Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 12.04.1985, Blaðsíða 10
10 — DAGUR — 12. apríl 1985 Velflestar þjóðir hafa trúað því að ytri öfl til dœmis tunglið hafi áhrif á líf og starf manna og geti jafn- vel orsakað brjál- semi. Imörgum Evrópumálum eru orð sem tákna vitfirr- ingu dregin af heiti tunglgyðjunnar latn- esku, Luna, t.d. lunatic í ensku yfir þá sem ekki teljast heilir á geðsmunum. Slíkar skýringar á geðbilun voru algengar fram á 18. öld jafnvel í Evrópu sem státaði af mikilli almennri menntun. Enn í dag er til fólk sem heldur því fram að tunglið hafi áhrif á líf okkar mannanna. Við ger- um smávegis úttekt á tunglmálum þjóð- arinnar fyrr og nú, leitum uppi ýmislegt það sem skrifað hef- ur verið um tunglið í íslenskri þjóðtrú og leitum eftir ummæl- um manna um það sem kallað er tungl- sýki. Vaðandi í skýjum er tunglið gjarn- an notað í sögum ýmiss konar, eink- um draugasögum, til að skapa stemmningu óhugnaðar og það er líklega engin tilviljun að þær nætur er tungl er fullt fara varúlfarnir ógur- legu á kreik. Á íslandi eiga varúlfar sér þó litla hefð og engar sögur höfum við heyrt af almennri hræðslu manna við þessi miður geðslegu kvikindi, þess hræddari hafa menn verið við drauga, skottur og móra, sem í eina tíð voru mikið á ferðinni. Þeirra hlutverk var oftar en ekki að vera sendir á milli bæja með þá fyrir- skipun upp á vasann að drepa ákveðna einstaklinga. Ekki hefur það verið kannað vísindalega, að því er við vitum best, hvort mórar og skottur hafi einkum verið á ferð er tungl var fullt, en ólíklegt er það ekki. En tunglið á sér líka aðra hlið. Mild birta þess ljómar yfir ástar- sögum, allir kannast við ástfangna parið sem er á gangi úti í tunglsljós- inu. Nú, tunglið er ómissandi í ævin- týrum ýmiss konar og fagurt og dul- arfullt er tunglið þegar um er að ræða sögur frá huliðsheimum, sögur af álf- um og vættum. Endurfœðing Um ótal árþúsundir þekkti mannkynið ekki aðra himinhnetti en tungl og sól, þessa tvo sjálflýsandi og töfrum mögnuðu hnetti og þeir urðu mönnum ímynd æðri máttar, guð- dóms og ægifegurðar, svo að sumir urðu sóldýrkendur og aðrir tungl- dýrkendur. Þrátt fyrir langa ævi mannsins eru enn til þjóðflokkar sem ýmist eru sól- eða tungldýrkendur og tileinka þessum guðum sínum þann dularfulla mátt, sem öllu stjórnar hér á jörð. Þegar ísland byggðist hafði þetta breyst meðal norrænna þjóða. Menn dýrkuðu þá æðri guði sem stjórnuðu ekki aðeins jörðinni, heldur einnig þessum tveimur goðumlíku hnöttum, stjörnum, eldingum ogöllu í alheimi. Tunglið kviknar af engu og er þá kallað nýtt tungl, stækkar svo þar til það er fullvaxið, en tekur síðan að eyðast og hverfur. Allt gerist þetta á einum mánuði. Hér er um sífellda endurfæðingu að ræða og meðal fornþjóða er mynd af tunglinu látin tákna endurfæðingu. Furðuleg kunna okkur að þykja þau áhrif sem tunglið hafði á jörðina og jarðlífið. Sumt af því er sprottið upp í hugarheimi alþýðu áður en stjörnufræðin kom til sögunnar, áður en menn vissu að stjörnur eru sólir, að jörðin er ekki miðdepill heimsins, heldur er hún fylgihnöttur sólar og tunglið aftur fylgihnöttur hennar, áður en þyngdaraflið þekktist og gagnkvæm áhrif hnatta í endalausum geimnum. Samkvæmt þyngdarlögmáli New- tons leitast sérhver hlutur í alheimi við að draga að sér annan hlut með krafti sem er í beinu hlutfalli við fjar- lægðir milli þeirra. en það er ekki að- eins þessi togstreita sem kemur til greina í sambýli hnattanna, heldur einnig geislun, bæði Ijósgeisíar og ósýnilegir geislar. Það eru áhrif þess- ara geisla sem þjóðtrúin fæst við. Þótt tunglið sýnist ekki ýkja langt frá jörðinni er vegalengdin þó æði mikil á jarðneskan mælikvarða, vegna þess að tunglið gengur eftir sporbaug er vegalengdin ekki alltaf jöfn. Tunglið hefur bundinn mönd- ulsnúning og snýr því alltaf sama vanga að jörðu, en af því stafar breytileikinn í útliti þess og eftir því hvernig sól nær að skína á það og gera það lýsandi. Þyngdarkraftur sólar og tungls veldur sjávarföllum (flóði og fjöru) á jörðinni og eru áhrif tunglsins þar tvöfalt meiri en áhrif sólar. Þegar jörð, tungl og sól mynda nokkurn veginn beina línu og tunglið er í miðju, leggjast áhrif sólar og tungls á eitt. Þá er nið og þá er stærstur straumur. En þegar jörðin er í miðju, þá er tungl fullt og þá vinna kraftar sólar og tungls hvor á móti öðrum. Þá er að vísu stór- streymt, en ekki til jafns við það er nýtt tungl kemur. Þá snúum við okkur að þjóð- trúnni. Eflaust telur nútíminn þetta hindurvitni ein, sem ekki er mark takandi á. En forn málsháttur segir, að oft sé það gott er gamlir kveða. Það er staðreynd að forfeður okkar fylgdust betur með öllum fyrirbærum náttúrunnar, þar á meðal sjávar- föllum. „Brjáluð við hverja tunglkomu“ Við byrjum á að nefna það er þung- aðar konur skyldu varast. Tungl má ekki skína í kjöltu óspjallaðrar meyj- ar, því þá verður hún barnshafandi. Ef þunguð kona situr á móti tungli, þannig að það skíni á brjóst hennar verður barnið tunglsjúkt. Eins fer ef þunguð kona kastar af sér vatni úti í tunglsljósi, þá verður barnið tunglsjúkt. í orðabókum er orðið tunglsýki skýrt sem geðveiki eða flogaveiki sem talin var standa í sambandi við kvartilaskipti tungls. í bók sinni Grúsk nefnir Árni Óla að Sigurður Jónasson stúdent frá Eyj- ólfsstöðum í Vatnsdal segi svo frá að á Reykjum á Reykjabraut í Húna- vatnssýslu hefði eitt sinn verið kona, sem varð brjáluð við hverja einustu tunglkomu, en alfrísk þess á milli. Það var trú forfeðra vorra að kon- um gengi betur að fæða börn með nýju tungli, fæðingin átti að ganga miklu greiðar fyrir sig ef tungl var nýtt. „Ég átti öll mín börn með nýju tungli,“ sagði eitt sinn gömul kona í Þingeyjarsýslu „og gekk alltaf vel og átti ég þau þó mörg.“ Kýr héldu betur ef þeim var haldið með aðfalli, heldur en með útfalli. Ef kú var haldið með vaxandi tungli átti hún að ganga skemur með en ella. Talið var og að kúm gengi betur að bera með nýju tungli en gömlu, þá kæmust þær einnig í betri nyt. Ekki má klippa hár sitt nema með vaxandi tungli, því annars fer rot í hárið eða viðkomandi fær hárlos. Ef hár er skorið með vaxandi tungli kemur vöxtur í það. Við látum fylgja hér með að ef menn snúa í norður meðan á klippingu stendur þá boðar það að menn séu skammlífir. Fé á endilega að rýja með vaxandi tungli, bæði varð þá lausari á því ull- in og fyllingin vex betur. Vissara þótti að rista torf með gömlu tungli, veltan varð seigari. Betra þótti er því varð við komið að hefja túnaslátt með vaxandi tungli, þá varð heyið drýgra. Eflaust er þetta af sömu rótum runnið og það að skera hár sitt með vaxandi tungli, um leið og tungl vex á hár manna að vaxa sem og grasið á túninu. Slátra skal fé með aðfalli sjávar að hálfvöxnu tungli, þá blæðir betur og kjötið verður drýgra og geymist betur. Annars verður skinnið betra og þolnara ef skepnunni er slátrað með minnkandi tungli. Þeir draumar sem menn dreymir með vaxandi tungli rætast jafnan fljótt, en þeir draumar sem menn dreymir með minnkandi tungli rætast seint eða ekki. Ef menn dreymir að þeir sjái fleiri eða færri sólir eða tungl á lofti boðar það mannslát úr þeirri áttinni sem það sást úr. „Taka blóð á hverju tungli“ Tungl þótti áhrifavaldur þegar lækn- ing ýmissa sjúkdóma var annars vegar. Einkum hvað blóðtökur varðar, en að taka mönnum blóð þótti í eina tíð allra meina bót. Blóð- tökumenn gengu þá bæ af bæ og buð- ust til að taka mönnum blóð og lækna með því ýmsa kvilla. Þeir sem best voru að sér í fræðunum áttu ofurlítið kver með uppdrætti af mannslíkamanum þar sem sýndir voru allir blóðtökustaðir og fylgdu skýringar með er sögðu við hvaða sjúkdóm hver blóðtökustaður ætti. Kver þetta hét Æðamaðurinn og þótti mikið til hans koma. Sjúkdóm- ar voru að sjálfsögðu mismunandi og Iækningar þá væntanlega líka. Við sumum sjúkdómum þurfti að taka blóð á hverju tungli. Reyndar var talsvert vandhæfi á því að taka rétt blóð eftir dögum og hvernig stóð á tungli, það var ekki takandi blóð nema 13 daga í hverjum mánuði og voru þeir flestir í síðari hlutanum. Á síðasta kvartili tungls voru allar blóð- tökur bráðónýtar. Taka átti blóð úr ungu fólki með vaxandi tungli, en úr eldra fólki með minnkandi tungli. Ekki var ráðlegt að taka blóð fyrstu 5 dagana eftir fyllingu og ekki heldur í hundadögum. Var það sumra manna siður að láta taka sér blóð einu sinni til tvisvar á ári til heilsubótar, en einnig í því var aðgæslu þörf, t.d. mátti ekki taka blóð við höfuðverk meðan tungl gekk í hrútsmerki og við fótaveiki var ekki talið ráðlegt að taka blóð meðan tungl gekk í fiska- merki. Sumartungl heitir það tungl sem á lofti er 5. maí, hvort sem það er ungt eða gamalt. Þegar maður sér sumar- tunglið fyrst, á ekkert orð að segja, heldur bíða þangað til einhver ávarp- ar mann og er mikið undir því komið hvað sagt er við mann, því orð þessi eru óbrigðul spádómsorð, þó oft séu þaú á huldu. Þetta heitir að svara einhverjum í sumartunglið. Ef sagt er við mann: „Það er orðið framorð- ið,“ „ætlarðu ekki að fara að hátta,“ eða „góða nótt“ þá var talið að sá liinn sami væri feigur. Eitt sinn var stúlku svarað í sumar- tunglið: „Varaðu þig, hann er valtur,“ en stúlkan var í þann veginn að setjast á kistil. Ekki brást það, mannsefníð sagði henni upp um sumarið. Framhald í næsta Helgar-Degi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.