Dagur - 29.03.1985, Page 9

Dagur - 29.03.1985, Page 9
29. mars 1985 - DAGUR - 9 Jónasson á Skörðugili í Skagafirði í helgarviðtali nú tali nú ekki um tímann sem fer í að pissa honum aftur. Pað held ég, nú. Þegar búið er að byggja þjóðfé- lagið þannig upp að allir lifa á bjór, brennivíni og súkkulaði held ég menn þoli lítið harðræði.“ Þegar búið er að drekka kaffi, þarf að fara í húsin og gefa skepnunum. Okkur er boðið með og þiggjum við það. Á leiðinni upp eftir segir Dúddi okkur að núorðið séu hross og sauð‘ fé nokkurs konar aukabúgrein á Skörðugili. Þeir séu einkum í refa- ræktinni. Við þóttumst vita það, höfðum séð stórt P á þaki loðdýra- búsins er við ókum þar framhjá fyrr um morguninn. Jói hafði tilkynnt að P-ið væri fyrir flugið. „Já, bannað að lenda, meinarðu,“ hélt Kristján. En þetta var bara brandari, það kom hins vegar í ljós er við vorum komin hálfa leið upp í hús, að matarpoki nokkur hafði gleymst heima. „Þú gleymdir pokanum handa kænunni," kallar Dúddi, til Sigurjóns, en hann er önnum kafinn við að fá Kristján í kapphlaup við sig, með litlum árangri að vísu, en hafði samt ekki tíma til að hlaupa sjálfur. „Náð þú í hann,“ svarar hann afa sínum. Og það verður úr að sá „gamli“ skokkar aftur heim að ná í pokann handa kænunni, en við veltum vöngum yfir því hvaða skepna þessi kæna væri. f ljós kom að það var hvít kanína í eigu Sigurjóns yngra. Auk hennar á hann tófuna Blíðu og hest á hann líka, það er Harka, sem er í tamn- ingu hjá Jóni á Vatnsleysu. Hann er nokkuð ríkur strákurinn, finnst okkur, rétt orðinn fimm ára gamall. Við tölum um ríkidæmi manna. Mannbœtandi nótt „Ég hef sungið í karlakórnum Heimi, allar götur frá árinu 1936, nema hvað ég hætti að syngja í þrjú ár til að græða." Græddir þú vel? „Ég tel mig nógu ríkan.“ Hvenær eru menn nógu ríkir? „Þegar menn eru ánægðir með það sem þeir eiga, þá eru þeir nógu ríkir.“ Hvað áttu þá mikið? „Ég veit aldrei hvað ég á, nema rétt daginn sem ég tel fram.“ Þú hefur að minnsta kosti farið að syngja aftur? „Ég er syngjandi öll kvöld, þegar ég er ekki að spila bridge. Ég var að spila bridge í fyrrinótt, við spiluðum við Húnvetninga og sátum yfir spil- um fram til klukkan hálf sex. Það var haft á orði eftir að spilum lauk, að þetta hefði verið mannbætandi nótt! Nei, nei, ég finn ekkert fyrir þessu, þó ég sé að göltra þetta á næturnar. Jæja þá erum við komin. Þessi hús öll byggðum við á einu ári, auk íbúð- arhúss og hlöðu og kvörtuðum ekki um peningaleysi. Menn verða að drífa svona hluti upp, vera ekki að hengslast við það í fjöldamörg ár.“ Við trítluðum á spariskónum inn í húsin, forarsvað var fyrir utan, en þeir Sigurjónar létu það ekki á sig fá. Allmargir kálfar voru í húsinu, því er kallað var tamningastöð. Kálfar frá Skörðugili hafa allir farið í stjörnu- flokk, segir Dúddi okkur. Hann gef- ur þeim úrvals hey allan veturinn. „Þýðir ekkert að ala dýrin á ein- hverju moði.“ Fóður gefur hann ekkert, en mánuði áður en hann sleppir þeim út elur hann kálfana á káli. Síðan er þeim sleppt í góða haga og látnir bíta í mánaðartíma eða svo áður en slátrað er. „Og allt hefur lent í stjörnuflokki.“ „í þessu eru peningar,“ segir Dúddi og bendir á kálfana. Hann fer að sýsla við heybagga inni i hlöðu, segir okkur síðan að koma inn í fjár- húsið. „Þú skalt mynda þann litla, með henni móbotnu sinni,“ stingur hann upp á við ljósmyndarann. 9 „ Taktu áhenni þessari“ Sá litli er reyndar búinn að klifra upp eftir öllum böggunum, og nærri kominn upp undir rjáfur hvar hann náði taki á baggabandi er hékk niður úr þakbita. Sigurjón staðhæfði að hann væri Tarzan í trjánum. Það þótti mér dálítið skondið, því engin sá ég trén, nær hefði mér þótt að kenna Tarzan kappann við heyið. En þegar til tals kom að mynda „Tarzan í trjánum“ með móbotnóttu gimbrinni hætti hann umsvifalaust að sveifla sér í „trjánum“ og hljóp inn garðann að þeirri móbotnóttu. Á meðan myndatökur stóðu yfir sýndi Dúddi okkur Jóa nokkrar af sínum betri kindum. „Komdu hérna Jói, og taktu á henni þessari," sagði hann og Jói er með það sama kominn inn í króna og tekur að þukla á botnóttri gimbur. „Taktu á lærunum. Hefurðu tekið á betri kind? Þetta er rakin stjörnu- kind.“ Jói samsinnti því, eftir nokkurt þukl, „rakin stjörnukind“. „Ég held því fram,“ segir Dúddi sposkur „að ég hafi talsvert vit á fé,“ stingur svo höndum í vasa, eftir að hafa snúið loðhúfu sinni nokkra hringi á höfði sér. „Komið hingað ég ætla að sýna ykkur mömmuna," Dúddi vísar okk- ur á móður hinnar botnóttu. „Þarna er hún,“ segir hann og bendir. Jói er sendur inn í króna aftur og uppálagt að handsama rolluna, sem hann og gjörir, eftir smá eltingaleik. Hann tekur síðan til við að þukla í annað sinn. Ég spyr Dúdda hvort hann sé fjár- glöggur maður mjög. „Eg hæli mér hvorki af einu né neinu,“ svarar hann „en ég hef tölu- vert umgengist fé og þekki dálítið til þess. Blessuð vertu ekki að skrifa alla þessa vitleysu eftir mér.“ Ég lofaði því. „Tek bara þetta gáfulega úr.“ „Gáfulega. Þá erum við komin að því, hvað eru gáfur, getið þið sagt mér það?“ Við ræddum nokkra stund um þetta atriði, en komumst ekki að niðurstöðu. Hefðum sjálfsagt staðið þarna í fjárhúsunum fram á kvöld, ef skyldan hefði ekki kallað. Við þurft- um niður á Sauðárkrók, og kvöddum Dúdda og Sigurjón Pálma, sem stóð með sópinn í höndunum tilbúinn að sópa garðann. Við trítluðum á spari- skónum út í skagfirskan marsdaginn. „Þið komið í kvöld og heyrið okkur syngja,“ var það síðasta sem Dúddi kallaði til okkar. - mþþ aom

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.