur og
það gekk ágætlega upp.“
- En hvaða leikrit hefur félag-
ið sett upp áður?
„Við sýndum Galdrakarlinn í
Oz um jólin, þetta er öflugt leik-
félag og setur upp tvö verk á
hverjum vetri. í fyrra sýndum við
„Beðið í rnyrkri". Við sýndum
einhverju sinni leikritið „Gripið
í tómt“ og fórum með það til Ák-
ureyrar. Pað komu 18 manns á
sýninguna. Þetta var ágætis
æfing. Nei, ætli við komum nokk-
uð aftur með sýningu til Akur-
eyrar.“
- Hvað eru margir félagar í
leikfélaginu?
„Þrjú þúsund manns.“ Það er
frændi leikstjórans sem svarar.
Hann er fyndnasti maðurinn í
leikfélaginu. „Nei, við erum
svona á milli áttatíu og níutíu,
líklega um tuttugu virkir.“
- Um hvað fjallar „Húrra
krakki?“
„Þetta er farsi, sem fjallar um
ung hjón sem eru að halda upp á
eins árs brúðkaupsafmæli sitt.
Maðurinn hafði verið giftur áður
og einmitt þennan sama dag og
brúðkaupsafmælið er, kemur í
ljós að hann á son frá fyrra hjóna-i
bandi. Það upphefst mikill felu-
leikur, þetta má ekki koma í ljós
þennan dag og úr þessu verður
dálítill hamagangur. Sem reynd-
ar leysist farsællega."
„Það má kannski geta þess, að
Óli, sá er leikur krakkann, er tíu
árum eldri en faðirinn."
Meðan við erum að spjalla við
leikarana, hringir bjalla af og til
og við tökum eftir því að leikarar
hverfa út einn og einn. Raddir
taka að heyrast inn í búningsher-
bergið. Jú, mikið rétt, leikurinn
er hafinn. Við truflum ekki
lengur, en bendum lesendum á
myndir hér á síðunni, þær eru af
leikurum sem þátt taka í sýningu
Leikfélags Sauðárkróks á „Húrra
krakka". - mþþ