Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 3
12. apríl 1985 - DAGUR - 3 Þarmeð erharm úrsögurmi Stjórnmálamenn fylgjast með upp- gangi Jóns Baldvins Hannibalssonar með nokkrum hryllingi, hafa um hann hin háðulegustu orð, en Jón dafnar samt rétt eins og púkinn á fjósbitanum. Jón hefur haft um það orð, meðal margra annarra, að eitt hans fyrsta verk ef hann kemst til valda verði að reka Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra. Þegar Jó- hannesi var borin þessi saga brá hon- um ekki hið minnsta, en eftir nokkra umhugsun sagði hann með hægð: „Nú, sagði hann þetta, þá geri ég hann bara ekki að ráðherra.“ Svo einfalt var það. Að hafa ráð undir rifi hverju Margir þekkja Pétur Bjarnason og enn fleiri þekkja „Pésa pylsu“, þann sem rekið hefur pylsuvagninn á Ráð- hústorgi um árabil. Einhverju sinni var Pési að afgreiða í vagni sínum. Pá kom til hans maður með brúnan bréfpoka og rétti Pésa. Pési tók við pokanum og stakk honum upp í hillu. Einn af þorstlátari mönnum bæjarins, og kunningi Pésa, horfði á þetta. Hann gekk að vagninum og spurði Pésa: - Hvað er í pokanum, Pési minn? - Það var fleygur, sem kunningi minn sótti fyrir mig í Ríkið. - Nú, sagði sá þorstláti, og settist á nærliggjandi bekk. Skömmu síðar kom ung og föngu- leg stúlka til að leysa Pésa af og Pési var rokinn með það sama, en geymdi fleyginn í vagninum til betri tíma. Pegar Pési var horfinn fyrir næsta götuhorn gekk sá þorstláti að vagnin- um og sagði við stúlkuna: - Heyrðu vina, viltu ekki rétta mér fleyginn sem er í brúna pokan- um þarna uppi í hillunni. Hann Pési geymir hann fyrir mig. Stúlkan varð við þessari bón mannsins samstundis og þar með var deginum hjá þeim þorstláta reddað! Lifrnr loksyftr Nýja bíói Nú er loks að lifna aðeins yfir Nýja bíói, en því miður er það aðeins hluti þess sem öðlast líf á ný. Þar er um að ræða anddyrið, sem nú er orðið að tískuverslun. Par að auki er byrjað að innrétta hæðina fyrir ofan anddyr- ið, þar sem íslendingur var eitt sinn til húsa, sem kaffistofu. Það er Jó- hann Ingimarsson, „Nói í Örkinni", ásamt fjölskyldu og Bárði Halldórs- syni, sem standa að þessum fram- kvæmdum. Þarna verður boðið upp á kaffi - sérstök áhersla lögð á gott kaffi, að sögn Nóa - og svo verða sér- bakaðar kökur til að narta í með. Einnig verður boðið upp á salatbar. Ekki er enn búið að finna nafn á staðinn, en rætt hefur verið um „Ráðhúskaffi“ eða „Kaffi-Kúnst“, en ekkert mun vera ákveðið í þeim efnum. Tillögur eru því vel þegnar. Hvernig væri bara „Nóa-kaffi“ eða „Diddu-kaffi“. Ellegar þá bara „Bárðarbunga“, þar sem Bárður Halldórsson er nú með í spilinu! Þegar magirm segir tíl sín Akureyringar eru frægir fyrir að gefa samborgurum sínum ýmis viður- nefni, jafnvel eru dæmi þess að menn séu hreinlega skírðir upp á nýtt. Þannig fór fyrir einum gegnum og góðum borgara. Hann var að koma heim eftir næturævintýri, en þá sagði maginn til sín. Þá ákvað vinurinn að spæla sér egg, skellti pönnunni á eldavélina, kveikti undir henni og setti eggin á. En á meðan eggin voru að steikjast settist kappinn í hæg- indastól og þreytan sótti að. Hann sofnaði sem sé. Nokkru síðar átti kunningi hans leið hjá húsi eggja- meistarans og ákvað að líta inn. Þá var allt fullt af reyk í íbúðinni, en kunninginn yakti eggjameistarann með þeim orðum, að eggin væru til- búin! Raunar voru þau ekki annað en öskuhrúga, en eftir þetta hefur umræddur Akureyringur ekki verið kallaður annað en „Eggert í Steik- húsinu“! Nanna Sigríður Kristinsdóttir. Ásta Einarsdóttir. Hrafhhildur Halberg. Hulda Ringsted. Katrin Kristjánsdóttir. Þórdis Rúnarsdóttir. UNGFRÚ AKUREYRI KRÝND í SJALLANUM NK. LAUGARDAGSKVÖLD Matseðill: Fiskipaté með aspargus, dillsósu og ristuðu brauði. Ofnsteikt hreindýrahnetusteik með gufusoðnu spergilkáli, fylltum tómötum, bökuðum kartöflum og villibráðarsósu. Ferskir ávextir í líkjör með kaffirjóma. Verð kr. 910,00. 10% afsláttarkort fylgja öllum aðgöngumiðum frá versluninni perfect Fegurðarsamkeppni Akureyrar 1985 haldin af: Flugleiðum, Ferðaskrifstofu Akureyrar, Perfect, Sjallanum og Fegurðarsamkeppni íslands. Aðrir aðstandendur keppninnar eru: Skinnadeild SÍS, Akureyri, Skódeild SÍS, Akureyri, Hársnyrtistofan Ráðhústorgi 5, Snyrtistofan Eva, Ráðhústorgi, Amaro, Blómabúðin Laufás, Dansstúdíó Alice, Sólstofan Tungusíðu 6. Dagskrá: Kl. 19.00:________________________________ Fordrykkur. Borðhald hefst. Hollywood Strings, strengjasveit úr Tónlistar- skóla Akureyrar leikur. Stúlkurnar kynntar í síðkjólum. A bit of Broadway, danssýning frá dansstúdíói Sóleyjar. Stúlkurnar kynntar í sportfatnaði. Tískusýning frá Perfect (áður Gallery, sömu vörur en nýtt nafn á versluninni), undir stjórn Sóleyjar Jóhannsdóttur. Úrslit kynnt. Vinsælasta stúlkan kosin. Ljósmyndafyrirsætan kosin. Ungfrú Akureyri 1985 krýnd. Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir ásamt diskóteki til kl. 03. Verðlaun: Verðlaunin verða ekki af lakari endanum, auk þess að hljóta titilinn Ungfrú Akureyri 1985 fær sigurvegar- inn þátttökurétt í „Ungfrú ísland“-keppninni sem haldin verður f veitingahúsinu Broadway í lok maí. Einnig helgarferð til Lundúna í boði Flugleiða og Ferðaskrifstofu Akureyrar. Mokkafatnað að eigin vali frá Skinnadeild SÍS. Ljósatíma frá Sólstofunni Tungusíðu 6. Fataúttekt frá Tískuvöruversluninni Perfect Skipagötu að upphæð kr. 5.000. Auk þessara glæsilegu vinninga sem sigurvegarinn fær, fá allar stúlkurnar glæsilega vinninga svo sem ACT skó frá Skódeild SÍS. Snyrtivörur frá Amaro. Blóm frá Blómabúðinni Laufás. Einnig fá stúlkurnar fimm sem eftir verða helgarpakka til Reykjavíkur með Ferðaskrifstofu Akureyrar á „Ungfrú ísland“-keppnina| FLUGLEIÐIR NUDD-OG GUFUBAÐSTOFAN SÓLSTOFA TUNGUSÍ0UÓ SÍMI25420 6VA SNYRTISTOPAN KÁDHÚSTORGI 1 SÍMI 25544 Blóntabúðin Lnufús Hafnarstrœti 96 - Sunnuhliö 12 - Simi 96-24250 Simí 96-26250 FERDASKRIFSTOFA AKUREVRAR R»4t>u»to«g. 3 SrfTi. (96)36000 TeKialtSf AKUREYRI TOURIST BUREAU ICELAND SH»óhu»to<a T»l«0hon* (985000 T«»« « Jt»» perfect J““i0 Dómnefnd: Ólafur Laufdal formaður, Alice Jóhannsdótíir, Friðþjófur Helgason, Unnur Steinsson, Sigurður Sigurðsson. Kynnir: Hermann Gunnarsson. Förðun: Birna Björnsdóttir og Bryndís Jóhannesdóttir. Hársnyrting: Ivar Sigurharðarson og Fjóla Björgvinsdóttir. Blómaskreytingar: Kara Jóhannesdóttir í Blómabúðinni Laufás. Ljósmyndun: Fríðþjófur Helgason og Krístján Arngrímsson. Ljósa- og hljóðstjórn: Gunnlaugur Þráinsson. Þjálfun stúlknanna: Sólcy Jóhannsdóttir, Kristjana Geiisdóttir og Aiicc Jóhannsdóttir. Framkvæmdastjórn kcppninnar þakkar ofangreindum aðilum aðstoðina við að gera keppni þessa að veruleika.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.