Dagur - 29.03.1985, Side 8

Dagur - 29.03.1985, Side 8
8 - DAGUR - 29. mars 1985 „Jú, komið innfyrir, þó ekki sé mannvit- inu fyrir að fara hér, en þið getið kannski miðlað mér af því. “ Þetta segir Sigurjón „Dúddi“ Jónasson bóndi og söngvari að Syðra-Skörðugili Seyluhreppi í Skaga- firði. Við erum þrjú áferð, blaðamaður, Kristján Ijósmyndari og Jóhann Ólafur Svarfdœlingur, sem var með til starfs- kynningar. Okkur var boðið til stofu, en tilkynntum að af- lögufœr með mannvit vœrum við ekki. Það var látið gott heita. Það er kannski rétt að geta þess að við börðum að dyrum hjá Dúdda á Skörðu- gili samkvœmt ábendingu frá tengdasyni hans, Einari, en hann lét það fylgja með að Dúddi vœri miklu bjartsýnni og þess vegna skemmtilegri og viðrœðubetri. Texti: Margrét Þ. Þórsdóttir Sigurjón hefur búið á Skörðugili síðan 1940, hann fæddist að Garði í Hegranesi árið 1915 og skyldi maður þá ætla að sjötugur yrði hann á árinu. Fluttist að Syðri-Húsabakka, þaðan í Hátún, fékk jörðina Syðra- Skörðugil árið ’36 en brá sér í Hóla- skóla áður en hann hóf búskap á jörðinni. Snarsyngjandi vitlaust... Er við höfum komið okkur fyrir í stofunni spyr Dúddi: „Hverra manna eru þið?“ Við svörum skilmerkilega: Faðir minn er ...og móðir...dadada og hófurr að rekja ættir okkar allt til Helga magra. Þegar í ljós kom að Jóhann Ólafur hafði alið aldur sinn í Svarf- aðardalnum segist Dúddi margoft hafa þangað komið og þekkja vel til. „Ég fór á hverju hausti yfir Heljar- dalsheiðina með afsláttarhross sem ég keypti í Skagafirðinum og seldi í Svarfaðardalnum, Dalvík, Hrísey og jafnvel alla leið inni á Akureyri. Mest fór ég með 117 hross í einu og það var nokkuð hressileg ferð skal ég segja ykkur. Nei, nei, ég er hættur öllu hrossabraski hætti fyrir þremur árum. Fæddur á hestbaki? hahaha, ekki er það nú, en því sem næst. Hættu að skrifa alla vitleysuna niður eftir mér, við skulum bara ræða málin. Hvernig lýst ykkur á nútíma- þjóðfélag okkar? Ja.... (fátt um svör). „Þetta er allt orðið snarsyngjandi vitlaust. Þegar kemur fram á vorið hygg ég að við byggjum upp nýtt þjóðfélag. Þetta er ekki hemja hvernig allt er orðið, sjómennirnir fyrir vestan að gera verkfall þegar allur sjór er fullur af fiski ha. Eða kennararnir; að ganga út úr skólun- um stoppa allt saman og eyðileggja allan veturinn fyrir unglingunum. Þetta er ákaflega erfitt fyrir foreldra barna úr sveit, að halda börnunum uppi og svo eru þau tafin í námi. Þessi vetur er sjálfsagt ónýtur hjá mörgum. Jú, jú, það getur verið að þeir þurfi hærra kaup, en ég fer ekki ofan af því að þetta er skökk aðferð. Það er hægt að vinna að sínum mál- um á hagkvæmari hátt. Ég vil bara kalla þetta ofbeldi, andlegt ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í heiminum, stríð, hatur og mannrán, við hér á ís- landi höfum líka nóg af ofbeldi, það er bara á öðru sviði en erlendis. Við gerum svo miklar kröfur, {slending- ar, allir vilja hærra kaup og allt af öllu, en peningamálin okkar eru snúin. Ég er inni á því að bankarnir og verslunin hafi tekið of mikið til sín á kostnað okkar hinna. Þetta er hrein og bein.. hvernig á ég að orða þetta, eiginlega hafa bankarnir tekið fé af okkur almúgamönnunum "ófrjálsri hendi. Núllin tvö sem tekin voru af hér um árið, þið munið enn eftir þeim er það ekki? Hvað haldið þið að yrði eftir inni í bönkunum ef þeir afhentu okkur núllin aftur? Þið eruð sammála því, það yrði ansi lítið.“ Allra handa ruslaralýður utan úr heimi I þessu læðist lítill snáði inn í stof- una. „Segðu hvað þú heitir, drengur,“ segir Dúddi. Hann er víst óvenju feiminn, strákurinn í þetta skiptið og vildi ekki segja til nafns. „Hann heitir Sigurjón þessi, Sigurjón Pálmi, hann er dóttursonur minn,“ svarar afi og ruglar ofurlítð í hárinu á strák. Við spyrjum hvort ekki sé erfitt að búa núna. „Þeir kvarta minna núna en oft áður, þeir sem stunda landbúnaðinn. Það er enginn vandi að búa. Þó er ekki hægt að segja að ég búi núorðið, ég er bara léttadrengur. Heyrið þið mig, ég ætla að sýna ykkur nokkrar myndir, það er mikið skemmtilegra en þetta raus úr mér.“ Á meðan Dúddi leitar uppi albúmið, rifjar hann upp: „Þið eruð frá Degi, segið þið. Ég keypti einu sinni Dag, en er hættur því núna, fannst hann ansi þunnur orðinn, en hann hefur breyst aftur síðan. Ég hef alltaf verið framsóknarmaður og er það líklegast enn. Ég keypti Tímann í gamla daga, en eftir að hann varð Nútími, leist mér ekki á lengur, þeir voru alltaf með myndir af beru kvenfólki og allra handa ruslaralýð utan úr heimi. Morgunblaðið birti þó mynd af gols- óttum hrúti um daginn og hefur þess vegna vinninginn.“ Hafið þið ekki gaman af beru kvenfólki hér í sveit- inni? spyrja strákarnir. „Bændur úti á landi vilja sjá eitt- hvað annað í blöðunum en bert kvenfólk. Þeir hafa margt annað betra að glápa á. Jæja, sjáið þessa mynd, þetta er einhver sá besti hest- ur sem ég hef átt.“ Myndin er af Sig- urjóni á baki Nautabús-Grána og er tekin árið 1940. „Ég seldi hann og fékk fyrir dá- góða upphæð, hef líklega getað keypt mér eina fimm hesta fyrir. Hann var góður hann Nautabús- Gráni minn.“ Tímdirðu að selja hann? „Maður tímir nú ýmsu. Það getur enginn átt allt.“ Á meðan við skoðum myndirnar fer Dúddi að tala um veðrið og að hann hafi aldrei lifað annan eins vet- ur og segir að fólk skuli ekki eiga von á öðrum jafn góðum vetri á næst- unni. „Ég er samt enginn spámað- ur.“ En hann hefur samt skoðun á málinu: „Fólk verður að hafa vit á því að vera í góðu skapi þegar veðrið er svona gott.“ : „Pantaðu kaffi hjá ömmu“ „Farðu nú fram, Sigurjón minn, og pantaðu kaffi hjá henni ömmu þinni,“ segir Dúddi og ialar til nafna síns. Hann er ekki alveg á því sá stutti, svo að Dúddi segir: „Ég fer að selja þig, strákur, og læt þig fyrir lítið.“ Strákur tók afa sinn lítið trú- anlega og fór hvergi. Afi getur víst pantað kaffi handa sínum gestum sjálfur. Og það gerir hann. Þegar búið er að leggja inn pöntunina segir hann: „Jæja, krakkar mínir, eruð þið með eða móti álveri?“ ....tja (við hugsuðum málið örlitla stund og veltum því fyrir okkur hvert okkar ætti að svara) „á móti“. „Þið segið það. Þú mátt hafa eitt eftir mér í þessu sambandi. Ég fór á fund um daginn hjá útlendum miðli og spurði hann eftir því hvort þjóðin væri ekki á leið út úr vítahringnum sem hún er komin í. Hann svaraði á þá leið að við yrðum að nýta erlent fjármagn, til dæmis frá Skandinavíu. Við verðum að byggja okkar fram- tíðarþjóðfélag á menntun og þekk- ingu.“ Þá víkur talinu aftur að Svarfaðar- dalnum, Dúddi og Jói ræða menn og málefni, gamla bændur í dalnum og hver sé ábúandi á hverjum bæ, hvaða jarðir séu komnar í eyði og svo fram- vegis. Dúddi þekkir vel til, hafði ver- ið með einhverjum í Hólaskóla, komið alloft til annars og svo fram- vegis. Síðan fóru þeir að tala um riðuveikina. „Við hér á Skörðugili höfum alveg sloppið við riðuveikina. Það var aðeins í eitt skipti sem við urðum hennar varir, höfðum þá keypt kind sem var riðuveik. Við eig- um gott hér, veikin hefur verið að stinga sér niður á bæjunum í kringum okkur. Hins vegar kynntist ég bæði mæðu- og garnaveiki og það var all- svakalegt. Þetta getur tekið bæi svo heiftarlega. Ég þurfti að skjóta roll- urnar ofan í kerru. En hvað riðuveik- ina varðar, held ég að það verði aldrei skorið niður fyrir hana, það eina sem dugar er nákvæm hirðing.“ Kristján rak augun í einhvern hlut uppi á hillu. „Hvað er þetta?“ spyr hann. „Þetta er verðlaunagripur sem ég vann á hrútinn Jarl, feikigóður hrútur.“ Kristján heimtar að fá að mynda Dúdda með verðlaunahrútinn. Þar sem Dúddi heldur hrútnum á lofti kemur kona hans, Sigríður Júlíus- dóttir inn og tilkynnir að nú sé kaffið til. „Hvað ertu að halda sýningu á hrútnum, ekki ertu að halda sýningu á mér,“ segir hún. „Komdu þá og vertu með á mynd,“ segir Sigurjón maður hennar, en þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir kemur allt fyrir ekki, Sigríður er ófáanleg að stilla sér upp við hlið manns síns. Við göngum því til eld- húss og sötrum kaffi og nörtum í kleinur. Það er hið svokallaða ástand í þjóðfélaginu sem verður að umræðuefni. Tíminn sem fer í að pissa honum aftur . . . Dúddi hefur orðið: „Ég held að svartsýnin í fólki sé á niðurleið, þetta sífellda tal um að fólk hafi enga pen- inga og að allt sé á heljarþröm. Menn lifa held ég bara aldeilis vel, þó alltaf sé verið að berja lóminn. Það er mín skoðun að menn verði að taka áhættu í þessu lífi, annars verður engu í verk komið. Það gerir ekkert til þó menn fari á hausinn; þeir verða þó að minnsta kosti reynslunni ríkari á eftir. Það er þessi vandræða háttur í þjóðinni sem mér líkar ekki, við verðum að fá annan hugsunarhátt í þjóðina til að breytingar geti átt sér stað sem til farsældar verða fyrir hana. Nú vilja aliir bjór og ekkert um það að segja, nógir eru víst penin- garnir sem við græðum á honum, en ég dauðsé hins vegar eftir öllum þeim tíma sem fer í að drekka hann, að ég - Sigurjón „Dúddi'

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.