Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -12. apríl 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 28 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Iðnþróunarsjóður og iðnaðurinn Iðnþróunarsjóður er sam- eiginlegt átak Norðurlanda- þjóðanna til að styðja við bakið á iðnaðaruppbygg- ingu í löndunum. Sjóðurinn lánar til samvinnuverkefna tveggja eða fleiri þessara þjóða og allmargir íslenskir aðilar hafa fengið lán úr sjóðnum. Það er hins vegar mikið efamál hvort hægt sé að segja að íslensk iðnfyrir- tæki hafi notið góðs af til- veru Iðnþróunarsjóðs, þótt þau hafi fengið þar lán. Það mætti jafnvel til sanns veg- ar færa að fyrirtækin sem fengu lán hjá sjóðnum hafi haft af því mikið óhagræði og jafnvel tapað á þeim við- skiptum. Þessu veldur hin óhagstæða þróun dollara- gengis, miðað við gengi N orðurlandaþ j óð anna. Samkvæmt lögum Iðn- þróunarsjóðs ber lántak- endum að endurgreiða lán- in í dollurum. Dollaragengi lánanna er með öðrum orð- um lögfest. Sjóðurinn sjálf- ur er fjármagnaður með lántökum, en endur- greiðslur þeirra lána eru með öðrum hætti en þeirra sem fá lán úr sjóðnum. Þau eru tekin í gjaldmiðlum N orðurlandaþ j óðanna. Þetta misræmi hefur valdið því að á sama tíma og fyrirtækin sem fá lán úr Iðnþróunarsjóði verða fyrir tilfinnanlegu gengistapi, græðir sjóðurinn sjálfur stórlega vegna gengis- hagnaðar. Nú mun vera svo komið að af 1.400 milljóna útlánum sjóðsins eru 800 milljónir eigið fé, sem hefur myndast á sl. fimm árum. Þetta er svona rétt eins og dæmið um peningana sem urðu til í Seðlabankanum og Seðlabankahöllin var byggð fyrir. Að sjálfsögðu verða verðmæti ekki til með þessum hætti heldur er þetta einfaldlega tilfærsla frá einum til annars, í þessu tilviki frá iðnfyrirtækjum sem Iðnþróunarsjóður á að styðja við bakið á, til sjálfs sjóðsins. Um næstsíðustu áramót voru lán eins ónefnds fyrir- tækis á Akureyri 18,5 millj- ónir króna. Gengistap á síð- asta ári nam um 7 milljón- um króna, þ.e. lánin hækk- uðu um þá upphæð vegna þess að þau voru skráð á dollaragengi. Hefðu þessi lán hins vegar verið tryggð með lánskjaravísitölu, sem mörgum þykir nú raunar nógu óhagstæð, hefðu þau hækkað um 2 milljónir króna. Mismunurinn er 5 milljónir króna á einu ári. Dollaraskráningin hafði með öðrum orðum í för með sér 36,5% hækkun á lánun- um á einu ári, en lánskjara- vísitalan hefði þó ekki hækkað þau nema um 14,7%. Þetta dæmi segir allt sem segja þarf um dollaralánin svokölluðu. Lögfesting doll- araviðmiðunar á lánum Iðn- þróunarsjóð til iðnfyrir- tækja veldur því að það er spurning hvort sjóðurinn sé iðnaðinum til nokkurs gagns — hvort hann sé ekki hreinlega til skaða. „Kjallurinn", heitir nýr veit- iugaslaöur sem Sjallinn opnadi i (Ivnihilvikiinni. Kins og naiiiiO liendir til er þessi veitipgastad- ur í kjallaru Sjallans, huggulega innréttadur í hreskuui kráarstíl. Meiial veitinga sem þarna eru á hodstóluni er hjorlíkió mary- fræga, liæði dökkt oy Ijóst, en auk fljótandi veitinga er hoöiö upp á „rétt dagsins" á hót1e!>u verði, auk þess sem smáréttir eru á hoöstólum. Kjallarinn verður opinn alla da”a, í há- def’inu frá 12-14:30 og frá kl. 18-01 á kvöldin. * „Viö le!>!>jum áherslu á að lialda „standardinuin" á þess- um stað uppi, við ætlum ekki að jjera hann aö knæpu," sagði Sifpiröur Sigurdsson, fram- kvæmdastjóri Sjallans, i spjulli við Dag. „I>ess vegna höluni við þarna dyravörslu í hádeginu og á kvöldin og þess er krafist að gestir séu snyrtilega klæddir og vel á sig koninir. Þetta hefur að visu oröið til þess að við höliini þurft að visa mörgum frá, en það eru aörir sem koma í staöinn; fólk sem kann að meta huggulegan veitinga- stað," sagöi Siguröur. ¥ Kjallarinn tekur 60-70 nianns. Barinn er smiðaður tipp ur gönilum har Irá l.ondon, en aðrar innréttingar eru listasmíði frá Kótó. í heild er staðurinn hlýlegur, en hönnuður hans er Guðrún Sig- ríður Haraldsdóttir. - GS Kjallarinn er hinn vistlegasti veit ingastaður. Hér er Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, hönnuður Kjallarans, að ræða málin við Guðmund Sigurbjörnsson, yfirsmið, og fleiri góða gesti. Tómas Leifsson er yfirþjónn Kjallarans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.