Dagur - 29.03.1985, Síða 7

Dagur - 29.03.1985, Síða 7
29. mars 1985- DAGUR-7 Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri? - Ja, það er hann. - Ertu ekki til í viðtal á línunni? - Er ég ekki á línunni? Jú, en má ég skrifa okkar orðaskipti upp og birta síðan á prenti í þættinum „á línunni“ í helgarblaðinu? Ætli það ekki, ég verð þá að reyna að segja eitthvað gáfulegt. En hvort mér tekst þaðveitmaður ekkert um fyrr en eftir á. f - Ég las í DV um \Caginn, ígrein eftir Bahlur Hermannsson, að þið hafið átt orðaskipti í flugvél, þegar Baldur var að koma héðan eftir einvígið við Sverri Leósson. Um hvað rædduð þið? - Við vorum að ræða um niður- greiðslur, útflutningsuppbætur og Sambandið. - Voruð þið ekki sammála um þessi málefni? - Nei, ekki svo mjög. Hann er einn af þessum mönnum, sem lítur mjög einhliða á þessi mál. Hann vill ekki viðurkenna að niðurgreiðslur séu ekki annað en stjórntæki pólitíkusa til að halda niðri framfærsluvísitölunni. Þess í stað lítur hann á þær sem beinar greiðslur til bænda. Hann hlustar heldur ekki á rök um þær auka- verkanir, sem útflutningsuppbæt- urnar hafa. Við fluttum t.d. út osta fyrir 85 m.kr. í fyrra. Um helmingurinn af því er útflutn- ingsuppbætur. En hvað var gert við þann gjaldeyri sem fékkst? Jú, jú, það hefur einhver innflytjand- andi keypt fyrir hann vörur og af þeim er borgaður tollur, vöru- gjald, söluskattur og svo framveg- is. Ég held því að útflutningsbæt- urnar skili sér í ríkiskassann aftur, og þær halda líka uppi atvinnu. Menn verða að athuga það. Og greiða menn ekki um það bil þriðjung af sínum tekjum beint í skatt? Eg veit ekki betur. Baldur vildi halda því fram, að landbúnaðurinn væri rekinn á styrkjum. Ég benti honum þá á eitt dæmi. Éf við kaupum vélar þurfum við t.d. að greiða af þeim 26,87% söluskatt í tolli, en það gera ekki þeir sem eru í sam- keppnisiðnaðinum, menn eins og Davíð Scheving. Fjárfestinga- kostnaðurinn hjá Davíðunum er því fjórðungi minni og þennan fjórung greiðum við til Alberts. Pessi tollur rúllar svo upp allt verðlagið. - Urðuð þið vondir? - Nei, ekki ég, en ég veit ekki um hann. Að vísu þurfti ég að telja upp að tíu nokkrum sinnum, því ég sá það fljótt að það þýddi ekkert að vera að æsa sig við manninn. Þegar ég spurði hann í austur þá svaraði hann mér í vestur, þannig að ég spurði bara í norður næst. - Hann segist hafa borgað fyrit þig leigubílinn, varstu blankur að þvælast í Reykjavík? - Nei, en síðustu mínúturnar af samveru okkar fóru í að rífast um hvor okkar mætti borga leigubíl- inn. Ég ákvað að láta honum það eftir, þegar ég sá það í hendi mér, að með þeim hætti héldi ég fjár- magni mínu heima í héraði!! - Víkjum að öðru, fer ekki að líða að samlagsfundi? - Jú, hann verður vonandi í næsta mánuði. - Hvernig var útkoman? - Hún var þolanleg, betri en árið á undan í það minnsta. Þó ,Jumn svoraði í austur þegar ég spurði í vestuÝ - Þórarinn E. Sveinsson á línunni náum við ekki grundvallarverði’. - Þýðir það tekjumissi fyrir bændur? - Nei, það vona ég ekki, því mismunurinn fæst vonandi úr verðjöfnunarsjóði. Hann er ætlað- ur til að jafna tekjur mjólkursam- laga vegna aðstöðumunar, en tekjur fær hann af skatti, sem lagur er á hvern innveginn mjólk- urlítra. - Hvað fékstu mikið af mjólk á síðasta ári? - 22.161.473 lítra. - Meira eða minna en áður? - Það er 0,87% meira, en menn verða líka að athuga það, að 1984 var hlaupár, þannig að það var einum degi lengra en venjulegt ár!! Ég held að mjólkurframleiðsl- an hafi verið í jafnvægi á síðasta ári. í ár stefnir í einhverja aukn- ingu, en hvernig árið verður í heild á eftir að koma í Ijós. - Nú er talað um að greiða bændum út sitt kaup mánaðar- lega. - Já, en gallinn er bara sá, að það eru ekki til peningar í kerfinu til þess og menn koma ekki auga á hvar á að taka þá. Það eru allir sammála um það, að það væri æskilegt að geta gert þetta, en það vantar fyrst og fremst peninga til þess að það sé framkvæmanlegt. - En nú kvarta bændur yfir því, að milliliðirnir, þar með talin mjólkursamlögin, hafi allt sitt á þurru. Þannig lendi það alltaf á bændum að bera skaðann, efekki fæst grundvallarverð fyrir fram- leiðsluna. Er ekki nokkuð til í þessu? - 0, leiðinlegur. Jú, það má kannski segja það, en þetta kerfi er þannig upp byggt, að við tökum í okkar hlut kostnaðinn við að koma mjólkinni frá bændum í neýtendur. Hvorki meira né minna. - En er þá eitthvað sem ýtir á þig til að gera þetta á sem hag- kvæmastan hátt, þannig að fram- leiðendurnir beri meira úr bítum ? - Svona leiðinlegir blaðamenn eins og þú, sem spyrja svona spuminga. Ha, ha, ha. Þar að auki fylgjast bændur mjög vel með þessu og veita okkur verulegt aðhald. Og ef við náum ekki endum saman á eigin rekstri þurf- um við að sækja um uppbót til verðjöfnunarsjóðs, sem fer mjög krítiskt ofan í reksturinn. Við komumst því ekki upp með neitt bruðl. - Það hefur líka gagnrýnt, að mjólkurframleiðend- ur séu of dreifðir. Þannig dæmi þess að menn séu að bogra með nokkrar kýr inni í afdölum og það sé verulega kostnaðarsamt að ná í þessa mjólk. Vantar ekki betra skipulag á þessa hluti? - Jú, ef til vill má segja það, enda er enginn hvati til þess að mjólkin sé framleidd sem næst mjólkurbúunum. Þó ætti að vera hægt að stýra þessu, t.d. með Stofnlánadeildinni. En pólitíkin hefur ekki þorað að taka á þessu enda er það helvíti hörð stýring, að segja við einhvern bónda, að ef hann ætli að búa þama, þá verði hann að vera með refi, en ef hann ætli að vera þarna þá verði hann að búa með sauðfé og svo fram- vegis. Þar með er búið að frumkvæðið frá bændum og bændur vilja vera eigin herrar. - Hvað verður um alla þessa mjólk, sem þið fáið? - Ég drekk hana!! En um það bil 70% af því sem þá er eftir fer í smjör og osta. Það sem á vantar fer í neyslu, nýmjólk, léttmjólk, rjóma, kotasælu, jógurt og skyr, svo eitthvað sé nefnt. - Hafa neysluvenjur breyst? - Já, því miður get ég sagt þér að mjólkurneysla á mann minnk- aði um 17-18 lítra á síðasta ári. - Hvað veldur? - Ætli Davíð „Skelfing" gefi ekki bara of marga Fíata, Ha, ha! Svo er líka komið bjórlíki. Nei, í alvöru talað, ætli það muni ekki mest um alla ávaxtasafana sem flætt hafa yfir markaðinn. - Hefur aukist salan á fitu- snauðari mjólk? - Já, það er aukin sala í undan- rennu og léttmjólk, en nýmjólkin heldur enn um 70% af sölunni. - Svo ég vendi aftur, er það ekki rétt munað hjá mér að þú sért fæddur og uppalinn Reykvík- ingur? - Jú, jú, ég hef ekki búið hér nema í 6 ár, en í 20 ár var ég í Reykjavík. Mínum gömlu vinum finnst það helvíti hart, að ég skuli vera orðinn svona gallharður Ak- ureyringur á ekki lengri tíma. Þetta er svona svipað og að láta innrita sig í íþróttafélag. Eftir að maður er orðinn félagi styður maður sitt félag fram í rauðan dauðann. Nú er ég orðinn Akur- eyringur og ef ég ætla að láta mér líða vel hér þá ákveð ég bara að Akureyri sé besti bærinn. Er það ekki best? -GS Vorum að taka upp í vikunni pils, jakka og buxur frá hinu þekkta sænska fyrirtæki Lindbergs Vel klædd er konan ánægð. Nýkomið: Jakkar, pils og blússur í miklu úrvali. Ný sending af frábærum festum og fallegum leður- og lakkbeltum. 'ííóliLVQtðlun jSíc SKEMMTIATRIÐI: Tískusýning frá tískuversluninni Goldie Laugavegi 67, Reykjavík Grínararnir frægu Viktor og Baldur „Crime“.meiriháttar dansatriði Hljómsveit Ingimars Eydal og Siggi Jonny sjá um að fólkið verði banastuði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.