Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 13

Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 13
12. apríl 1985 - DAGUR - 13 „Rauða fjöðrin boðin til söíu ÍC Um næstu helgi munu Lions- menn um land allt bjóða „rauðu fjöðrina“ til sölu. Öllum ágóða verður varið til kaupa á svokölluðum línu- hraðli en það er geislalækn- ingatæki, sem mun auka bata- horfur krabbameinssjúklinga mjög verulega og raunar bjarga mörgum mannslífum árlega að mati sérfræðinga. Lífshörfur krabbameins- sjúklinga á íslandi hafa farið batnandi á undanförnum ára- tugum og nú er áætlað að unnt verði að lækna 40-50% þeirra með aðstöðunni sem skapast mun í K-byggingu Landsspít- alans. Línuhraðallinn verður staðsettur f kjallara 1. áfanga hússins, þar sem veggir verða sérstakiega þykkir og traustir vegna geislunarhættu. Þetta er í fjórða sinn sem Lionsmenn selja „rauðu fjöðr- ina“ um allt land. 1972 var safnað fyrir augnlækninga- tækjum, 1976 voru keypt tann- syning Hjálpartækjasýning verður haldin að frumkvæði Sjálfs- bjargar á Hótel Loftleiðum dagana 12.-16. apríl. Flugleið- ir veita afslátt af fargjöldum til Reykjavíkur til þeirra sem hyggjast sækja sýninguna. Að sýningunni standa auk samtaka fatlaðra, tvær svæðis- stjórnir og Hjálpartækjabank- inn. Markmið sýningarinnar er þríþætt; framleiðendur og inn- flytjendur sýna og kynna fjöl- breytt úrval hjálpartækja, flutt verða fræðsluerindi fyrir fatl- aða og aðstandendur þeirra, faghópa og almenning og kynnt verður frístundastarf fatlaðra. Fjórir erlendir gestir sækja sýninguna heim. Jetta og Ole Bentzen frá Danmörku halda fyrirlestra og verða þeir þýddir. Þá koma Catu Lie og Gitte Molberg frá Noregi og sýna hjólastóladans. Dagskráin á Hótel Loft- leiðum sýningardagana er mjög fjölbreytt og stendur frá því um hádegi og fram eftir kvöldi. Flutt verða erindi, fluttir gamanþættir og tísku- sýning verður á sérhönnuðum fatnaði. Ókeypis aðgangur er að öllum atriðum sýningarinn- lækningatæki fyrir þroskahefta og hlúð að þeim á fleiri vegu og 1980 var safnað fyrir tækj- um til háls-, nef- og eyrna- lækninga. f fyrra var söfnun frestað í eitt ár meðal annars vegna óvissu um byggingar- hraða sérhannaðs húsnæðis í K-byggingunni. Eins og áður greinir fer sala fjaðrarinnar fram um næstu helgi og byrjar á föstudag. Á Akureyri verður gengið í hús á sunnudag kl. 10.30-13.30. Hver fjöður verður seld á kr. 100,- en einnig verður til sölu varanleg borðskreyting með rauðri fjöður á kr. 1.000,- Það er Ijóst að kaup á línu- hraðli eru í þágu allra lands- manna og er það von Lionsfé- laga að viðtökur almennings verði eins góðar og iafnan áður þegar „rauða fjöðrin" og hennar góðu málefni eru ann- ars vegar. Roar Kvam stjórnar Passíukórnum að venju. Bach-tónleikar í Akureyrarkirkju Leikhúsferðir miEi Ak- ureyrar og Húsavíkur Sýningar á söngleiknum um Edith Piaf hjá Leikfélagi Ak- ureyrar ganga mjög vel. Um helgina verða 17. og 18. sýning og alltaf hefur verið uppselt. Það hefur þó valdið leikfélags- mönnum svolitlum erfið- leikum, að nokkur brögð eru að því að pantanir séu ekki Kvöld- vaka í Akur- eyrar- Mrkju Kvöldvaka á vegum Bræðra- félags Akureyrarkirkju verður haldin á föstudag 12. apríl og hefst hún í kirkjunni kl. 20.30. Á dagskrá verður samleikur á fiðlu og orgel, Jakob Tryggvason og Lilja Hjalta- dóttir leika. Formaður Bræðrafélagsins flytur ávarp, séra Kristján Róbertsson flytur ræðu, gamlir Geysisfé- lagar syngja undir stjórn Árna Ingimundarsonar, frú Þuríður Baldursdóttir syngur við undirleik Kristins Arnar Krist- inssonar tónlistarkennara, séra Birgir Snæbjörnsson flytur hugvekju og bæn og séra Þórhallur Höskuldsson flytur lokaorð. Almennur söngur verður á milli atriða og leikur Jakob Tryggvason undir. sóttar. Oft er þar um bæjarbúa að ræða, en á sama tíma hafa utanbæjarmenn þurft að hætta við leikhúsferðir til Akureyr- ar, vegna þess að allir miðar eru seldir eða pantaðir. Á Húsavík sýnir leikfélagið þar „Ástin sigrar" eftir Ólaf Hauk Símonarson við miklar vinsældir. Þar er sama sagan; fólk kemur langt að til að sjá sýninguna. Sætaferðir eru frá Ákureyri - og það eru líka sætaferðir frá Húsavík fyrir þá sem vilja sjá Piaf. Það má því segja, að stöðugar leikhús- ferðir séu í gangi á milli Akur- eyrar og Húsavíkur. Bach-tónleikar Passíukórsins verða í Akureyrarkirkju sunnudaginn 14. apríl kl. 17.00. Flutt verður kantatan Guðsríki eftir J.S. Bach. Flytj- endur auk Passíukórsins verða einsöngvararnir Elísabet Erl- ingsdóttir, Þuríður Baldurs- dóttir og Michael J. Clarke, Hörður Áskelsson, orgelleik- ari og Kammersveit Tónlistar- skólans á Akureyri. Stjórn- andi er Roar Kvam. Eitt af skylduverkum Bachs sem kantors í Thomasarkirkju var að semja kantötu til flutn- ings við messu hvern sunnudag kirkjuársins. Mun hann alls hafa samið um 300 kantötur, en um 200 þeirra hafa varð- veist. Þýski kórstjórinn Hans Grischkat hafði um árabil haft þá hugmynd, að taka sama kafla úr ýmsum kantötum Bachs og gera úr þeim eina stóra kantötu eða oratoríum. 1 tilefni þess að 200 ár voru lið- in frá dauða Bachs árið 1950 ákvað Grischkat að láta verða úr þessu. Hann tók nokkra af fegurstu köflum, aríum og sálmum úr 18 af kantötum Bachs, sem sjaldan heyrðust fluttar, og gerði úr þeim eina heilsteypta kantötu. Breytti hann engu, hvorki texta né tónlist, allt var eins og frá hendi Bachs. Grischkat frúm- flutti þessa kantötu 21. júlí árið 1950 með kór sínum í Stuttgart, við einróma lof gagnrýnenda, en einn þeirra sagði: „Hér hefur tekist að raða saman í eina heild 23 köflum. Frá fyrsta kaflanum til hins síðasta fagnaðarkórs er boðskapurinn sem rauður þráður: Lofsyngjum skapara vorn og allra hluta.“ íþróttabandalag Akureyrar minnisl merkra tímamóta um þetta leyti, en sambandið varð 40 ára fyrir skömmu. Ársþing bandalagsins verður haldið á morgun og í tengslum við það verður ýmislegt um að vera í íþróttahöllinni. Ungfrú Akureyri í Sjallamim Ungfrú Akureyri verður krýnd í Sjallanum annað kvöld, en þar fer þá fram forkeppni í fegurðarsam- keppni íslands. Sex stúlkur taka þátt í forkeppninni í Sjallanum, þær Nanna Sig- ríður Kristinsdóttir, Ásta Einarsdóttir, Hrafnhildur Hafberg, Hulda Ringsted, Katrín Kristjánsdóttir og Þórdls Rúnarsdóttjr. Það verður mikið um að vera í Sjallanum samhliða keppninni. Húsið verður opnað kl. 19.00 og að sjálf- sögðu verður tekið á móti gestum með Ijúfum for- drykk áður en borðhald hefst. Þá kemur fram „Hollywood strings", sem er strengjasvcit úr Tónlist- arskólanum á Akureyri. Síðan verða stúlkurnar kynntar, en að því búnu verður tískusýning. Þá verða úrslitin kynnt, og það verða fleiri en „Ungfrú Akureyri“, sem fá verðlaun, því einnig verður valin Ijósmyndafyr- irsæta og vinsælasta stúlkan. Dómnefndina skipa Ólafur Laufdal, Alice Jó- hannsdóttir, Friðþjófur Helgason, Unnur Steins- son og Sigurður Sigurðs- son. Kynnir verður enginn annar en Hermann Gunn- arsson. Matseðill kvöldsins í Sjallanum er ekki af verri endanum. f forrétt er fiski- paté með aspargus, dillsósu og ristuðu brauði. f aðal- rétt er ofnsteikt hreindýra- hnetusteik með gufusoðnu spergilkáli, fylltum tóm- ötum, bökuðum kartöflum og villibráðarsósu. Og þá er aðeins eftir að nefna verðið á ölium herlegheit- unum. Aðgönguntiðinn kostar 910 kr. fyrir manninn, með mat. Kl. 13.30 á morgun verður opnuð sýning í anddyri íþróttahallarinnar. Þar sýna öll aðildarfélög bandalagsins á sérstöku sýningarsvæði, fé- lögin sýna ýmislegt sem tengist starfsemi þeirra og verða með kynningu á starfseminni. Kl. 13.30 á sunnudag hefst svo mikil íþróttahátíð í íþróttahöllinni. Knútur Otter- stedt formaður ÍBA setur há- tíðina en að því búnu verða stanslaus sýningaratriði fram til kl. 18. Þær íþróttir sem sýndar verða eru: Boccia, borðtennis, curling, blak, badminton, fimleikar, tennis, lyftingar, handknattleikur. júdó, bogfimi, knattspyrna og körfuknattleikur. Sýningin í anddyri íþrótta- hallarinnar sem verður opnuð á morgun verður einnig opin á sunnudag á meðan dagskráin verður í íþróttasalnum. . '••• ' ~5‘:i W

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.