Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 7
12. apríl 1985- DAGUR-7 - Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og iðnráðgjafi hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga? - Já, sá er maðurinn. - Er það rétt að þú sért að yfirgefa Fjórðungssambandið ? - Já, það eralveg hreint laukrétt. Ég sagði upp með þriggja Ímánaða fyrirvara, eins og lög gera ráð fyrir, og reikna með að ljúka störfum í lok maí. Hvað ertu þá búinn að vinna þarna Iengi? - Tæplega tvö og hálft ár. - Hvers vegna ertu að hætta? - Ja, ég sé eiginlega ekki til- gang í að halda starfi mínu hér áfram á þeim nótum sem boðið hefur verið upp á. Mig greinir það mikið á við Fjórðungssam- bandið um þetta starf. Auk þess spila launamál inn í, en hins vegar eru ákveðin ágreinings- atriði sem ég sætti mig ekki við. Þess vegna er ég á förum. - Er það ágreiningur við Áskel Einarsson? - Nei, ekki vil ég beinlínis segja það, það er ekki alfarið rétt. Hitt er svo annað mál, að framkvæmdastjórinn er andlit sambandsins og starfsemin hlýtur að bera keim af hans við- horfum og vinnubrögðum. - Hvað er það sem þú sættir þig ekki við? - Þegar ég var ráðinn í þetta starf var reiknað með að ég þjónaði Norðurlandi öllu. Nú er verið að rífa þetta niður í ein- ingar; það er ætlunin að ráða iðnráðgjafa á Blönduósi og einnig er á Húsvíkingum að skilja, að þeir vilji fá iðnráð- gjafa til sín. Ég held hins vegar fast við þá skoðun, að það sé skynsamlegra að byggja upp eina iðnaðarmiðstöð fyrir Norðurland. Það er hins vegar rétt, að einn maður annar ekki Norðurlandi öllu, en mér finnst rétt að setja þetta undir eitt þak, a.m.k. til að byrja með. Það þarf að taka á þessu máli í sam- einingu; það er ekki til gæfu að margir séu að gaufa við sama verkefnið, hver í sínu horni. - Viltu meina að of margir séu að grauta í sömu skálinni? - Já, meðal annars. Ég get tekið ákveðna samlíkingu. Ef mér væri fengið það verkefni að smíða geimferju og fara út í geiminn, þá myndi ég safna vís- indamönnunum saman og fá þá til að taka á verkefninu í sam- einingu. Ég er viss um að það hafa Bandaríkjamenn og Rússar gert. En að vera að rífa þetta niður í stykki, setja einn iðnráð- gjafa hér og annan þar, það verður ekki iðnþróun á Norður- landi til framdráttar. Þetta hefur verið svipað því að standa úti í snjóskafli, eiga að moka snjó, en hafa enga skóflu. - Viltu meina að Fjórðungs- sambandið sé að gliðna í sundur? - Já, það hlýtur að koma sá dagur við núverandi aðstæður. Raunar get ég ekki betur séð en það sé þegar sprungið í loft upp. Það er einungis spurning um hvenær sveitarfélögin hætta að greiða framlög til sambandsins. ,JÉg get ekki betur séð en - Friðfinnur K. Daníelsson, iðnráðgjafi hjá Fjórðungssambandi Norðlendinga á línunni - Á Fjórðungssambandið þá ekki rétt á sér? - Jú, vissulega, en ég held að það sé rétt að leggja það niður í núverandi mynd. Ég myndi byrja á því að segja upp öllum mannskapnum, setjast síðan niður og skilgreina ný markmið. Þegar það hefur verið gert má ráða fólk aftur, í samræmi við þau markmið sem hafa verið sett og þá kemur ef til vill til greina að ráða sama fólkið. Það er vel hugsanlegt, að nota megi þá peninga sem hér fara í gegn í þróunarsjóð atvinnulífsins, eða til að vinna að einhverjum tíma- bundnum verkefnum, sem t.d. gætu staðið í 5 ár. Að þeim tíma loknum má endurskoða mark- miðin á ný. - Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar er með starfsemi hér; stangast ykkar verkefni ekki á? - Jú, það má til sanns vegar færa. Raunar eru hér þrír aðilar, sem eru að grauta í sömu skál- inni; Fjórðungssambandið, Iðn- þróunarfélagið og Atvinnumála- nefnd Akureýrarbæjar. Þegar ég hóf hér störf hafði ég sam- starf við Iðnþróunarfélagið til að byrja með, en síðan hefur það samstarf lognast út af. Og því miður eru dæmi þess að við séum að vinna að sömu verkefn- unum, sitjandi á okkar skrifstof- um hér við sömu götuna. Þess er skemmst að minnast, að fyrir skömmu auglýsti atvinnumála- nefndin eftir húgmyndum um nýjungar í iðnaði. Þessar hug- myndir voru síðan sendar til Iðnþróunarfélagsins til úr- vinnslu. Nú veit ég ekki betur en að þar sé að finna hugmyndir sem ég var búinn að fjalla um - og til mín komu þær frá sömu aðilum og sendu þær síðan til at- vinnumálanefndarinnar. - Iðnaður, er að finna þar þann vaxtarbrodd sem menn binda vonir við? - Nei, ég held að menn verði aðeins að fara að gá að sér þarna, því þetta er að verða svo- lítið útjaskað; talið um iðn- þróun og allt það. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að störf- um í iðnaði hefur ekki fjölgað að neinum mun og iðnaður hér á landi er orðinn mörgum árum á eftir iðnaði í okkar nágranna- löndum. Og ef við tökum okkur ekki stórkostlega á á næstu árum breikkar þetta bil enn meira. Það þarf að tæknivæða iðnaðinn og beita fullkomnari stjórnunaraðferðum. Það þýðir aukna framleiðni og um ieið fækkar þeim höndum sem vinna að iðnaði, nema stórkostleg aukning komi til. En það þarf mikið að gerast til þess að úr því geti orðið. - Hvar er þá vaxtarbroddur í atvinnulífinu? - í matvælaiðnaðinum, ég hef óbilandi trú á honum. Auk þess get ég nefnt plastiðnað, járniðnað og ferðaþjónustu. En við þurfunt að leggja áherslu á útflutningsiðnað. - Er ávinningur að stóriðju? - Já, að vissu leyti, en við verðum að vara okkur á því, að sú stóriðja verði ekki eins og olía á ónýtar legur, sem hrynja hvort sem er. Mikið af okkar smáiðnaði er t.d. mjög vanþróaður og úr því þarf að bæta mjög hröðum höndum. Það þarf að lyfta honum upp á miklu hærra plan. En stóriðja getur vissulega styrkt stöðu okk- ar ef rétt er á málunum haldið. Ég er hins vegar ekki hrifinn af þeirri umræðu sem hér hefur verið um álver. - Álversandstæðingur? - Nei, ekki beint. En mér finnst umræðan hafa verið með skringilegu móti. Ég get t.d. ekki séð að áliðnaður sé í vexti; getur einhver sýnt fram á það? Ég óttast hið gagnstæða; að notkun á áli dragist saman á næstu árum. Og hvaða gagn höfum við af álveri, sem enginn grundvöllur er fyrir? - Að lokum Friðfinnur, hvað ætlar þú að gera? - Það er ekkert ákveðið í því sambandi. Það eina sent ég hef tekið ákvörðun um er að koma mér héðan út sem allra fyrst. En ég er Eyfirðingur, frá Gnúpu- felli, þannig að hér á ég heima og hér vil ég vera. Vonandi finn ég eitthvað að gera við mitt hæfi. - Gangi þér vel og þakka þér fyrir spjallið. - Sömuleiðis. - GS Full búð aí nýjum vörum Nýkomnir coctailkjólar. Tískuskartgripir og belti í úrvali. Vel klædd er konan ánægð. Jakkapeysur í úrvali frá hinu þekkta danska '"yt/c/M Fleiri gerðir væntanlegar. Komið • Sjáið • Skoðið Verslunin er opin kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12. 1$ iJiólu.WLólun J3teinunnúz_ Hafnarstræti 98 • Akureyri ■ Sími (96) 22214 ■ Jazzdansstudio Alice Glerárgötu 26 - Sími 24979 Ný 6 vikna námskeið hefjast mánudaginn 15. apríl. )Jazzdans fyrir alla aldurshópa frá 7 ára aldri. Byrjendur og framhald. Jazzleikfimi fyrir konur. Byrjendur og framhald. Rólegir timar, styrkjandi æfingar, teygjur og slökun. Sturtur ★ Sauna ★Ljós Alltaf heitt á könnunni. Innritun og upplýsingar í síma 24979 milli kl. 15 og 22. Afhending skírteina sunnudag 14. aprfl miflí kl. 16 og 18 að Glerárgötu 26 (gengid inn frá Hvannavöllum). Sólbaðsstofan sími 24979. Opið mánudaga tiJ föstudaga kl. 15-23, laugardaga frá kl. 10-19. Deildarfundur Aðalfundur Dalvíkurdeildar KEA verður haldinn í Víkurröst þriðjudaginn 16. apríl 1985 og hefst kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Deildarstjórn. ÖLL ÞJÓNUSTA FYRIR Háþrýstislöngur, tengi&barka í BILINN, SKIPIÐ EÐA VINNUVELINA PRESSUM TENGIN Á • VÖNDUÐ VINNA Ný og stærri tæki ÞÓRSHAMAR hf. ______ SÍMI96-22700 HVAR SEM ER-HVENÆR SEM ER

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.